Helgarpósturinn - 01.12.1983, Side 9

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Side 9
Klæðum við af okkur Veturinn Vetur konungur hefur nú hafið innreið sína af fullum krafti og lagt land og lýð í klakabönd. Hvernig bregðumst viö eyjarskeggjar viö vetrinum varðandi klæði og skófatnað? Höfum við mikla og góða þekkingu á vetrarhörkunni, nepjunni, útsynningnum, hríðinni, fannbylnum og slyddunni; kunnum við deili á öllum veðurskilyrðum og mætum harðnandi tíð með góðum skjólfatnaði og vönduðu klæðavali? Eða tiplum við um á nælonbotnum á sveUbunkunum, hniprum okkur saman undir grisjóttum peysum eða þunnum sumar- flíkum? Höfum við nokkra tilfinningu fyrir árstíðum; kulvísir hjara- búar sem dæsum í sveittheitum íbúðum og kappkyntum bifreiðum? Ballarhafsbúar í hitaveituloftslagi? Helgarpósturinn fór á stúfana og spurði ýmsa aðila spurninga í of- angreindum dúr og umfram allt: Kunnum við að klæða okkur fyrir veturinn? „Ég hef aldrei haft minnsta áhuga á því hvernig fólk er klætt,“ segir Ómar Ragnarsson sjónvarpsfrétta- maður. „En mér sýnist að fólk sé vel klætt hérna fyrir utan gluggann hjá okkur á fréttastofunni." — Hvad meö sjálfan þig? „Blessaður, ég geng alltaf skyn- samlega til fara. A veturna er ég alltaf með ull næst mér. Og alltaf til- búinn í hvaða veðráttu og svaðil- farir sem er. Ég er nefnilega með fullkominn úti- og inniklæðnað í stórum poka sem eg rogast með hvert sem ég fer. í honum er allt milli himins og jarðar-allt frá spari- fötum upp í flókinn hlífðarbúnað. Starfsfélagar mínir halda iðulega að ég sé farinn að heiman eða standi í enhverjum miklum flutningum, þegar ég birtist með fatapokann minn góða. En svo er nú ekki, ég vil bara vera tilbúinn að fara upp á hvaða fjall sem er, í hvaða vegleysu sem er, á hvaða tíma dags, mánaðar og árs sem er. Og í hvða veðri sem er." * Grétar Bergmann, verslunarstjóri fataverslunarinnar Bónaparte, hef- ur eftirfarandi um vetrarfatnað ís- lendinga að segja: „Landinn klæðir sig nokkuð þungt, fatnaðurinn gæti verið litríkari, svona sett aðeins meiri kúlör á bæinn. En ég held að hann klæði sig almennilega. Sem betur fer er liðin sú tíð að íslenskir karlmenn klæddu sig tveimur tij þremur númerum of stórt. Menn nú til dags ganga í fötum sem eru í réttri stærð. Eg hef sérstaklega tek- ið eftir því að þegar vorar, þá standa íslendingar alveg jafnfætis erlendum þjóðum hvað varðar létt- an klæðnað sem er í tísku. Þessi breytti hugsunarháttur á sér marg- ar skýringar. Nokkrar þeirra eru: Aukin samskipti Islendinga við út- lendinga, meira og fjölbreyttara fataúrval. Svo hafa útsölurnar breyst. Þar er ekki aðeins hægt að kaupa gamla tísku heldur nýja. En þjóðin mætir vetrinum alveg rétt nú orðið. Hún klæðir sig vel og hlýtt. Það eina sem mér finnst á vanta er meiri vöruþekking. Og það gildir um allan klæðnað. lslending- ar vita lítið hvað er gæðavara og hvað er rusl. Það er algengt að menn komi inn í búðina til mín og spyrji um ódýr föt. Hins vegar er reyndin sú að ódýru fötin selja þau dýru. Þetta er spursmál um hvort þú vilt fjárfesta í klæðnaði sem þú get- ur átt árum saman eða kaupa ódýr og óvönduð föt sem endast stutt.“ Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri sútunarverksmiðjunnar Loð- skinn h/f á Sauðárkróki, er sam- mála síðasta atriðinu: „Islendingar kaupa mjög ópraktískar flíkur. Skandínavinn og meginlandabúinn kaupir vandaðan fatnað sem endist mun lengur. íslendingar kaupa til dæmis lítið sem ekkert af vönduð- um íslenskum skinnjökkum og káp- um sem framleidd eru á íslandi. Er- lendis er mikil sala í þessum jökkum frá íslandi og þár veit almenningur að einn jakki dugar í 10 eða 15 ár. Þetta er eiginlega ekki spurning um neyslu heldur fjárfestingu. Sá fatn- aður sem búinn er til úr hráefnum frá okkur fer nær eingöngu í sölu á erlendum markaði. íslendingar klæða sig almennt mjög illa. Þeir klæða sig án tillits til veðurfars eða árstíða. Menn eru allt að því eins klæddir að sumarlagi og vetrarlagi. Fólk úti á landi er alveg jafn illa klætt að vertarlagi og Reyk- víkingar. Hérna á Sauðárkróki sér maður strákana hlaupa upp úr tog- urunum og upp á bryggju í bolum og gallabuxum um hávetur. Þetta eru menn sem vinna inni eins og aðrir nú orðið. Skuttogaravinna er orðin innivinna. Menn eru ekki lengur í nærfatnaði úr ull og illa