Helgarpósturinn - 11.07.1985, Side 14
FREE
STYLE
FORMSKi M
L'OREAL
Já — nýja lagningarskúmið
frá L'ORÉAL!
og hárgreiðslan verður
leikur einn.
SOKKAR,
a alla
Tibor eru franskir sokkar úr 90% bómull.
Besta náttúrulega efni í föt sem liggja næst
líkamanum. — Þú svitnar minna.
Tibor þola suðuþvott. Þú getur óhikað sett
þá í suðu með hvítum þvotti, því Tibor
hlaupa ekki.
Tibor eru íöllum stærðum frá 15/16 til 45/46.
Allir í fjölskyldunni geta gengið í Tibor —
líka þeir sem ekki enn kunna að ganga.
Tibor eru til í ótal litum og gerðum háir eða
lágir. Alveg eins og þú vilt hafa þá.
Hönnunin á Tibor eru alveg sérstök. í botn-
inn, á hælnum og fremst á tánni þar sem
mest mæðir á er vefnaðurinn tvöfaldur til að
tryggja sem besta endingu.
Allt snið á Tibor beinist að því að sokkarnir
fari sem best á fæti. Á ristinni er vefnaðurinn
þynnri, fellur þétt að fætinum og krumpast
því ekki þó skórnir séu þröngir.
í stroffinu er góð teygja. Þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af því að Tibor leki niður á
hælana.
Tibor eru ívönduðum pakkningum. Þeir eru
þessir með bláa merkinu.
— og Tibor eru á góðu verði. Það ættu allir
að geta verið í góðum sokkum.
Kaupmönnum útvegum við sérstaka standa
fyrir Tibor. Það gerir þér líka auðveldara að
velja Tibor sokkana í verslunum.
HEILDSALA:
SPORTVÖRUÞJÓIMUSTAIM
EIKJUVOGI 29 S. 687084
p
n &
SÝNINGAR
Árbæjarsafn
Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð-
minjasafni Grænlendinga og lýsir græn-
lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún
er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins,
en svo nefnist samstarf nokkurra menning-
arsögulegra safna í fereyjum, á Grænlandi
og á Islandi. Sýningin er opin á opnunartíma
safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema
mánudaga.
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um
100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd-
ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla
helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list-
muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta
sýning verður opin í júlí og ágúst virka daga
frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum
breytingum frá degi til dags. Gallerí Borg
verður lokiö um helgar í júlí og ágúst, nema
með sérstöku samkomulagi viö einstaklinga
eða hópa.
Gallerí Langbrók
Amtmannsstíg 1
Sumarsýning fram í miðjan ágúst. Þetta er
sölusýning og á henni eru grafíkmyndir,
keramík, glermyndir, vatnslitamyndir, textfl
o.fl. . . Opið kl. 12—18 virka daga og 14—18
um helgar.
Islenskur húsbúnaður
Langholtsvegi 111
Sýning á verkum nemenda viö textfldeild
Myndlista og handíðaskóla íslands. Á sýn-
ingunni eru tauþrykkslengjur, veggmyndir,
púðar og mjúkir skúlptúrar. Þær sem sýna
eru Björk Magnúsdóttir, Fjóla Arnadóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kristrún Ág-
ústsdóttir. Sýningin stendur til 12. júlí 1985.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
I Kjarvalssal er sýning á verkum meistarans
sjálfs, Jóhannesar S. Kjarvals, 30 málverk og
teikningar í eigu safnsins. Þar á meðal eru
verk sem ekki hafa sést opinberlega fyrr.
Kjarvalssýningin er opin daglega frá kl.
14—22 fram til júlíloka.
Listmunahúsið
Lækjargötu 2
Lokað til 17. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar
Hnitbjörgum við Njarðargötu
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá
kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins
er opinn daglega frá kl. 11—17.
Listasafn Islands
Við Suðurgötu
í tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands
var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög-
urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra
Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson-
ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S.
Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um
helgar frá 1:30 til 22 en virka daga frá kl. 1:30
til 18 og stendur til ágústloka.
Norræna húsið
Sýning á grafíkmyndum Gottorms Gott-
ormsgaard frá Noregi til 29. júlí í anddyrinu.
