Helgarpósturinn - 28.07.1983, Síða 22
„...meðtak lof og prís“
Af kvenlegum kapítalisma
Kvenlegur kapitalismi —
kannske það sé lausnarorð-
ið? Hvaðan hef ég það? Úr
19. júní, ársriti Kvenréttinda-
félags íslands ’83. Og þó
kannski fremur frá merki-
legri kvennasamkomu, sem
ég álpaðist inn á fyrr í sumar
í fylgd með Bryndisi. Fund-
urinn var haldinn yfir matar-
borðum á Lækjarbrekku og
ég var eini karlmaðurinn við-
staddur, ef mér hefur ekki
missýnzt. Fyrirlesarinn var
fjallmyndarleg vestur-ís-
lenzk kona, Alene Halvor-
son Moris að nafni (systur-
dóttir Halldóru Bjarnadótt-
ur hinnar langlífu). Eins og
fram kemur í pistli eftir AI-
ene í 19. júní rekur hún sér-
staka ráðgjafar- og endur-
hæfingarþjónustu fyrir kon-
ur (og reyndar karla) sem
vilja eða þurfa að leita aftur
út á vinnumarkaðinn, eftir
að hafa lokið uppeldishlut-
verkinu. Þessi stofnun hefur
höfuðstöðvar í Seattle á vest-
urströnd Bandaríkjanna.
Alene reyndist vera hinn
líbblegasti fyrirlesari. Hún
sagði stuttlega frá lífshlaupi
sínu og ástæðu þess að hún
stofnsetti þessa endurhæf-
ingarstöð. Áður en hún kom
að því sem mér fannst vera
kjarni málsins (hin sérstaka
Kvenlega Hugsun) gerði hún
ýmsar athugasemdir við
femínisma, gamlan og nýj-
an. Hún var á móti þeim
femínisma, sem vill gera
konur að körlum, þ.e. að
konur reyni að hasla sér völl
innan karlaveldisins skv.
leikreglum og forsendum
karla, með þeim afleiðing-
um, að þær hljóta að lokum
að draga dám af þeim. Verða
einhvers konar karlkonur; ef
ekki með skegg, þá með
magasár, stress og meðfylgj-
andi tösku. Hún vildi ekki
afsala sér hinu kvenlega,
þvert á móti leggja áherzlu á
það. Sjálf var hún hin
skrautlegasta, djásnum
prýdd og notalega kvenleg.
etta kvenlega tilhald var
ekki endilega bara til að
ganga I augun á oss (þótt það
sakaði engan) heldur átti
það forsendur í hinni Kven-
legu Hugsun. Röksemda-
færslan var á þessa leið: Hin
grimmilega innbyrðis sam-
keppni í karlaveldinu (stríðs-
leikurinn) er komin á það
stig, að hún ógnar öllu lífi á
jörðinni. Leiðin til að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið og
forða ragnarökum er sú að
efla Kvenlega Hugsun. Hver
er hún?
Konan elur börn, stjórnar
heimili og mótar uppeldi
barna. Börn eru ólík. Sum
eru frek, kappgjörn, ágeng.
Önnur eru hlédræg, inn-
hverf, hlýðin. Og allt þar á
milli. Engri móður dettur í
hug að mismuna börnum
sínum vegna ólíkra eigin-
leika. Ef eitthvert þeirra ætl-
ar að verða undir í sam-
keppni innan heimilisins,
reynir móðirin að rétta hlut
þess. Hún gerir öllum jafn
hátt undir höfði, hörkutól-
um jafnt sem hinum hátt-
vísu, hinum hlédrægu engu
síður en hinum fram-
hleypnu. Til hefðu verið
þjóðfélög þar sem þetta
hegðunarmynstur maternal-
ismans (mæðraveldis) var
ráðandi. Við þyrftum að
hefja mæðraveldið til vegs á
ný, ryðja braut hinni Kven-
legu Hugsun.
