Helgarpósturinn - 28.07.1983, Síða 13

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Síða 13
_f~lelgai--;-- posturinn Fimmtudagur 28. júlí 1983 t3 isma og fasisma, þar sem stórmeistarar miklir voru fremstir í flokki, svo sem Malraux, höf- undur tveggja ógleymanlegra verka um raunir og hörmungar þessarar aldar, skáldsagnanna Hlutskipi manns og Vonarinnar“ „Hver urðu viðbrögð manna, þegar sett var fram stefnan um sósíalískt raunsœi? „Sósíalískt raunsæi heyrði ég ekki nefnt fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og þá í sam- bandi við sovézkar bókmenntir.“ — Hvernig leizt þér á það? „Sjáðu til, frá því að ég komst til vits og ára hef ég haft rótgróna vantrú á formúlu-bók- menntum og formúlu-mannúð. Ég veit ekki til þess að neinn hafi staðið hjá Guði almáttug- um þegar hann var að skapa heiminn, og sagt við hann: Heyrðu góði minn, þú hefur nú þetta svona og hitt hinsegin. Öll sköpun í skáldskap og listum krefst frjálsræðis. Vitan- lega ber það við að þetta frjálsræði sé misnot- að, en það kemur ekki að sök, ef mönnum er líka frjálst að gagnrýna þá misnotkun og rök- styðja gagnrýni sina. Sósíalískt raunsæi er teygjanlegt hugtak og hefur aldrei verið skil- greint á viðhlítandi hátt. Ég hygg samt, að það geti leitt af sér góð verk, ef það er höfundi sín- um algerlega samgróið, grundvallað á reynslu hans, vitsmunum og tilfinningum. Það verður eins og mannúðin að eiga rætur í innstu inn- um“ — Stundum virðist sem sósíalrealisminn sé skilgreindur með hliðsjón af ritum Gorkís? „Má vera, en verk Gorkís eru í senn ávöxtur af lífsreynslu sjálfs hans, mannúðlegu hugar- fari og mikilli sköpunargáfu. Eru verk eftir Romain Rolland einungis sósíalskt raunsæi? Ég held að hver sá ungur maður sem les sagna- bálka hans af Jóhanni Kristófer elleger Ann- ettu hafi fengið þá lexíu í húmanisma sem hann gleymiraldrei. Tómas Mann á vissulega til sósíalskt raunsæi, en það er aðeins einn þáttur af mýmörgum öðrum þáttum í verkum hans, en fyrir bragðið öðlast þau dýpt, bera vitni um innsæi, skilning og þekkingu, verða hluti af menningarsögu þessarar aldar. Þeir höfundar sem sovétmenn hafa einkum bent á sem fyrirmynd um sósíalskan realisma hafa ekki vakið neina sérstaka hrifningu mína, og ég á bágt með að trúa, að verk þeirra endist!* — Er sósíalískt raunsæi eitthvað frábrugð- ið þessu gamla raunsæi, svo sem í verkum Gests Pálssonar og Ibsens? „Nú eru aðrir tímar. Það er að minnsta kosti frábrugðið þeim gamla og góða að því leyti, að á bak við það liggur á gægjum krafa öflugra stjórnvalda um að það skuli vera ein- rátt í bókmenntunum. Menn skynja samfélag •sitt margvíslega og eru misnæmir fyrir rang- læti. Einar H. Kvaran og Gestur Pálsson höfðu mikil áhrif á islenzkt þjóðfélag, ekki sízt sá fyrrnefndi, sem breytti blátt áfram við- horfi bændasamfélagsins til þurfalinga og fá- tæklinga með smásögum sínum, á sama hátt og Þorsteinn Erlingsson breytti viðhorfi þess til dýra með yndislegum sögum sínum og kvæðum. En enginn þessara þriggja höfunda var einskorðaður við þjóðfélagslegt raunsæi. Dilkadráttur bókmenntafræðinga er Iangoft- ast hæpinn og stundum tóm fölsun. Sérhver góður höfundur er margt í senn, alls ekki bundinn við einhverja formúlu!* — Þú manst e.t.v. eftir grein Einars Olgeirs- sonar í Rétti 1932 og greinum Kristins E. A nd- réssonar „Rauðsmýrarmaddaman hefur orð- ið“, 1936, og „Ólafs saga Kárasonar Ljósvík- ings“ í Rauðum pennum 1938. Þeir Ijúka miklu lofsorði á sögur HKL, en telja hann ekki kominn alla leið, því „Hinni verulegu frelsisbaráttufólksins í landinu hefur Halldór ennþá ekki lýst“. (K.E.A.). „Já, eitthvað rámar mig í þetta. Kristinn skr.ifaði um fyrri hluta Sjálfstæðs fólks og botnaði hálfpartinn söguna áður en síðari hlutinn kom út.