Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 4
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Að tala og mala (gull) í blöðum birtast af og til frétt- ir af óprúttnu fólki, sem hefur fé af öðru fólki með klókinda- brögðum þeirra, sem þekkja innviði kerfisins. Þessir fjár- svikamenn eru ekki þjófar í venjulegri merkingu þess orðs. Þeir eru mennirnir sem plata fólk til þess að rita nöfn sín á alls kyns pappírssnepla, sem þeir síðan „búa til" peninga úr. Þeir kunna að fara með víxla og verðbréf. Þeir kunna líka að misnota víxla og verðbréf. i ár- anna rás hefur Helgarpósturinn flett ofan af mörgum slíkum mönnum. En hvernig sem á því stendur stika þessir sömu menn ávallt götur borgarinnar hnakkakerrtir, eins og ekkert hafi í skorist. Þannig sagði HP einu sinni frá umsvifamiklum athafna- manni, sem lék sér að fjár- munum annarra og svindlaði og prettaði. Við gengum meira að segja svo langt að segja í fyr- irsögn: Varið ykkur á þessum manni! Þessi maður hefur fengið dóm. Hann hefur ekki þurft að gista fangageymslur. Þess í stað situr hann daglega og sötr- ar kaffi með ýmsum þekktum borgurum, meðal annars ein- um af ráðherrum þessarar ríkis- stjórnar. i dag fjallar HP um náunga með svipuð mál á prjónunum. Hann drekkur að vísu ekki kaffi á Borginni í góðum félagsskap, en í nokkur ár hefur hann kom- ist upp með að svíkja og pretta án þess að hönd væri á hann fest. Hann hefur reynt á þanþol lagabökstafsins. En nú fór hann yfir strikið og við nánari eftir- grennslan reyndist hann ein- mitt vera það sem menn hafa haft hann grunaðan um að vera: hinn vel klæddi mennta- maður, sem lítur samborgara sína þessum einkennilegu augum flottglæpamannsins. Einstök dæmi af því tagi sem við rekjum í dag, hafa í sjálfu sér takmarkað gildi. Þau eru þó ekki marklaus og þegar þau eru nokkur saman komin er kom- inn tími til þess að stjórnmála- menn og dómsvaldið taki við sér. Það dugar lítið að tala og mala endalaust um hvítflibba- glæpi og gera svo aldrei neitt. Hvítflibbaþjófar samtímans eru þegar allt kemur til alls mestu og verstu óvinir samfélagsins. Það er kominn tími til að þeir fái að dúsa inni í fangelsum landsins en ekki smáþjófarnir eða einstæðu mæðurnar í Breiðholti, sem eiga ekki fyrir hraðasektinni. BREF TIL RITSTJORNAR Athugasemd frá SAM- útgáfunni I slúðurdálkum Helgarpóstsins 23. maí sl. má lesa skítkast í þrjár helstu tímaritaútgáfur landsins; Frjálst framtak, SAM-útgáfuna og Fjölni. SAM-útgáfan lætur hinum tíma- ritaútgefendunum það eftir að svara fyrir um það sem að þeim snýr. En hvað varðar þann þvætting, sem settur er fram um sölu tímaritsins Lúxus, sem SAM-útgáfan gefur út, vill útgáfan taka eftirfarandi fram: Sagt er í slúðurdálkunum, að fyrra blaðið hafi selst sæmilega, en hið síðara hreyfist varla á sölustöðum. Þetta er alrangt. Sannleikurinn er sá, að vegna hins sjö vikna langa prentaraverkfalls skömmu fyrir ára- mót fór útgáfuáætlun SAM-útgáf- unnar úr skorðum og fyrsta tölu- blaðið af Lúxus komst ekki á mark- aðinn fyrr en í desember, sem er af- ieitur sölumánuður fyrir tímarit og vonlaust að auglýsa þá upp nýja söiuvöru. Samt sem áður brá svo við, að Lúxus seldist vonum framar. Síðara blaðið kom svo út í mars og seldist ennþá betur, enda þá orðið hægara um vik að auglýsa útkomu blaðsins. í fyrstu vikunni eftir út- komu biaðsins þurfti mjög víða að bæta við aukaupplagi á sölustaði. Eins hefur áskriftarsala gengið mjög vel. SAM-útgáfan má mjög vel við una og hefur ekki undan neinu að kvarta, hvorki hvað snertir söju blaðsins né auglýsingar í blaðið. Út- gáfan hefur í sex ár gefið út tímarit- ið Hús & híbýli og komst það fljótt í efsta sætið, eins og sannaðist í les- endakönnunum SIA og Hagvangs svo ekki varð um villst. Þó átti H&H ekki jafn skjótum vinsældum að fagna og Lúxus getur státað af. LAUSNA SPILAÞRAUT Eins og síðast, þá er norður með rauðu gosana fjórðu. Hér tók vest- ur gosann með ásnum. Lét síðan ás og kóng í báðum rauðu litun- um. Tók á tíguldrottninguna. Þá spilaði hann laufaás, kóng og drottningu (henti hjarta úr borði). Þá kom spaðakóngur og drottn- ing. Frá eigin hendi henti hann tígli. Þannig litu spilin út eftir að síð- asta spaða hafði verið spilað: S - H G-9 TG-5 L - s - S D H D-10 H 6 T 10 T 7 L - L - suður skiptir ekki máli. Þegar spaðadrottningunni