Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 14

Helgarpósturinn - 28.07.1983, Side 14
t » 14 híelgai---------- pðsturinn Blað um þjóðmál,listir og menning- armál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Blaðamenn: Guðlaugur Berg- mundsson, Hallgrímur Thorsteins- son, Ingólfur Margeirsson, Magda- lena Schram, Þröstur Haraldsson. Útlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Dreifingarstjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Lausasöluverð kr. 25 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Frelsið og ábyrgðin Frjáls fjölmiðlun og óheft tján- ingarfrelsi hafa veriö meöal helstu leiðarljósa og baráttumála Helgar- póstsins allt frá því blaðiö var stofnað fyrir rúmum fjórum árum. í slíkum jarðvegi þjóna fjölmiölar best hlutverki sínu sem fjórða aflið í uppbyggingu lýöræðisskipulags- ins. Jafnframt hefur blaðinu verið Ijóst að þetta frelsi er vandmeðfar- ið. Það hefur nú sannast á síðum Helgarpóstsins sjálfs. Því miður. Greinin um meint „okurlánavið- skipti“ tveggja lögmanna við reyk- vískt verktakafyrirtæki og að- standendur þess sem birt var í síð- asta tölublaði er skólabókardæmi um það hvernig fjölmiðill getur orðið fórnarlamb eigin frelsis. Ein- hliða upplýsingar óáreiðanlegra heimildarmanna og annarlegt mat fagmanna sem leitað var ráðgjafar hjá hafa leitt starfsmenn blaðsins á villigötur og getið af sér grein sem valdiö hefur málsaðilum og aðstandendum þeirra ástæðu- lausum og ómældum sársauka. Þótt mistök sem þessi beri að harma, eins og ritstjórar Helgar- póstsins gera á bls. 4 i blaðinu í dag, þá mega þau ekki verða til þess að kasta rýrð á þá hugsjón sem tjáningarfrelsi og frjáls fjöl- miðlun er. Þvert á móti eiga mis- tökin að verða lexía og hvatning til aðgátar í meðferð heimilda. Frjáls- ir fjölmiðlar sem gjarnan gagnrýna hvaðeina sem aflaga fer í þjóðfé- laginu mega aldrei missa sjónar á því að sjálfsgagnrýnin þarf að skipa öndvegið ef hin almenna gagnrýni á að vera marktæk. A fjögurra ára starfsævi Helgar- póstsins hefur blaðið einatt gagn- rýnt menn og málefni óvægilega og þá gjarnan fjallað um efni sem þykja viðkvæm og flestir aðrir fjöl- miðlar leiða hjá sér. Ýmsum hefur oft þótt of langt gengið og ósjaldan hefur ritstjórn blaösins fengið hót- anir um málshöfðanir. Til þessa hefur þó blaðamennska Helgar- póstsins staðið af sér allar slíkar hótanir. í þessu tilviki hins vegar hlýtur blaðið sjálft að viðurkenna að gengið var langt út yfir öll sið- ferðileg og fagleg mörk. Þá veröa menn að horfast í augu við mistök sín,hversu óþægilegt sem það er fyrir þá sem einstaklinga og blaðið sem slíkt. Þetta hafa viðkomandi starfsmenn blaðsins gert á þann eina hátt sem sæmd er að. Helgarpósturinn á eftir sem áö- ur lesendum sínum skuld að gjalda. Sjaldan hefur verið mikil- vægara fyrir blaðið að sýna fram á gildi frjálsrar, ábyrgrar fjölmiðlun- ar. Það ætlar Helgarpósturinn að gera. Lesendur munu því áfram eiga Helgarpóstinn að sem helsta fulltrúa óháðrar fjölmiðlunar hér- lendis, — óháðan öllu öðru en eig- in sjálfsgagnrýni. Skrautið, mærðin og óhófið í Helgarpóstinum 14. júlí fjallaði Magdalena Schram nokkuð um út- sendingu sjónvarps í júlí og stöðu innlendrar dagskrárgerðar. Meðal annars ræddi hún