Helgarpósturinn - 01.12.1983, Síða 17

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Síða 17
Úr hita- beltinu á heim- skautið — Linton Kwesi Johnson og óvígur reggae-flokkur á Is- landi Um klukkan sex í gærkvöldi steig ærið föngulegur og fágætur hópur útúr flugvél suðrá Kefla- víkurflugvelli. Þar var loks komið hingað bresk/jamaíkanska ljóð- skáldið Linton Kwesi Johnson ásamt níu manna óvígri reggae- hljómsveit, þar sem fer fremstur Dennis nokkur Bovell, þekktur lagasmiður, söngvari og upp- tökustjóri. Tíðipdamaður Helgar- póstsins missti auðvitað af hópn- um suðrí Keflavík, en náði síðan í skottið á honum við matborð á gistiheimili í miðborginni. Og íslenskirveðurguðirsýndu reggae-hljómsvéit Dennis Bovells sitt réttaeöli I gærkvöldi með rigningu og slagviðri. Ljóðskáldið og söngvarinn Linton Kwesi Johnson er fjórði frá hægri — með hatt og gleraugu . Smartmynd. hvað lá þá beinna við en að spyrja Linton Kwesi hvernig honum litist á Iceland. svona við fyrstu sýn...? ,,í fyrsta lagi hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að Island væri svona nálægt Englandi. Uppruna- lega er ég alinn upp í hitabeltis- loftslagi, svo kannski höfðaði það svolítið til masókistans í mér að koma hingað upp að heimskauti. En ég veit að það er talsvert af fólki hér sem hefur keypt plöt- urnar okkar og það er mikil ánægja að fá að spila fyrir það.“ — Hvernig er samstarfi þínu við hljómsveitina, The Dennis Bovell Dub Band, háttað? „Hljómsveitin sjálf hefur starfað í um tvö ár og margir af strák- unum í hljómsveitinni hafa leikið á plötunum mínum, til dæmis voru blásararnir báðir á plötunni Bass Culture. Lengst af hef ég látið mér nægja að koma fram með undirleik af segulbandi, en mér var farið að finnast það heldur takmarkandi og því varð úr að við Dennis Bovell tókum höndum saman. Síðan höfum við haldið hljómleika heima á Englandi og í Evrópu og nýverið tókum við upp fyrstu plötu okkar, sem heitir Making History. Þetta eru allt fyrsta flokks hljómlistarmenn, sem hafa unnið sér nafn með mörgum þekktum hljóm- sveitum." — Hvernig líst þér á að vera í fyrstu reggae-hljómsveitinni sem spilar á íslandi? „Ja, platan okkar heitir Making History, og því var ekki úr vegi fyrir okkur að fara til íslands og skapa svolitla sögu. Ég er líka viss um að það koma fleiri í kjölfarið." I dag, lta desember, verður Linton Kwesi Johnson viðstaddur frumsýningu á kvikmyndinni Dread, Beat and Blood, sem er gerð um skáldskap hans og barátt- una fyrir réttindum blökkumanna í Englandi. Áður en sýningin hefst mun hann flytja tölu. Á föstudags- kvöldið rennur svo stóra stundin upp í Sigtúni — tónleikar með ekta reggae-bíti. ÁO/EH. BOKMENNTIR Tegundin homo sapiens? Ólafur Jóhann Sigurðsson: Drekar og smáfuglar. Úr fórum blaða- manns. Mál og menning, 1983. 599 bls. Býsna spenntir höfum við, aðdáendur sagnaskáldsins Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, beðið lokabindisins í þríleik þeim sem hann hóf með skáldsögunni Gangvirkinu árið 1955 og jók við með sögunni Seiður og hélog árið 1977. Og nú getum við sagt eins og forð- um: Loksins, loksins...! Drekar og smáfuglar heitir síðasta bindið — dreki í samanburði við aðrar skáldsögur sem nútíð okkar býður upp á, næstum 600 blaðsíðna skáldsaga, og við hlið hennar verða flestar nútímasögur að smáfuglum að vexti. Minningar Páls blaðamanns Jónssonar eru hetjulegt og stórbrotið uppgjör við fimmta áratug þessarar aldar, stríðsárin, lýðveldis- árið, afsal lýðveldis. Þetta er áratugurinn þegar réðust „mikil forlög smárrar þjóðar“ og hið erlenda vald sem dómhringinn sat hafði að vísu tvívegis fataskipti. — En sam- hliða því að vera saga þjóðar á umbrotatím- um verður þetta vitaskuld persónuleg saga