fataðir. Ef slíkur skuttogari ferst lát- ast sennilega allir úr kulda fremur en drukkna. Annars eru konurnar aðeins skárri hvað varðar klæðaburð að vetrarlagi. Karlmenn klæða sig yfir- leitt ekki eftir veðri; þeir láta sér nægja að hlaupa milli hlýrra húsa eða bíla í jökkum eða á skyrtunni." Þessi ummæli voru borin undir Andreu Jónsdóttur, prófarkalesara á Þjóðviljanum: „Ég held að þetta gildi nú um bæði kynin. Það kunna fáir að klæða sig eftir veðri. Þess vegna tölum við svo mikið um veðr- ið. Það er svo mikið misræmi milli hitans og kuldans úti. Húsmæður versla til dæmis kófsveittar í Hag- kaup og æða síðan í sveita síns and- litis út í gaddinn og forkelast. Þess vegna er svo mikið af pestum á ís- landi. Við erum alltaf að vaða úr einu hitastiginu í annað. Þessar hita- breytingar hafa áhrif á heilann líka." — Hefurðu orðið vör við það? „Já, vissulega. Þess vegna vil ég vera í sem minnstu. Fær maður annars að lesa þetta viðtal yfir? —-„Klæðir þú þig vel? „Nei, það geri ég ekki. Ég er alltaf í sömu fötunum allan ársins hring. En ég skipti um yfirhöfn þegar vet- urinn kemur. Þá fer ég í pelsinn minn hlýja sem ég keypti á víxlum fyrir nokkrum árum. Það er nefni- lega eini möguleikinn á kreppu- tímum — að klæða sig í víxla.“ * En hvernig versla Islendingar fatnað? Stjórnast þeir blint af tísku? Eru þeir meðvitaðir um að styrkja íslenskan iðnað og kaupa íslenskt? Gefa þeir skít í alla þjóðartilfinningu og kaupa helst erlent? Eða horfa þeir einfaldlega í pyngjuna og reyna að fá það besta fyrir sem minnstan pening? „Ég held að síðasta tilgátan sé rétt,“ segir Gísli Blöndal hjá Hag- kaup. „Alla vega held ég að við- skiptavinir okkar miði mest við verðlag þegar þeir versla fatnað. Annars held ég ekki að vetrar- fatnaður hafi breyst mikið á undan- förnum árum. Gamla, góða úlpan er enn í gildi þótt ýmiss konar skíða- fatnaður hafi tekið við af hefð- bundnum vetrarklæðnaði. Árstíða- skiptin kalla á breytilegan fatnað en þó verður sjaldan það hlýtt hérna að maður fari úr jakkanum. (slend- ingar eru því meira jafnt klæddir. Yfirleitt erum við mjög praktískir í klæðaburði. Við fylgjumst vel með tískunni en hlaupum ekki of mikið á eftir henni. Þó er það alltaf ákveð- inn hópur. Nú er t.d. unga fólkið mikið í pönk-tískunni, sem er kannski ekki alltof heppilegur vetrarklæðnaður." Andrea Jónsdóttir er ekki alveg sammála þessu: „Pönktískan er mun hlýrri en mörg önnur tíska, t.d. bítlatískan. Krakkarnir eru mikið í legghlífum, oft prjónuðum úr ull, og þaer ná alveg upp undir nára.“ Ég er alltaf í dulbúinni úlpu," segir Ómar Ragnarsson. Það er jakki sem engan órar fyrir að megi smella upp og draga út vetrarhettu á. Ég fékk mér hana þegar sjónvarpstofnunin keypti þrjár vetrarúlpur á frétta- mennina. Það komst hins vegar upp og varð alþjóðiegt hneyksli. Ég er líka í dulbúnum íþróttaskóm allt ár- ið. Á þeim get ég hlaupið úr fjósi og inn á ríkisstjórnarfund, allt eftir því hvaða frétt er verið að vinna. Ann- ars klæðir konan mín mig — og þá aðallega í, að sjáfsögðu." * Steinar Waage í samnefndri skó- verslun hefur eftirfarandi að segja um vetrarskómennt okkar íslend- inga: „Undanfarin 10-20 ár hafa ís- lendingar gengið skynsamlega til fótanna. Skómenning okkar hefur mjög batnað. Fólk gerir líka meiri kröfur til skónna, bæði hvað varðar tísku og gæði. Vissar tegundir af innlendum skóm eru fullkomlega samkeppnishæfar við erlenda fram- leiðslu, sérstaklega hvað varðar vetrarskó úr leðri sem hrindir frá sér vatni. Tískuskófatnaðurinn ís- lenski er ekki alveg jafn sam- keppnisfær, enda er sá markaður mun sveiflukenndari. Við skó- verslunarmenn erum mjög háðir veðri og árstíð, jafnvel meira en bændur. Þannig hreyfist ekki götu- skófatnaður á veturna og 90% af barnaskóm seljast fyrir jólin." Grétar Bergmann hefur einnig í- hugað sveiflurnar í verslun jafnt sem veðurfari, og bætir við eftirfar- andi athugasemd að lokum: „Við erum aldrei nógu vel skóaðir. Hér- lendis er alltaf annað hvort rigning eð hörkufrost. Svo liggur okkur svo óskaplega á að redda öllu í hvelli. Við gefum okkur engan tíma til neins. Menn rjúka inn í verslun til mín, láta taka af sér mál fyrir klæð- skerasaumuð föt, þeytast út, en snarstansa í dyrunum og hrópa að þeir þurfi fötin klukkan þrjú.“ HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.