Norræna húsið
Sumarsýning í sýningarsal Norræna húss-
ins. Sjávarmyndir eftir Gunnlaug Scheving.
Sýningunni lýkur 25. júlí.
Nýlistasafnið
Vatnsstfg 3b
Sýning hollenska listamannsins Douwes
Jans Bakker til 21. júlí frá kl. 16 til 20 alla
daga. Douwe Jan Bakker er vel kunnur ís-
lenskum listamönnum og er nú á íslandi í 10.
sinn. Verk hans eru oftast á einhvern hátt
tengd tungu og merkingu, eru rannsóknir á
menningu og tungumáli. Hann vinnur með
ýmis efni og eru verk hans skúlptúrar, um-
hverfisverk og Ijósmyndir, einnig mörg
þeirra tengd arkitektúr. Sýningin í Nýlista-
safninu ber heitið Notes and references, og
af verkum á henni má nefna ófullgerða bók
sem Douwe vann í Flatey 1978.
BÍÓIN
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
O iéleg •
Háskólabíó
Fálkinn og Snjómaðurinn
(The Falcon and the Snowman)
★★★
Handrit: Steven Zaillian eftir sögu Robert
Lindsey. Tónlist: Pat Matheny/Lyle Mays.
Framleiöendur: Gabriel Katzka/John Schles-
inger. Leikstjórn: John Schlesinger. Aðal-
hlutverk: Timothy Hutton, Sean Penn, Pat
Hingle, Richard Dysart, David Suchet, Boris
Leskin og fl.
Fálkinn og Snjómaðurinn er bæöi spenn-
andi og skemmtileg mynd, og það er ekki
sfst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og
Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki,
sérstaklega klippingu.
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. - IM-
Tarzan og stórfljótið
Sýnd kl. 3 um helgina.
Nýjabíó
Romancing the Stone
(Ævintýrasteinninn)
★★★
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 3 sunnudag.
Regnboginn
Korsfkubræðurnir
Bráðfjörug, ný gamanmynd með hinum
vinsælu Cheech og Chong sem allir þekkja
Aðalhlutverk: Cheech Martin og Thomas
Chong. Leikstjóri: Thomas Chong.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11:15.
Bönnuð innan 16 ára.
Vistaskipti
Drepfyndin litmynd mið hinum vinsæla
Eddie Murphy ásamt Dan Aykroyd og Dan-
holm Elliott.
Endursýnd kl. 3:15, 5:30, 9 og 11:15.
Sverð riddarans
(Sword of the Valiant)
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11:15.
Tortfmandinn
★
James Cameron notar hér fáar en fjöltroön-
ar leiöir í framsetningu efniviðarins, sem
leiðir til vægast sagt einhæfra átaka sem aft-
ur byggjast á þessu þrennu: Eltingaleik, oltn-
um bflum og skothríöum. Ekki þar fyrir að
Schwarzenegger fer þaö djöfullivel aö leika
vélmenni.
_ SER.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05
Löggan f Beverly Hills
(Beverly Hills Cop)
★★★
Bandarísk, árgerð 1984.
Aðalhlutverk Eddie Murphy Þrælgóður að
vanda. Leikstjóri Martin Brest.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10.
Tónabíó
Sér grefur gröf
(Blood simple)
Amerísk sakamálamynd í litum. Myndin hef-
ur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda, sem
hafa lýst henni sem einni bestu sakamála-
mynd síðari tíma. Mynd f algjörum sérflokki.
Aðalhlutverk: John Getz, Frances McDor-
mand. Leikstjóri: Joel Goen.
Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11:10.
Stranglega bönnuð innan 16. ára.
Bíóhöllin
Salur 1
Vfg í sjónmáli
A View to a Kill
★★
Leikstjórn: John Glen. Handrit: Richard Mai-
baum og Michael G. Wilson. Kvikmyndun:
Alan Hume. Tónlist: John Barry og Duran
Duran. Aðalhlutverk: Roger Moore, Christo-
pher Walken, Grace Jones, Tanya Roberts.