Páls, borin uppi af þeirri spennu sem kveikt var þegar við upphaf Gangvirkisins þar sem fram kom að Páll væri „frægur að endem- um, kallaður stigamaður" (Gangv., 19) og hefur síðan verið ýjað að nokkrum sinnum, án þess lesandi fengi nema rétt hugboð um þann „glæp” sem Páll hafði gert sig sekan um. Nú er sú gáta ráðin og jafnframt svipt hulunni af uppruna Páls og kvonfangi. Þroskasaga, sagan af manninum sem velktist lengi í vafa um afstöðu sína í mikil- vægum málum, þorði lengstum ekki að hlýða rödd hjartans og landsins, en varð þó loksins svo aðþrengdur að hann hlaut að velja — hetjan í „tragísku" vali, leiðirnar aðeins tvær: önnur liggur til glötunar sálar- innar, hin varðar atvinnuna og fjárhagsaf- komu alla. Páll hlýðir kalli samviskunnar — og_ því fer sem fer. í sögunni Hreiðrinu (1972) komst sögu- maður svo að orði um skáldsögu Lofts Lofts- sonar: ...Könnun og krufning frænda míns leiddi sem sé í ljós, að oftast nær var ekkert mark takandi á orðum og eiðum mannfólksins, yfirborðsdyggðum þess og hversdagslegu látæði, nema þá með svipuðum fyrirvara og hafa skal við ráðningu felumynda. Mann- fólkið í sögu hans uildi í senn blekkja og láta blekkjast. Allt í fari þess var öðruvísi en það sýndist í fyrstu. Gegnum hjúp siðfágunar og menntunar glitti í fordild, nautnasýki, rag- mennsku og floerð.... (Hreiðrið, 19, leturbr. HP) Með ákveðnum fyrirvara má láta þessa lýsingu gilda um Dreka og smáfugla — og þar með raunar um allan bókaflokkinn. Því uppgjör Ólafs Jóhanns við samtíð sína er sárs aukafullt og harmrænt. í því er fólgin óhugnanleg afhjúpun á löstum af því tagi sem nefndir eru í Hreiðrinu og átakanleg lýs- ing mannfólks sem vill bæði blekkja og láta blekkjast. Að vísu er ekki einhlítt að tala um vilja í þessu sambandi. Auðna eða skapadómur er máski sönnu nær. í þá áttina þykir mér leið- sögustef þessarar bókar benda, þar sem er frásögn Völsungu af gullinu, rógmálmi skatna (sjá t.d. bls. 7-14, 219, 311, 551). Gull- æði þjóðarinnar er ekki endilega háð vilja hennar, það er óumflýjanlegt — eða hvað? Ekki verður Páli Jónssyni a.m.k. stórlega ágengt við að koma tauti við og viti fyrir starfsbróður sinn Einar Pétursson, Sókron Reykvíking, með því að rekja honum frá- sögn Völsungu, því viðbrögð hans felast fyrst og fremst í svörunum „Hasar“ og „Svaka hasar!“ Gegn gullæði heillar þjóðar mega raddir samvisku og sálar sín lítils. Jafnvel bók- menntirnar sem Páll ber þó mikið traust til, hljóta sína ádrepu — að sönnu af vörum Steindórs fornvinar hans sem allajafna er talsmaður hálfkæringsins: ...Þú heldur enn í þá elskulegu barnatrú okkar, að skáldskapur skifti einhverju máli. En hafi hann einhverntíma gert það, sem getur reyndar vel verið, þá er sú tíð liðin og kemur aldrei aftur....“ (Bls. 168). Steindór getur í framhaldi af þessu um ýmislegt sem koma muni í stað skáldskapar- ins s.s. „flatneskjulegt rugl og bull... bíla, grammófóna og dægurlagaplötur, vikublöð eins og Blysfara, fjórða flokks bíómyndir, þriðja flokks glæpareyfara og vonandi ein- hvern skammt af hressandi pornógrafíu." Miðað við bölsýni bókarinnar í heild er ekki fjarri að ætla að sú tíð sem Steindór boðar þarna sé einmitt runnin núna. Eins og gefur að skilja fer uppgjör Ólafs ekki fram án þess að tekin sé afstaða til fjöl- margra viðkvæmra deilumála jafnt póli- tískra sem menningarlegra og áreiðanlega verða lesendur ekki allir á eitt sáttir um ágæti þess boðskapar sem þarna er fluttur. Mörgum mun áreiðanlega þykja höggvið dálítið í sama knérunn og í Hreiðrinu í um- ræðu um bókmenntir. Pólitískur skilningur manna hlýtur og að vera misjafn. En það er máski einn af mestu kostum þessa verks í heild að maður getur verið á annarri skoðun um ýmislegt sem þar