er spilað og tígultíu er kastað frá hendinni, gefst norður upp, því hann er í algjörri kastþröng. kunnugra manna, að á þingi frjáls- lyndra flokka, sem haldið var hér- lendis með þátttöku framsóknar- manna, var Haukur Ingibergs- son, núverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, titlaður dokt- or Haukur ingibergsson. Fram til þessa hefur það ekki farið hátt, að Haukur væri með doktorsgráðu og menn raunar efast um allar próf- gráður, sem hann hefur skreytt sig með. Aðrir fulltrúar Framsóknar á þinginu voru Steingrímur Her- HELGARPÚSTURINN Áfram Valur Gott er fyrir Guðjón Bé að gengi hans og virðing rís. En Valur slyngur veit að KEA verður alltaf meira en SÍS. Niðri mannsson forsætisráðherra og Þorsteinn Ólafsson SÍS-toppur. Þeir tveir síðarnefndu voru ekki prýddir prófgráðum á þingskjölum frjálslyndra. . . l síðasta blaði sögðum við frá því, að Sverrir Hermannsson, iðnaðar- og orkuráðherra, hefði ver- ið staddur fyrir vestan og haldið ræðu á fundi Orkubús Vestfjarða. Það fylgdi sögunni, að hann hefði farið með flugvél Flugmálastjórnar í bæinn, eins og ýmsir aðrir. Þetta var rangt hjá HP og er ráðherrann beð- inn velvirðingar á þessum mistök- um. Sverrir flaug suður með áætlun- arflugvél Flugleiða, enda þótt hann þyrfti að bíða eftir henni. Raunar mun það siður Sverris að fljúga ávallt með áætlunarflugi þegar hann er á ferð um landið, og hefur hann aldrei notað aðrar vélar í emb- ættistíð sinni að eigin sögn. Þessu er hér með komið á framfæri og mætti margur taka sér iðnaðarráðherra til fyrirmyndar. . . ft rikklandsvinafélagið Hellas ætlar ekki að gera það enda- sleppt. Ekki eru liðnir nema þrír mánuðir eða svo frá stofnun félags- ins þegar það efnir nú til þriðju sam- komunnar, en hinar tvær fyrri þóttu takast með einstökum ágætum. Á morgun, föstudag, verður þriðji fundurinn kl. 20:30 í Oddfellow hús- inu að Vonarstræti 10. Eyjólfur Kjalar heimspekingur mun þar flytja fyrirlestur um Upphaf grískrar heimspeki, sýnd verður vídeómynd um Aþenu og helstu sögustaði í ná- grenni hennar, s.s. Delfí, Mýkenu, Epidavros og loks munu fjórir leik- arar flytja atriði úr gamanleik Aristófanesar, Þingkonunum. Á milli atriða verður leikin grísk tón- list af hljómplötum og snældum. Veitingar verða bornar fram á með- an á fundi stendur. Allir Grikklands- vinir eru velkomnir... Sigurdur Fossan Þorleifsson framkvœmdastjóri En hvernig seldist blaöiö? HP hefur ekki birt „skítkast" um „þrjár helstu tímaritaútgáfur lands- ins", eins og segir í ofangreindu bréfi Sigurðar Fossans. Blaðið lét þess hins vegar getið í smáfrétt, að tíma- ritið Lúxus gengi ekki sem skyldi. Sigurður staðfestir, að salan á fyrsta tölublaðinu hafi verið slök, en samt „vonum framar". Síðara blaðið hafi svo selst „ennþá betur" en fyrra blaðið. Þessar tvær staðhæfingar segja ekkert til um hver sala tíma- ritsins er eða hefur verið. Að auki vill HP taka það fram, að í smáfrétt blaðsins var hvergi minnst á annað tímarit frá SAM-útgáfunni. — Ritstj. BÍLALEIGA REYKJAVÍK: 91-31815/686915 AKUREYRI: 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 VÍDIGERÐI V-HÚN.: 95-1591 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAU ÐÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SIGLUFJÖRÐUR: 96-71498 HÚSAVÍK: 96-41940/41594 EGILSTAÐIR: 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: 97-3145/3121 SEYÐISFJÖRÐUR. 97-2312/2204 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: 97-8303 interRent KÓBRA „slangangóSa SNJÓBRÆÐSLUKERFI Pípulagnir sf. eru brautryðjendur að lögn snjóbræðslukerfa hérlendis. Fyrstu kerfin lögðum við 1973. KÓBRA snjóbræðslurörin eru íslensk, framleidd úr völdu polyeten hráefni frá Unifos Kemi AB í Svíþjóð. KÓBRA snjóbræðslurörin er auðvelt að leggja. Þau eru þjál, sveigjanleg og frostþolin. KÓBRA snjóbræðslurör má leggja undir m: Ibik, steinsteypu, hellur o. fl. Þau má einnig nota í gólfhitakerfi. Hjá okkur geturðu fengið KÓBRA snjóbræðslu- rörin, vinnu við útlögn og tæknilega ráðgjöf. Við komum á staðinn, mælum upp svæðið og gefum þér tilboð. Þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við okkur og við gefum þér samstundis hugmynd um hvað snjóbræðslukerfi kostar. PÍPULAGNIR SF. Skemmuvegur 26 L — Kópavogur — Sími 77400 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.