Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.07.1985, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 11.07.1985, Qupperneq 9
^MKV^ASJODUKISX-ANI* (§7 .'3'-— tryggingarbr£f 22246 Jáhaoo JOIÍ"R>cVkjavík, onr N,el,u,rav6Uum fc. R'=í‘0 4980-015°, O-oirv. CJORIR KUNNUCT: .« verEl .*.»>»»• »■ - 'i,.ne.torn frOnlrum. >'» Lureru " °»B» ■ 3-’' beirrar fja^ætiar l >>» 5chacholymp>ad<' it, (.vohhöxl. .arrmihg. mfc. vl* , „ ,jíi um itgí£» og .»1» oT^npíu.lákmitmu 196Z %B2. urn »« «* V.“°ik!m .em tefldar verB. J Ot.Y .^ . n. oovemoer .•Eulletm* ) ,em haldiC vetíur,»»« ■ et veEf. í Lurerh 1 “vl“. ' B Framkvæmda.joO> 1982. .etegher lWlítú_BSSlAs^: ,, t 3.000. MetUi^ÍííL2iUi^^ Ve8r . til i-íf.j.barnak.rm vertl , lvtr 'S r B > •V-• I; Zlr. tii 4. veCr. tilimi‘d.tó^‘1 E,jr.éa8..9.I.8‘ .J.ittr. 5 ' v*!r ' -U oTvefeí. U> . .kv . • ;*"■%>l.« >« ' V. r.Vr: u. ^■vr;v.rj;;;o;f8:28.i.s2.vi.>ttt. 8. veCr . tU lCnlaua.j ■ votta; imbandi v.B bréf þetta eBa veB.etningu mí r.k, fyrir , - . fi “ “hdangenginnar .íttaumjeitunar fyrir .étta- regluxn ]7.ka.fl* Uga nr. 85/1936, r nafn mltt undirritaB í viBurvi.t tveggja tflkvaddra vitundar- Prentsmiðjuhúsnæði Skákprents að Dugguvogi 23: Fasteignaveð var tekið í húsnæðinu sem trygging fyrir lánveitingu Fram- kvæmdasjóðs. Þegar skákin var töpuð í Sviss, og kom að skuldadögum, var Framkvæmdasjóður neyddur til að punga út fyrir ábyrgðinni, og enn hefur húsnæði Skákprents ekki verið boðið upp. undarvottar a> réttri dagretnL-igu, irskr>f: og fiírra.5i út8efar.da. Vitundar und eykj.vík, 'Ý hífiUu'.llA /h£s /J l I r- _ /*’ __ A-k<3.di< fUn^/jjT/}'/^, nair.r.r. > /—/$.' V: - rSstJiv-v^MS* ViOr.»-*° Ul * _ _ r, -,r< 22246 s sep ^ S'SiWt' iSTÍSS* «. fyrir sig umdeilanlegt hvar Fram- kvæmdastofnun ætti að bera nið- ur í aðstoð af þessu tagi. „Hins vegar má geta þess,“ sagði Halldór Blöndal, „að Framkvæmdastofn- un leggur stundum fram fé til menningarmála og íþróttamála. Um það má kannski líka deila. En allir vita, jú, einnig að Eimskip styður íþróttahreyfinguna með fjárframlögum." — Nú er Eimskip einkafyrirtæki, en Framkvæmdastofnun ríkisfyr- irtæki, rekið fyrir fé skattborgara. Er enginn munur á því tvennu? „Ég vil ekki taka þátt í umræð- um um þessi mál. Þessi mál hafa ekki komið inn til stjórnarinnar eftir að ég tók þar sæti. Og svo er þetta allt í reikningum stofnunar- innar.“ Ekkert í reikningum Viðmælendur Helgarpóstsins úr stjórn Framkvæmdastofnunar og meðal starfsmanna hennar höfðu einmitt mjög á orði í umræðum um þessi mál, að stofnunin væri rekin fyrir opnum tjöldum og allt mætti finna í reikningum hennar árlega. Og víst er það rétt að í lög- um um Framkvæmdastofnun seg- ir að „árlega skuli birta skrá yfir lánveitingar Framkvæmdastofn- unar“. I reikningum Fram- kvæmdastofnunar er skilmerki- lega greint frá lánveitingum byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar. Ekki er hins vegar að finna staf um ábyrgð handa Jó- hanni Þóri Jónssyni vegna útgáfu alþjóðlegs tímarits, þrátt fyrir leit í reikningum og þrátt fyrir hjálp starfsmanna stofnunarinnar við þá eftirgrennslan. Þegar vakin var athygli forráðamanna stofnunar- innar á þessu, var fátt um svör. Guðmundur B. Ólafsson sagði þeg- ar honum var bent á þetta atriði: „Ja, ábyrgðin er náttúrlega ekki í reikningum vegna þess að hún var innleyst og málið því komið í ann- an farveg í reikningum." — En ekki er á málið minnst í reikningunum fyrir 1982, þegar ábyrgðin var veitt. „Er ekkert að finna um það?