Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 9
Umrædda fundi á liðnum vetri sátu fulltrúar frá Ferðamálaráði, lög- reglu, Félagi leiðsögumanna, Um- ferðarráði, Vegagerðinni, Slysa- varnafélaginu, Hjálparsveit skáta, Almannavörnum, Útlendingaeftirlit- inu og fleirum. Aðilar voru á einu máli um að eftirlit þyrfti að bæta, viðvaranir að auka og efla aila fræðslu um ferðalög á hálendinu. Fæstar þær hugmyndir sem fram komu hafa komist svo langt að ráðu- neyti hafi einasta verið beðin um fjárveitingar til þeirra „og enginn gaf sig fram sem sjá ætti um viðvaranir á fjöllum uppi,“ eins og Birgir Þorgils- son ferðamálastjóri orðaði það í samtali við HP. Byrgjum brunninn þegar. . . Síðastliðið sumar urðu þrjú hörm- ungarslys á fjöllum uppi með stuttu millibili. Þann 9. ágúst varð þýsk kona fyrir grjóthruni í hlíðum Herðubreiðar og lést af áverkum sem hún hlaut. Degi síðar fórust þrír japanskir jarðfræðingar þegar þeir reyndu að komast á bíl sínum yfir Rjúpnabrekkukvísl á Gæsavatnaleið. Fjórða daginn drukknaði svo skosk- ur ferðamaður í Skógá en unnusta hans komst við illan leik yfir ána. Tvö seinni slysin eru rakin til van- þekkingar erlendra ferðamanna á ís- lenskum jökulám og þess að engar merkingar vara ferðamenn við þar sem vegir eða gönguleiðir liggja um óbrúuð jökulföll. Slysið í hlíðum Herðubreiðar varð þegar ókunnur, erlendur fararstjóri sendi hóp sinn til uppgöngu á fjallið á hættulegum stað. Ferðaskrifstofan sem hér á í hlut, Natur und reisen, hefur nú fyrir- mæli um það að leggja ekki í ferðir um ísland án þess að hlíta leiðsögn innlendra leiðsögumanna. Eftir að slysið varð í Rjúpna- brekkukvísl, kostaði Ferðamálaráð merkingu við ána og veru eftirlits- manna á svæðinu það sem eftir lifði sumars. Nú líður aftur að opnun fjall- vega og nær fullvíst er talið að vatns- föll Vatnajökuls hafi fyrir löngu grandað þeim skiltum sem þarnu voru í fyrra. Engin ákvörðun hefur verið tekin um viðvaranir eða gæslu á svæðinu í sumar og Ferðamálaráð telur það ekki, lögum samkvæmt, í sínum verkahring að verja sínu fé, sem er mjög af skornum skammti, til gæslu eða viðvarana. 1986 er fyrir- huguð brúargerð við Rjúpnabrekku- kvísl, en til þess tíma treysta yfirvöld á guð og lukkuna að ekki verði þar fleiri slys. Löpreglan hélt að Ferða- málaróð hefði. . . Þeir aðilar sem HP ræddi við voru á einu máli um að skilti eða viðvar- anir á hættuslóðum dygðu skammt. Meinlaus árspræna á hálendinu gæti á einu augnabliki orðið að stórfljóti og enginn vegur væri að reikna út hvar hætta væri á ferðum. Banaslys varð fyrir nokkrum árum þegar er- lendur ferðamaður féll fram af brú- arhandriði, svo dæmi sé tekið. Aukið eftirlit var einn sá þáttur sem mjög var ræddur á fundinum í vetur. Kom þar meðal annars fram sú tillaga að vegalögreglan hefði á sín- um snærum fjórhjóladrifsbíla í stað fólksbíla sem við lýði eru í dag. Gætu þá þeir 6 bílar, sem lögreglan hefur á ferðinni um allt land, þrætt fjallvegi þegar þurfa þykir. Oskar Ólafsson yfirlögregluþjónn, sem sat þessa fundi, sagði að verk- efni þetta hefði strandað á fjárveit- ingu, en hann taldi að Ferðamálaráð hefði ætlað að leita eftir fjárveitingu til þessa hjá