Gíaman var að heyra,
hvernig Alene fylgdi hinni
Kvenlegu Hugsun nýja fem-
ínismans eftir í verki. Fyrsta
verkefnið er að byggja upp
sjálfstraust þeirrar konu
(móður) sem ætlar að leita út
á vinnumarkaðinn á seinna
skeiði ævinnar. Það er gert
m.a. með því að sýna henni
fram á, að í hlutverki sínu
sem móðir, uppalandi og
heimilisstjórnandi hefur hún
öðlast lífsreynslu, þekkingu
og kunnáttu um margt, sem
venjulegum körlum er fram-
andi, en koma að fullum
notum í atvinnulífinu.
Margar konur reka heimili af
dugnaði, útsjónarsemi og
fjárhagslegum hyggindum.
Þær kunna að fara með fé,
skipuleggja tíma, nýta vel
hringboróió
í dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson •
Fimmtudagur 28. júlí 1983 —Dústurínn
takmörkuð efni. Margar
konur eru sérfræðingar hvað
snertir vöruþekkingu á neyt-
endamarkaði. Þær eru það
sem atvinnulífið kallar inn-
anhúsarkitektar, fatahönn-
uðir, iðnaðarmenn, súper-
kokkar, framleiðslumenn
o.s.frv. Fyrir nú utan sál-
fræðina og félagsráðgjöfina.
Satt að segja er auðvelt að
telja upp tugi ef ekki hundr-
uð atvinnulífsfúnksjóna,
sem konur gegna í uppeldis-
störfum og heimilisrekstri.
Og þá kemur rúsínan í
pylsuendanum. Hvers vegna
eiga þessar konur að gerast
undirdánugar þvottakonur
eða senditíkur karlaveldisins
á seinna æviskeiði? Þannig
fer þeim eins og bónda, sem
verið hefur kóngur í ríki sínu
á manndómsárum, en fer svo
að sópa gólf í fabrikkum,
þegar heilsan dugir ekki
lengur til erfiðisvinnu. Nei
takk. Stofnið ykkar eigin
kvennafyrirtæki. Konan sem
er súperkokkur stofnar veit-
ingastað eða hótel. Kona
sem er vörufræðingur og
annast hefur verðútreikn-
inga heimilisins, stofnar
verzlun. Konurnar sem unnu
á yngri árum í bönkum, í
verzlunum, á skrifstofum,
stofna sína eiginbanka, (eða
tryggingafyrirtæki eða
verðbréfamiðlun, eða fast-
eignasölu). Og hvað gerist?
Konur stjórna yfirleitt öllum
fjármálum heimila í hvaða
ríki sem er. Fjármál heimila
eru á bilinu frá 70-80% af
þjóðarframleiðslunni. Gerið
þið svo vel. Auðhringir eins
og IBM, General Motors eða
Standard Oil eru eins og
hverjar aðrar rassvasaheild-
sölur í samanburði við hag-
kerfi heimilanna, maternal-
ismans í heiminum. Mú-
hammeð lagði undir sig Ar-
abaheiminn á 4 árum.
Kannske hinn kvenlegi kapi-
talismi komist af með eitt
kjörtímabil líka. Móðir-
konameyja, meðtak lof og
prís.
Svo er bara dulítið PS um
hina Kvenlegu Hugsun. Þótt
Alene sé vestur-íslenzkur
matriark, er hún ekki Amer-
íkani fyrir ekki neitt. Hún
talaði business. Kvennafyrir-
tæki, kvennakapitalismi.
Það sem er gott fyrir konur,
er gott fyrir United States.
En hvað með hina Kvenlegu
Hugsun? Um hina góðu
móður, sem gerir ekki upp á
milli barna sinna, þrátt fyrir
ólíka hæfileika, löngun og
getu til að olnboga sig á-
fram? Einmitt. Það er það
sem ég ólst upp við að héti
lýðræðisleg jafnaðarstefna,
sósíaldemókratí. Það endar í
velferðarríki. Kvenlegu vel-
ferðarríki þá? Þess vegna
vildi ég kvenreisn á sínum
tíma. En þær skorti reisnina,
því miður. Sorrí Stína.
