Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 15

Helgarpósturinn - 02.02.1984, Page 15
Gunnar Huseby í Helgarpóstsviðtali væri þetta gott, ánægjulegt, þægilegt og meinlaust. Þannig var enginn vandi að rétt- læta þennan lifnað." Eyða í lífinu — Hvað var orðið um ofurmennið Gunn- ar Huseby? „Hann var alltaf fyrir hendi. Ég var ákaf- lega stoltur yfir því sem ég var búinn að gera og staðráðinn í því að gera betur. En kannski vantaði mig takmark á þessum árum. Ég hafði náð því sem ég hafði sett mér sem tán- ingur, að verða heimsfrægur. Að því loknu myndaðist einhver eyða í lífinu . . .“ — Sem þú fylltir með vinum og víni. ..? „Það var þó bara tímabundið. Eg svallaði á vissum tímum, tók slíkar rispur í nokkra mánuði, en steinhætti síðan í sirka hálft ár og þá æfði ekki nokkur maður eins stíft né var jafn reglusamur og ég. Já, þetta er hlægi- legt. Og þetta hef ég reyndar aldrei getað skilið. Þvílíkar mótsagnir í einjum manni þykja mér sjálfum vera ótrúlegar.En svona var(þetta nú samt.“ — Arið 1948, sem var ólympíuár, átti' Gunnar við mjög langa svallrispu að stríða. Hann var fyrir margt löngu orðinn drykkju- sjúkur þótt hann viðurkenndi það ekki fyrir sjálfum sér þá, fannst raunar lítið athugavert við það að hann væri fallinn í ræsið um sum- arið og drykkjan ágerðist enn meira þegar líða tók á haustmánuði. Hann var bara að lækna bölvað þunglyndið! „Einhvern daginn þetta haust lá ég sem oftar uppi á Arnarhóli við styttu Ingólfs. Þar hittu mig nokkrir íþróttafélagar úr KR. Þeir sögðust ætla að ég væri búinn að fá nóg af þessum auma lifnaði mínum og spurðu mig jafnframt hvort ég vildi ekki fremur sýna hvað í mér byggi. Þeir sögðust ætla að taka sér fyrir hendur ferðalag um þveran og endi- langan Noreg á næsta sumri og keppa á nokkrum mótum þar. Þeir buðu mér með. Ég gaf nú lítið út á þetta tal þeirra, en sagðist samt ætla að hugsa málið. Geggjaður árangur Og mætti á mína fyrstu æfingu í langan tíma nokkrum vikum seinna. Eins og jafnan áður þegar ég tók mér hvíld frá svallinu, æfði ég sem vitlaus væri. Það komst ekkert að nema íþróttir allt fram á næsta sumar að við félagarnir héldum í reisuna til Noregs. Við kepptum fyrst í Osló. Árangurinn var símaður samdægurs heim til íslands. Þar var sagt að við hefðum staðið okkur allir með á- gætum, en þó einkanlega ég, því ég hafði sett nýtt Islandsmet í kúluvarpi, reyndar bætt það um rúma tuttugu sentimetra. Þetta var þá maðurinn sem hafði verið skrifaður og skírður aumingi af einu blaði nokkrum mánuðum áður. Við kepptum síðan víðsvegar um Noreg og það þarf ekki að orðlengja það að félagar mínir höfðu ekki við að senda heim sím- skeyti þar sem sagt var að ég hefði bætt ís- landsmetið í kúlu. Ég veit ekki hversvegna, en ég var í ákaf- Iega góðu formi þarna í Noregi. Ég setti meira að segja met í sleggjukasti á einu mót'- inu, þó svo ég hefði aldrei áður kastað þeirh hlut í keppni. Síðast komum við við í Stav- angri á þessu ferðalagi okkar og þar setti ég punktinn yfir i-ið með því að kasta fyrstur ís-' lendinga yfir sextán metra. Og gott betur, kastið mældist 16.41 sem þótti alveg geggj- aður árangur." — Varstu kannski kominn á þá skoðun að víndrykkjan hefði gert þér gott eftir allt saman? „Nei, slíkar ranghugmyndir náði ég aldrei að gera mér. Ég fann það enda vel að alkó- hólið hafði dregið úr mér mikinn mátt. Eftir að hverri svallrispu lauk, þurfti ég æ lengri tíma til að komast í samt lag aftur eftir því sem tímar liðu fram. Ég var líka farinn að gera mér fulla grein fyrir því að vínið var eyðileggjandi, en ég var samt ekki á því að hætta drykkjunni algjörlega. Eg stóð nefni- lega lengi í þeirri trú að ég gæti minnkað drykkjuna hægt og sígandi og orðið á endan- um nokkurskonar hófdrykkjumaður. Algjör þurrkví var mér hinsvegar þvert um geð. Ég þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda, ekki enn sem komið var.“ Gremja Eins og að framan getur varð Gunnar Evrópumeistari í kúluvarpi í annað sinn árið 1950. Mótið fór fram i Brússel og þar náði garpurinn sínu lengsta kasti á ævinni, 16.74. Þetta var síðasta kast hans í keppninni og merkilegt fyrir þær sakir sem Gunnar lýsir: „Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta al- gjörlega misheppnað kast. Ég var ekki nema rétt sæmilega upplagður þegar ég gekk í hringinn og bjóst til að taka snúninginn. Ekki bætti úr skák að hann misheppnaðist nær al- veg, en ég lét samt kúluna vaða. Eg hef aldrei orðið eins undrandi á ævinni og þegar ég leit upp á stigatöfluna. Þegar ég hafði svo spurt mann í grennd við mig hvort talan gæti staðist og hann svarað játandi, var gremja það fyrsta sem skaust upp í kollinn á mér. Ég hugsaði nefnilega sem svo hvað kastið hefði getað orðið langt ef það hefði ekki misheppnast hjá mér!