yfirvöldum. Birgir Þor- gilsson kvað það fjarri að Ferðamála- ráð gæti farið fram á fjárveitingu til þessa. Stefán Hirst, skrifstofustjóri lögreglustjóra, kannaðist ekki við það erindi að kaupa skyldi fjórhjóla- drifna bíla fyrir vegalögregluna og kvaðst ekki vita hvort vilji væri til þess hjá embættinu. í samtali við HP benti Óskar Ólafs- son yfirlögregluþjónn á að framtíð- arsýn í þessum efnum væri að lög- reglan hefði á sínum snærum þyrlu með lækni innanborðs sem til taks væri hvenær sem á þyrfti að halda. Mætti þá elta uppi ökufanta á fjöllum uppi og koma til hjálpar þegar slys bæri að höndum. Fyrst entpinn annar gerði nertt. . . Annar þáttur til varnaðar og öryggis sem ræddur var á títtnefnd- um fundum var fræðsla meðal er- lendra ferðamanna um aðstæður á fjöllum uppi. Til þessara funda er rakin útgáfa á bæklingi sem kemur út í vikunni á vegum Ferðamálaráðs. Þar er að finna hagnýtar varnaðar- upplýsingar fyrir þá sem hyggja á há- lendisferðir, og verður honum dreift í bílaleigum, til farþega Norröna og á Keflavíkurflugvelli. í samtali vð Birgi Þorgilsson ferða- málastjóra kom fram að útgáfa sem þessi er alls ekki lögum samkvæmt í verkahring Ferðamálaráðs, en þar sem sýnt var að enginn annar myndi ráðast í verkefni af þessu tagi, gerði Ferðamálaráð það. Setja lög til þess að afnema þau. . . Frá 1976 hafa verið í gildi lög sem kveða á um það að ferðamálaráði beri að fá í sinn hlut 10% af veltu Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Til þess að þessi ráðstöfun minnkaði ekki tekjur ríkissjóðs var strax 1976 hækkað verð á áfengi og tóbaki í Frí- höfninni eins og til þurfti. Ári síðar, og öll árin síðan, hefur Alþingi svo afnumið þennan lögbundna tekju- stofn Ferðamálaráðs á hverju vori við setningu lánsfjárlaga. Niðurstað- an af þessum lagasetningum hefur því orðið sú að ríkissjóður hefur auk- ið tekjur sínar frá því sem áður var, um þá upphæð sem annars var ætl- uð Ferðamálaráði, með nýjum álög- um á ferðamenn. Utan þessa tekjustofns, sem í ár hefði skilað Ferðamálaráði rúmum 20 milljónum króna, ef lögum væri fylgt, ætlar ríkissjóður Ferðamála- ráði ákveðna upphæð á fjárlögum. í ár er sú upphæð 8,5 milljónir. Ferð- amálaráð hefur svo samið við ríkis- sjóð um að fá einhverja upphæð til viðbótar, og er þá miðað við ákveðið hlutfall af tekjum Fríhafnarinnar. Ferðamálaráð gerir sína fjárhags- áætlun í samræmi við lögbundna tekjustofna, og sker síðan niður þeg- ar lögin hafa verið afnumin með ákvæðum Iánsfjárlaga. Helstu póstar Ferðamálaráðs eru landkynning, þar á meðal rekstur skrifstofu í New York og Hamborg,og aðstoð við uppbygg- ingu tjaldstæða og annarrar ferða- mannaþjónustu víðs vegar um land- ið. Á pappírnum er svo til önnur stofnun sem lýtur yfirstjórn Ferða- málaráðs og heitir Ferðamálasjóður. Lögum samkvæmt á sá sjóður að fá í árlegt framlag um 8,5 milljónir króna, en með lánsfjárlögum er ákveðið að skera það framlag niður í 0 krónur í ár, eins og undanfarin ár. Aftur á móti er fjármálaráðherra veitt heimildarákvæði til þess að veita 5 milljónum til sjóðsins til þess að greiða skuld Hótel ísafjarðar við sjóðinn. Ferðamálasjóði er annars ætlað að veita lán til