Helgarpósturinn - 01.12.1983, Page 19

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Page 19
KVIKMYNDIR eftir Árna Þórarinsson, Ingólf Margeirsson og Lórus Ými Óskarsson. Látum takast á taugum Kvikmyndavika samtakanna Vid krefj- umst framtídar í Regnboganum. Stríd og friður. Vestur-þýsk, 1982. Höfundar: AlexanderKluge, Volker Schlöndorff, Stefan Aust, Heinrich Böll. Því miður hefur mér bara gefist tími til að sjá þessa einu mynd og kom hún mér ekki að fullum notum þar sem hún er á þýsku og án skýringartexta. Þó gat ég fylgst nokkurn- veginn með því sem var að gerast með hjálp rninnar slöku menntaskólaþýsku. Eins og aðrar myndir á þessari kvikmyndaviku tek- ur hún til meðferðar brýnasta umræðuefni samtímans. Fjallað er um gereyðingarógn- ina frá ýmsum sjónarhornum og er þar margt sagt sem eldflauga- og kjarnorku- vopnaáhugamenn kalla hræðsluáróður. Eða það sem einhver hér á landi kallaði „að ver- ið væri að reyna að taka íslendinga á taug- um“. Um þetta segir Heinrich Böll í mynd- inni: „Við vekjum ekki upp neinn ótta hér Klassík Bíóhöllin: Skógarlíf og Jólasyrpa Mikka músar. Bandarísk. Árgerö 1967 og 1981. Framleiöandi: Walt Disney samsteypan. Handrit eftir sögum Charles Dickens og Rudyard Kipling. Hér er á ferðinni jólapakki frá Disney- verksmiðjunum; gamla, góða „Jungle Book“ frá 1967 og ný jólamynd með Mikka mús og félögum, reyndar sú fyrsta í 30 ár. Jólasyrpa er rangheiti á Mikka mús-mynd- inni, því hér er um eina mynd að ræða, inn- an við hálftíma að lengd. Hún er gerð í bestu Disney-hefð; eftir sígildri sögu sem er ein- földuð í atburðarás, en tónlist og tiifinn- ingum bætt inn í eftir þekktri uppskrift. Sagan er „Christmas Carol" eftir Dickens og þá má segja að hringurinn hafi lokast, því þegar Disney bjó til Jóakim frænda forðum, (hann er að halda ræðu á fjöldafundi). Við sýnum heldur ekki nein hræðslumerki. Stjórnmálamennirnir ættu þó að vita, þegar þeir líta í vopnbúr herja sinna og á áætlan- irnar, sem hver yfirkeyrir aðra, að það eru þeir sem vekja óttann... Mig langar að þakka ykkur fyrir það hugrekki sem þið sýnið. Stjórnmálamennirnir hafa þann valkost að gera okkur að ómerkilegum ruddum. Það er ekki erfitt. Þeir geta það. Þeir geta lamað þjóðir heimsins með þessari vopnaplágu og tölum yfir vopnabirgðir. Við látum ekki lamast". Vonandi hafa sem flestir kjark og vit til að sjá eitthvað af því sem býðst á þessari kvik- myndaviku. Þarna er ekki bara verið að fjalla um afdrifaríkasta málið í mannkyns- sögunni, heldur eru merkis kvikmyndir á boðstólum, svosem eins og War Game eftir Peter Watkins og Apocalypse Now eftir Coppola. Aðrar myndir þekki ég ekki, en mér sýnist vera um hinar merkustu myndir nefndi hann hina fégráðugu önd „Uncle Scrooge" í höfuðið á nirflinum Scrooge í jóla- sögu Dickens. Að sjálfsögðu leikur Jóakim Scrooge í myndinni en Mikki bókarann, Guffi Marley framliðna og þar fram eftir götunum. „Jungle Book“ sem er aðalmyndin í pakk- anum er byggð upp á svipaðan hátt; hin sí- gilda saga Kiplings er lögð til grundvallar og inn í söguþráðinn, sem segir frá hnokkanum Móglí sem ólst upp meðal úlfa í frumskógum Indlands, er skeytt tónlist og skemmtileg- heitum, Hin einstaka kvikmyndagerðarlist Disneys hefur ætíð verið formúlunni trú og er ávallt til yndis ungum sem öldnum. Því má segja að Disney geri sígildar sögur ógleymanlegar í teiknimyndaformi; geri klassík að nýrri klassík. — IM. að ræða. Sjálfur ætla ég til dæmis ekki að láta mynd Emils De Antonios Frá Prússa- kóngi framhjá mér fara. Mér hefur skilist að aðsókn fari rénandi í kvikmyndahúsum og leikhúsum — líklega nánd jóla um að kenna. En maður lendir í undarlegri aðstöðu að kvarta yfir tímanum sem valinn