Helgarpósturinn - 11.07.1985, Qupperneq 22
HELGARDAGSKRÁIN
Föstudagur
12. júlí
19.25 Dýrasögur. 1. Refurinn og fiski-
maðurinn.
2. Björninn fer á fiskiveiðar.
Finnskar teiknimyndir gerðar eftir
þjóðsögum. (Nordvision — Finnska
sjónvarpið)
3. Bangsi og býflugnabúið. Sovésk
jleiknimynd.
19%' Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fróttir og veður.
20% Auglýsingar og dagskrá.
20*40 Japanskt tónaflóö. Bresk heim-
ildamynd um dægurtónlist í Japan
21.35 Tískudrottningin Coco Channel.
22.35 Við heimilisarininn. (Spring and
Rart Wine). Bresk bíómynd frá 1970.
Rafe Crompton er verkstjóri í spuna-
verksmiöju. Þau hjónin eiga fjögur
stálpuö börn og komast vel af þótt
þau megi muna tímana tvenna.
00.15 Fróttir í dagskrárlok.
Laugardagur
13. júlí
17.30 Iþróttir.
19.25 Kalli og sælgætisgeröin. Sjöundi
Jþáttur.
19.5| Fróttaágrip ó táknmáli.
20.00 Fróttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Allt í hers höndum. (Allo, Allo!).
Nýrflokkur — Fyrsti þáttur. Bresk-
ur gamanmyndaflokkur í átta þáttum.
21.05 Hjúskaparmiðlarinn. (The Match-
fnaker). Bandarísk gamanmynd frá
1958.
22.20 Demantstorg. (La Plaza del Dia-
§■ mante). Spánskur framhaldsmynda-
flokkur í fjórum þáttum, gerður eftir
samnefndri skáldsögu eftir Merce Ro-
dorea.
Saga ungrar konu í Barcelona og síðar
fjölskyldu hennar á tímum borgara-
styrjalda og fyrstu stjórnarárum Fran-
cos.
23.30 Dagskrórlok.
© Fimmtudagur 11. júlí
19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mól.
20.0Ö Draumieikur Blandaöur þáttur um
draum og veruleika í tengslum við
leikrit Strindbergs. Fyrrihluti.
Samleikur í útvarpssal.
Erlend Ijóð fró liðnum tímum.
Kristján Árnason kynnir Ijóðaþýðing-
ar Helga Hálfdanarsonar.
Einleikur í útvarpssal: Einar Svein-
björnsson leikur.
Frá hjartanu. RÚVAK.
■Veðurfregnir. Fréttir.
Fimmtudagsumræöan — Um
fíkniefnamól.
Tríó nr. 7 í Es-dúr K. 498 eftir Moz-
20.30
21.00
21.25
21.45
22.15
22-35
23.35
'Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 12. júlí
07.00 Fréttir. Morgunútvarp
07.55 Daglegt mól.
08.00 Fréttir. — Morgunorð.
09.00 Fréttir.
09.05 Morgunstund barnanna:
bróðir og Kalli ó þakinu".
,, Litli
09.20 Leikfimi.
10.00 Fréttir — 10.10 Veðurfréttir. Forustu-
gr. dagbl. (útdr.) — Tónleikar.
10.45 ,,Mór eru fornu minnin kær".
11.15 Morguntónleikar.
12.20 Fróttir — 12.45 Veðurfregnir.
14.00 ,,Úti í heimi", endurminningar dr.
Jóns Stefónssonar.
14.30 Miðdegistónleikar.
15.15 Lótt lög.
16.00 Fréttir.
16.20 Á sautjóndu stundu.
17.0QÍ Fróttir ó ensku.
17,05 Barnaútvarpið.
17 JÍ5 Fró A til B. Létt spjall um umferðar-
rpál.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19% Kvöldfróttir. Daglegt mál.
19.55 JLög unga fólksins.
20.35 Kvöldvaka.
21J25 Fró tónskóldum.
22.00 Hestar.
22.W Úr blöndukútnum.
23.15 Ungir norrænir tónlistarmenn.
00.50 Fréttir — Dagskrárlok.
Næturútvarp fró RÁS 2 til kl.
03.00.
Laugardagur 13. júlí
08.00 Fréttir.
08.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
09.00 Fréttir —
09.30 Óskalög sjúklinga.
10.00 Fréttir — Veöurfregnir.
' Óskalög sjúklinga, frh.
11,00 Prög að dagbók vikunnar.