er vikið að, en lesið sér samt til nautnar og örvunar. Þannig verður aðeins sagt um mjög góðar bækur. Drekar og smáfuglar nafnið er táknrænt og gefin á því skýring við bókarlok þegar Páll Jónsson og kona hans finna sjálf sig í mynd músarrindla sem þau kynnast við á heigistaðnum Þingvöllum. Drekinn birtist hins vegar þegar á fyrstu síðu bókarinnar og á ætt sína til þess voðalega Fáfnis sem á gull- inu lá. En drekarnir eru fleiri. Þeir eru væntanlega einnig þeir stórskrýtnu foglar sem fljúga framhjá Páli Jónssyni upp met- orðastiga samkeppnisþjóðfélagsins, nú eða þá erlend stórveldi sem smáfuglinn íslensk þjóð á í höggi við. í Völsungasögu vannst að sönnu drekinn, en arfur hans, gullið, hélt áfram að spilla og í Völuspá var því spáð að „bræður munu berjast." í Drekum og smá- fuglum þiggur sonurinn Páll þung slög af föður sínum þegar deilt er um nýjan Fáfnis- arf, en drekinn er ekki unninn. Hann hefur einmitt sigrað, konan með því táknræna nafni Aronía (og minnir bæði á Aron Eilífs, Aron Bibliunnar og hinn þriðja Aroninn) er orðin valdamest manneskja á Blysfara um það er lýkur og dansinn um gullkálfinn er í algleymingi, sigur aronskunnar á næsta leiti. En þrátt fyrir bölhyggju og þungan undir- „Þetta skáldverk er einhver hetjuleg- asta tilraun sem ég hef séð til að gera upp sakir við dramatlskasta tlma- bil íslandssögunn- ar á þessari öld“, segir Heimir Páls- son m.a. I umsögn sinni. eftir Heimi Pólsson tón sögunnar af Páli Jónssyni blaðamanni verður margt kátlegt fyrir á síðum Dreka og smáfugla. Sumt af þjóðlífinu verður að ærslaleik, farsa. Þannig er um forfrömun Einars Péturssonar, þannig er um gigtarköst Bjarna Magnússonar o.fl. o.fl., að ekki sé minnst á ýmislegt sem viðkemur heiðurs- launaskáldinu Aroni Eilífs. Þessar frásagnir allarlétta skapið býsna mikið við lesturinn og verða kærkomin hvíld frá harmleiknum. Vísast mun einhverjum finnast að þar með sé blandað stílum, eða eins og einhvern tíma var sagt að höfundurinn blandi þar „sacra profanis." En hvernig lítur mannlífið út? Er það ekki einmitt svona undarlegt sambland af sorgleik og skopleik, jafnvel harmsögu- legast þegar það er kátlegast og fyndnast þegar tragedían ræður? Mér reiknast svo til að sögurnar af Páli Jónssyni fylli nú eins og 1250 blaðsíður og muni þá vera örðnar lengsta samfellt skáld- verk sem Islendingur hefur skrifað. En það er ekki aðeins lengst. Það er einhver hetju- legasta tilraun sem ég hef séð til að gera upp sakir við dramatískasta tímabil íslandssög- unnar á þessari öld. Það er þetta uppgjör sem gerir verkið ekki aðeins mikið að vöxt- um heldur magnað að gæðum og vafamál að sá geti talist viðræðuhæfur um þessa tíma sem ekki hefur reynt að kynna sér Gang- virkið, Seið og hélog og Dreka og smáfugla — og knúið sjálfan sig til alvarlegra átaka í framhaldi þess. Um mál og stíl Ólafs Jóhanns Sigurðssonar mætti skrifa mikið og lengi. Hér verður það ekki gert, en mér kæmi ekki á óvart þótt rit hans ættu síðar eftir að teljast merkur vitnis- burður um fágun og vitund i málnotkun á þessari vargöld og vindöíd. Allur frágangur bókarinnar er góður og á þessum 599 síðum fann ég aðeins eina prentvillu (-vætti í stað -vaettir bls. 546!). Á öld hraðans, þegar fáir virðast nenna að skrifa lengra mál en 200 síður, hvað þá fáist lesendur að meiri texta er hetjuskapur jafnt af höfundi sem forlagi að senda frá sér 600 blaðsíðna skáldsögu. Fyrir það skal þakkað heilum huga, sem og fyrir hitt að vekja enn einu sinni þá þörfu spurningu sem Steindór er látinn orða í Drekum og smáfuglum: ...Ég spyr nú eins og Loftur Loftsson í nýju bókinni sinni: Á þessi tegund skilið að heita homo sapiens? (bls. 169). HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.