við fjármála- stjóra Ríkisútvarpsins, Hörð Vil- hjálmsson. Öll voru ummæli hans athyglisverð og sum þess eðlis, að nánari skýringar þurfa til að koma. Skal hér minnst á þrjú atriði, en ekki verður vikið að öðru því, sem fram kom í eftirtektrarverðri grein Magdalenu, þótt full ástæða sé til. 1. Eftir Herði Viljálmssyni er haft, að „—raunin væri sú, aó margar deildir yrðu að taka sér frí í júlí eins og einatt hefur verið, svo sem Lista- og skemmtideild —“ Snemma í vetur leið, strax og ljós voru líkindi þess að júlí 1983 yrði venjulegur starfsmánuður, var af hálfu Lista- og skemmtideildar í- trekað hvatt til þess, að þá þegar yrði skipulagt sumarstarf og sum- arleyfi, því ella væru vandkvæði fyrirsjáanleg. Hvernig til tókst um þetta verður ekki nánar fjallað hér. En Lista- og skemmtideild „tekur sér ekki frí“ I júlí. Hins vegar erlítið hægt að gera á vegum deildarinnar í júlí, vegna þess hvernig búið er um hnútana að öðru leyti, einkum hvað snertir samræmingu á sumarleyf- um og afleysingafólk. Afleiðing- arnar verða augljóslega þær að framleiðsla stofnunarinnar stöðv- ast af þessum sökum lengur en áður ef eitthvað er, jafnt fyrir því þótt ekki kæmu til þau fjármálalegu at- riði, sem á er minnst hér á eftir. Ummæli fjármálastjóra um sparn- að vegna þessa: — En það er útlit fyrir að þessar tólf og hálfa milljón sé ofmat, líklega kemur þetta til með að kosta minna —‘ eru því æði tvíbent. 2. ,f— Ástæðuna fyrir niðurskurði á innlendu efni í ár sagði Hörður einkum vera þá, að fastir þættir á borð við Gluggann og íþróttir væru nú orðnir íburðarmeiri og því dýr- ari og það kæmi því niður á öðru—“. Þetta eru ótrúleg ummæli fjár- málastjóra, ef rétt eru. Samkvæmt upplýsingum fjár- máladeildar eru niðurstöðutölur á reikningum Ríkisútvarpsins fyrir 1982 um 7 milljónir króna vegna innlends dagskrárkostnaðar í Lista- og skemmtideild. Fjárveiting til þess sama er í ár krónur 6.513 millj- ónir. Það er bein lækkun ráðstöf- unarfjár milli ára um ca. 7%. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma var samsvarandi ráðstöf- unarfé Frétta- og fræðsludeildar - hækkað úr 8.5 milljónum (1982) í rúmar 13 milljónir (1983,) sem eru auðvitað eðlilegri viðbrögð við verðlagsþróun á Islandi þessi miss- erin. Það er því brosleg skýring að hinir 13 þættir af Glugganum, sem fyrirhugaðir eru á þessu ári sam- kvæmt samþykktum Útvarpsráðs, séu úrslitavaldar um skammarlega stöðu innlendrar framleiðslu í Lista- og skemmtideild, og það ætti engum að vera ljósara en Herði Vil- hjálmssyni. Til þáttanna 13, sem eru klukkutími hver, eru alls ætlað- ar 540 þús. krónur. Fjármálastjóri telur að fyrir það fé séu gerðir „íburðarmiklir“ þættir, og sama gildi um íþróttir. Samkvæmt orða- bók Menningarsjóðs þýðir íburður skraut, mærð, óhóf. Ekki kannast ég við það úr Glugganum, en smekkur manna er misjafn. Og ekki hafa mér virst íþróttaþættir sjónvarps einkennast af þessu held- ur, enda þótt fjárráð þar séu sem betur fer rýmri en í Glugganum, en dagskrárkostnaður vegna íþrótta er áætlaður 3.6 milljónir 1983. Það tel ég ekki ofætlað, — en það er þó meira en helmingur þeirrar upp- hæðar, sem Lista- og skemmtideild er fengin til gerðar allra innlendra leikrita, skemmtiþátta, barna- og unglingaefnis og tónlistarefnis, auk alls annars, sem frá deildinni ætti að koma. Það eru því framúrskar- andi athyglisverð og eftirminnileg sjónarmið, þegar því er haldið fram að ástæður fyrir „niðurskurði á innlendu efni í ár“ séu hvað Lista- og skemmtideild varðar einkum íburðurinn í gerð Gluggans. 