“ — Hver urðu viðbrögð annarra við þeirri gagnrýni? „Eins og ég sagði þér áðan ræddi ég fyrst við Kristin síðsumars 1935, en sá hann í fyrsta skipti tilsýndar 1. maí sama ár, þar sem hann var að selja Sovétvininn á útifundi við Lækj- argötu. Að kvöldi þess dags var Halldór Lax- ness fenginn til að lesa upp söguna af ÞÓrði gamla halta á samkomu Alþýðuflokksmanna. Jóni Axel gazt ekki að sögunni, stöðvaði lest- urinn í miðjum klíðum og rak höfundinn út. Félag róttækra stúdenta brá þá skjótt við, tók Nýja-bíó á leigu og fékk Halldór til að lesa þar aftur söguna af Þórði gamla, en Kristin til að flytja erindi um skáldið og Sjálfstætt fólk. Er- indið og sagan komu út samdægurs, að mig minnir. Kristinn átti von á því, að Halldór léti Bjart í Sumarhúsum snúast til sósíalisma og verða jafnvel að verkalýðshetju. Ég veit ekki um viðbrögð annarra, því að ég þekkti þá fáa menntamenn og öngva rithöfunda, en mér fannst spá Kristins fráleit og í ósamræmi við persónu eins og Bjart í Sumarhúsum og hug- arheim sveitamanna yfirleitt. Haustið 1935 kom svo út síðari hluti Sjálfstæðs fólks, og mikilfengleg sögulok höfundar eru rökrétt bæði frá þjóðfélagslegu sjónarmiði og list- rænu. Ég vil skjóta því inn, að sá háttur ís- lendinga, og ekki sízt bókmenntafræðinga, að spyrða einlægt saman Halldór og ÞÓrberg sem jafningja á ritvellinum hefur ávallt farið i taugarnar á mér. Þeir eru svo ólíkir, að þeir eru öldungis ósambærilegir. Þórbergur er vissulega ritsnillingur innan sinna þröngu marka, en halldór er margfalt meira skáld en hann og miklu víðfeðmari hugsun.“ — Rak ekki á fjörur ykkar stefnuskrárrit eftir t.d. Georg Lukacs, Brecht, Johannes Becher eða Sjdanoff? „Nei. Eg Ias snemma í þýðingum skáldsögu og leikrit eftir Brecht, en ekkert eftir Lukács fyrr en eftir stríð. Kristinn hefur sjálfsagt lesið hann fyrr!‘ — Efég má koma með persónulega spurn- ingu, þá ferð þú óvenju ungur að birta verk þín. Hvaða höfundum hafðir þú mestar mœt- ur á um þessar mundir? Breyttist smekkur þinn við að kynnast Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda? „Eg gaf út barnabók 1934 og aðra 1935, samdi þær fimmtán og sextán ára, svo að í rauninni eru þær verk fermingardrengs. Á- vinningur af kynnum við höfunda í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda varð einkum og sér í lagi sá, að margir þeirra urðu vildarvinir mínir. Smekkur minn — auðvitað breyttist hann jafnt og þétt á þessum árum, og er reyndar enn að breytast. Félagið sjálft hafði blátt áfram engin áhrif á smekk minn og skoðanir mínar, heldur komu þar til skjal- anna einstaklingar og umfram allt bókalestur. Hver höfundurinn á fætur öðrum hafði ein- hver áhrif á mig, ef mér þótti mikið til þeirra koma; en um lestur minn á þessum árum getur þú fræðzt ef þú gluggar í viðtal við mig sem kom í Birtingi 1958. Félag byltingarsinnaðra rithöfunda heyrir til löngu liðinni tíð, þegar ungir menn höfðu trú á þvi að bæta mætti vóndan heim. En hvernig er hann núna, þegar gereyðing vofir yfir, ekki aðeins gereyðing manna og þeirrar þekkingar, sem þeim hefur með ærinni fyrirhöfn tekizt að afla sér í ald- anna rás, heldur og alls lífs á jörðu?“ — Eitt að lokurrv Áþessum árum, 1930-40, er HKL frœgur og mikilsvirtur höfundur. En félagar hans, sem eru að byrja að skrifa þá, virðast mér hafa farið lítt svipaðar leiðir. Kanntu einhverjar skýringar á þessu? „Menn urðu að sjálfsögðu fyrir miklum á- hrifum af heimssnillingi eins og Halldóri. Hjá því gat ekki farið. En til þess að losna undan þeim, finna sjálfan sig og sinn tón, urðu menn að læra af reynslunni og Iífinu og lesa kynstrin öll eftir ólíka snillinga í ýmsum löndum, ekki sízt eftir þá bandarísku höfunda sem þustu inn í heimsbókmenntirnar á þessu skeiði. Ég á Halldóri margt að gjalda, — hann sýndi mér mikla góðvild og vinsemd á harla örðugum árum, ekki aðeins í orði, heldur líka marg- sinnis á borði. Til að mynda bauð hann mér stundum til sín austur að Laugarvatni eða upp í Skíðas.kála, þegar hann var að semja þar. Og hann gaf sér tóm til þess á rithöfundaþingi í Suður-Ameríku að skrifa unglingsstrák úr Grafningi bréf.“ Vioial: örn óiafsson Mynd: Jim Smarl

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.