Helgarpósturinn - 01.12.1983, Page 28

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Page 28
kosningar verði næsta sumar en þá rennur út fyrsta kjörtímabil Vig- dísar Finnbogadótur. Yrði það þá í fyrsta sinn sem kjörinn forseti, sem gefur kost á sér til endurkjörs í þetta virðulega embætti, yrði ekki sjálf- kjörinn. Að undanförnu hafa marg- ir skorað á Albert Guðmundsson fjármálaráðherra að vera í kjöri og m.a. hafa farið fram undirskrifta- safnanir á vinnustöðum í því skyni og fengist góðar undirtekitir. Albert mun hins vegar vera á báðum átt- um, en líklegt þykir þó að hann taki ákvörðun áður en langt um líður... Gf/ arungarnir segja að akveði Albert að fara fram við forsetakjör muni hann njóta einróma stuðnings samráðherra sinna í ríkisstjórninni. Samkomulag er sagt að flestu leyti ágætt milli ráðherra innbyrðis nema hvað öðrum en Geir Hall- grímssyni þyki Albert ansi erfiður í samstarfi og hrikti oft í... ESlkki ætlar að verða Líf-væn- legt á tískublaðinu Líf. Ekki er nóg með að blaðið standi í deilum við bandaríska tímaritið LIFE útaf nafn- inu, heldur stendur það nú frammi fyrir auðum ritstjórastól á næst- unni. Bryndís Schram, sem verið hefur ritstjóri Lífs undanfarið, hefur sagt upp vegna missættis við útgef- andann Magnús Hreggviðsson, framkvæmdastjóra Frjáls framtaks. Mun Bryndísi hafa um hríð þótt sem hún hefði ekki nógu frjálsar hendur við mótun blaðsins og.gerði nú síð- ast deila vegna forsíðumyndar út- slagið. I næsta tölublaði Lífs er við- tal við Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur söngkonu og hafði ritstjór- inn ákveðið að forsíðumyndin yrði af henni, einsog ekki er óeðlilegt. Þá mun útgefandinn hafa gripið inní, kippt myndinni út, stillt einni af starfsstúlkum Frjáls framtaks upp fyrir framan jólatré og látið taka af henni mynd. Síðan hélt hann fund með starfsfólki þar sem það var lát- ið gera upp á milli þessara tveggja forsíðumynda. Ritstjórinn sat ekki þann fund, enda talið stöðu sinni misboðið með þessum hætti. Starfs- fólkið valdi mynd Magnúsar af vinnufélaga sínum. Og Bryndís Schram skrifaði uppsagnarbréfið með hefðbundnum uppsagnar- fresti. || ■ ■ eilagt stríð stendur nú yfir milli Sjónvarpsins og Verkfræð- ingafélgs íslands og má rekja ræt- urnar til þéss að Herði Frímanns- syni, yfirverkfræðingi Sjónvarps- ins, var sagt upp störfum og tók Verkfræðingafélagið þá hiklaust málstað hans. Mun Hörður ætla að fara í mál við Sjónvarpið og krefjast skaðabóta vegna uppsagnarinnar og ætlar Verkfræðingafélagið að veita honum stuðning með því að greiða málskostnað hans. Að auki mun svo Verkfræðingafélagið líta það óhýru auga ef verkfræðingar veita Sjónvarpinu þjónustu eða leið- beiningar, en Sjónvarpið þarf meira og minna á slíku að halda.. ótt enn séu tvö ár þangað til Erlendur Einarsson lætur af störf- um sem forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélga eru menn. farnir að velta því fyrir sér hver muni taka við af honum og segja kunnugir að innan Sambandsins sé raunar þegar hafinn undirbúningur mannaskiptanna. Erlendur mun staðráðinn í að hætta strax og hann hefur náð eftirlaunaaldri SÍS-manna (65 ára) og svo mun einnig vera með Kristleif Jónsson, banka- stjóra Samvinnubankans. Eins og HP hefur skýrt frá stendur vesturför Éysteins Helgasonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Samvinnuferða í sambandi við mannaskiptin og tekur hann við af Guðjóni Ólafs- syni hjá Iceland Seafood, en reikn- að er með að Guðjón muni síðan koma heim og setjast í stól Erlend- ar. Þykir Guðjón líklegri en Vaiur Arnþórsson, núverandi stjórnar- formaður Sambandsins, sem mun ekki hafa áhuga á forstjórastólnum. Þá hefur einnig heyrst að Þorst- einn Ólafsson sé líklegur eftirmað- ur Kristleifs Jónssonar hjá Sam- vinnubankanum en