er fyrir þessa kvikmyndaviku, með vitundina um að við megum þakka okk- ar sæla fyrir hverja vikuna sem líður áður en Pershing II og SS—20 leggja upp í sína hinstu ferð. - LÝÓ. Kona vanda vafin Laugarásbíó: Val Sophie — Sophie's Choice. Bandarísk. Árgerö 1982. Handrit og leik- stjórn: Alan 1 Pakula. Aöalhlutverk: Meryl Streep, Kevin Kline, Peter MacNicol. Leyndardómsfullar konur eru sérgrein Meryl Streep. Það virðist ætla að verða hlut- skipti þessarar heillandi amerísku leikkonu að festast í fjarrænum huldukonum sem fáir skilja og þekkja, en öðlast svo jarðsamband eftir því sem á myndirnar líður og fortíð þeirra, einlægt nokkuð harmræn, kemur í ljós. Hér nægir að minna á aðalhlutverkið í The French Lieutenant’s Woman, sem enn er ekki komin hingað til lands, og jafnvel Kramer vs. Kramer. Og núna Sophie í mynd Alan Pakula eftir skáldsögu William Styrons. Þessari kvenímynd skilar Meryl Streep af- bragðs vel, og trúlega aldrei betur en í Sophie’s Choice. Alan Pakula er einhver vandvirkasti kvik- myndagerðarmaður vestanhafs um þessar mundir. Fyrri myndir hans, eins og Klute, The Parallax View og AU the President’s Men einkennast af nákvæmni og smekkvísi, ansi þéttum og þróttmiklum myndstíl, sem verr nýtist í seinni myndum eins og vestran- um Comes a Horseman og gamanmyndinni Starting Over. Fyrstnefndu þrjár eru póli- tískir samsærisþrillerar og þar er Pakuia í essinu sínu, þótt næsta mynd á undan Sophie’s Choice, Rollover, væri af sama tagi en nyti þess afturámóti ekki. Með Sophie's Choice fer Pakula inná svið hins bókmennta- lega drama og útkoman er býsna fullnægj- andi og að sögn kunnugra gerð af trú- mennsku við skáldsögu Styrons. Myndin snýst um konuna Sophie; er eigin- lega púsluspil yfir persónumynd hennar sem raðast upp í myndarinnar rás. Lausn finnst ekki á þeirri ráðgátu fyrr en við fáum að vita um örlagavald úr fortíðinni, það val sem hún þurfti að standa frammi fyrir og sagan heitir eftir. Við sjáum Sophie með augum ungs manns, Stingo að nafni (Peter MacNicol) sem er kominn til Brooklyn til að verða rithöf- undur; hún er sérkennilega konan á efri hæðinni í húsinu þar sem hann leigir og við kynnumst henni fyrst í heiftarlegri rimmu í stigaganginum við ofsafenginn sambýlis- mann sinn Nathan (Kevin Kline). Það upphaf er næsta lýsandi fyrir framhaldið. Þessi þrenning er okkar sögufólk. Myndin lýsir vináttu þeirra og andúð, tætt- um tilfinningasamböndum sem stundum lýsa af gleði, en eftir því sem á líður verða sveiflukenndari og harmræn áður en yfir lýkur. Þessa sögu segir Pakula af mikilli yfir- vegun og bókmenntalegri hægð, kannski á kostnað dramatísks sprengikrafts efnisins, en þetta er lýrísk og falleg mynd með um- talsverðum leikrænum og mvndrænum ti!- þrifum. Streep og Mac- Nicol I Sophie’s Choice — prýðilegt bókmenntalegt drama. JAZZ eftir Vernharð Linnet Snilldardjass í Reykjavík - það sem kemur — það sem var John Scofield í Gamla bíói. Það verður mikið ævintýri að fá tækifæri til að hlusta á eina virtustu smásveit djassins í Gamla bíói á mánudagskvöldið kemur. Þetta er tríó gítarleikarans Johns Scofields - sem gagnrýnendur hafa keppst um að lofa síðustu misseri. Stefán S. Stefánsson, saxa- fónleikari mm„ hlustaði á tríóið í Bandaríkj- unum og segir að þeir félagar haldi athygli ’hlustandans óskiptri með glæsilegum og hugmyndaríkum leik. Bjössi Thor er heldur ekki í vafa um að John Scofield sp einn af stórmeisturum djassgítarsins. John Scofield er aðeins 32ja ára gamall. Hann eignaðist fyrsta gítarinn sinn 12 ára, fór fljótlega að leika í rokkhljómsveit en 14 ára var hann kominn á kaf í blús og djass og varð fyrir áhrifum frá jafn ólíkum gítarleik- urum og B.B. King og Jim Hall auk blásara eins og Miles Davis og John Coltrane. Á ár- unum 1970-73 nam hann við Berklee í Bost- on og eftir dvölina þar réðist hann til Gerry Mulligans og lék m.a. á hinum fræga Carnegie Hall konserti 1974, þarsem Mullig- an og Chet Baker blésu saman að nýju. í tvö ár lék hann með bræðingssveit trommuleik- arans Billy Cobhams, en þar tók hann sæti John Abercrombies sem er okkur íslenskum að góðu kunnur. 