— JBH.
vettwanqur
að hann sjái út yfir það allt. Því er
ekki að undra, þótt ungur blaða-
maður, þótt áhugasamur sé, geri
ekki mikið meira í fyrstu lotu en
þreifa upp eftir einni löppinni á
fílnum, svo gripið sé til samlíkingar
úr gamalli dæmisögu.
Um ríkiskerfið
Það fyrsta sem hins vegar er
rangt við þennan greinaflokk er
sjálf yfirskriftin: „Atlagan gegn
ríkiskerfinu!1 Þarna hefur höfund-
ur fyrirsagnarinnar fallið í þá
gryfju að stimpla ,,ríkiskerfið“ sem
eitthvað neikvætt, sem ríkisstjórnin
þurfi að og ætli að ráðast gegn. Það
þarf agaðri notkun hugtaka en
mætti um einstök stefnuatriði
þeirra.
Fleiri atriði mætti nefna, bæði í
löggjöf, framkvæmd laga og al-
mennum rekstrarháttum, sem til
umbóta hafa horft. Með sama
hætti mætti rekja löggjöf fyrr og
síðar, sem Alþingi hefur samþykkt
og þar með tekið á ríkið að fjár-
magna eða reka allskonar starf-
semi, sem réttilega má deila um
hvar eigi heima. Um það getur verið
og er eðlilegur stjórnmálalegur á-
greiningur.
í skrifum þar sem menn láta sér
nægja að nota hugtök eins og
„kerfið" eða „báknið“ um starf-
semi opinberra aðila, örlar oft á
unum háð vegna þess að fjármagn
er ekki fyrir hendi hjá hugsanlegum
kaupendum að neinu marki. Stefna
af þessu tagi verður því ekki fram-
kvæmd nema smám saman á löng-
um tíma, nema ætlunin væri að
gefa fyrirtækin. Slíkt væri óhæfa.
Hið opinbera á nú þegar með ó-
beinum hætti megnið af fiskiskipa-
flotanum og mikið af fiskvinnsl-
unni í formi lánveitinga og skrifara
þessarar greinar er til efs að bæt-
andi sé á slíka fjármögnun atvinnu-
rekstrarins í landinu.
Önnur hlið er á þessu máli. Hvort
sem mönnum líkar betur eða verr
og hver sem er orsökin, er atvinnu-
rekstur einstaklinga og einkafyrir-
verða ekki til með lögum eða fyrir-
mælum einum sér, heldur er ávöxt-
ur af samstilltu átaki allra þeirra
manna, sem í hlut eiga.og það er list
stjórnunar að ná að samhæfa þessa
krafta. Umbætur i opinberum
rekstri sérstaklega ráðast mest af
raunverulegum viðhorfum þess eða
þeirra ráðherra, sem í hlut eiga.
Þvert ofan í það, sem gilda kann um
almenning, taka embættismenn
minna mark á því, sem ráðherrar
segja, en meira á því sem þeir gera.
Gerðir ráðherra eru þannig það,
sem mestu ræður um, hvort honum
tekst að laða fram það, sem í liði
hans býr. Hvert skipti, sem hann er
sjálfum sér ósamkvæmur og gerir
Ríkisreksturinn verður ekki bættur nema innanfrá
Helgarpósturinn hefur óskað
eftir umsögn eða innleggi í umræðu
blaðsins, sem hafin er með grein
hinn 14. júlí s.l. undir yfirskriftinni:
„Atlagan gegn ríkiskerfinu!” í
greininni er lagt út af ráðagerðum
ríkisstjórnarinnar um umbætur og
samdrátt í rekstri og umsvifum rík-
isins.
Öll uppsetning þessarar greinar
er í æsifréttastíl og hluti af efninu
eins og viðleitnin til umbóta hjá rík-
inu sé einhver meiri háttar bófahas-
ar, þar sem „dauðasveit Stein-
gríms“ leiðir góðu kallana í atlög-
unni gegn vondu köllunum í kerf-
inu og hausar fá örugglega að
fjúka, svo notað sé orðalag greinar-
innar.