framsóknar- menn vildu gera hann að banka- stjóra Útvegsbankans þegar Bjarni Guðbjörnsson hætti en fengu því ekki ráðið fyrir Alþert Guðmunds- syni sem heimtaði að bankamaður fengi bankastjóraembættið og hafði sitt fram... mÆ ■ okkur ringulreið ríkir á Selfossi þessa dagana. Þannig var að fyrir nokkru birtist Dani í þorp- inu, klæddur í óaðfinnanleg kafteinsföt með digurt kaskeiti. Vakti hann mikla hrifningu á staðn- um, ekki aðeins fyrir glæsi- mennsku, heldur einnig vegna þess að hann sagðist eiga íslenska móður en danskan föður sem reyndar væri látinn og stæði nú til að hann tæki við auðæfum föður síns í Dan- mörku. Mörg blómadrottningin féll samstundis fyrir þessum séntil- manni og varð ein þeirra hlutskörp- ust. Fór þannig að danski kafteinn- inn flutti inn í hús meyjarinnar og ók daglega um á glæsilegum bíl hennar. Skólanefndin í Hveragerði fékk nú áhuga á Dananum og falað- ist eftir því hvort hann gæti ekki kennt börnum og unglingum skól- ans dönsku og æft framburð þeirra. Tók heiðursmaðurinn elskulega í það og mætti nokkrum sinnum í skólann og reyndist ástsæll og vin- sæll kennari. Voru skólamenn í Hveragerði að vonum ánægðir með þessa óvæntu og happadrjúgu send- ingu. Nú gerðist hins vegar leiður atburður. Dag einn er kafteinninn ók glæsivagni heimasætunnar varð honum það á að missa stjórn á bíln- um og velti honum svo hann varð að klessu. Daninn slapp þó ómeidd- ur. Lögreglan komst nú í málið og hóf nánari eftirgrennslan um per- sónu hins virta meðlims Danaveld- is. Og hvað kom í Ijós? Jú, að kafteinninn var góðkunningi lög- reglunnar í Hafnarfirði og ramm- íslenskur í þokkabót. Skólanefndin í Hveragerði fer víst huldu höfði þessa dagana... ■ ræðsluþættir á myndböndum sem fyrirtæki Jóhanns Briem, - Myndbær, sem trúlega er orðinn stærsti myndbandaframleiðandi landsins, hefur unnið fyrir Sjó- mannasamband íslands og dreift er til sjómanna á hafi úti, hafa vakið nokkra athygli uppá síðkastið, ekki síst vegna hinnar forboðnu nektar- sýningar úr Glæsibæ sem tekin var upp fyrir einn þáttinn. Mikil eftir- spurn er eftir þessum þáttum, og m. a. hafa borist beiðnir frá færeyskum sjómönnum um að fá fyrstu tvo þættina. Nú er verið að senda út þætti nr. 3 og 4 hér heima, og varla verður eftirspurnin eftir þeim minni, því þar er hið umtalaða atriði á dagskrá. M eðan þau 70% lands- manna, sem njóta sendinga Rásar 2, leggja við hlustir og ræða sín í milli um nýju dagskrána, ræða hin 30% sem ekki heyra í Rás 2 um Rás 1 áfram, eins og verið hefur í 50 ár. Og á Akureyri stinga menn sífellt saman nefjum um RÚVAK, stað- bundna útvarpið sem jafnframt er útvarp allra landsmanna. Nú heyrist að norðan, að raddir séu uppi um það, í þröngum hópi á- hrifamanna í norðlenska höfuð- staðnum, að koma þar upp sér- stöku útvarpsráði til að setja yfir Jónas Jónasson. Askell Einars- son, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga, hefur m.a. verið orðaður við þessa hugmynd. Þeir sem ræða hugmyndina telja Jónas of einráðan um útvarpsefni RÚVAK og að pólitískrar einhæfni gæti jafnvel í vali hans á umsjónar- mönnum þátta. Ýmsir þeir sem láta útvarpsmál til sín taka botna þó ekki almennilega í þessari hug- mynd, því að í landinu er jú starf- andi útvarpsráð, sem hefur með alla dagskrá Ríkisútvarpsins að gera, þ.á m. RÚVAKs. RUVAK er aðeins deild í RÚV og menn gantast með hvort ekki væri jafn nærri lagi að setja sérstakt ráð yfir íþróttadeild Sjónvarpsins eða þá Rás 2... R ■ ■ ákon Aðalsteinsson frá Húsavík hefur nú fest kaup á Tommahamborgurum í Keflavík og tekið við rekstrinum þar. Hákon rak áður bensínafgreiðslu og sjoppu á Húsavík en þar var hann einnig lögreglumaður um árabil... tg*®* ■ .w<w' '“ói t§g§§i. wvs MeíöW‘ A&0^s- n= OKHLAÐAN". LIÍJlII llJ 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.