12.20 Fróttir.
14.00 Ifin og út um gluggann.
14.20 Ltstagrip.
15.20 ,,Fagurt galaði fuglinn sá"
16.00 Fréttir.
16.20 Sfðdegistónleikar.
22.45 Hljómleikar gegn hungri. (Band
Aid). Bein útsending frá John F. Ken-
nedy leikvangi í Philadelphiu.
02.00/03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
14. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja.
18.10: Róbinson Krúsó.
19.% Hlé.
1^50 Fréttaágrip ó tóknmáli.
2%Ö§ Fróttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskró.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
20,65 Saga og samtíð. — Hús og heim-
ilisfólk . Hvað verður um gamla torf-
bæinn á tækniöld?
21.30 Einsöngvarakeppni BBC í Cardiff
1985 — Undanúrslit.
24. mars sl. fór Söngkeppni Sjón-
varpsins fram öðru sinni. Ingibjörg
Guðjónsdóttir var þá valin til að taka
þátt í þessari keppni ungra einsöngv-
ara af íslands hálfu. Þessi þáttur er frá
keppni í riðli Ingibjargar en úrslitin
verða á dagskrá Sjónvarpsins mánu-
dagskvöldið 15. júlí.
Val Sverris Guðjónssonar
söngvara og kennara
„Ég er meiri útvarpshlustandi en sjónvarpsáhorfandi. Og ég hiusta
frekar á Rás 1 en 2. Ég hlusta á fréttir og finnst gott að hlýða á léttklass-
íska tónlist. Útvarpið mætti gera meira að því að flytja tónlist frá endur-
reisnartímabilinu, það dynur of mikið af þungklassískri tónlist í útvarp-
inu. Ég fylgist einnig grannt með barnaútvarpinu, kannski vegna þess
að ég hef unnið mikið með krökkum sjálfur. Og ég læt messuna alltaf
ganga á sunnudögum, okkur hjónunum finnst það tilheyra sunnudags-
stemmningunni. Eg er spenntur fyrir nýjum þáttum eins og Tylftarþraut-
inni og Milli fjalls og fjöru og hlakka til að heyra þá. Ég hlusta lítið á Rás
2, finnst hún undir svakalegum áhrifum frá bandarískum og breskum út-
varpsstöðvum. Þó eru til undantekningar. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp
og finnst oft þægilegt að slökkva á því tæki og opna fyrir útvarp í stað-
inn!!
17.0Q|Frótlir ó ensku.
17.05 Hólgarútvarp barnanna.
17150 Sfðdegis í garðinum.
19.00 Kvöldfróttir.
19<35 Sumaróstir.
20.00 Harmonikuþóttur.
20.3Ö Útilegumenn. RÚVAK.
21.00 Kvöldtónleikar.
21.40 ,,Ekki erallt sem sýnist", smásaga
eftir Ólaf Ormsson.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
22.35 Nóttfari.
23.35 Eldri dansarnir.
24.00 Miðnæturtónleikar.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá Rós 2 til kl. 03.00.
Sunnudagur 14. júlí
08.00 Morgunandakt.
08.10 Fréttir.
08.15 Veðurfregnir — Forustugr. dagbl.
(útdr.).
08.35 Lótt morgunlög.
09.0Q|Fréttir.
09% Morguntónleikar.
10.00 Fréttir.
10|26 Út og suöur.
11,00 Messa í Reykjahlíð í Mývatns-
sveit.
12.20 Fróttir — Veðurfregnir.
13*26 Hugmyndafræði Ibsens. Dagskrá í
samantekt Árna Blandons. Fyrri hluti.
Flutt brot úr nokkrum leikritum.
14.3||| Miödegistónleikar.
15-05 Leikrit: ,,Boðiö upp í morð" eftir
1 John Dickson Carr. Fyrsti þáttur:
Frændur eru frændum verstir.
Þýðing, leikgerð og leikstjórn: Karl Ág-
úst Úlfsson. Leikendur: Hjalti Rögn-
valdsson, Sigurður Sigurjónsson,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Róbert
Arnfinnsson, Steindór Hjörleifsson,
Erla B. Skúladóttir, Ingibjörg Björns-
dóttir, Guðmundur Ólafsson og Aðal-
steinn Bergdal.
16.0Q|Fréttin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16*20 Milli fjalls og fjöru. Þáttur um nátt-
- úru og mannlíf í ýmsum landshlutum.
