Helgarpósturinn - 01.12.1983, Síða 24

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Síða 24
NÆRMYND Hvernig barn var Krist- ján? Bjarki Tryggva- son dægurlagasöngv- ari: „Viö vorum saman í skóla, bjuggum báðir í innbæn- um, og vorum alltaf samferða. Kristján var alveg öndvegisdreng- ur. Hann var traustur vinur vina sinna, og óvæginn óvinur. Hann var nokkuð uppivöðslusamur og háváðasamur, og hló svo undir tók í skólanum. Maður vissi alltaf hvar hann var. Hann hafði mjög sterka rödd, en manni datt aldrei í hug að hann mundi leggja fyrir sig söng. Hann var mjög sterkur og hafði gaman af að láta reyna á hvor okkar væri sterkari. Við reyndum oft með okkur og ég var vanur að hafa betur þar til í öðrum bekk í gaggó. Eftir það hafði hann mig yfirleitt undir. Kristján var einn af þeim sem létu allt flakka. Það er einn af kost- unum við hann. Maður veit ná- kvæmlega hvar maður hefur hann. Mér finnst hann mjög heil- steyptur. Ég held hann eigi allt í að verða stórstjarna, bæði talent og spirit. Sem barn var hann ótvíræð- ur foringi. En ég gat aldrei séð að hann ætti eftir að verða söngvari. Hann lærði sína iðn (blikk- smíði). Hann átti dísilstillinga- verkstæði, sem gekk mjög vel; hann átti trausta framtíð og var búinn að koma sér vel fyrir. Þessi leið sem hann hefur farið er ekki dans á rósum. Það þarf mikið átak til að rífa sig svona upp, og hann fer út með tiltölulega lítil efni. En hann hefur allt að því óbilandi trú á sjálfum sér. Kristján er auðvitað orðinn miklu eldri en gengur og gerist þegar hann fer út í sönginn fyrir alvöru, er kominn undir þrít- ugt. Og þó hann sé núna orðinn þetta gamall (34 ára) þá er röddin einsog átta síiindra mótor, algjör- lega ónotaður." Bernharð Steingrímsson, auglýsingateiknari á Akureyri, og Kristján voru einsog Síamství- burar á aldrinum fimmtán til átján ára: „Mér er minnisstætt hvað Krist- ján var alltaf snyrtilegur, jafnvel þótt hann væri í vinnugalíanum. Við Kristján vorum báðir frekar lágir í loftinu. Þetta var nú á Bítla- tímunum og Kristján var fljótur að kaupa sér það sem komst í tísku. Ég man eftir honum á hælaháu skónum. Það var dálítið fyndið, því göngulagið var ekki alveg nógu vandað fyrir þannig skó. Eg hugsa að við Kristján höfum tilheyrt þeim flokki unglinga sem var frekar baldinn. En það var ekki til vandræða, og þætti sjálf- sagt ekki mikið núna. Kristján var hörkutól, helvíti ákveðinn, og kaldur kall. Til í allt. Hann gat ver- ið dáldið röff, svo strákunum stóð stuggur af honum, enda var hann mjög sterkur og hraustur. Það var mest áberandi hvað hann geislaði af lífsorku. Og ég held að hann hafi átt það til að vera svolítið kvikindislegur bara af því hann réð sér ekki fyrir lífs- orku. Mér finnst alltaf jafngaman að fylgjast með honum og sjá af honum myndir. Hann er svo inni- lega einsog hann var þá. Fullur af sjálfstrausti og kjarki.“ Bernharð talaði um að á Bítla- tímunum hefðu allir strákar kunn- að að glamra á gítar og syngja eitt eða tvö lög. En Kristján hefði aldrei lagt sig eftir því. Þess vegna hefði það komið sér mjög á óvart að hann fór að læra söng í útlönd- um, alveg útí óvissuna. „En það lýsir því bara best hvað hann er kaldur og hress.“ Kristján er úr stórum systkinahópi, þau eru sjö talsins. Kristján er næstyngstur. Fjórum árum yngri en Haukur Jóhanns- son tannsmiður á Akureyri: „Kristján var langléttastur af okkur systkinunum, ég man ekki Kristján Jóhannsson eftir Steinunni Sigurðardóttur — Teikning: Ingólfur Margeirsson ,,Að ég sé œgilega montinn, er það ekki það helsta sem fólk vill vita um mig, “ sagði Kristján Jóhannsson söngvari, þegar hann frétti af Nœrmyndinni. Skrifari Nærmyndar varð fyrir miklum vonbrigðum með montið í Kristjáni við að hitta hann augliti til auglitis. Hann var elskulegur, yfir- vegaður í samtali, og örlaði fremur á feimni en monti. Dökkbrún aug- un eru aðalsmerki, full af draumkenndri