Framleiðandi: Albert R. Broccoli og Michael
G. Wilson.
Sýnd kl. 5, 7.30, 10.
Salur 2
Skrattinn og Max Devlin
(Devil and Max Devlin)
Grínmynd um náunga sem gerir samkomu-
lag við skrattann. Hann ætlar sér alls ekki að
standa við þann samning og þá er auðvitað
skrattinn laus...
Aðalhlutverk: Elliott Gold, Bill Gosby, Adam
Rich og Susan Anspach.
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10.
Salur 3
Svarta holan
Ævintýramynd með tæknibrellum.
Aðalhlutverk: Maximillian Schell, Anthony
Perkins, og Ernst Borgnine.
Sýnd kl. 5 og 7:30.
Gulag
Sýnd kl. 10.
Salur 4
Hefnd Busanna
(The Revenge of the Nerds)
Sýnd kl. 5 og 7.30.
Arnarborgin
Where Eagles Dare)
Aðalhlutverk: Richard Burton, Clint East-
wood.
Sýnd k. 7:30 og 10:20.
Salur 5
Næturklúbburinn
(The Cotton Club)
★★★
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
Hrá og mögnuð, hlaðin stemmningu ekki
ósvipað því sem gerist í Ameríkumyndum
Sergio Leone þar sem hann fjallar um þetta
sérkennilega tímaskeið í sögu Bandaríkj-
anna. Og tónlistin svíkur ekki.
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10.
Laugarásbíó
Salur A
i háalofti
Ný spennandi og skemmtileg bandarísk
grísk mynd um bandaríska skiptinema í
Grikklandi. Ætla þeir í ferðalag um eyjarnar
áður en skólinn byrjar, en lenda í njósna æv-
intýri.
Aðalhlutverk: Daniel Hirsch, Clayton Nor-
cros, Frank Schultz. Leikstjóri: Noco Mast-
orakis. Dolby stereo.
Sýnd kl. 5, 7, 8 og 11.
Salur B
Áin
(The River)
★★
Leikstjórn: Mark Rydell. Handrit: Robert Dill-
on. Kvikmyndun: VilmosZsigmond. Tónlist:
John Williams. Aðalleikarar: Mel Gibbson,
Sissy Spacek, Scott Glenn.
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. - SER.
Salur C
Uppreisnin ó Bounty
★★★
Ný amerísk mynd gerð eftir þjóðsögunni
heimsfrægu. Myndin skartar úrvalsliði leik-
ara þ.á.m. Anthony Hopkins, Edward Fox,
Laurence Olivier og síðast en ekki allra síst
Mel Gibson f hlutverki Christians, eöa eins
og einhver sagði „I wouldn't kick him out of
my bed"!l
Besta Bounty myndin til þessa.
Sýnd kl. 5, og 10.
Undarleg paradfs
Sýnd kl. 7:30.
Austurbæjarbíó
Salur 1
Raunir saklausra
(Ordeal by Innocence)
★★
Handrit: Alexander Stuart eftir sögu Agöthu
Christie. Tónlist: Dave Brubeck. Framleið-
endur: Meneham Golan/Yoram Globus.
Leikstjóri: Desmond Davis. Aðalhlutverk:
Donald Sutherland, Faye Dunaway, Chris-
topher Plummer, lan McShane, Sarah Miles,
Diana Quick, Anette Crosbie, Michael Elpick
o.fl.
Ég verð að viðurkenna eitt strax: Ég hef
aldrei verið yfir mig hrifinn af Agöthu Christ-
ie. .. En sennilega er ég bara vondur leyni-
lögreglumaður. . . Enskt og bandarískt
stjörnulið prýðir hlutverkaskrána, en allt
kemur fyrir ekki, þessi formúla gengur því
miður ekki upp, og myndin verður bæði
stemmnings- og spennulaus. En kannski
mætti segja að þetta væri saklaus skemmt-
un. _ |M.
Bönnuð innan 12. ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Lögregluskólinn
(Police Academy)
Sprenghlægileg mynd fyrir alla fjölskyld-
una.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 3
Týndir í orrustu
(Missing in Action)
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
When The Raven Flies
(Hrafninn flýgur)
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 7.
