Helgarpósturinn - 27.06.1985, Page 22

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Page 22
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 28. júní 19.15 Á döfinni. 19.25 Krakkarnir í hverfinu. 10.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Gypsy á þjóðhátíð. Frá 17. júní tónleikum í Höllinni á vegum Æskulýösráðs Reykjavíkur. 21.15 Úr öskunni í eldinn. Bresk-banda- rísk heimildamynd. í myndinni er rætt við fjóra bandaríska fanga, sem börð- ust í Víetnamstríðinu, og fjallað um áhrif stríðsins á fyrrverandi hermenn en margir þeirra bíða aldrei reynslu sinnar bætur. 22.05 Meö Ijósa lokka (Big Blonde) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerð eftir kunnri smásögu eftir Dorothy Parker. Leikstjóri Kirk Browing. Aðalhlutverk: Sally Kellerman, John Lithgow, George Coe og Peg Murray. Sögu- hetjan er Ijóshærð fyrirsæta, ímynd þeirra kvenna sem eiga allt sitt undir því að falla karlmönnum í geö. Á það reynist þó valt að treysta þegar á móti blæs. 23.25 Dagskrárlok. Laugardagur 29. júní 16.00 Páfamessa í Póturskirkju. Bein út- sending frá Vatíkaninu, Róm. Jó- hannes Páll II. páfi vígir biskupa og erkibiskupa til embætta og flytur ræðu. (Fáist ekki gervihnattasam- band fellur þessi dagskrárliður niður en íþróttir hefjast kl. 16.00). 18.00 íþróttir. 19.26 Kalli og sælgætisgerðin. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.35 Sambýlingar. Fimmti þáttur. 21.05 Það hófst f Napólí (It Started in Naples). Bandarísk bíómynd frá 1960. Leikstjóri: Melville Shavelson. Aðal- hluverk: Clark Gable, Sophia Loren, Vittorio de Sica og Marietto. Banda- rískur lögfræðingur fer til Napólí til að ganga frá málum látins bróður síns. Munaðarlaus drengur og fögur en skapstór móðursystir hans baka þó lögfræöingnum ýmsa erfiðleika. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 22.30 Hljómsveitin imperiet. Þáttur frá hljómleikum sænsku rokksveitarinnar „Imperiet" á ferð hennar um Norður- lönd í vetur. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur30. júní 16.00 Fjórðungsmót hestamanna á Suðurlandi. 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Pjetur Þ. Maack flytur. 18.10 Sindbað farmaður. Bandarísk teiknimynd gerð eftir ævintýri úr „Þúsund og einni nótt". 19.00 Hló. 19.50 Fréttaágrip ó táknmóli. 2000 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjónar- W maður: Magnús Bjarnfreðsson. 20.55 Fosshjartaö slær. Ný íslensk kvik- mynd sem fjallar um hinar grónu vatnsaflsvirkjanir okkar, nýgræðinga á borð viö Kvíslaveitu og Blönduvirkjun og ýmis mikilsverð atriði sem hafa orðið hornreka í hinni hvössu um- ræöu. Kvikmyndun: Rúnar Gunnars- son. Texti: Baldur Hermannsson. Þul- ur: Ólafur H. Torfason. Hringsjá sf. framleiddi myndina fyrir Lands- virkjun. 21.50 Til þjónustu reiðubúinn. Tólfti þátt- ur. 22.40 Nina Simone. Bandarísk blökku- kona Nina Simone syngur nokkur lög eftir sjálfa sig og aðra. 23.15 Dagskrórlok. 0 Fimmtudagur 27. júní IðyOO Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20.00 Blósarakvintett Reykjavíkur leik- ur í útvarpssal. 20.40 Erlend Ijóö fró liðnum tímum. 21.10 Frá hjartanu. 21.40 Einleikur í útvarpssal. 22.00 Bókaspjall. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Fimmtudagsumræðan. 23 35 Tríó í E-dúr eftir E.T.A. Hoffmann. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 28. júní 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Litli bróðir og Kalli ó þakinu". 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 1Q>45 ,,Mór eru fornu minnin kær". 11J5 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 14.00 „Hókarlarnir" eftir Jens Björne- boe. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Létt lög. 16.00 Fréttir. 16.20 Á sautjándu stundu. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.05 Barnaútvarpiö. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðar- á V,)? 00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Frá tónskóldum. 22.00 Hestar. 22.15 Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum. 23.15 Kammertónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Bústaðakirkju. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp fró Rós 2 til kl. 03.00 Laugardagur 29. júní 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 1Q.