Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÓSTUR Guðjón næsti forstjóri SÍS Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis SÍS í Bandaríkjunum, var valinn til að taka við forstjórastöðu Sambandsins þegar Er- lendur Einarsson lætur af störfum. Það verður þó ekki fyrr en eftir 18 mánuði að Guðjón tekur við af Erlendi — lengri undirbúnings- eða umhugsunartími heldur en gerist með helstu embætti í veröldinni. Valið í embættið stóð helst á milli Guðjóns og Vals Arnþórssonar, bekkjarbróður hans úr Samvinnuskólanum, en Valur er kaupfélagsstjóri KEA og einnig stjórnarformaður SÍS. Guðjón B. Ólafsson er gamal- reyndur Sambandsmaður, hefur raunar alið allan sinn náms- og starfsaldur innan þeirrar hreyfingar. ítali í íslensku fangeisi og segist vera meO Aids Tollverðir fundu í síðustu viku hvítt duft í bréfum sem bár- ust hingað til lands, stíluð á ítalskan karlmann og brasil- íska stúlku. Duftið í bréfunum reyndist vera kókain, um 20 grömm af efninu hreinu. ítalinn og brasilíska stúlkan voru strax handtekin og i kjölfarið tveir íslendingar. Útlending- arnir eru grunuð um að hafa sett kókaínið í umslög erlendis' og merkt sjálfum sér hér á landi. í yfirheyrslum báru Ital- inn og brasilíska stúlkan að þau hafi ætlað sér að neyta kókaínsins hér sjálf, en ekki selja. Hreint kókaín er yfirleitt blandað með fimm á móti einum — grammið svo selt á fimm eða sex þúsund kr. ítalinn hélt því svo fram við lögregluna að hann óttaðist mjög að hann væri haldinn Aids — „áunn- inni ónæmisbæklun" — og var blóðprufa úr manninum send til athugunar erlendis. Arnarflug semur við Saudaraba Arnarflug gerði í síðustu viku samning við Saudie-Airlines upp á 270 milljónir króna. Verður Arnarflug með fimm þot- ur i brúki í Saudi-Arabiu í sumar, jafnt i farþegaflutningum til og frá Evrópu sem og fraktflugi. I Bandaríkjaher fær að fjölga hernaðarmannvirkjum Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur fallist á beiðni Bandaríkjamanna um að byggja hér á landi tvær rat- sjárstöðvar, aðra á Vestfjörðum en hina á Norðausturlandi. Þessar framkvæmdir eru liður í endurnýjun ratsjárkerfis bandaríska herliðsins hér. Hæstiréttur þyngdi refsingu Hæstiréttur þyngdi í vikunni refsingu yfir 37 ára gömlum manni sem í fyrra varð sambýliskonu sinni að bana. í undir- rétti hafði maðurinn verið dæmdur í fimm ára fangelsi, en Hæstiréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Kíkisstjórnin eykur skattbyrði Rikisstjórnin hefur lagt til aukna skattheimtu i þvi skyni að afla fjár til húsnæðislánakerfisins. Hefur hún kynnt Al- þingi fyrirætlanir um að hækka söluskatt úr 24% í 25%, að ákveðinn verði sérstakur skyldusparnaður af hátekjum ásamt 0,25% eignaskattsviðauka. Þrjú ungmenni drukknuðu í Þingvallavatni Þrjú ungmenni drukknuðu að morgni sunnudagsins 26. maí sl. þegar bát þeirra hvolfdi. Þau hétu: Sigurður Örn Aðal- steinsson, 29 ára úr Kópavogi, Stefán Þór Hafsteinsson, 25 ára úr Hafnarfirði og Sigrún Bjarnadóttir, 21 árs nemi í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sverrir fékk ekki að selja Þau fáheyrðu tíðindi urðu í fyrradag að stjórnarfrumvarp var fellt. Þar var á ferðinni stjórnarfrumvarp sem Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hafði undirbúið og fjallaði um sölu á hlutabréfum ríkisins i Sementsverksmiðjunni á Akranesi. í málflutningi gegn þessum söluáformum Sverris var bent á að rekstur verksmiðjunnar gengi vel og að flestir sem leitað var til um umsögn um sölu hef ðu verið henni and- vígir. Kristján Sveinsson augnlæknir látinn Kristján Sveinsson