Helgarpósturinn - 11.07.1985, Blaðsíða 16
POPP
Thompson kveður Lindu
ACROSS A CROWDED ROOM -
Richard Thompson
Útgefandi: Polydor/Fálkinn.
Hjónaskilnaðir eru erfið lífsreynsla. Því fá
popparar að kynnast ekki síður en annað
fólk. Sumir finna meira að segja hjá sér köll-
un til að syngja um skilnaðinn og þær tilfinn-
ingaflækjur sem hann veldur. Fyrsta sóló-
plata Phil Coliins, Face Value, var til að
mynda uppfull af endurminningum poppar-
ans frá hjónabandinu, sárum, sem skilnaður-
inn olli, og tómlegu iífi hins nýskilda manns.
Þessa plötu heyrði Annifrid Lyngstad, þá ný-
farin frá manni sínum, Benny Anderson, og
bað Collins umsvifalaust að stjórna upptök-
um á plötunni sinni, There’s Something
Going On. Sting, söngvari og bassaleikari
hljómsveitarinnar Police, gerði skilnaði sín-
um og konu sinnar einnig eftirminnileg skil
í nokkrum lögum á plötunni Synchronicity.
Texti lagsins Every Breath You Take gleymist
seint þeim, sem hafa staðið í sömu sporum
og Sting.
Sá síðasti illa skildi, sem ég hef heyrt í, er
Richard Thompson. Talsvert er um liðið síð-
an leiðir hans og Lindu Thompson skildi.
Síðasta platan sem þau gerðu saman fjallaði
meira að segja um hjónaskilnað. Richard er
kvæntur að nýju, en sárin virðast seint ætla
að gróa. Kannski skiptir þar nokkru, að þau
voru vinnufélagar auk þess að vera gift. Þau
sendu frá sér sex stórar plötur (hljóðritaðar
í stúdíói), sem allar fengu frábærar móttökur
gagnrýnenda. í átta ára hjónabandi sínu
gengu þau Richard og Linda Thompson í
gegnum þá lífsreynslu að snúast til sufisma,
sem er afbrigði múhameðstrúar. Urðu þau
að afneita öllum lífsins gæðum til að uppfylla
kröfur trúarinnar og gáfu flokknum eigur
sínar og ágóða af plötum. Eftir að trúarhitinn
fór að minnka þáði Richard boð um að fara
í stutta hljómleikaferð um Bandaríkin. Þar
varð hann ástfanginn af konunni, sem sá um
að bóka tónleikahaldið. Er hann sneri aftur
heim, tilkynnti hann Lindu, að hann hefði
ákveðið að skilja við hana. Stutt og laggott á
prenti, en áreiðanlega hefur ýmislegt verið
búið að ganga á, áður en að þessari afdrifa-
ríku ákvörðun dró. Annað er ekki hægt að
álykta ef aðeins er rýnt í texta plötunnar
Across A Crowded Room.
í rokkrælnum Fire In The Engine Room
kemur til að mynda fyrir þetta viðlag:
And you know how uncertainty can linger
With a rattlesnake wrapped around your
finger
One day it might wake up and sting you.
Here’s a toast to the bride and the groom.
Óvenju hreinskilnislega ort. Sér í lagi ef haft
er í huga að höfundurinn er nýkvæntur.
í laginu She Twists The Knife Again fær
eiginkonan fyrrverandi þessa kveðju:
Never leaves me
My dignity.
Makes a dunce of me
In mixed company.
No bygone
Can be a bygone.
She puts the spanner in,
She puts the screws on.
„Gítarleikur Richard
Thompson er vand-
aður og tilfinningarík-
ur, textar meðvitaðir,
kaldhæðnir og sjald-
nast of svartsýnir,"
segir Ásgeir Tómas-
son m.a. í umfjöllun
sinni.
Bitrari geta menn vart orðið í garð fyrrver-
andi eiginkvenna án þess að fara út fyrir vel-
sæmismörk.
Látum nú skilnaðarmál lönd og leið.
