Helgarpósturinn - 27.06.1985, Síða 11

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Síða 11
gera mínar prívat-rannsóknir. . . Ég les ekki mikið hér. Það er einfaldlega ekki tími til þess. En mig langar til að lesa. Mér finnst það gaman. En oftast sofna ég með bókina yfir andlitinu. . . Ég verð lengstum að láta mér nægja að lesa í umhverfið. Það er ekki grátt og tilbreytingar- laust. Hér er margt að sjá.. . einhvern tíma ætla ég að kanna umhverfið vel og vandlega. En núna er ekki tími til þess. Það er opið frá 7:30 til 23:30 á hverjum einasta degi, aldrei frí... Það venst að vera svona bundinn. Auðvitað er maður oft þreyttur. Og stundum leiður. En þreyt- an og leiðinn helltust bara yfir á vissu tímabili — svo leið þetta hjá. Og nú er ég hvorki þreytt né leið. Sonur minn, hann Kristján sem er tuttugu og eins árs, er hér hjá okkur Ásdísi. Hann er alveg ómetanlegur — frábær starfskraftur. . . Og nú get ég jafnvel brugðið mér af bæ. Ég hef svo gaman af því að dansa. Ég fer stundum niður í bæ og fer á ball, einkum á föstudagskvöldum. Ég fer helst á gömlu dansana. Það er minnst um sukk á gömlu dönsunum — og gaman að dansa þá. . . Draumurinn „Mig dreymir um að geta byggt hér nýtt hús. Fyrst og fremst vantar okkur íbúðarhús. En veit- ingaskálinn er líka farinn að láta á sjá. Svo má vel hugsa sér eitt og annað hér — til dæmis hafa menn orðað það við mig að það þyrfti að vera hér skemma sem hægt væri að geyma í vél- sleða. Þegar snjór er yfir, þá eru menn mikið hér í kring á vélsleðum og vildu þá geta geymt þá hér uppfrá. Og myndu skrá niður hvert þeir fara — þannig yrði auðveldara og ódýrara að finna þá, ef eitthvað kæmi fyrir, sem alltaf getur nú orðið. Já — það koma hingað oft ferða- og úti- vistarmenn, t.d. renna vélhjólakapparnir oft hér í hlað. Þá drynur nú aldeilis í hrauninu! Og svo hestamennirnir. Þeir fara gamla leið hér yfir hraunið og upp í Kolviðarhól. Þeir þyrftu að geta skotið reiðhestunum í rétt á meðan þeir hita sér á kaffinu hjá mér. Það hefur komið fyrir að þeir hafa misst hesta frá sér. Um daginn náðust ekki tveir fyrr en niðri við Lögberg. En ég er víst ekki í standi til að fjármagna neitt af þessu tagi ein og sjálf — ekki núna. En hver veit hvað verður! Það er auðvitað endalaust hægt að betrumbæta — og byggja — og láta sig dreyma... Gangnakofi á haustin Á haustin er svo Litla kaffistofan eins konar gangnamannakofi. Það eru bæði Ölfusingar og Reykvíkingar sem smala Hellisheiðina og Svína- hraunið. Féð, sem er ótrúlega margt hér, er rétt- að við Kolviðarhól (austanmenn) og í réttinni við Lögberg (sunnanmenn). Þeir smala svæðið bæði gangandi og ríðandi. Ætli það fari ekki tveir dagar í þetta hjá þeim — og þá er nóg að snúast hér. . . Reyndar er ævinlega nóg að snúast hér í hrauninu. Stundum kemur fólk hingað í kvöld- kaffi — enn aðrir, einkum bílstjórar, gera boð á undan sér og vilja fá að borða á einhverjum til- teknum tíma. Ég hef tekið eftir því, að kannski stöðvast Reykvíkingar ekki svo mikið hér hjá okkur — vegurinn er beinn og góður og liggur kannski beinast við að bruna úr Reykjavík og austur á Selfoss í einni lotu. En Keflvíkingar stansa hér gjarna — og fólk á G-bílum. Það er vit- anlega lengra fyrir þá sem búa suður með sjó að aka austur yfir. . . Allt önnur persóna Veistu — ég