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. 12.20 Fróttir. 1Í4.00 Ligga ligga lá. Umsjónarmaður: Sverrir Guðjónsson. 14.20 Listagrip. 15.20 ,,Fagurt galaði fuglinn sá". 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 1|-50 Síðdegis í garðinum. 18.00 Tónleikar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Sumaróstir. 20.00 Harmonikuþóttur. Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Útilegumenn. Þáttur í umsjá Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar. 21.40 ,,Leyndarmál", smásaga eftir Bernard MacLaverty. 22.15 Fréttir. 22.35 Náttfari. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl.03.00. Sunnudagur 30. júní 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. Val Baldurs Hafstaö kennara Ég er barnakarl og það er oft lítið næði til að einbeita sér að fjölmiðlum þegar grátur, ryksugur, uppþvottur, sandkassar og sundlaugar eru í gangi. Svo þegar börnin eru loksins sofnuð á kvöldin, freistast ég til að lesa smásögur Jakobínu eða skrifa Hermínu frænku í Kanada bréf. Og þá er eftir að búa sig undir kennsluna (þegar maður er ekki í sumarfríi). Ég reyni að hlusta á stóru fréttirnar i útvarpi eða sjónvarpi og á þáttinn um dagiegt mál. Mér finnst Sigurður G. Tómasson kannski full neyðar- legur stundum, en ég hætti aldrei við hann í miðju kafi. Þá finnst mér gott að heyra hinar heimilislegu þularaddir þeirra Brodda Broddasonar og Kristínar Óiafsdóttur. 08.35 Lótt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Prestsvígsla í Dómkirkjunni. Hádegistónleikar. 12.20 Fróttir. 13.30 Um garða og gróður. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Milli fjalls og fjöru á Vestfjarða- hringnum. 16.00 Fréttir. 16.20 Leikrit: ,,Raddir sem drepa" eftir * Poul Henrik Trampe. Fimmti þáttur. 17.00 Fróttir á ensku. ,17.05 Sfðdegistónleikar. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Það var og. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan: ,,Langferð Jóna- tans" eftir Martin A. Hansen. 22.00 ,,Fimm hugvekjur úr dölum/'Hjalti Rögnvaldsson les Ijóðaflokk úr bók- inni „Ný og nið" eftir Jóhannes úr Kötlum. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. 22.35 íþróttaþáttur. 22.50 Eiginkonur íslenskra skálda. 23.10 Djassþóttur. - Jón Múli Árnason. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 27. júní 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. 21.00-22.00 Gestagangur. 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-24.00 Orðaleikur. Föstudagur 28. júní 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Léttir sprettir. 20.00-23.00 Kvöldútvarp. 23.00-03.00 Næturvaktin. Laugardagur 29. júní 14.00-16.00 Við rásmarkið. 16.00-17.00 Listapopp. 17.00-18.00 Hringborðið. 20.00-24.00 Kvöldútvarp. 24.00-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 30. júní 13.30-15.00 Krydd í tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. SJÓNVAR?^^ Unga fólkið lifi! eftir Ingólf Margeirsson ÚTVARP „Frelsið Ungt fólk hafði orðið í beinni útsendingu sjónvarps s.l. þriðjudagskvöld. í tæpa klukkustund reifuðu fjögur ungmenni við- horf sín og áhugamál, undir stjórn Kristj- áns Þórðar Hrafnssonar (sjá viðtal á bls. 3) sem vann það þrekvirki að ,,debútera“ í fjölmiðli sem þáttarstjórnandi í beinni út- sendingu í sjónvarpi, og skila því verki svo vel, að vönustu sjónvarpsmenn mega líta hann öfundaraugum. Unga fólkið kom víða við. Það reifaði' stjórnmál, jafnréttisbaráttu, íþróttir, fjöl- miðla, rokkmenningu, tölvur, sambúð, trú- lofanir og giftingar, fóstureyðingar, at- vinnumál, trúmál, fræðslumál, skemmt- analíf, tískuna, málfar, fegurðarsamkeppn- ir, líkams- og heilsurækt, menningarmál, stéttaskiptingu, skólakerfi, fjármál og lífið framundan. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi og gefur því auga leið að ekki vannst tími til að ræða einstök mál til hlítar. Stundum hefði ég óskað þess að þátt- takendurnir hefðu fengið meiri tíma til að spjalla nánar um ýmsa áhugaverða mála- flokka, í stað þess að þurfa að geysast áfram í næsta umræðuefni. Og þetta segi ég vegna þess að unga fólkið sem sat í sjón- varpssal, með Kristjáni Þórði, var svo skemmtilegt, greint og notalegt að það var hrein unun að hlýða á það. Yfir þættinum af afslappaður andi, ekkert málþóf, þjark eða heimskulegt þras sem einkennir flesta „umræðuþætti" sjónvarpsins. Þarna voru málin reifuð í bróðerni og jákvæðum anda, og þótt þau væru ekki sammála, virtu þau ávallt skoðanir hvers annars. Pólitíkusarnir og aðrir atvinnuþrasarar mættu taka sér þetta unga fólk til fyrirmyndar líkt og fréttamenn sjónvarps mættu taka mið af framkomu og stjórnun Kristjáns Þórðar. Það sem kom mér kannski mest á óvart, var hve viðhorf þessa unga fólks eru lík viðhorfum kynslóðanna á undan. í raun og veru fannst mér viðræðurnar sanna enn einu sinni að allt tal um kynslóðaskiptingu og séreinkenni kynslóða sé bull eitt. Ungt fólk er og verður ungt fólk á hvaða tíma sem það lifir. það var einnig sláandi að öll umræðan um „unglingavandamálið" virð- ist fyrst og fremst runnin undan rifjum fé- lagsfræðinga og fjölmiðla, en lítt þekkt meðal ungmennanna sjálfra. „Ætli það sé bara nokkurt unglingavandamál til?“ spurði önnur stúlkan í lok þáttarins. Ef unga fólkið sem sat í sjónvarpssal á þriðju- dagskvöld er fulltrúar ungmenna á Islandi í dag, svara ég þeirri spurningu hiklaust neitandi. Meðan jafn bjartsýnt, kjarkmikið og yfirvegað ungt fólk erfir ísland, þurfum við engu að kvíða. Þegar talað er um byltingu í útvörpun, líkt og nú er gert að lokinni „frelsuninni", dettur mér alltaf í hug önnur bylting. Sú átti sér stað fyrir augunumá mér austur í Skafta- fellssýslu og kom með transistortækinu, sem við borgarbörnin fengum að fara með í sveitina. Eftir það þurfti ekki lengur að hlaupa heim úr slægjunni til að hlusta á veðrið, heldur var hægt að kveikja á þessu undursamlega þráðlausa tæki kl. 10.10 og 16.10 hvar sem var. Það var nú aldeilis bylt- ing. Og úr sveitinni á ég líka fleiri útvarps- minningar: einatt að kvöldi dags, þegar mannskapurinn í baðstofunni var að koma sér í bólin, var hlustað á aflafréttirnar og mikil spenna fylgdi því að heyra nú hvaða bátur væri efstur á listanum. Svo kom veðr- ið minnir mig og svo einhver kvöldsaga til að sofna út frá. Það var ekki verra en að láta pabba lesa fyrir sig undir svefninn — kannski betra, því þetta voru sögur handa fullorðnum! Mér kom þetta í hug í vikunni eftir að hafa hangið yfir sjónvarpinu allt of lengi, og í háttatímanum datt í mig hversu notaiegt það var að liggja undir sænginni og hlusta á söguna í útvarpinu. En, nei, ég var búin að missa af leikritinu og núna voru ópertónleikar, sem vögguðu mér svo sem ljúflega í svefninn, en... Og upp úr þessu fór ég að velta því fyrir mér hvort út- varpið byði yfirhöfuð upp á eitthvað til að hlusta á þegar sjónvarpinu lyki. Skyndi- könnun á dagskrá vikunnar leiddi í ljós að yfirleitt endar útvarpið á tónleikum. Og (svo ég leyfi nú lesendum HP að heyra hvernig mínar hugsanir elta stundum hver aðra, að því er virðist út á ystu nöf rök- fræðinnarjværiþaðekki ein leið fyrir Ríkis- útvarpið okkar, að stilla saman strengi út- varps og sjónvarps? Núna, þegar okkur öll- um sem þykir vænt um Ríkisútvarpið, finnst svo ærin ástæða til að því takist að standa sig í samkeppninni við „frjálsu" stöðvarnar. Gæti ekki ein leið verið sú að snúa bökum saman í meira mæli en áður. Utvarp og sjónvarp þurfa ekki að vera sam- keppnisaðilar heldur samspil tveggja ólíkra miðla. Hugsum okkur t.d. að frétta- stofurnar ynnu saman, að það væri jafnvel ein allsherjar fréttastofa! Éða að þau dag- skráratriði féllu ekki saman, sem greini- lega höfða til sama hópsins. Að skipulag dagskrár væri jafnvel samræmt. Að dag- skrárlið útvarps væri fylgt eftir í sjónvarpi og öfugt. Að hvor miðill um sig legði eitt- hvað af mörkum til að bæta, vekja athygli á, ítreka mikilvægi hins, skemmtun hans og fróðleik. Eru þetta hugmyndir, sem vert er að velta fyrir sér? Mér óar bara svo við því að börnin mín alist upp með heilaskúr- andi poppmúsík í eyrunum, að ég velti því töluvert fyrir mér hvernig útvarpið geti orðið þeim jafn notalegur förunautur og það varð mér. Það er nefnilega aldrei að vita nema ég hefði sofnað út frá Duran- Duran grúppu 6. áratugarins, hefði „frels- ið“ verið komið þá og ég getað valið! Og svona er maður nú hrokafullur að halda að maður hefði ekki haft betra af valinu. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.