Across A Crowded Room er fantagóð plata,
sem enginn, sem á annað borð hefur gaman
af vandaðri dægurtónlist, ætti að láta framhjá
sér fara. Richard Thompson er í hópi bestu
lagasmiða samtíðarinnar. Gítarleikur hans
er vandaður og tilfinningaríkur, textar með-
vitaðir, kaldhæðnir og sjaldnast of svartsýn-
ir. Meðspilarar Thompsons eru góðir. Flestir
unnu þeir með honum í Fairport Convention
í dentid, — traustir piltar, sem vita nákvæm-
lega hvað þeir eru að gera. Talsvert mæðir á
bakröddum á plötunni. Um þær sjá Christine
Collister og íslandsvinirnir Clive Gregson og
Phil Barnes, sem hingað komu með Any
Trouble um árið. Sannarlega heiður fyrir þá
sómastráka að fá að syngja með jafn mikil-
hæfum tónlistarmanni og Richard Thomp-
son.
Á Across A Crowded Room eru áhrif þjóð-
lagarokks minni en á fyrri plötum Thomp-
sons. Hann hefur allt frá 1967 verið einn
helsti þjóðlagarokkari Breta; fyrst með Fair-
port Convention, þá einn á báti, síðan með
Lindu konu sinni, og nú loks einn aftur.
Across. . . er fyrsta sólóplata Thompsons í
þrettán ár, sem kemur út hjá stóru útgáfufyr-
irtæki. Ekki er gott að segja um, hvort breyt-
ing á tónlistarstefnunni haldist í hendur við
að nýr útgefandi er kominn til sögunnar. Þó
þykir mér líklegt að nú eigi að koma Richard
Thompson á þann stall, sem honum ber og
hann ætti að vera kominn á fyrir langa
löngu. Og þá sakar ekki að blanda þjóðlaga-
stilinn aðeins daufar saman við rokkið en áð-
ur var gert. — Skál fyrir brúðinni og
brúðgumanum.
JAZZ
Vervedjasssöngur
Fálkinn hefur nýlega fengið mikið af
hljómplötum frá Verve, og eru þar m.a. perl-
ur Louis Armstrong og Ellu Fitzgeralds:
Pörgy & Bess og fyrri skífan, Ella & Louis
Again. Þar er Iíka skífan með Ellu og Count
Basie: On The Sunny Side of The Street.
Þessar skífur hafa margoft fengist hér
áður og alltaf selst upp, enda sígildar. Verve
hefur hleypt nýrri röð endurútgáfa af stokk-
unum: Great American Songbooks, og má
þar finna Söngbók Billy Holliday þarsem
hún syngur þekktari lög sín; Söngbók
Johnny Mercher, sem Ella Fitzgerald syngur,
svo og The Duke Ellington & Count Basie
Songbooks, þarsem Mel Torme syngur með
hljómsveit undir stjórn Johnny Mandels.
Þetta er hin ágætasta skífa og var áður til
undir nafninu; f Dig The Duke, I Dig The
Count. Mel Torme hefur löngum verið i
miklu uppáhaldi djassleikara enda allur
söngur hans hinn smekkvísasti, tónmyndun
nær fullkomin og rýþmísk tilfinning mikil.
Meðal hljóðfæraleikara má nefna: Frank
Rosolino, Bill Perkins og trommarana Shelly
Manne, sem er í Duke-lögunum, og Mel Lew-
is sem slær Basie-ópusana. Mel syngur þarna
kafla úr Reminiscin’in Tempo og hefur samið
við það texta — en ég man ekki til að hafa
heyrt aðra en Ellington flytja þann sorgaróð
er hann samdi við lát móður sinnar. I’m
Klassadjasssöngur
Ómar á Nausti heldur merki djasSsöngsins
á lofti. I vor söng hér breska söngkonan
Beryl Bryden, nú syngur þar hin blakka Ela-
ine Delmar, sem býr í London en er ættuð frá
Jamaica, og í lok júlí mun söngvarinn og pí-
anistinn Cab Kay, sem fæddur er í Gana,
skemmta á Nausti. Hann tók í trommur með
Fats Waller í London 1938 og heimsótti ís-
land á vegum Svavars Gests 1952.
Elaine Delmar syngur bæði á djassklúbb-
um og í söngleikjum — hún hefur oft sungið
í klúbbi Ronnie Scott í London og hún mun
syngja á Norðursjávardjasshátíðinni í sumar.