byrjaði nýtt líf hér í hrauninu. Og mér finnst í raun og sann að ég sé ný persóna. Fyrir austan er mannlífið svo miklu fábreyti- legra. Þar er allt svo innilokað. Það er þannig á þessum smástöðum. Hér gerist svo margt. Hér er sjóndeildarhringurinn víðari, valið meira, for- dómarnir færri og öðruvísi — og svo er það náttúrlega breytingin frá því að vera mest heima við sem er svo mikil og eiginlega ógerlegt fyrir mig að lýsa henni... Sennilega er ég bara hæstánægð núna með þessa breytingu sem varð á lífi mínu... Ég myndi ekki vilja flytja austur aftur... Ég vil fólk í kringum mig, líf og fjör. Þannig er ég. Þannig vil ég lifa. Þannig líður mér miklu, miklu betur. . .“ Ofan af Heiðinni Þeir koma ofan af Heiðinni á hvínandi fart (löglegum hraða, auðvitað), stórir trukkar með tengivagn og gefa frá sér skerandi hljóðmerki þegar þeir nálgast, nánast hvalablístur eða flaut og Kristján sonur Kristbjargar fer í úlpuna á leið- inni út, grípur vinnuvettlingana af vísum stað og hleypur að olíudælunni. Á meöan Kristján þjón- ustar risabílinn kemur bílstjórinn inn í veitinga- salinn, heilsar eins og náinn fjölskylduvinur (sem hann sjálfsagt er), fær rjúkandi heitt og sterkt kaffi, nýsteikta kleinu, fær nýjustu fréttir úr búskapnum í Svínahrauni — maður sem er að koma langt að austan, ber ferðaævintýrið í fasi sínu, kann sitt fag. Og þau í Litlu kaffistofunni kunna líka sitt fag: kaffið er eins og menn vilja hafa það, andrúmsloftið inni hlýlegt og bílstjór- inn segist reikna með að líta við daginn eftir — og spyr hvort hann geti vonast eftir sviða- kjamma um kvöldmatarleytið. Það birtist nýr trukkur ofan af Heiðinni þegar sá fyrsti er að síga úr hlaði með háværu dísel- freti. Og aftur sveiflar Kristján sér í úlpuna og hleypur aö dælunni. „Það er þetta sem ég á við með lífi í kringum mig. . . Ný og þó gamalkunnug andlit. Ég er komin úr afskekktu þorpi og lent í þjóðbraut...“ Nóg af grillskólum „Mér finnst nóg komið af grillskálum á íslandi. — Ég held líka að ég sé ekki ein um þá skoðun. Helst vildi ég geta haft hér meira af heitum, þjóðlegum réttum — en verð að láta kleinurnar og flatbrauðið duga — er reyndar að byrja að vera svolítið með svið á bökkum. Ég verð að gera það fyrir bílstjórana mína. . Og kannski er Litla kaffistofan einhver sú þjóðlegasta stofnun sem hægt er að líta á ís- landi. Þar blandast nefnilega smekkur vor og lífsstíll á forvitnilegan hátt, jafnt í matnum sem er á boðstólum og innréttingunni. „Ég reyni auðvitað líka að vera með hamborgara — unglingarnir spyrja oft um þá. Ég hita þá upp í örbylgjuofni — og vitanlega er spurt um fransk- ar kartöflur og slíkt, en ég held að fólk sé ekki á neinn hátt orðið háð slíkum mat. Þegar ég segi að það sé ekki til, ég sé ekki með þannig fæði, þá gera menn sér bara að góðu það sem fæst hér. . .“ Það er til siðs um þessar mundir að sérhæfðir mathákar og sælkerar skrifi um veitingahús í blöðin — gefi jafnvel einkunnir í samræmi við eigin smekk, þjónustu o.s.frv. Litla kaffistofan lendir auðvitað ekki á lista yfir sælkerastaðina — og þó; kleinurnar eru hvergi í heiminum eins góðar, fá tíu stjörnur af tíu mögulegum, kaffi féll og í smekk vorn en hæst einkunn þó veitt fyrir hlýlegt viðmót veitingakonunnar og barna hennar.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.