25. júlí 1983. Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri, Lista- og skemmti- deildar Ég um þig frá henni til hans „það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst, það fellur um sig sjálft og er ei lengur, svo marklaust er þitt Iíf og lítill fengur og loks er eins og ekkert hafi gerst“. St.Steinarr. Já, nú er það fyrst orðið svart, maður. Það er bara allt að fara til fjandans, meira að segja ’68 kyn- slóðin, margumrædda. Hún er bara alveg hætt að slást við lögguna og þó ekki nema á fertugsaldri; allir úti að trimma eða uppi í legubekkjum, hommarnir komnir út úr skúma- skotunum, fortíðin glötuð, fram- tíðin glötuð; Bubbi andæfir og gefst upp á einni og sömu mynd- inni, samstaða tilgangslaus, sögu- legt samhengi úr sögunni og rithöf- undar lagstir í bernskuminningar! Mér dettur helst í hug að nú hafi tveir gamlir hippar fengið snert af svartsýnisæðinu sem rann á þann hóp ungs fólks sem kenndur hefur verið við pönk og nýbylgju. Sér til halds og trausts hafa þeir fengið einhvern C. Lasch.bandariskan böl- sýnisprófessor, svo og Véstein Lúð- víksson rithöfund. Útkoman er grein í Helgarpóstinum þann 30. júní undir heitinu: „Ég um mig frá mér til mín“, höfundar: Þröstur Haraldsson og Ingólfur Margeirs- son. Ég verð að segja alveg eins og er að jiunglyndið herjaði töluvert á mig eftir að hafa lesið grein þessa. Þar er málað svart oní svart og nið- urstaðan á þann veg, að allir séu að puða við að reyna að finna sjálfa sig, til þess að geta nú verið með sjálfum sér, þegar allt fer til helvít- is! Annars er þessi grein svo for- kostuleg að hún er bara alveg stór- skemmtilegt viðfangsefni. Enda býður mér í grun að kannske sé • hún einmitt til þess ætluð fyrst og fremst að hrista upp í fólki, vekja umræðu,og hefur hún að því leytinu náð greinilegum árangri. Svo er margt vel sagt og sumt réttilega, mikil ósköp, en þó grúfir þar svart- nættið yfir hverri málsgrein. Hvenær til dæmis varð „lífsbar- áttan úrelt“ og „hetjudáðir hlægi- legar?“ Varla er það í ritstjórastól- um Helgarpóstsins sem lífsbaráttan er úrelt? Eða hjá amerískum próf- essorum eða íslenskum rithöfund- um? Þarf unga fólkið í dag ekki að berjast fyrir lífinu eins og endra- nær, þrátt fyrir tölvur og tíu ára krepputal? Og sjá: „Þetta sama velferðar- þjóðfélag hefur fyrir alllöngu út- rýmt þörf fólks fyrir trú, hún hvarf með lífsbaráttunni." Ja hérna, var þetta þá trú á lífs- baráttuna? Hefur lífsbaráttan eitt- hvað með trú manna á æðri máttar- völd að gera, yfirleitt? Og hvernig er þetta eiginlega með lífsbarátt- una? Ég fæ ekki betur séð en að hún sé í fullum gangi og ekki vantar bar- lóminn, frekar en fyrri daginn. „Út um allan hinn vestræna heim eru Iangar Biðraðir hjá allra handa sálkönnuðum, austurlenskum gúrúum og samhygðum sem bjóða uppá „innri ró“ og sjálfskönnun" Ég hef nú dvalið í Ameríku und- anfarið ár og ekki hef ég rekið aug- un í neinar biðraðir þar nema þá helst við bióhúsin og í