Helgarpósturinn - 02.02.1984, Side 23
HRINGBORÐIÐ
Köttur útí mýri . . .
Það er nú ekki alltaf tekið út
með sældinni að sitja hér og eiga
að reiða eitthvað fram á hring-
borði, allra síst í hvítum ævintýra-
heimi áramótanna, sem enn er við
lýði. Út um gluggann blasa við
mér hvítir tindar — blessaður
Skerjafjörðurinn minn virðist
vera kominn í harða samkeppni
við Alpana eða annað fjalilendi og
helsta spaugið er að reyna að
komast klakklaust útá strætóstöð,
svona þegar maður ætlar í vinn-
una. Glannaferðir gamalia
kvenna yfir götur hafa áður verið
uppspretta yndis og ánægju, en nú
eru þær allar snjóaðar inni og
komast ekki þverhandarspönn frá
ónefndum líkamshluta, þó að
Mogginn segi að eigi að fara að
ryðja gangstéttir. Hvað verður um
þann snjó veit ég ekki, nema ef
vera skyldi að eigi að aka honum
hér útá moldarbanka Reykjavík-
ur, einsog garðyrkjustjóri er búinn
að endurskíra Vatnsmýrina (og
furðar sig á að fuglalífið þar sé
nærri þvi fyrir bí!), eftir að dyggir
borgarstarfsmenn fluttu sam-
viskusamir allan ruðninginn sem
Ægissíðubúar viJdu ekki fá til sín
þangað í skjóli nætur (nattens
mulm og morke, minnir mig að.
Danir orði þetta). Halelúja — þá
höldum við vetri framá sumar hér
í litla Skerjó.
í svona veðri er ekki annað
hægt að gera en lesa ævintýri, ef
maður hefur þá ekki því sterkari
tithneigingu til skíðaiðkana eða
snjómoksturs. Á mínu heimili eru
ævintýrin helst í safni Grimms-
bræðra þessa dagana og endur-
vekja ljúfar minningar um dyggð-
ir sem mér var einu sinni talin trú
um að ég ætti að temja mér, svo-
sem einsog iðjusemi, þolinmæði
og fórnfýsi. Einhverra hluta
vegna hef ég trú á að ráðamenn ís-
lensku þjóðarinnar hafi líkt og ég
farið að rifja upp gömlu ævintýrin
um það leyti sem þeir lýstu yfir
stríði á hendur drekanum ógur-
lega, verðbólgunni. Það vill bara
til, að almúgamenn eiga yfirleitt
ekki geðugar nornir og dverga,
sem rétta þeim svona hinsegin
borðdúka sem hlaða sig sjáifir af
allskyns kræsingum og pyngjur
sem aldrei tæmast. Þvert á móti.
Hér eru heldur ekki konungbornir
aðilar í ýmsum álögum sem hægt
er að frelsa með ofurmannlegri
áreynslu og giftast síðan — það er
helst að fjallkonutetrið liggi í ein-
hverskonar dvala, en ég hef á til-
finningunni að hún sé ákaflega
einstæð móðir og ekkert á þeim
buxunum að hætta slíku. Hún hef-
ur ekki beint farið vel útúr sínum
samböndum, tötrið.
Ævintýri nútímans ættu auð-
vitað fremur að snúast um atburði
sem efst eru á baugi og kenna okk-'
ur að meta dyggðir sem koma að
gagni í okkar samfélagi. Til að
mynda sagan um góða, duglega
og eflaust bláfátæka (þeir voru all-
ir fátækir í gömlu ævintýrunum)
ráðherrann, sem batt slíka órofa-
tryggð við blessaðan rakkann
sinn að hann lagði allt í sölurnar í
baráttunni við lagatröllið ógur-
lega og leysti hverja þrautina á
fætur annarri (að minnsta kosti
þrjár) til að frelsa hundinn. Það
mætti svo botna söguna með því
að tíkin leystist úr álögum og yrði
fögur prinsessa, svona rétt til að
missa ekki sjónar á hefðinni, auk
þess sem það væri hampaminna
en breyta reglugerðinni um
hundahaldið. Eða góða og sak-
lausa fólkið (eflaust bláfátækir
skógarhöggsmenn) sem flutti í
draugahúsið voðalega þar sem
fiskar spruttu fram úr veggjum,
veggir hrundu og hlóðust aftur og
önnur ósköp gengu á, allt af völd-
um voðalegrar nornar sem beitti
sjónhverfingum og öðrum göldr-
um. Skyldi ekki vera hægt að gera
krassandi ævintýri um slíkt? Og
ekki er hún verri sagan æsispenn-
andi um vonda KGB-njósnarann,
sem tælir unga og efnilega menn
til fylgilags við sig með fögrum
fyrirheitum, en að liðnum ein-
hverjum vissum tíma glata menn
sálinni og lífinu og öllu sem til-
heyrir ef þeim tekst ekki aö snúa
á hann. (Svona í forbifarten, svo
ég sletti áfram dönsku: Mér þótti
það furðulegt að þyrfti að taka
fram í einni af daglegum opnum
Moggans um Þríholt að hann hefði
verið samvinnuþýður við lögregl-
una. Mér hefur sýnst á öllu, að
maðurinn sitji einmitt inni fyrir
það að vera samvinnuþýður.)
Ævintýrin eru tvímælalaust það
sem koma skal — í munnlegri
geymd að sjálfsögðu, því nú ku
enginn hafa efni á því að kaupa
sér bók. Það eru svo skolli dýr
myndböndin . ..
HELGARPÖSTURINN 23