Helgarpósturinn - 02.02.1984, Qupperneq 28
p
B^Lússar eru alls staðar að pauf-
ast og oftastnær i misjöfnum til-
gangi, ef marka má blað allra lands-
manna. Rússinn hefur löngum verið
iðinn við alls konar rannsóknar- og
vísindastörf í Islandsálum, oft þann-
ig að mörgum hefur þótt nóg um.
Nú berast þær fréttir úr utanríkis-
ráðuneytinu að heilum þremur
rússneskum rannsóknarskipum
hafi nýskeð verið synjað um leyfi til
þess að stunda rannsóknir í ís-
lenskri lögsögu á þeim forsendum
að umsóknir þeirra hafi verið ófull-
nægjandi og ekki komið nógu skýrt
fram hverslags vísindi þessi skip
hygðust stunda. Margir munu þó
þeirrar skoðunar að þetta afsvar
untanríkisráðuneytisins sé helbert
yfirskin; þar telji menn sig vita
mæta vel hvað vaki fyrir Rússunum
og að jafnvel hafi verið haft samráð
við höfuðstöðvar Atlantshafs-
bandalagsins um það að reyna eftir
fremsta megni að bægja hnýsnum
Rússum frá íslandsströndum. Það
verði einmitt gert með ráðum eins
og þessum — að úrskurða umsóknir
ófullnægjandi eða krefjast þess að
íslenskir vísindamenn séu um borð
í rannsóknarskipunum sem síðan
muni ekki reynast vera á lausu þeg-
ar til kastanna kemur.. .
v
ald stjórnmálaflokkanna í
ríkisbönkunum virðist fara þverr-
andi. Um daginn var bankamaður-
inn Stefán Pálsson ráðinn banka-
stjóri Búnaðarbankans þrátt fyrir
mikið pólitískt makk í bankaráðinu,
og nú heyrir HP að hverfandi líkur
séu á því að annar hvor Sjálfstæðis-
þingmannanna Lárus Jónsson -
eða Friðjón Þórðarson hreppi
bankastjórastöðuna sem Magnús -
heitinn Jónsson gegndi. Þótt svo
virtist um miðja vikuna af blöðum
að dæma sem Lárus Jónsson fengi
þessa stöðu herma heimildir HP að
það verði hins vegar annar banka-
maður, og reyndar sjálfstæðismað-
ur í leiðinni Jón Adolf Guðjóns-
son aðstoðarbankastjóri. Njóti Jón
núna stuðnings meirihiuta banka-
ráðsins, — Alþýðubandalagsmanns-
ins Helga Seljan, Alþýðuflokks-
mannsins Hauks Helgasonar og
formanns ráðsins Stefáns Val-
geirssonar framsóknarmanns. Þá
eru eftir sjálfstæðismennirnir Frið-
jón Þórðarson og Gunnar Gísla-
son og mun sá síðarnefndi reyndar
ekki styðja Lárus heldur. Afturá-
móti leggur forysta Sjálfstæðis-
flokksins nú algjört ofurkapp á að
tryggja Lárusi þessa stöðu og sæta
þeir Stefán, Friðjón og Gunnar
geysilegum þrýstingi þessa dagana
um að vinna því brautargengi.
Heyrir HP að flokksforystan sé nú
að reyna að kaupa stuðning Stefáns
Valgeirssonar við Lárus og virðist
sem ekkert þjóðfélagsmái sé
brýnna um þessar mundir á íslandi
en að fá Lárusi Jónssyni banka-
stjórastöðu. Svo langt gekk þetta í
gær, miðvikudag, að formaður og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, -
Þorsteinn Pálsson og Friðrik
Sophusson, gengu, samkvæmt ó-
yggjandi heimildum Helgarpósts-
ins, á fund Jóns Adolfs Guðjóns-
sonar niðrí Búnaðarbanka og báðu
hann bókstaflega að draga sig í hlé
í nafni einingar innan flokksins. Vit-
að er að Jón Adolf, sem var hægri
hönd Magnúsar heitins Jónssonar,
er afturámóti ákaft hvattur af sam-
starfsfólki sínu innan bankans til
hins gagnstæða. Svona er nú barist
í bönkum. ..
s
^^^jálfstæðismenn almennt eru
siður en svo í sjöunda himni yfir því
„framtaki" Davíðs Oddssonar -
borgarstjóra að verja tveimur millj-
ónum af peningum bprgarbúa í fjöl-
miðlunarfyrirtækið ísfilm, og eru
reyndar flestir á því að þetta sé ekki
það sem flokksmenn eigi við með
hugtakinu ,,einkaframtak“. Sam-
kvæmt góðum heimildum HP er
ljóst að borgarstjóri hafði lítið ef
nokkurt samráð við aðra borgarfull-
trúa flokksins um þetta mál og jafn-
vel nánustu samstarfsmenn hans,
eins og Markús Orn Antonsson, -
forseti borgarstjórnar, og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, vissu
ekki af málinu fyrr en um seinan. A
fundi borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðismanna í fyrradag kom fram
hörð gagnrýni á þessa ákvörðun
Davíðs og kannski frekar alla máls-
meðferð hans. Þótti mönnum sem
ekki bæru vinnubrögðin vott sér-
stakri ást á lýðræði. Þeir sem gjörla
þekkja til telja að þessi ákvörðun
Davíðs, sem skýrð er fyrst og fremst
sem fljótfærni og til marks um vax-
andi einangrun borgarstjórans á
valdatindinum, hafi rýrt verulega
það traust sem hann hefur notið í
vaxandi mæli, enda staðið sig í
flestu með röggsemi og festu. Hins
vegar er samstaða um það innan
borgarstjórnarflokksins að opin-
bera ekki mótmæli við ákvörðun
Davíðs til þess að auðmýkja ekki
borgarstjóra út á við . . .
A
JI^Tftnnað er ekki siður athyglis-
vert í öllu því leynimakki sem leitt
hefur til stofnunar hlutafélagsins ís-
film: Helgarpósturinn hefur traust-
ar heimildir fyrir því að Geir Hall-
grímsson, stjórnarformaður Ár-
vakurs hf., eins hluthafa í ísfilrn, og
einnig stjórnarformaður í Stuðlum
hf., styrktarfyrirtæki Almenna
bókafélagsins, annars hluthafa í ís-
film, hafi ekki haft minnstu hug-
mynd um það sem til stóð. Geir var
staddur erlendis þegar gengið var
frá málinu og frétti ekki af því fyrr
en við heimkomuna. Varð Geir hinn
reiðasti við þessi tíðindi og mun
hafa veitt forráðamönnum AB og
framkvæmdastjóra Morgunblaðs-
ins ofanígjöf, enda snertir aðild
þessara fyrirtækja að hinni nýju fjöl-
miðiunarsamsteypu óhjákvæmi-
lega pólitíska stöðu Geirs ...
LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi
sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti
(könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð.
Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd,
stillanlegirspeglar innanfrá, stuðararo.fl. o.fl., en sífellt er unnið aðendurbótum er lúta aðöryggi og
endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Verð við birtingu auglýsingar kr.
199.500.-
Bifreiðar &
Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf.
SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600
Söludeild sími 312 36
Vél:
Rúmtak . . . 1442sm3
Borun 76 mm
Slaglengd 80 mm
Þjöppun ... 8,5:1
Kraftur . . . . . . . 55 kW (75 DIN PS)
á 5600 sn/m
Tog . .108 Nmá3500sn/m
Eyðsla ... . 7-101/100 km
28 HELGARPÓSTURINN