1977 leysti hann Pat Metheny af hólmi í hljómsveit Gary Burtons og það sama ár tók hann einnig að leika með eigin hljómsveit. í ár réðist hann til Miles Davis, en þegar hann er ekki að leika með Miles er hann á fullu með tríóinu sem hingað kemur, en þeir félagar hafa leikið saman síð- an 1980. John Scofield er einn stórkostlegasti gítar- leikari er komið hefur fram á síðari árum og sveifla, blús, bíbopp og bræðingur leikur í höndum hans. Það er því ekki að undra að djassmeisturum hafi þótt fengur í að fá hann til liðs við sig í hljóðverum. Eg nefni aðeins fáeinar skífur: Three or four shades of blues með Charles Mingus, Dancing on the tables með Niels Henning-0rsted Pedersen, Satur- day night jazz fever með Lionel Hampton og Star People með Miles Davis. Hann hefur einnig hljóðritað nokkrar skífur með sving- blúsgeggjaranum Jay McShann frá Kansas City og breiðskífur hans undir eigin nafni eru orðnar sex, þaraf þrjár með tríói því er hér mun leika. Félagar Scofields eru ekki af verri endan- um. Rafbassaleikarinn Steve Swallow heill- aði alla er á hann hlýddu í Gamla bíói í maí sl„ en þá lék hann hér með Gary Burton. Hann hefur um árabil verið helsti rafbassa- leikari djassins ásamt Jaco Pastirius og verið í efsta sæti gagnrýnendakosninga down beat undanfarin ár. Adam Nussbaum, - trommuleikari, er ekki eins þekktur. Hann leikur í léttum Elvin Jones stíl og hefur m.a. ieikið í sveitum Sonny Rollins og Art Farm- ers. Tríóið leikur nútíma bíbopp einsog það gerðist best með léttum áhrifum frá impress- jónisma og rokki án þess að hefðin sé rofin. Ævintýralegir tónleikar sem öllum djass- unnendum ætti að falla í geð. Stefán fer á kostum Sl. fimmtudagskvöld hélt Berklee-kandi- datinn, Stefán S. Stefánsson, ásamt kvartetti og tíumanna sveit, hljómleika í Norræna húsinu. Þarna voru flutt níu verk eftir Stefán, fjögur flutt af kvartett skipuðum: Stefáni á tenórsaxafón, Birni Thoroddsen á gítar, Skúla Sverrissyni á rafbassa og Steingrími Óla Sigurðarsyni á trommur. Fimm flutt af tentett: Stefán á barýton og sópransaxafóna auk flautu, Þorleifur Gíslason á tenórsaxa- fón, Vilhjálmur Guðjónsson á altósaxafón, Sveinn Birgisson og Ásgeir Steingrímsson á trompeta, Sigurður Þorbergsson á básúnu, Reynir Sigurðsson á víbrafón, Björn Thors á gítar, Árni Scheving á rafbassa og Steingrím- ur Óli á trommur. Kvartettinn lék skemmtilega — Stefán sömbuglaður með svalan tón og Bjössi Thor æ öruggari einleikari — og var orðinn ágæt- lega heitur í Norrænum menningar-mambó þegar hlé var gert á tónléikunum. Eftir hlé lék tentettinn og satt að segja er þetta einhver besti samblástur er ég hef heyrt í íslenskum djassi. Þar skiptust á fjör- legir ópusar og rómantískir og báru merki hins hefðbundna svala stíls. Þó frumleikinn sæti ekki í hásæti var handverkið gott og hér er kominn maður sem gæti skrifað fyrir og stjórnað útvarpshljómsveit með glæsibrag — það væri sorglegt ef Stefán fengi ekki verkefni við hæfi. Norræna húsið var troðfullt og ég er viss- um að þeir voru ófáir er misstu af tónleikun- um. Þetta var gleðistund og skora ég á Stefán að endurtaka tónleikana! Trió John Scofield: Steve Swallow, Adam Nussbaum og John Scofield — myndin er tekin á tónleikum I Múnchen. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.