augnlæknir, annar af tveimur borgur- um í Reykjavík sem hlotið hafa titilinn „heiðursborgari Reykjavíkur", lést þann 23. maí. Kristján var 85 ára — og staddur í hófi á Elliheimilinu Grund að halda upp á stúd- entsafmæli sitt þegar hann hné niður örendur. Hann fædd- ist 8. febrúar árið 1900. Borgaryfirvöld gáfust upp íbúar við Stangarholt i Reykjavík hafa nú unnið kærumál á hendur Reykjavíkurborg gegn áformum um byggingu stórs fjölbýlishúss við götu þeirra. íbúarnir sneru sér til fé- lagsmálaráðuneytisins í vetur og kröfðust þess að bygging- aráform yrðu stöðvuð — en höfðu áður reynt að reka erindi sitt fyrir bygginganefnd og rætt við borgarstjóra, sem féllst ekki á rök ibúanna. Sigrún hannar fyrir Villeroy og Boch Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) listakona gerði nýlega samn- ing við vestur-þýska stórfyrirtækið um hönnun flísa — en þetta fyrirtæki er hið stærsta í heimi á sviði flísaframleiðslu og hreinlætistækja. ípróttir: Skoska knattspyrnulandsliðið sigraði það íslenska 1:0 á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöldið var. Leikurinn var lið- ur í heimsmeistarakeppni landsliða. Erlent: A.m.k. 4:1 lést og hundru.ð særðust þegartil átaka kom á knattspyrnuleik milli stuðningsmanna enska Liver- pool liðsins og italska Juventus í Brússel á miðvikudags- kvöldið. íslenskir sjónvarpsáhorfendur fylgdust með þess- um sorgaratburðum því að leikurinn, sem var úrslitaleikur í keppni meistaraliða, var sendur út beint. Rakari sem ræktar hár u I ingað til hefur það talist sjálfsagt og eðlilegt í hugum manna, að rakarar fengjust við það eitt að skera og snyrta hár og skegg. En nú eru a.m.k. sumir í þeirri starfsgrein farnir að víkka starfssvið sitt og eru teknir til við að rækta hár þar sem áður var ekkert. Erlendis breiðist nú mjög ört út notkun sérstakra laser- geislatækja sem sögð eru örva hárvöxt. I Bandaríkjunum hafa svona lasertæki verið í notkun í fjögur eða fimm ár, en skemur annars staðar. I Noregi hafa þau verið í notkun á rakara- og snyrti- stofum í átta mánuði og hafa nú borist hingað. Eiríkur Þorsteins- son, sem rekur rakarastofuna Greifann í Garðastræti, hefur eitt svona geislatæki í notkun. „Þetta er helst notað til að koma í veg fyrir hárlos, eða stöðva hár- los þegar það er byrjað," sagði Eiríkur. — En þú læknar ekki skalla með þessu tæki, ræktar hár? „Það er talið að það muni geta tekið eitt til eitt og hálft ár. Ég hef haft þetta í notkun í þrjá mánuði og hef hugsað mér að sýna þann árangur sem orðið hefur eftir um þrjá mánuði." — Engar aukaverkanir, Eiríkur? „Nei. Það er ekki - einu auka- verkanirnar sem vart hefur orðið eru að húðin getur orðið þurr.“ — Flasa? „Það er hugsanlegt, já.“ — Og hefur líkað vel erlendis? „Þeir hafa góða reynslu af þessu Landlæknir: Geislameðferð ,,Ef hægt er að lækna skalla með svona tæki, þá er þessi maður sem býður þessa þjónustu sá fyrsti í ver- aldarsögunni allri sem það getur. Mér er sagt að svona menn hafi ver- ið að skjóta upp kollinum s. 1. eitt til tvö þúsund ár,“ sagði Guðjón Magn- ússon landlæknir, þegar HP spurði hann um líkur á endurnýjuðum hár- vexti fyrir tilstuðlan lasertækis. „Áður fyrr notuðu menn alls kyns kvoðu og mixtúru og sumir báðu bænir eða fóru með töfraþulu. Nú hafa menn tekið tæknina í þjónustu sína og beita þess vegna lasergeisl- um. Það er ekkert vafamál að þetta gerir ekkert gagn,“ sagði landlækn- ir. „Hár sem er dottið af, það vex ekki aftur. Þetta er hliðstætt við það að taka grasstrá sem hefur verið skorið sundur og reyna að fá það til að skjóta rótum og vaxa í moldinni aftur. Það gengur oftast illa.