bönkum. Hins vegar er langt síðan fólk fór að. leita ráða gegn streitufaktorum nú- tímans. Ég man ekki betur en við, þessir svokölluðu hippar, höfum snemma fengið dálæti á mörgum stress-meðulum þó ekki hafi þau öll þótt jafn vönduð. Eitt þeirra var innhverf íhugun (T.M.). Hún tekur til hugans, að hvíla hann og skýra, losa um streitu og stöff. Þetta stunda m.a. þeir sem tókst að kom- ast uppúr hægindastólunum og viðra af sér eitthvað af stofukomm- únisma sem var mjög líflegur á ár- um áður og er eflaust enn. Menn bara gerðu sér almennt grein fyrir því að eina byltingin sem gæti bjargað heiminum væri bylting hugarfarsins. Hún hófst á 7. ára- tugnum og stendur enn. Auðvitað eru ekki allir með nú frekar en þá enda flokkurinn óskipulagður eins og þumbflokkurinn sem hún Andrea Jónsdóttir talar um í grein- inni sinni 7. júlí. Þetta heitir að rækta sjálfan sig og garðinn sinn áður en maður fer að rækta fyrir aðra. Það þýðir nefnilega ekkert að tala fjálglega um frelsi, jafnrétti og bræðralag og hvað það nú heitir allt, á fundum og koma svo heim og berja konuna sína og leggja börnin í einelti. Það gengur heldur ekki að stofna verkalýðsríki og berja svo verkalýðsforingjana og leggja verkalýðinn í einelti. Það erum við sjálf sem sköpum fagurt mannlíf friðarins, enginn gerir það fyrir okkur. Hugsið ykkur bara ef Reag- an og Andropov stunduðu inn- hverfa íhugun tvisvar á dag! Og bandaríski prófessorinn seg- ir: „Þessi vakning horfir hvorki fram á við né aftur á bak hvað þá að hún reyni að finna einhverja sam- hangandi heild beggja megin við gröf og dauða. (undirstr.mín) Ja, hvur rækallinn! Hvað á próf- essorinn nú við? Hvaða samhang- andi heild er þetta sem teygir sig héðan og yfirum landamæri lífs og dauða og sjálfsvakningin kemur ekki auga á? Er þetta kannski eitt- hvað sem prófessor Lasch lumar á fyrir vestan, eitthvað í ætt við E.T. mögulega? Samhangandi heild? Getur verið að maðurinn sé eitt- hvað hinsegin?? Svo er líkamsræktin afgreidd: „Fólk er á harðahlaupum undan dauðanum og ellinni." Ekki ríður bölsýnin við einteym- ing. Hvernig væri að snúa þessu við og segja að fólkið sé á harðahlaup- um til lífsins? Við komum aftur að þessu með hippana og hughvarfið. Þeir vildu nefnilega líka reyna að halda heilsunni. Beita öllum ráðum til þess að verða ekki eins og svo margir hinna eldri voru: Gamlir fyrir aldur fram til sálar og líkama. heilbrigð sál í hraustum líkama, sögðu Grikkir. Yogaæfingar í fjör- unni, sagði Þórbergur, og halda vaxtarlaginu í þokkabót. Þetta tengist mataræðinu. Sú bylting sem varð í þeim málum á síðustu 10-15 árum hefur haft mikil áhrif á vöxt og viðgang hippakynslóðarinnar og raunar langt út fyrir þær raðir. Þar var hollustan höfð í fyrirrúmi og víst er að „þú ert það sem þú ét- ur“ Síðan er fjallað um það hvernig þjóðmenning og þjóðareinkenni muni lúta I lægra haldi fyrir tölv- unni „og þá er ekkert eftir nema sjálfið, samstaða með öðrum er orðin merkingarlaus og tilgangs- laus“ Þó svo að hippar, stofukommar og aðrir húmanistar hafi kannske aldrei skilið mikið í tölvunni og hafi ræktað með sér megna fyrirlitningu á henni, þá finnst mér ástæðulaust að flokka hana skilyrðislaust með hinu illa og spá jafnvel fyrir um tölvustríð eins og sumir