hlýju. Það er ekkert við Krist- ján sem gefur vísbendingu um hörkuna sem til þarfí heimi samkeppn- innar, nema ef vera skyldi líkamsbyggingin. Orðið samanrekinn á vel við. Það er sérstök reynsla að sjá og heyra Kristján syngja. Allt sem hann gerir á sviðinu einkennist afvaldi á viðfangsefninu, og fullkominni ein- lœgni og hreinleika. Maður hefur á tilfinningunni að hann geri allt rétt. Jafnvel á síðustu tónleikum hans á landinu að þessu sinni, sem haldnir voru ískugga veikinda DorrietKavanna, konu hans, tókst honum upp. Söngur hans á aríu um draumóra Friðriks úr LArlesiana er ógleym- anlegur, frábœr. eftir honum öðru vísi en í góðu skapi. Samt var hann skapmikill. Við vorum mikið saman þegar við vorum litlir, ekki síst í íþróttum, á skíðum, í fótbolta. Svo gerðum við auðvitað alls konar gloríur. það voru miklir bardagar á Akureyri í þann tíð, milli Fjöru, Brekku og Eyrar. Kristján var hugrakkur og mikill ærslabelgur. Við stunduðum það mikið heima að teikna og mála. Kiddi er þrælgóður teiknari. Það var yfir- leitt byrjað að teikna þegar maður kom heim úr skólanum, við not- uðum olíu, vatnsliti, allt mögulegt. Eitt einkennið á Kristjáni er að hann er mikill gleðimaður, og vill vera þar sem fjörið er. Hann átti vini um allt land og skemmti sér með þeim. En hann hefur aldrei verið mikið í brennivíni, hann er stabíll á slíka hluti. Mér finnst áberandi með Krist- ján að það er enginn sem stjórnar honum. Hann fer sínar eigin leið- ir. Stundum finnst manni það fá- sinna sem hann talar um, en svo hefur hann rétt fyrir sér þegar upp er staðið. hann er tilbúinn að standa og falla með sinni skoðun. Samt hlustar hann, leyfir manni að tala, og tekur tilsögn. Hann jánkar hlutunum en vinnur svo úr því sem maður segir einsog hon- um hentar. Það er sem sagt eng- inn sem stjórnar honum, hann stjórnar frekar öðrum. Hann er eiginlega fæddur til að þeyta öðr- um í kringum sig. Það hefur auðvitað verið stjan- að við hann frá því hann fæddist, einsog okkur systkinin öll. Mamma var heima og sá um allt fyrir okkur. En það var aldrei gert upp á milli okkar." Skrifari Nærmyndar ber um- mæli Leifs Þórarinssonar um að Kristján geri allt vel, undir Hauk bróður hans: „Hann gerir alla hluti vel sem hann hefur áhuga á. Það má segja að hann geri ekkert nema hann geri það vel. Hann kann vel að elda, og hann er mjög þrifinn. Eitt finnst mér lýsa honum vel. Hann var og er með bíladellu. Hann var í því í gamla daga að gera upp bíla, og bóna þá og snurfusa. Svo upp- götvaði hann að það var hægt að græða á bílum, kaupa þá og selja svo aftur. Þá nennti hann ekki lengur að þrífa þá og bóna. Bíll fyrir honum var þá bara pening- ur.“ Egill Helgason, blm. Helgar- póstsins, hafði merkilega sögu að segja. Hann var í lest á Spáni og tók þar tal saman við ítalskan fjöl- bragðaglímukappa. Sá átti konu sem unnið hafði með Kristjáni í ó- perunni í Parma. Bíll þeirra hjóna hafði þá bilað einhverju sinni. Kristján var gestur þjá þeim, dreif sig í galla og fixaði bílinn. Enda klökknaði glímukappinn þegar hann talaði um Kristján. Leifur Þórarinsson heldur því fram að Kristján sé töframaður við bíla. Hann þurfi ekki annað en klappa þeim, eða gefa þeim sel- bita, þá séu þeir komnir í lag. Fanney Oddgeirsdóttir, móðir Kristjáns Jóhanns- sonar, tók í sama streng og Haukur bróðir hans, hve létt lundin væri hjá Kristjáni, og hve góður hann hefði verið í umgengni. Hvernig nálgaðist hann verk- efni sem hann þurfti að leysa? Var hann kappsfullur? „Hann var ekki mjög eirinn við verkefni. Ef það gekk ekki strax, lét hann það eiga sig. Hann var svo ákafur. Annars var hann ósköp venju- legur, einsog börn eru flest." Var hann ekkert metnaðarfyllri en hinir krakkarnir? „það get ég ekki sagt. Hann vildi gjarnan koma sér áfram. En það sama gildir um systkini hans. Þeim hefur öllum gengið vel í líf- inu.“ 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.