Helgarpósturinn - 27.06.1985, Síða 16

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Síða 16
JAZZ Jazzveislan mikla Það fer ekki á milli mála að hvergi í heiminum er boðið uppá jafn fjölskrúðug djass- og blúsatriði á þremur sólarhringum og á North Sea Jazz Festiualinu sem haldið verður í Haag 12.-14. júlí nk. Þar djassa 700 tónlistarmenn í 270 klukkutíma á 250 tónleikum í 11 tónleikasölum. Minna má nú gagn gera! Það er auðvelt fyrir íslendinga að sækja þessa hátíð heim því að Arnarflug flýgur beint til Amsterdam og þaðan er stutt iil Haag. Undirritaður ætlar að skella sér á hátíðina með Arnarflugi og ætlunin er að sækja að meðaltali tíu tónleika á sólarhring og stansa í u.þ.b. klukkutíma á hverjum. Þetta er dálítið geggjað en hvað um það — miði sem gildir á alla tónleikana kostar ekki nema fjögur þúsund íslenskar. Til að ná þessu verður að gera áætlun og til gamans birti ég hér mína — hvort hún stenst eða ekki fá lesendur að vita eftir hátíðina. Þann 12. júlí kl. 18 hefst hátíðin og þá ætla ég að hlusta á kvintett trompetleikarans Jon Faddis, en gestur kvintettsins verður lærimeistari trompetleikarans, Dizzy Gillespie. Svo verður litið við hjá Ellu Fitzgerald og Joe Zawinul áðuren Keith Jarrett, Gary Peacock og Jack DeJohnette hefja að leika standarda og frumsamin verk. Þá er að reyna að heyra Shorty Rodgers, Bud Shank og aðra vesturstrandarmeistara, Astrud Gilberto með bossanóvað og Scott Hamilton, Varren Vance, Slam Stewart og aðra svíngmeistara, Jimrrty Witherspoon belja blúsinn og Sun Ra Arkestraö leika pýramídatónlist. Ef heppnin er með tekst kannski að heyra gamla Fats Waller gítaristann Al Casey og flautuvirtúósinn James Newton en varla Bob James, Lee Ritenour, Jamaaladeen, Tacuma, Marían Mcfbrtland, Wild Bill Dauis eda New Orleans lúörasueitina: Dirty Dosen Brass Band, en þeir hætta ekki að blása fyrren fjögur þessa nótt. Næsta dag hefst hátíðin á tónleikum tónleikanna: Miles Dauis septettinn. Þegar rafblástur hans hefur tryllt mann er gott að láta hollensku söngkonuna Ritu Reys kæla eyrun áðuren haldið er á vit Oscar Petersons, Niels-Hennings og Martin Drew. B.B. King, r CONGRESGEBOUW ‘ CONGRESS CENTRE nORTH SEO jazz *Festii/ai ©llnl InlO©® Eco-sponsored by; JVC Vernharður Linnet kynnir dagskrá North Sea Jazz Festival (12. —14. júlO í meðfylgj- andi grein. Umsögn hans um hátíðina kemur síðar í HR Charlie Ventura og Módern djass kuartettinn eru á dagskrá svoog Dauid Murray, Tommy Flanagan og Jackie McLean, en óvíst hvort tækifæri gefst til að hlusta á Joe Pass, Julius Hempill og súpersjó James Brown. Dorothy Donegan slær botninn í nóttina klukkan fjögur en næsta dag hefjast tónleikar klukkan 13. Þá má líta á Ray Charles áður en haldið er á vit Benny Carters, Nat Adderleys, Red Noruos, Red Mitchells, Horace Parlans og fleiri. Stórsveit Mel Lewis lætur ljós sitt svínga og Woody Shaw, Johnny Griffin og Kenny Drew hittast að nýju. Horace Siluer kvintettinn, Charlie Haden frelsissveitin, Steps Ahead og Woody Herman stjörnubandið leika hinn ólíkasta djass og blússveit Johnny Copeland fær Suarta ■Arthur Blythe í lið með sér. Svo endar hátíðin klukkan eitt en áður hef ég vonandi náð að hlusta á tvær af geggjaðri sveitum djassins: Jack DeJohnette Special Edition og Count Basie stórsveitina undir stjórn Thad Jones. Þar syngur Joe Williams, Freddie Green slær enn gítarinn og Erik Dixon blæs í saxinn. Meðal nýliðanna er Byron Stripling er heimsótti okkur með Clark Terry og Lionel Hampton. Ósköp er ég hræddur um að ég nái ekki að hlusta á Albert Mangelsdorf, Han Bennik, Helenu Merrill, Arito, Floru Purim, Ray Barretto, Dutch Swing College Band og Fats Domino. Jæja, hér hafa verið nefnd helstu nöfnin á Norðursjávarhátíðinni og getur hver maður búið sér til óskadagskrá. Þið hafið séð mína! KVIKMYNDIR Meö heila á heilanum oftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Tónabíó: Heilamaöurinn (The man with two brains) ★★ Bandarísk, árgerö 1983. Leikstjóri: Carl Rainer. Aöalhlutuerk: Steue Martin, Kathleen Turner, Dauid Warner, Paul Benedict og fl. Steve Martin er orðinn heimsfrægur fyrir snargeggjaðan farsastíl sem kemur mörgum til að hlæja en er stundum of hástemmdur fyrir minn smekk. Steve Martin er nefnilega eins konar blanda af Jerry Lewis og Groucho Marx (Marx-bræður), ásamt hæfilegum skammti af klikkuðum uppátækjum. En ein- hvern veginn finnst mér Steve Martin ekki ná að skapa heillegan grínleikara með sjálf- stæðan, nýjan stíl. Hann er og verður blanda af því sem bandarísk kómedíu- og farsahefð í kvikmyndum hefur margsinnis boðið uppá. I Heilamanninum (furðuleg þýðing) bregð- ur Martin sér í líki virts heilaskurðlæknis, doktor Michael Hfuhruhurr (já, þið lásuð rétt). Læknirinn er læstur í vonlausu og ófullnægj- andi (í bókstaflegri merkingu) hjónabandi. Dag einn rekst doktorinn á heila í krukku sem getur talað (rödd leikkonunnar Sissy Spacek) og það skiptir engum togum að hann verður yfir sig ástfanginn af heilanum og rænir honum í þeim tilgangi að koma honum í betra og réttara umhverfi. Ef menn kyngja þessari atburðarás án athugasemda, má vel vera að þeir geti skemmt sér konung- lega, því margar orðræður eru stórfyndnar og uppákomurnar smellnar. En skilyrðið er sem sagt að aftengja allar skynsemisstöðvar heilans. -IM Gœsir í sárum Regnboginn: Villigœsirnar (Wild Geese II) ★ Ensk-bandarísk, árgerö 1984. Leikstjórn: Peter Hunt. Handrit: Reginald Rose, samkuœmt sögu Daniels Carney, ,,The Square Circle". Kuikmyndun: Michael Reed. Tónlist: Roy Budd. Aöalleikarar: Scott Glenn, Barbara Carrera, Edward Fox, Laurence Oliuier, Robert Webber, Robert Freitag. Þetta er um margt ankannaleg spennu- mynd. Spennuna vantar. Það er það fyrsta. Annað er frámunalega slök leikstjórn. Sam- an blandast þetta svo í framsetningunni. Hún er klén. Bandarískur sjónvarpsjöfur fær þá hug- mynd að ræna nazistaforingjanum Rudolf Hess, sem í fjörutíu ár hefur verið lokaður inni í Spandau-fangelsinu í Berlín. Það yrði „Sir Laurence bregst ekki, en bjargar samt ekki neinu i þessari slöku mynd Peter Hunt", segir Sigmundur Ernir m.a. í umsögn sinni um Wild Geese II. frétt sem myndi slá allt annað út. Hann fær til starfans snjöllustu málaliða. Ballið byrjar. En væri það ekki svona andskoti lengi að komast af stað, væri kannski á það horfandi. Myndin gengur nær einvörðungu út á undir- búning ránsins. Og sá undirbúningur er svo fátæklega unninn af hálfu handritshöfunda og einhæfur í meðförum leikstjóra, að þegar loks kemur að sjálfu ráninu, eru áhorfendur fyrir löngu farnir að geispa, ellegar hlæja að vitleysunni. Plottið fellur sem sagt um sjálft sig. Leikur er upp og ofan. Aðalhetjan, Scott Glenn, er einfaldlega ekki leikari; Fox fer versnandi með hverju hlutverki; Carrera er sæt og svo sem ekkert meir. Olivier bregst ekki, enda hefur leikstjórinn sjálfsagt ekki þorað að segja honum til. Það bjargar heldur engu. -SER. Atök holds og stáls Háskólabíó: Tortímandinn (The Term- inator) ★ Bandarísk, árgerö 1984. Leikstjórn: James Cameron. Handrit: Gale Anne Hurd og James Cameron. KOikmyndun: Adam Greenberg. Brellur: Stan Winston. Aöalleikarar: Arnold Schwarzenegger, Michael Biehn, Linda Hamilton. Framleiöandi: Gale Anne Hurd. Hér eigast við framtíð og nútíð. Sara Connor er stúlka okkar daga, en það á fyrir henni að liggja að eignast son sem á eftir að leiða þær fáu manneskjur sem lifa af kjarn- orkusprengju næstu ára í baráttu þeirra við allskyns vélmenni. Af hálfu þessara vél- menna framtíðarinnar er sent mennskt apparat til að drepa Söru, svo að hennar verði ekki sonarins auðið, og tilvera leið- togans jafnframt að engu gerð. Menn fram- tíðarinnar senda hinsvegar sinn mann aftur í nútíðina til að vernda stúlkuna. Og þar með upphefjast átök góðs og ills, holds og stáls. Þessi hugmynd að baki Tortímandans er allt að því snjöll, og það er því miður að leik- stjóranum skuli ekki hafa tekist að fylgja henni betur eftir en raunin er. Þetta hefði getað orðið dágóður hasar, en sakir handrits- galla, eða öllu heldur flausturs í þeirri undir- stöðu verksins, svo og hugmyndafátæktar leikstjórans í úrvinnslunni, verður útkoman enn ein þessara slöppu aksjónmynda sem virðast gerðar með hangandi hendi og hverf- andi áhuga fyrir viðfangsefninu. James Cameron notar hér fáar en fjöltroðnar leiðir í framsetningu efniviðarins, sem leiðir til vægast sagt einhæfra átaka sem aftur byggj- ast á þessu þrennu: Eltingarleik, oltnum bíl- um og skothríðum. Ekki þar fyrir að Schwarzenegger fer það djöfulli vel að leika vélmenni. -SER. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.