“ spurði Guðmundur B. Ólafsson, „það er undarlegt." Undarlegt eða ekki, þá tala reikningar stofnunarinnar á liðn- um árum sínu máli í þessum efn- um. En til að gera langt og flókið mál einfalt, þá tefldi Jóhann Þórir Jónsson sig í þrot í Sviss. Á ævin- týrinu var stórtap, sem orsakaðist af fjölmörgum samhangandi ástæðum. Jóhann Þórir segir ástæðuna fyrst og síðast hafa ver- ið þá, að viðsemjendur hans í Sviss, framkvæmdaaðilar mótsins, sem aftur voru baktryggðir af Luz- ernborg, hafi ekki staðið við gerða samninga. Allt að einu var tapið orðið upp á 500 þúsund dollara. í samtali við HP sagði Jóhann Þórir Jónsson, að í undirbúningi væri málarekstur á hendur þessum aðilum. „Samningurinn hljóðaði upp á það, að þeir fengju 60% af hagnaði vegna útgáfustarfsem- innar, mótsblaðs, sem gefið var út að aflokinni hverri umferð. Það segir sig sjálft að áhættuna á tapi bera þeir sömuleiðis eðli máls samkvæmt. Af ástæðum þessarar málsóknar er ég í dálítið erfiðri aðstöðu til að úttala mig um málið í blöðum. Þetta er á viðkvæmu stigi. Ég er hins vegar fullviss um að ég vinn málið og að þessum svissnesku aðilum verði gert að greiða 300 þúsund dollara. Það myndi hreinsa upp dæmið gagn- vart Framkvæmdaastofnun og gott betur. Ég minni einnig á að ég lagði sjálfur til umtaisvert fé í þetta dæmi. Stærstum hluta þess hef ég sjálfsagt tapað og því verð ég ein- faldlega að taka.“ Jóhann Þórir Jónsson sagðist aðspurður vera Framkvæmda- stofnun þakklátur fyrir aðstoðina á sínum tíma. Það hefði kostað sig svita og tár að fá fjárhagslega að- Ibúð Jóhanns Þóris Jónssonar að Meistaravöllum 5 í Reykjavík: Veð var tekið í íbúðinni, en vegna pólitísks þrýstings var Fram- kvæmdasjóður látinn punga út fyrir ábyrgðinni þegar skákævintýrið í Sviss hrundi. stoð til að fara út t þetta dæmi. „Allir voru mjög ánægðir með þetta framtak mitt í orði og hvöttu mig til dáða, en þegar kom að raunverulegri aðstoð hlupu lang- flestir í skjól. Þannig var um bankakerfið og ríkissjóð. Á síðar- nefnda staðnum fékk ég þau svör frá aðila efst í virðingarstiga fram- kvæmdavaldsins, að hann óskaði mér alls góðs, en ríkisábyrgð gæti ég ekki fengið sem einstaklingur. Slíkt skapaði varasamt fordæmi. Og með þessari neitun fékk ég kumpánlegt klapp á öxlina.“ íbúðin lögð undir En það var sem sé Fram- kvæmdastofnun sem hljóp undir bagga á síðustu stundu og til að firra sig tjóni, ef ábyrgðin félli á Framkvæmdasjóðinn, þá var gefið út tryggingarbréf, sem Helgar- pósturinn hefur fengið afrit af og sjá má mynd af hér á síðunum. Þar er veð tekið í íbúð Jóhanns Þóris að Meistaravöllum hér í borg, auk þess sem tekið er fasteignaveð í prentsmiðjuhúsnæði Skákprents, við Dugguvog í Reykjavík. Þessar tryggingar þóttu fullnægjandi á sínum tíma, enda var von flestra að ekki þyrfti til þess að koma að ganga þyrfti að eignunum. En þetta krosstré brást eins og sum önnur. Allt fór í vaskinn. Framkvæmdasjóður varð að punga út fyrir ábyrgðinni. Og á þeim tæpu tveimur árum sem lið- ið hafa frá því þá, hefur ekkert gerst, svo markvert geti talist. En skuld Jóhanns Þóris við Fram- kvæmdasjóð hefur vaxið. Raunar er það svo að Framkvæmdastofn- un varð að umbreyta fjárhæðinni, 210 þúsund dollurum, í íslenskar krónur, þegar ábyrgðin var