“ En aftur í alkóhólið, eða öllu heldur burt frá þvi. Gunnar var nefnilega einn af stofnfé- lögum AA-samtakanna á Islandi undir lok sjötta áratugarins. Næsti áratugur fer í það að reyna að hætta drykkjunni, en það geng- ur misvel. „Helsti ókosturinn við mig sem drykkju- mann var hvað ég þurfti rosalegt magn til að ná áhrifum. Og það var enginn smáslatti sem ég þambaði þegar sá gállinn var á mér. Þessi háttur sem ég hafði á sullinu varð oftar en ekki til þess að ég var borinn nær dauða en lífi á sjúkrabörum inn á næsta spítala, hlut- föllin í æðunum voru þá orðin ískyggileg vegna þess vínmagns sem blóðið hafði að vinna úr.“ Nýr keppnismaður Svo hætti hann loksins. „Upp úr 1970 var ég staddur sem oftar inni á deild tíu á Kleppi, gjörsamlega útkeyrður eftir næstum árs þamb. Rétt eins og í þúsund önnur skipti var ég staðráðinn í að hætta. Og það hefur sennilega komið sjálfum mér mest á óvart að einmitt í þetta skipti tókst það. Ástæðan felst líklega í því að ég tók upp reglulegra líferni. Sem einstæðingi varmér boðið að koma inn á Klepp hvert eftirmið- degi á sunnudögum, borða þar og spjalla. Ég þáði þetta og stundaði næsta árið, auk þess sem ég tók upp á því að heimsækja há- aldraða móður mína þá á kvöldin, en hún var þá vistmaður á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Hun hvatti mig til dáða eins og hennar var von og vísa. Reynsla mín af íþróttum hafði líka kennt mér að takast á við vanda, beita mig sjálfsaga og vinna að settu marki. Ég var orðinn keppnismaður að nýju og nú var það brennivínið sem átti að sigrast á í stað metrafjölda eins og jafnan áður.“ — Sem alkóhólisti hlýturðu að hafa myndað þér skoðun á þeim sjúkdómi sem of- drykkja er. Hver er hann? „Á meðan ég var að berjast við það að hætta gerði ég mér grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst andlegur sjúkdómur. Drykkjusýki er truflun á geðsmunum. Þetta er sýki sem á uppruna sinn í hugsuninni, verður að hugmyndaflækju sem að lokum leiðir til rangrar lífsmyndar. Ég kalla þetta hugsvik. Eg reyndi að hætta í tuttugu og sjö ár af þeim þrjátíu og þremur sem ég drakk. Ég reyndi allar leiðir; þá trúarlegu, læknislegu, miðla, að loka mig inni, allar stofnanir. Sjálfsaginn og sjálfstrúin var það helsta og besta sem mér reyndist í þessari þraut, rétt eins og í íþróttunum forðum daga.“ Rógburður og lygi — Hefur frægðin, hvort heldur er vegna drykkju eða íþrótta, farið illa með þig? „Eitt er víst að orðrómurinn um mig hefur verið misjafn. Og auðvitað hefur það sært mig þegar það hefur verið á verri veginn. Illt og óvandað umtal hefur oft kvalið mig, enda finnst mér ekkert vera jafn ömurlegt og að heyra rógburð og lygi um sjálfan mig með aukinheldur vitlausu mati á þeim vanda sem ég hef átt við að stríða í lífinu. En ég mátti svo sem búast við þessu. Þegar táningur setur sér heimsfrægð að takmarki í lífinu og nær henni fyrr en varir, er ekki nema von að eitthvað klikki. Þetta er óheil- brigt lífsmat, sjúklegt eins og ég tíundaði áð- an. Og þá er ekki nema eðlilegt að verða fyr- ir gagnrýni, jafnt slæmri sem góðri. Ein- hverju sinni las ég lífsspeki um þetta efni og hún má heita mitt faðirvor með meiru. Hún er svona: Gerðu það sem þú veist með sjálf- um þér að er rétt því þú verður gagnrýndur hvað sem þú gerir. Þú verður gagnrýndur hvort sem þú gerir eitthvað eða lætur það ó- gert.“ — Eins og við æfingar forðum daga, hef- urðu jafnan verið einn í lífinu Gunnar. Þú hefur mestan hluta ævinnar búið einsamall. Þráirðu ekkert félagsskap? „Ég hef nú aldrei fundið neitt sérstaklega mikið fyrir einmariakennd, enda fyrir langt löngu farinn að venjast einsetunni. Ég hugsa að ég sé orðinn of gamall fyrir róttækar breytingar á þeim lifnaði. En ég geri mér líka fulla grein fyrir því að það fær enginn það út úr lífinu sem hann vill fá, hvernig svo sem hann reynir. Menn verða að sætta sig við það hvernig lífið varð og hvernig það er, nema þeir vilji gráta öil mistökin allt þar til yfir lýkur. Mér finnst ekki taka því.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.