Helgarpósturinn - 17.11.1983, Síða 20

Helgarpósturinn - 17.11.1983, Síða 20
LEIKHÚS Sambandslaust dagdraumafólk Þjóðleikhúsid: Návtgi. Höfundur: Jón Laxdal. Þýðing: Arni Bergmann. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir og Jón Laxdal. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Lýsing: Hávar Sigurjónsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Borgar Garðarsson, Guðrún Þ. Stephensen og Bald- vin Halldórsson. Við erum leidd inn í stofu hjá miðevrópsku •yfirstéttarfólki, þar sem gríðarlega stór lauf- skáli er baksviðs og sér á glervegg í botni sviðsmyndarinnar. Hátt er til lofts og vítt til veggja, enda á milli og uppúr og niðrúr á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þarna búa hjónin Raul og Rut, hún stundar innhverfa íhugun og hugsar um blómin og hans helsta iðja virðist vera að fitla við vínflöskur. (Áður en lengra er haldið ætla ég að benda Halldóri á Kirkjubóli eða einhverjum ámóta bind- indispostula á að skrifa langa grein um ó- tæpilega og óvarlega notkun víns í þessu leikriti, það eru eiginlega allir fuilir allan tím- ann.) Hann hefur einhverntíma verið kvik- myndaframleiðandi en hún trúlega leik- kona. Ekki kemur fram á hverju þau lifa öðru en fornri frægð en víst er um það að þau lifa bæði í dagdraumum hvors um sig. Helsti viðburður sem raskar þeirra hvers- dagslegu rútínu er heimsóknir vinarins Rud- olfs, sem hafa reyndar sitt fasta munstur, en ekki kemur fram hvort þær eru árlegar eða hvað en það líða nærri fimmtán ár á milli heimsóknarinnar sem segir frá í fyrsta og öðrum þætti og þeirrar sem greinir frá í þriðja þætti. Rudolf er kvikmyndaleikstjóri og þeir fé- lagarnir dunda sér við að láta sig dreyma dagdrauma um kvikmyndir sem þeir ætla að búa tii, á milli þess sem þeir kveða uppúr með margar háspekilegar ræður eða rifjað- ar eru upp sögur úr fortíðinni. Allt er þetta umlukið einni drykkjuvímu sem þau bera þó furðu vel. Það má vel setja upp langan lista með þeim umræðuefnum sem tekin eru fyrir og tæpt á í hinum löngu orðræðum verksins, t.a.m. vanda kvikmyndalistarinnar, vanda frægðarinnar, innantómu lífi hnignandi yfir- stéttar Vesturlanda, aflokun mannlegra samskipta, einangrun, firringu...und so weiter. Það er margt fallega gert i sviðsetningu þeirra Brynju og Jóns. Uppstillingar á svið- inu eru sumarhverjar vel útfærðar og leikur- inn einatt býsna vel agaður. Þau Guðrún, Róbert og Bprgar marka sínar týpur skýrum dráttum. Guðrún upphafin með hjúp um sig sem ekkert fær komist í gegnum, þeir óöruggir hvor með sínum hætti og spila vel á hýrleikann milli persónanna. Baldvin „Góður leikur og ágæt sviðsetning dugar ekki til ef undirstööu til að standa á skortir. Og þv( miöur stendur leikritið ekki undir sér,“ segir Gunn- laugur Ástgeirsson m.a. í umsögn sinni um NÁVIGI eftir Jón Laxdal. eftir Gunnlaug Ástgeirsson Halldórsson bregður upp eftirminnilegri smámynd af rithöfundi sem lítillega kemur við sögu. En ekkert af þessu dugir til. Góður leikur og ágæt sviðsetning dugar ekki til ef undir- stöðu til að standa á skortir. Og því miður stendur leikritið ekki undir sér. Orðræðan sem fram fer á sviðinu er alls ekki í tengsium við þá framvindu sem þar á sér stað. Fólkið situr og talar og talar, en athafnir þess og það sem gerist í augnablikinu á sviðinu nær ekki tengslum við orðin og grunaða merk- ingu þeirra. Þessvegna verður fólkið og efni leiksins eins og í lausu lofti og flögrar um þessa miklu stofu og laufskálann að baki, nær ekki sambandi sín á milli og þaðan af síður við fólkið i salnum. Af þessari sömu or- sök verða tákn leiksins, sem eru fjölmörg, meira og minna merkingarlaus. Það getur vel verið að minna svið og ein- hver allt önnur leikaðferð hefði dugað til að láta þetta leikrit virka, en þó held ég ekki. Það eru vissulega drög að margvíslegum efnivið í verkinu en ég held að úr því hefði þurft að vinna betur og trúlega með öðrum hætti. Það er að mínu áliti ljóst að nýliða í leik- ritasmíð er litill greiði gerður með að setja verk eins og þetta á svið og ég skil ekki al- mennilega hvernig á því stendur. Ég hélt að innanbúðar í Þjóðleikhúsinu væri töluvert af fólki sem bæri þokkalegt skynbragð á hve- nær leikrit er bærilegasviðstæktog hvenær ekki. Eigendur Caterpillar iand- og sjóvéla athugið! Getum útvegað með stuttum fyrirvara alla varahluti í Caterpillardieselvélaráhagstæðu verði. Leitið upplýsinga. Þær kosta ekki neitt. Við erum ekki lengra frá yður en næsta símtæki. Symfoni og Bucha Barna-, dömu- og herrasokkar Fallegir, ódýrir og vandaðir SteLnavöi fté. Sími27755 r STRAUM LOKUR Cut out LANDSIIMS BESTA ÚRVAL STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar gerðir bifreiða og vinnutækja á mjög hagstæðu verði Rakarastofaa Klapparstíg i 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 / Ertþú \ búinn að fara í Ijósaskoðunarferð? B,ysEERiwn Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum í ( [ FÖRUM VARLEGA! ||umVerdar ^ Á Yækjasalan hf .... vanti þig tæki - erum vió til taks 1 oam •eroSi HABERC hf 1 NÚ líður mér vel! Pósthólf 500 202 Kópavogur S. 91-46577 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.