inn- leyst, þannig að stighækkun doll- ara upp á síðkastið varð ekki til þess að upphæðin hljóp upp. En dráttarvextir á dráttarvexti ofan verða heldur ekki léttvægir fundnir og talið er að krafan í dag sé ekki fjarri 8 milljónum íslenskra króna. Guðmundur B. Ólafsson vildi ekki gefa upp nákvæma tölu í því sambandi. Skýldi sér á bakvið bankaleyndina svokölluðu. Sagði það nægilegt að Framkvæmda- stofnun veitti upplýsingar um frumlán til aðila hverju sinni. Höggva á hnútinn En Guðmundur sagði: „Það verður að höggva á þennan hnút. Það er ekki hægt að láta málið danka öllu lengur í þessum far- vegi.“ — Verður gengið frá trygging- um og skuldunautur þarmeð gerð- ur upp eins og heimild er fyrir samkvæmt tryggingarbréfinu, eða mun Framkvæmdasjóður skuldbreyta og veita honum ný lán til langs tíma, gefa þannig svig- rúm? „Er ekki verið að gera hið síðar- nefnda út um allt í kerfinu? Lána- lenging myndi í þessu tilfelli hjálpa honum mjög til að greiða lánið.“ Guðmundur B. Olafsson sagði ennfremur að stjórnin hefði fengið að fylgjast með þróun málsins síð- ustu misseri og henni væri fullljóst um stöðuna. Helgarpósturinn hef- ur mjög áreiðanlegar heimildir fyrir því að enn hafi pólitískur þrýstingur orðið til þess að ákveð- ið var að bíða með uppboð á eign- um Jóhanns Þóris. Sá pólitíski þrýstingur féll í góðan jarðveg, enda er það ósjaldan ef ekki eins- dæmi, að lánveitingar Fram- kvæmdastofnunar séu tryggðar botnlaust í persónulegum eignum lántakenda. Og enda er þetta „sér- stakt“ mál. Persónuleg fyrir- greiðsla er heldur ekki stunduð alla jafna af þessari stofnun. Stjórnarmenn og fyrirsvarsmenn Framkvæmdastofnunar geta því ekki að venju farið í hart með mál- ið gegn einhverjum félagasamtök- um eða fyrirtækjum, sem taka höggið af einstaklingum, þegar allt er komið í háaloft. Nú er það ljóslifandi einstaklingur sem í hlut á og allar hans eigur. Kaldhæðnisleg örlög Þróun dollarans og uppsafnaðir dráttarvextir hafa einnig gert það að verkum að tryggingarnar gera hreint ekki meir en standa undir fjárskuldbindingum Jóhanns Þór- is. Hann á þvi mjög óhægt um vik að sækja rétt sinn á hendur Sviss- lendingum með málsókn. „Mál- sókn mun kosta mig eina til eina og hálfa milljón króna og það fé hef ég hreint ekki handbært og tryggingar hef ég engar til að út- vega lán,“ sagði hann. Og kaldrifjuð örlögin hafa spunnið sinn vef, því nú er staðan sú að Framkvæmdastofnun getur sig ekki hrært í málinu vegna póli- tísks þrýstings og samúðarsjónar- miða og allt eins gæti hyggilegasta leiðin fyrir stofnunina verið sú eft- ir allt saman að lána Jóhanni Þóri umrædda hálfa aðra milljón til málareksturs úti í Sviss, þannig að stofnunin hefði vonir til þess að ná til baka fjármagni sínu fljótt og vei. Kaldhæðnin ríður ekki við ein- teyming: Veitt er fyrirgreiðsla sem aldrei hefði átt að veita í upphafi. Síðan lendir allt í hnút og til lausn- ar málinu verður að lána enn meira fé. Ekki ný saga hjá lána- stofnunum. Og eftirfarandi orð Jóhanns Þór- is Jónssonar segja talsvert: „Þetta er kannski eins og að ýta manni á flot á báti sem vantar negluna í. Það er mokfiskerí, en maður kemst ekki að landi vegna þess að bátinn fyllir af vatni. Þannig var það í mínu tilfelli. Möguleikarnir voru óþrjótandi og langt í frá þrautreyndir, en ég var stopp; meiri peninga vantaði." HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.