Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 21
sé upp undir 146 milljónir, en þar sem álagningin á hverja pylsu í þessum verslunum er 1 króna og sjötíu aurar, hlýtur nettógróði þessara búða að vera 24 milljónir króna á ári. Álagningin 123% Enn hærri tölur eru í dæm- inu þegar kemur að þeim 15 prósentum ársneysl- unnar sem fram fara við pylsuvagna, sjoppur og á útisam- komum (svo sem kappleikjum), enda er álagningin á þeim stöðum ólíkt hressilegri en inni í verslun- um. Pylsusalan á þessum stöðum nemur 2,5 milljóna króna árs- veltu. En þarna kemur þó fleira til en gengur og gerist í verslunun- um, svo sem þjónustugjald hins opinbera, kostnaður við brauð- hleifa og gumsið (lauk, sinnep, tómatsósu og remúlaði). Þessir að- ilar sem sjá um að afgreiða 15 pró- sent ársframleiðslunnar ofan í landann, fá hverja pylsu á krónur átta og sextíu út úr verksmiðju, brauðið á þrjár fimmtíu og gums per pylsu ku nema sirka tveimur krónum, en allt gerir þetta þrettán krónur og fimmtíu aura í hráefnis- kostnað. Ofan á það bætist svo þjónustuskattur upp á tæpar 7 krónur, samtals 20,25 krónur. Alagningin á hverja pylsu nemur því 123 prósentum, eða í krónum talið 24,75. Hreinn pylsugróði þessara aðila, miðað við 2,5 mill- jónir seldra stykkja á ári, er þess- vegna 62 milljónir króna, eða langtum meiri en gróði allra versl- ana samanlagt sem nefndar voru hér að ofan, þótt þær selji 85 pró- sent ársframleiðslunnar, enda ólíku saman að jafna hvað álagn- ingu snertir, sem fyrr segir. Samanlagður árskostnaður við pylsuát íslendinga ætti samkvæmt ofangreindum tölum að nema 258 milljónurm eða sem svarar til þess að hver íslendingur reiði 1100 krónur af hendi fyrir pylsurnar sínar hvert almanaksár. Tilfallelsi af gólfum Jæja, talnaleikurinn er að baki. Hráefnið: Það hefur skánað mjög á síðustu ár- um, eins og reyndustu pylsusalar borgarinnar bentu á hér að framan. En fráleitt er það fyrsta flokks þrátt fyrir það, líkast til ennþá með því lakara sem finnst á skepnunum kú, kind og svíni. Því er blandað saman að hætti Alf Peter Nielsen, þó vita- skuld í nýmóðins hlutföllum, ásamt undanrennudufti, kartöflu- mjöli, dýrafitu, salti, kryddi, soja- próteini, þráavarnarefni, rotvarn- arefni og hvað þetta heitir nú allt. Troðið í görn eða gervigörn, allt eftir því hver framleiðandinn er. - Og reykt við mikinn hita. Á bernskuárum pylsupródúktsins var víst ekki alltaf farið þrifalega með þetta „tilfallelsi" af skepnun- um sem látið var í pylsurnar. Til er saga frá miðri öld af kjötkaup- manni í nágrenni Reykjavíkur. Hann hirti þá afganga sem féllu niður á gólf, ku víst h'afa stappað á þeim daglangt við kjötskurðinn, sópað saman að kveldi og sett í poka sem hann seldi einum pylsu- framleiðandanum. Nú, og maður þessi tók býsnin öll í nefið og hafði til siðs að snýta sér frekar á gólfið en í klúta . . . En þetta er sem sagt liðin tíð .. .! Fituinnihald pylsunnar er mikið og segir matvælafræðingur að unglingar myndu aldrei líta við jafn feitu kjöti og notað er í pyls- urnar. Málið sé bara að fitan sjá- ist ekki á pylsunum, hún sé hul- in lokkandi hjúp. Fræðingur þessi segir skilgreiningu á óhollri fæðu vera þessa; fínunnin og feit. Og það er pylsan einmitt þótt hún sé ekki alvond. Það er töluvert járn í henni og b-vítamín. En víst er hún fitandi, blessuð. Maður yrði til dæmis soldið hissa ef maður gengi fram á mann sem væri búinn að éta sig áfram tæpa tvo hring- vegi. . . Það er næstum alltaf opið ALLIR BÍLAR TEKNIR /NN Höfum mikið úrval af nýjum og sóluðum hjólbörðum undir flestar gerðir fólksbifreiða. Tölvustýrðar jafnvægisstillingar. Opið frá k/. 8—19 HJOLBARÐA- VERKSTÆÐI SIGURJÓNS 'HÁTÚNI 2A-SÍM115508 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 fliiklu &&S3S&&ZZ Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Adriatic Riviera ot Emilia - Romagna (Italy ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidí di Comacchio Savignano a Mare Ðeliaria • igea Marína Cervia - Milano Marittima Ravenna e le Sue Maríne HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.