uppbyggingar ferðamannaþjónustu í landinu. Birgir Þorgilsson kvaðst vonast til að baráttunni um fríhafnarpening- ana væri senn lokið, með því að Al- þingi hefði nú samþykkt ný iög um Ferðamálaráð þar sem gert er ráð fyrirað Fríhöfnin borgi ráðinu þessa peninga beint á mánaðarfresti. Væntanlega ganga þau lög í gildi 1. október og koma til góða fyrir næstu ferðamannavertíð. Sömuleiðis er í þeim reiknað með að tekjur Ferða- málasjóðs verði 12 milljóna framlag úr ríkissjóði á ári hverju. 0.02% af gjaldeyris- tekjum. . . Þegar saman eru tekin útgjöld rík- issjóðs 1985 til þess að halda hér uppi sómasamlegri ferðamanna- þjónustu, kemur út tala á bilinu frá 20 og allt að 40 milljónum, allt eftir því hvernig tekst að kría út fé um- fram lögbundnar fjárveitingar fjár- laga og lánsfjárlaga. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af erlendum ferða- mönnum eru aftur á móti taldar vera um 2,5 milljarðar. Ef með er talin eyðsla íslendinga sjálfra í ferðalög innanlands, er ekki talið fjarri lagi að heildarveltan nemi um 3,5 milljörð- um. „Ég er sannfærður um að óbeinar tekjur ríkissjóðs af ferðamannaiðn- aði eru meiri en nokkur gerir sér grein fyrir,“ sagði Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri. „En það sem er al- varlegast í þessu er að það er hörð samkeppni, og fer harðnandi, um ferðafólk og það er ekki eins og út- lendingar bíði í biðröðum eftir að komast til Islands." Meðal tekjuliða ríkissjóðs af ferða- mannaþjónustu er söluskattur af öllu sem ferðamenn kaupa, olíuskattur, sérleyfisgjöld, skattur af allri þjón- ustu og tekjur Pósts og síma. Þess ut- an koma svo tekjur Fríhafnarinnar og flugvallarskattur, en sú skattlagn- ing ein nægir til þeirrar fjárveitingar sem ríkissjóður skiiar þessum gest- um til baka með þjónustu Ferða- málaráðs. Heildartekjurnar nema án nokkurs efa hundruðum milljóna. Þrisvar sinnur dýrara en Mosel. . . Skattlagning sem engu skilar til baka er svo einn þáttur í því að ferða- mannaþjónusta hér á landi er dýrari en víðast hvar í nágrannalöndum okkar. Sem dæmi má nefna að hér á landi kostar hótelgisting úti á landi í Eddu hóteli eða sambærilegum gisti- stað í einkarekstri frá 1000 til 1600 kr. ef innifalinn er morgunverður. í þýska Moseidalnum kostar sama þjónusta í jafngóðum og í mörgum tilfellum betri hótelum 350 til 550 krónur. íslendingur sem hyggur á hálfsmánaðar hótelferð í sumarleyf- inu getur í mörgum tilfellum sloppið með sama kostnað í flug út fyrir landsteinana og flakk erlendis eins og ferðalag heima. Siðgæði hins opinbera sem skatt- leggur gesti landsins en skilar engu til baka, endurspeglast svo í viðskipt- um einkageirans þar sem þekkist að rukka erlenda gesti um hærra gjald en íslendinga, eins og vikið er að hér á síðunni. Auðvitað er ódýrara fyrír íslendinga Valgerður Bjarnadóttir, forstöðumaöur hótela Flugleiða: Þetta eru bara viöskipti. „Og þú ert íslendingur, þannig að þú ert náttúrlega á öðru verði, — fyrir þig eru það 1890 en 2730 fyrir kunningja þinn,“ sagði af- greiðslustúlka í herbergjabókun Flugleiða þegar blaðamaður HP pantaði þar tvö einstaklingsher- bergi, annað fyrir sjálfan sig en hitt fyrir erlendan gest. Það sama