Opinber og opinská umræða um
stefnumál af þessu tagi er nauðsyn-
legt framlag fjölmiðla til að upp-
lýsa almenning um þörfina fyrir
þróun og umbætur. Með sama
hætti er nauðsynlegt að upplýsa al-
menning um það, sem gert er, bæði
þegar til tekst betur og verr. Þess
vegna er sú hugmynd, sem virðist
liggja að baki þessum skrifum^njög
virðingarverð og sama máli gegnir
um ýmsar þær upplýsingar, sem þar
koma fram. En málefnið er viða-
mikið, hvorki meira né minna en öll
stjórnmálastefna valdhafa landsins
undanfarna áratugi eins og hún
speglast í viðfangsefnunum, sem
ríkið fæst við,og stofnunum þeim
og fyrirtækjum, sem Alþingi hefur
sett á laggirnar til að leysa þessi við-
fangsefni af hendi. Það má draga í
efa hvort nokkur íslendingur hefur
þá yfirsýn yfir þetta viðfangsefni,
þetta til að eiga markvert innlegg í
alvöru þjóðmálaumræðu. „Ríkis-
kerfið“ er safn fólks í stofnunum og
fyrirtækjum, sem sjá okkur fyrir
heilbrigðisþjónustu, skólagöngu,
lífeyri öryrkja og gamalmenna,
vegagerð, síma, útvarpi, sjónvarpi,
flugsamgöngum, höfnum, bygging-
arlánum, löggæslu, vatni, raforku
og svo mætti lengi telja þætti í opin-
berum rekstri, sem fólk réttilega tel-
ur ómissandi. í öllum þessum grein-
um má eflaust gera betur en gert er,
bæði í afköstum og meðferð fjár-
muna, en það réttlætir ekki að skíra
eðlilega viðleitni nýrrar ríkisstjórn-
ar sem atlögu að þessari starfsemi í
stríðsfréttastíl. Það þekkja blaða-
menn hins vegar betur en sá, sem
þetta skrifar, hvort þetta er nauð-
synlegt í hávaðasamfélaginu til að
fá menn til að lesa.
Það sem gert hefur verið
I greininni er of lítið gert úr því,
sem gert hefur verið í skipulagi og
rekstri ríkisins undanfarin ár og
áratugi og horfir til mikilla fram-
fara. Þar má nefna lögin um fjárlög
og ríkisreikning, sem sett voru í tíð
Magnúsar Jónssonar sem fjármála-
ráðherra. Þessi tæki til stjórnar á
ríkisumsvifunum hefur Alþingi
ekki megnað að nýta sér svo sem
þau gefa færi á og er raunar með ó-
líkindum það áhugaleysi, sem Al-
þingi virðist sýna ríkisreikningum,
svo miklar upplýsingar um ríkis-
reksturinn sem hann veitir.
Greinin getur laganna um stjórn-
arráð frá 1969, en þau voru gagn-
merk skipulagsbreyting þótt deila
þeirri trú, að „kerfið" sé eitthvað
sem verður til og þrifst af sjálfu sér
og lýtur sinni eigin stjórn. Þeir sem
um þessi efni skrifa verða að hafa í
huga, að allur sá frumskógur, sem
starfsemi ríkisins er, er gróðursett-
ur, ræktaður og vökvaður með á-
kvörðunum Alþingis um stofnsetn-
ingu slíkrar starfsemi og fjárveit-
ingar til hennar. Starfsemi ríkisins
er þannig samnefnari þess stjórn-
málalega vilja, sem á Alþingi hefur
verið ríkjandi undanfarna áratugi,
þótt verið geti að hann sé nokkuð
blandaður stjórnmálalegu fram-
taksleysi eða leti að taka á hlutun-
um, sem mönnum eru raunverulega
þvert um geð.
Sala á fyrirtækjum
Kveikjan að áðurnefndri grein
mun vera yfirlýsingar og aðgerðir
ráðherra í þá átt að taka nú til hend-
inni á þessu sviði og hreinsa til eftir
því sem kostur er. Þetta er hollt og
mjög góðra gjalda vert, þótt ekki
séu allar hugmyndirnar nýjar. í
greininni er skýrt frá nokkrum hug-
myndum, einkum um sölu fyrir-
tækja eða annarrar starfsemi í rík-
iseigu. Greinin geymir hins vegar
enga teljandi úttekt á slíkum sölum.
engefurtil kynna innan tilvimunar-
merkja, að samningar um slíkt
verði hagstæðir og aðgengilegir.