Stjörnubíó
Salur A
Sfðasti drekinn
(The Last Dragon)
Bandarísk karatemynd með dundurmúsík.
Fram koma De Barge (Rhythm of the Night),
Vinity og flutt er tónlist með Stevie Wonder,
Smokey Robinson, og The Temptations,
Syreeth Rockwell, Charlene, Wille Hutsch
og Alfie.
Aðalhlutverk: Vanty og Taimak karatemeist-
ari.
Tónlistin úr myndinni hefur náð geysilegum
vinsældum og er verið að frumsýna mynd-
ina um heim allan.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Einnig kl. 3 um helgar.
Salur B
Flótti
(Runaway)
★
Sýnd kl. 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Prúðuleikararnir slá í gegn.
Sýnd kl. 5 og 7.
Einnig kl. 3 um helgar.
Staðgengillinn
(Body Double)
Aldrei þessu vant klikkar Brjánn Pálma.
Máttlausir kaflar of margir til þess að maður
hafi fiðring af.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 11.
Hafnarfjarðarbíó
16 ára
(Sexteen Candles)
Amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Molly
Ringwald og Anthony Michael Hall.
Sýnd kl. 9.
LEIKLIST
Stúdentaleikhúsið
Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut
Sýningar á Draumleik Augusts Strindberg í
þýðingu Sigurðar Grímssonar hefjast 11.
júlí. Kári Halldór er leikstjóri, Árni Harðarson
stjórnandi Háskólakórsins samdi tónlistina,
en söngur og hljóðfærasláttur gegnir veiga-
miklu hlutverki í sýningunni, Ágúst Péturs-
son sér um lýsingu og alls eru leikarar 16.
Leikskrá er mjög vönduö, höfundar m.a.
Thor Vilhjálmsson og séra Gunnar Kristjáns-
son. Draumleikur verður sýndur öll þriðju-
dags-, fimmtudags- og sunnudagskvöld í
júlí og hefst sýning kl. 22 öll kvöldin.
TÓNLIST
Tónleikahelgi í
Skálholti
Á morgun, laugardag, hefst önnur hátíðar-
helgi Sumartónleika íSkálholtskirkju. Kl. 15
leikur Helga Ingólfsdóttir sembaltónsmíðar
sem J.S. Bach gaf eiginkonu sinni, önnu
Magdalenu. Hér verða fluttar þrjár „fransk-
ar" svítur og tvö stutt sálmalög. Kl. 17
hljóma fleiri Bach-verk í Skálholti ásamt meö
tónverkum Hándels. Camilla Söderberg
leikur á altblokkflautu, Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir á viola da gamba og Helga Ingólfs-
dóttir á sembal sónötur eftir Bach og Hán-
del. Kl. 15 á sunnudag verður þessi sam-
leikur endurtekinn. Kl. 17 er síðan messa þar
sem prestur er sr. Karl Sigurbjörnsson. Áætl-
unarferðir eru báða dagana frá Umferðar-
miðstööinni tveim tímum fyrir tónleika. Fólki
er ráðlagt að koma tímanlega — um síðustu
helgi var húsfyllir í Skálholtskirkju.
VIÐBURÐIR
Bubbi Morthens
I Sjallanum á Akureyri I kvöld (11. júll), á
Húsavlk 12., Eiðum, Egilsstöðum 14., og
Fjarðarborg Borgarfirði eystra þriðjudaginn
16. júll, sem verða lokatónleikar þessarar
landsbyggðarreisu Bubba.
Naust
Islandskynning á fimmtudags-, föstudags-,
sunnudags- og mánudagskvöldum fram til
18. ágúst, einkum ætluð erlendum ferða-
mönnum, en að sjálfsögðu eru allir aðrir vel-
komnir. Boðið verður uppá sjávarréttaborð,
skyr, tlskusýningu og þjóðlög. Síðastnefnda
atriðið annast þau Bergþóra Árnadóttir og
Aðalsteinn Ásþerg Sigurðsson og munu
flytja gömul og ný íslensk lög, lltilsháttar
krydduð álfa- og draugasögum. íslands-
kynning þessi er á vegum Álafoss og
Nausts.
14 HELGARPÓSTURINN