17.00 Fróttir á ensku.
17.05 Síðdegistónleikar.
18.00 Bókaspjall.
18.45 Veðurfregnir — Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfróttir.
19.35 Tylftarþraut — Spurningaþáttur.
20.00 Bumarútvarp unga fólksins.
21.00 (slenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
21.30 Útvarpssagan: „Leigjandinn" eft-
ir Svövu Jakobsdóttur.
22.00 í veislutjaldi heiðarmónans. Ingi-
björg Þ. Stephensen les Ijóð eftir Þor-
stein Valdimarsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 íþróttaþóttur.
22.50 ,,Óvæntir gestir", smásaga eftir
Heinrich Böll.
23.10 Djassþáttur.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
11. júlí
17.00-18.00 Einu sinni áður var. Vinsæl
lög frá 1955 til 1962 = Rokktímabilið.
20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda
Rósar 2.
21.0%22.00 Gestagangur.
22*00-23.00 Rökkurtónar.
2á;m)-00:00 Kvöldsýn.
Föstudagur
12. júlí
10.00-12.00 Morgunþúttur.
14.00-16.00 Pósthólfið.
16.00-18.00 Léttir sprettir.
20.00-21.00 Lög og iausnir.
21.00-22.00 Bergmál.
22.00-23.00 Á svörtu nótunum.
23.00-03.00 Næturvakt.
Laugardagur
13. júlf
10.00-12.00 Morgunþáttur.
14.00-16.00 Við rósmarkiö.
:16.00-17.00 Listapopp.
17.00-18.00 Hringborðiö.
20.0Qfl.00 Línur.
21.00-22.00 Djassspjall.
22.ÖÍ-23.00 Bárujárn.
23.00-00.00 Svifflugur.
00.00-03.00 Næturvaktin.
Sunnudagur
14. júlí
13.30-15.00 Krydd (tilveruna.
15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan.
16.00-18.00 Vinsælda listi hlustenda
Rásar 2.
wmmmmmmm.
ÚTVARP
Að forðast gustinn
eftir Halldór Halldórsson
Það verður víst að viðurkenna, að frekar
hefur maður lagt sig lítið eftir því að hlusta
á útvarpið upp á síðkastið. Rás tvö glymur
yfirleitt, þegar skotizt er á milli staða í
borginni, en að öðru leyti hefur útvarpið
ekki tekið mikinn tíma frá manni. Við sem
vinnum á fjölmiðlum lesum blöðin sæmi-
lega vandlega og við reynum helzt að
hlusta eftir útvarps- og sjónvarpsfréttum.
Og það eru einmitt útvarpsfréttirnar, sem
gera útslagið með það, að ekki er slökkt á
tækinu. Þannig heyrir maður oft hið allra
bezta útvarpsefni, að loknum fréttunum.
En þessi „lykill" minn að útvarpinu, frétt-
irnar, virðast hafa dottið talsvert niður í
gæðum og snepru. Að vísu ber að viður-
kenna, að nú er ekki bezti fréttatími ársins
— en samt hefur borið á þó nokkuð góðum
fréttum í blöðunum. Hins vegar hefur
fréttamennska Útvarpsins upp á síðkastið
ekki höfðað til mín. Sjálfur fjölmiðlasjúkl-
ingurinn ég gleymi meira að segja stund-
um að kveikja á útvarpinu, þegar fréttirnar
eru. Þetta held ég, að segi talsvert um
fréttatíma útvarpsins — og kannski segir
þetta eitthvað um mig líka. En ég gleymi
allavega ekki að lesa blöðin.
Ég hef satt að segja ekki velt sérstaklega
fyrir mér hvað veldur þessari deyfð á
Skúlagötunni. Þó má vera, að hugsjónin
um „fréttamagasínið" kl. 19 sé týnd og
tröllum gefin. Hún var aðallega afkvæmi
ungra og framsækinna fréttamanna, sem
ekki starfa lengur hjá Ríkisútvarpinu eða
hafa flutt sig um set þar. Einstaka frétta-
maður sker sig úr, en heildarsvipurinn er
fúll og skaplaus.
Eitt af því, sem er landlægt hjá Útvarpinu
(en ekki Sjónvarpinu) er, að á þeirri frétta-
stofu eru nánast aldrei teknar upp fréttir úr
öðrum fjölmiðlum, sama hversu góðar þær
eru. Raunar gildir þetta um flesta fjölmiðla
að meiru eða minna leyti og ætti að vera
umhugsunarefni forsvarsmanna þeirra.