gera. Ein- mitt núna þegar martraðir okkar ganga út á kjarnorkustríð er sam- staða fólksins mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þegar allt kemur til alls þá eru það sameinaðar þjóð- ir „hins vestræna heims“ sem geta tekið í taumana og krafist afnáms þessara vopna sem reyndar hafa vofað yfir okkur allt frá því að við hippar bældum vöggur vorar, grun- Iausir með öllu um þessa ógát. „Manneskjan hefur snúið baki við trúnni á sjálfa sig og jákvæðar framfarir sínar.. Morgundagurinn kemur okkur í raun ekkert við“ Þessa speki hafa þeir tvímenn- ingar eftir Árna Ingólfssyni og titla hann einn helsta boðbera nýlistar- innar hérlendis. Að taka svona lag- að uppí sig er náttúrlega í besta falli barnaskapur. Maðurinn hefur sjaldan haft meiri trú á sjálfum sér enda leikur allt í höndunum á hon- um þó að félagslega eigi hann langt í land. Og hvað varðar þessi endem- is kjarnavopn þá held ég að fólk trúi því nú ekki almennt að þau verði látin eyða lífinu á jörðinni. Til þess vantar mótíf. Þau eru notuð í ref- skák stórveldanna, verður teflt um hríð, en með tímanum verður þtL.' A orku veitt í friðsamlegan farveg. Ekki vantar þá tæknina til þess að skrúfa þetta drasl í sundur. En mað- ur sem segir að morgundagurinn komi sér ekkert við, hann hlýtur að eiga erfitt sem listamaður. hann ætti eiginlega bara að fara út og skjóta sig. „Fólk hefur tapað öllu sögulegu samhengi, það hefur glatað fortíð- inni — skilur hana ekki eða getur ekki tengt hana við líf sitt — og yfir öllu vofir bomban.!1 Jú, bomban er okkur hugleikin og ekki er mikil framtíð í henni, rétt er það. En á meðan engin bomba springur er enn von um framtíð og nú hefur það ekki gerst í bráðum 40 ár. Það má mikið vera ef unga fólk- ið í dag er að búa sig undir framtíð- arleysið, ekki hef ég hitt það fólk. Og þetta með fortíðina. Hvernig glataðist hún? Hvenær hætti fólk að skilja fortíðina og tengja hana við líf sitt eins og sagt er í greininni? Ég bara skil þetta ekki. Það er kannske af því að ég er svo nostalg- ískur í mér. Er því ekki haldið fram í lok greinarinnar að unga rithöf- unda hafi gripið sú „árátta“, að „hella sér á kaf í bernskuminning- arnar, grafast fyrir um ræturnar“. Nú, eru þeir þá ekki að leita að for- tíðinni, sem glataðist? Það er reyndar algjör óþarfi að kalla þetta áráttu sem er neikvætt orð eins og allir vita. Hvaða rithöfundar byggja ekki að einhverju leyti á reynslu sinni og sinnar kynslóðar? Ég er meira að segja viss um að ný- bylgjuliðið á eftir að skrifa um sín- ar rætur, þegar því vex fiskur um hrygg og sanna þar með að það hef- ur ekki glatað sinni fortíð. Og þá verður komið ungt fólk og við hipp- arnir orðnir afar og ömmur og setj- um það unga fólk á kné okkar og pössum að það glati nú ekki fortíð- inni, lifi í nútíðinni og líti björtum augum til framtíðarinnar, af því að bölsýnin er svo slæm fyrir höfuðið. Jæja, ég segi nú bara eins og maðurinn sem var að hringja heim frá Ameríku: „Þetta er orðið alltof langt!‘ En ég get ekki stillt mig . svona í lokin. Strákar, hvernig fara menn að því að „negla niður tíðar- anda?“ Væri ekki nær að segja bara: Mála skrattann á vegginn? Með vinsemd, Ingólfur Steinsson San Fransisco

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.