Réttilega er bent á, að hlutabréf séu
ekki söluvara nema að breyttum
skattalögum.
Sala á ríkisfyritækjum getur ver-
ið algerlega eðlileg stjórnmála-
stefna hérlendis sem erlendis. Hér
er slík stefna þó miklum takmörk-
tækja ekki nógu öflugur til að
standa fjárhagslega að þeirri upp-
byggingu, t.d. í iðnaði, sem þörf er
fyrir hér á landi á næstunni. Þar
þarf rikið að koma til með einum
eða öðrum hætti. Andvirði ríkis-
fyrirtækja, sem seld kynnu að
verða og raunar arður þeirra, sem
fyrir eru og kunna að skila arði,
þarf að renna til slíkrar uppbygg-
ingar þar sem arðsamra kosta er
völ. Eigi að framkvæma slíka
stefnu þarf að safna saman nokkr-
um mönnum með viðskiptavit, sem
jöfnum höndum hafa umboð til að
selja eignir og fjárfesta andvirðið í
arðbærum nývirkjum. Stjórnkerf-
ið, sem fyrir er.hefur nóg á sinni
könnu að taka til í sínum eigin
garði, þótt þessu væri ekki á það
bætt. Þar fyrir utan á sala á eignum
aldrei að vera aðferð til að ná jöfn-
uði í rekstrarbúskap ríkissjóðs.
Skipulagsbreytingar og
lagasetning til umbóta
Greinin, sem öll þessi skrif fjalla
um,gerir talsvert úr skipulagsbreyt-
ingum og nýrri lagasetningu sem
aðferð til að ná hagkvæmni í ríkis-
rekstri. Reynsla þessa skrifara er að
oftast megi ná svipuðum árangri án
þess að raska skipulagi eða lögum
nema óverulega og þá í lokin til
staðfestingar á þróun, sem orðin er.
Skipun nefndar til að endurskoða
lög er of oft aðferð til að láta líta út
eins og eitthvað sé að gerast, en á
meðan sú tímafreka endurskoðun á
sér stað gerist venjulega ekkert.
Umbætur í hvaða rekstri sem er
eitthvað, sem stangast á við það,
sem hann opinberlega segir, dregur
hann úr líkingunum til að hann nái
árangri.
Æviráðning embættis-
manna
Greininni í Helgarpóstinum lýk-
ur með því að höfundurinn vitnar
hvorki meira né minna en í ráð-
herra, fyrrum ráðherra og embætt-
ismenn um að æviráðning helstu
embættismanna sé meiri háttar
skaðvaldur og Þrándur í Götu
framfara á þessu sviði.
Á því er enginn vafi að meðal
æviráðinna stjórnenda í mikilvæg-
ustu stöðum hjá ríkinu, eins og
hvarvetna endranær í störfum hjá
ríki og einkaaðilum, eru til óhæfir
menn við störf. Þeir eru komnir til
að starfa á ábyrgð þeirra ráðherra
sem skipuðu þá og þeir starfa á á-
byrgð þeirra ráðherra, sem sitja
hverju sinni. Óhæfir menn í slíkum
stöðum eiga að víkja hvað sem allri
æviráðningu líður og ef þeir eru
látnir gera það, er það á ábyrgð ráð-
herrans. Lögin sjá fyrir hagsmun-
um mannsins, sem í hlut á. Það er
þess vegna ódýr afsökun, ef ráð-
herrar láta hafa eftir sér, að þeir geti
ekkert að gert fyrir ónýtum ævi-
ráðnum stjórnendum hjá ríkinu.
Á hinu er vert að vekja athygli, að
æviráðningin er ekki alvond, því að
trúlega er hún höfuðástæða þess
hversu marga góða stjórnendur og
aðra starfsmenn ríkið hefur í sinni
þjónustu. Það má því draga í éfa
Framh. á 11. síðu