Þótt frétt hafi birzt um tiltekið mál í ein-
hverju blaðanna er það kjánaskapur af
fyrstu gráðu að forðast fréttina rétt eins og
um ,,tabú“ væri að ræða. Og núna er ég að
tala um alvörufréttir, ekki fréttatilkynning-
ar. Ef vilji er fyrir hendi, þá getur fjölmiðill
alltaf fundið „sinn“ flöt á frétt.
Vilji fjölmiðlarnir, að tekið sé mark á
þeim og hlustað á þá, eiga þeir að leggja
fréttamat á fréttir, en ekki hafa það fyrir
reglu að forðast allar fréttir, sem gætu vald-
ið deilum og jafnvel smágusti. Reglan á Út-
varpinu virðist vera sú að forðast gustinn.
Það kann ekki góðri lukku að stýra.
P.S. Raunar gengur Útvarpið svo langt í
því að flytja ekki fréttir, sem hafa komið
annars staðar, að í aðalfréttatímum heyrast
varla fréttir, sem sagðar hafa verið á Rás
tvö af þeim Atla Rúnari Halldórssyni, sem
mótaði þá fréttatíma, og þeim Þorgrími
Gestssyni og Sigríði Árnadóttur, sem einn-
ig hafa verið í þessu hlutverki. Af einhverj-
um ástæðum eru fréttatímar Rásar tvö
mun hressilegri og lausar við stofnana-
braginn sem einkennir fréttatímana á Rás
eitt.
SJÓNVARP
Frœðslumyndir
Sjónvarpið hefur verið ólatt við að sýna
okkur allskyns fræðslumyndir á
undanförnum misserum, einatt enskar eða
bandarískar. Þetta er af hinu góða, enda
eiga þessar myndir það yfirleitt sammerkt
að vera vandlega unnar, áhugaverðar og
settar fram af lipurð og gagnrýni.
Samt sýnist mér að sjónvarpið okkar
hafa verið helst til einhæft í þessum
sendingum sínum. Nattúrulífsmyndirnar
hafa verið yfirþyrmandi. Fuglar, fiðrildi og
flóðhestar hafa hartnær einokað þennan
geira dagskrárefnis. Þetta er ekki aðeins
bagalegt fyrir áhorfandann, heldur og
svolítið neyðarlegt fyrir Sjónvarpið.
Auðvitað er náttúran góðra gjalda verð.
Og seint ættu ærlegir menn að fá sig
fullsadda á henni. En það er nú svo, að af
mörgu öðru er að taka. í fljótu bragði man
ég eftir öllu litrófi mannlífsins, þjóðháttum
og líka þesslegu efni sem tengist frekar
borg og bý en holtum og hæðum.
Dagskráin síðastliðið mánu- og
þriðjudagskvöld leiddu hugann að þessu,
að því leyti að þá sýndi Sjónvarpið okkur
fræðsluefni af því tagi sem ég hef hér að
ofan verið að óska eftir. Þetta var svo miklu
öðruvísi fróðleikur en maður á að venjast
á skjánum, að maður fattaði þá einmitt
hvað fræðslumyndir Sjónvarpsins hafa
verið einhæfar til þessa.
Þátturinn á mánudagskvöldið greindi frá -
glæpahlið New York borgar. Og hann var .
hvorki enskur né bandarískur, heldur
einfaldlega danskur. Engu að síður
fagmannlegur og, að því er mér fannst,
framúrskarandi. Umsjónarmaður þáttarins
lóðsaði áhorfendur sína um viðfangsefnið
með þeim hætti að þeir gerðu sér að
síðustu fulla grein fyrir þeim rótum sem
liggja að vandanum.
Eins var farið að í þættinum á
þriðjudagskvöld, þótt hann væri af allt
öðrum toga en hinn. Þar var fjallað um
ákaflega harmrænan þátt í heilsugæslu
Vesturlanda sem lítið hefur borið á í
fjölmiðlum til þessa en það er vöggudauði
ungbarna. Þessi þáttur var kennslubókar-
dæmi um það hvernig fjalla á um við-
kvæmt efni á krítískan máta.
En sem sagt, fræðsluþættir á borð við
þessa sem ég hef nefnt hér á undan sýna
okkur að það er fleira áhugavert en lífið úti
í náttúrunni. Sjónvarpinu ber að fræða
okkur um sem flesta þætti mannlífsins. Og
svo líka þetta: Einhverra hluta vegna hef ég
meiri áhuga á því að vita hvernig
frumbyggjar Kyrrahafseyja hafa það frekar
en fuglarnir og fiðrildin þar allt í kring. Mér
finnst það bara meiru máli skipta!
22 HELGARPÓSTURINN