“ — En nú er sagt að þetta tæki örvi blóðstreymi — hjálpar það ekkert? ,Það má vera að blóðstreymi auk- ist — en líffræðilega stenst þetta ekki vegna þess að það er hárrótin sem deyr og ekkert verður eftir sem getur spírað. Það hefur nú verið vandinn í sambandi við alla skalla- meðferð. Hárrótin er einfaldlega dá- in og horfin og ekkert eftir lengur — það myndast ekki ný hárrót." — En er hægt að koma í veg fyrir eða stöðva byrjandi skalla? „Það er hugsanlegt að örvað blóðstreymi hafi áhrif á vöxtinn, en jafnvel svona tilraunir, tilraunir með smyrsl og fyrirbænir, hafa ekki held- ur borið neinn árangur. Það var ein- mitt í vetur að bandarísk heilbrigð- isyfirvöld tóku af skarið í sambandi við ýmis skallameðul. Það var aug- lýst eftir efnum og aðferðum sem menn héldu að hefðu áhrif — bættu skalla- og yfirvöldin buðu upp á að ef þannig efni kæmu fram, þá væru Dreifing Ijóss ó arsgrundvelli... S " köpunarverkið — tilveran sjálf — er (eins og allir vita) mein- gallað fyrirbæri. Þessa dagana blasir einn stærsti gallinn við: ójafnvægi í dreifingu ljóss á árs- grundvelli. Það hefði nefnilega verið mun hentugra að dreifa sól- arljósinu jafnt yfir allt árið, þannig að sólin kæmi einfaldlega upp klukkan sjö (árdegis) og settist klukkan sjö (síðdegis); og ekkert rokk með það fram og aftur. En í stað reglu og sanngjarnrar skipt- ingar sólarljóss og birtu Heims um ból, ríkir afleitt óréttlæti og óregla. Nú þenur gamli gaslamp- inn sig næstum allan sólarhring- inn, og við sem viljum helst í hlýju og myrku skoti kúra, störum rauð- eyg í skæra ofbirtuna og vitum ekki hvenær dagurinn byrjar né heldur hvenær tekur að kvölda. í skæru sólarljósi tínir maður af sér spjarirnar af gömlum vana, leggst á koddann og nær ekki að safna saman eigin hugsunum fyrir kvaki (nei, gargi) í spörfuglum eða söng- fuglum eða hvað þau nú kallast þessi ótömdu hænsn sem birtast í bænum á vorin. Nótt eftir nótt gef- umst við upp, andvökufólkið, drögum aftur á okkur spjarirnar, smeygjum okkur í gönguskó og röltum út í sumarnóttina, birtumst á götuhorni með taugaveiklunar- bros í augnkrók, kinkum koili þegar við sjáumst, þekkjum orðið hvert annað þegar við mætumst í annars mannauðri borg og erum að ganga okkur þreytt, ganga okk- ur örmagna í von um að festa hænublund í morgunsárið svo manni gangi skár að þreyja langan vinnudag. En sólin er miskunnar- laus. Hún lýsir upp hvern kima hússins, espar fuglana upp í tryllt- an söng þannig að manni finnst helst að þessi söngóðu vorhænsn hafi tyllt sér á manns eigið nef og hafi komið þar á vaktaskiptum. En fátt er svo með öllu illt; í fyrri- nótt varð reykvískt síðdegisblað fyrir hendi þegar ég þreifaði eftir lesefni við rúmstokkinn, og gat þar að líta myndir af nýkjörinni fegurðardrottningu íslands meður sjálfum Rod Stewart sem rataði út hingað til að punta uppá fegurðar- samkvæmi á mánudaginn var. Nú er mér ekki Ijóst við hvað er miðað, hvaða mælistika er brúkuð þegar fegurðardísir eru flokkaðar. Þegar við dæmum gæðinga elleg- ar metum hryssur, er jafnan miðóð við hæfileika, sköpulag og ætt. Þannig er nauðsynlegt (eða til muna hagstæðara fyrir hryssuna) að geta rakið ættir, tilgreint föður- og móðurkyn tvo, þrjá ættliði aftur — og síðan er kannaður huppur, lendastaða, hæð á herða- kamb, höfuðburður, fótalyfting, skeið- og tölthæfni og gefinn gaumur að geðslagi, að ógleymdri fegurð í reið. Þeir Rod Stewarl (sem krýndi ungfrú ísland) og Davíð Oddsson (sem krýndi ungfrú Reykjavík) munu báðir 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.