Elaine er gift bassaleikaranum Mario Castro-
nari. Þau hafa mikið unnið með saxafónleik-
aranum Dale Barlow, en hann blés saxafón-
sólóana á nýjustu skífu Mezzoforte: Rising.
Elaine hefur sungið undir stjórn Michel Leg-
rands og með píanistanum John Taylor,svo
eitthvað sé nefnt. Nýlega kom út snælda
með henni þarsem einn þekktasti djass-
trommari Breta, Allan Ganley, er í hópi und-
irleikara. Þar syngur hún lög á borð við
Sweet Georgia Brown, I Want to Be Happy
og Some of My Best Friends Are The Blues,
en þau lög söng hún öll á sunnudagskvöldið
í Nausti, ásamt Honey suckle Rose og fjöl-
mörgum öðrum. Rödd hennar liggur í ná-
lægð Söru Vaughan og Cleo Lain — hún
kann sig vel á dýpri tónunum en rífur sig
auðveldlega upp með sáiartilfinningu og
blúsblæ. Með henni leika Guðmundur Ing-
ólfsson á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson á
bassa og Guðmundur Steingrímsson á
trommur. Þetta verður góð ferna og strax
þetta fyrsta kvöld mátti heyra ýmsar perl-
ur í samspili raddar Elaine og píanós Guð-
mundar. Elaine mun syngja framyfir helgi á
Nausti og þeir sem gaman hafa af góðum
djasssöng, þurfa ekki að hugsa sig tVisvar
um, ætli þeir út að borða: maturinn á Nausti
og Elaine Delmar er bæjarins besta sveifla.
★
Loksins, loksins, skrifaði Kristján Alberts-
son þegar Vefarinn kom út, og loksins er
eftir Vernharð Linnet
Gonna Go Fishin’ er þarna og Take The ,,A“
Train og á Basie-hliðinni er gamli Rushing-
söngurinn: Sent for You Yesterday, þarsem
blúsbeljandinn breytist í ljúfa sveiflu með frá-
bærum söngsóló Torme, þarsem hann legg-
ur útaf trompetsóló Harry Edinsons. Gamli
blúsinn hans Leroy Carrs, In The Evening,
fær líka nýtt yfirbragð í túlkun Torme og til-
vitnunin í Joe Williams í lokin er óborganleg.
hægt að kaupa Pablo-plötur aftur í Reykja-
vík. Skífan var að fá fyrstu sendinguna og var
það mestmegnis Basie. Big Band og First
Time frá 1974 og svo tvær skífur er fyrst voru
gefnar út í fyrra: Kansas City 7 frá 1980 með
m.a. Freddie Hubbard, J.J. Johnson og Eddie ,
Davis og 88 Basie Street frá 1983 þarsem
bæði má heyra stórsveitina leika útsetningar
Sam Nestico og smásveit þarsem Chris
Woods er meðal einleikara, en hann muna
djassgeggjarar úr stórsveit Clark Terrys í Há-
skólabíói. First Time er þegar klassískt verk
og einstakt að heyra Basie með tríói. Þeir
Ray Brown og Louis Bellson kunna líka að
leika með gamla manninum og Lady Be
Good, Royal Garden Blues og allir hinir ópus-
arnir eru sannkallað góðgæti eyrunum. Svo
eru tvær nýútgefnar Pablo-plötur með eldra
efni. ViolinsNoEnd\artekin uppímaí 1957.
þar leiða saman hesta sína tveir af fiðlusnill-
ingum djassins: Stephan Grappelli og Stuff
heitinn Smith. Tónböndin höfðu lengi verið
týnd, en sem betur fer komu þau í leitirnar.
Oscar Peterson, Herb Ellis, Ray Brown og Jo
jones leika með fiðlurunum. What Is The
Thing Called Soul er tekin upp 1960 víða í
Evrópu og þar leikur kvintett Adderley
bræðra. Vic Feldman er á píanói, en hann
hefur grafið sig of Iengi í stúdíóum LA. Það
er gaman að fá þessar Pablo-plötur til lands-
ins og auk þeirra komu skífur frá Savoy og
RCA í Borgartúnið og verður þeirra getið í
næsta pistli.
16 HELGARPÖSTURINN