var uppi á teningnum á Esju og Hótel Borg; íslendingar ganga sjálfkrafa að afslætti sem býðst er- lendum ferðamönnum, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. „íslendingar myndu ekkert gista hjá okkur fyrir 2700 krónur. Ef við getum fengið þá inn fyrir 1890, þá bjóðum við það náttúr- lega. Og ef við getum fengið inn útlending fyrir 50% meira, þá ger- um við það. Þetta eru viðskipti," sagði Valgerður Bjarnadóttir, forstöðumaður hótela Flugleiða. Valgerður sagði ennfremur að 75% gesta hótelsins fengju í raun gistinguna á því sama verði og fs- lendingum býðst, því að allskyns afsláttur væri veittur á gistingu fyrir erlenda ferðamenn. Þeir sem borguðu fullt gjald, væru fyrst og fremst menn í viðskiptaerindum, og það væri raunar svo um allan heim, að þeir borguðu meira en aðrir, enda sættu þeir sig ekki við neina pakkaþjónustu sem setti ferðamanninum ákveðin skilyrði. — Ef við getum boðið utlend- ingum gisting- una á 50% hærra verði þá gerum við það, segir Vaigerður Biarnadáttir hjá Fiugieiðum. — Ef venjulegur ferðamaður kemur hinsvegar á hótelid og biður um gistingu og hefur engan pakkaafsiátt upp á að hlaupa, þá rukkið þið hann um 2730 krónur? „Já, það er rétt, nema hann kvarti, þá erum við tilbúin til samninga. Það er hugsanlegt að hann kvarti, en væntanlega veit hann ekkert um þetta." — Og þið gerið út á það að hann viti ekkert um þetta en bendið honum ekki á að leita eftir samningum? „Já, auðvitað gerum við það. Þú getur keypt gistingu á hóteli í út- löndum og borgað fullt gjald, en það er enginn að segja þér þar að ef þú hefðir keypt gistinguna hjá einhverri ferðaskrifstofu, þá hefð- irðu getað fengið hana á lægra verði," sagði Valgerður Bjarna- dóttir. Aðspurð kvaðst Valgerður ekki sammála þeirri skilgreiningu að hér væri verið að bjóða Islend- ingum lægra verð vegna þess að þeir væru fátækari. Eðlilega væri markaðinum skipt upp í hópa og staðreyndin væri sú að langflestir útlendingar nytu sömu kjara og ís- lendingar. Upphaflega hefði af- sláttur sem þessi fylgt flugfargjöld- um í innanlandsflugi en síðan hefði verið ákveðið að bjóða þeim sem ekki fljúga til Reykjavíkur sama afslátt, svo að allir lands- menn gætu setið við sama borð. „Þetta er til háborinnar skamm- ar, — og ég hef verið talsmaður þess að þetta sé afnumið, en þarna sérðu undirtektirnar," sagði Skúli Þorvaldsson, formaður Sam- bands Hótel- og veitingahúsaeig- enda og hótelstjóri á Holti. „Á hvaða forsendum er hægt að bjóða þeim sem er að koma inn í landið með gjaldeyri og er kannski fastur viðskiptavinur hótelsins hærra verð heldur en Is- iendingi, sem kemur kannski einu sinni. Birgir Þorgilsson ferðamála- stjóri tók í sama streng. „Eins og það heitir á vondu máli þá er þetta hreinn „skandall". Hóteleigandi getur eins tekið upp á því að hafa sérstakt verð fyrir svarta og annað fyrir hvíta." Gísli G. ísleifsson, lögfræðing- ur Verðlagsstofnunar, kvaðst í samtali við HP ekki álíta að hér væri um lögbrot að ræða. Hann taldi of langt gengið að tala um mannréttindabrot í þessu sam- bandi og að ákvæði verðlagslaga um góða vipskiptahætti næðu ekki til þessa. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.