Helgarpósturinn - 11.07.1985, Qupperneq 5
u
I H in mikla útihátíð sem hald-
in verður um helgina á Laugarvatni
skartar meðal annars af víkingum
frá Norðurlöndunum sem Jón Páll
lyftingakappi mun taka á móti síð-
degis í dag. En áður en Jón Páll og
fararlið heldur austur, munu þeir
aka rakleiðis af flugvellinum sem
leið liggur til Bessastaða þar sem
forseti íslands, Vigdís Finboga-
dóttir, mun veita víkingunum mót-
töku. Það er ekki amaleg byrjun á
ferð víkinganna. . .
llEkki er ráð nema í tíma sé tek-
ið. Næsta vor fara fram borgarstjórn-
arkosningar hér í Reykjavík og telja
menn almennt, að Davíö Oddsson
hafi sópað fylgi til íhaldsins á möl-
inni, þótt flokkurinn muni eiga erf-
iðari tíma framundan á landsvísu.
Hins vegar er bent á, að borgarfull-
trúahópur sjálfstæðismanna sé ekki
sérlega öflug grúppa og búast megi
við því, að 3—4 núverandi borgar-
fulltrúar í þeim hópi detti út í próf-
kjöri. Helst er talað um að Hulda
Valtýsdóttir, Jóna Gróa Sigurð-
ardóttir og Hilmar Guðlaugsson
séu tæp, auk þess sem Páll Gísla-
son læknir muni að líkindum hætta
af sjálfsdáðum. Eftir að Markús
Örn Antonsson hvarf af vettvangi
stjórnmálanna og Albert Guð-
mundsson gerðist þykjustuborgar-
fulltrúi, er talið að þau Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson og Katrín Fjeld-
sted hafi styrkt stöðu sína. Að öðru
leyti sé fátt um fína drætti, og raunar
er hópurinn að baki Davíð talinn
furðuslappur og litlaus. Því er það,
að sjálfstæðismenn eru strax farnir
að huga að einhverjum frambæri-
legum mönnum og konum og hefur
t.d. nafn Kolbeins Pálssonar, for-
manns Æskulýðsráðs, stundum ver-
ið nefnt. Hann mun ekki skorta
áhugann.
Af öðrum flokkum er það að
segja, að Frammarar eru taldir vera
í hálfgerðum vandræðum, vegna
þess að nú mun Kristján Bene-
diktsson ætla að láta verða af því
að hætta í borgarstjórninni. Hann
hefur áður lýst þessu yfir, en nú
verður honum ekki haggað. í öðru
sæti var Gerður Steinþórsdóttir,
sem hefur sagt opinberlega, að
henni þyki vinstri minnihlutinn leið-
inlegur, og líst mönnum ekkert sér-
lega vel á að hún leiði Framsókn í
borgarstjórnarkosningum. Hinn
kosturinn, sem hefur verið nefndur,
er sá að Alfreð Þorsteinsson hjá
Sölunefnd varnarliðseigna fari í
fyrsta sætið, og þykir sá kostur jafn-
vel enn verri. Því er leitað að nýrri
manneskju.
Hjá Allaböllum er staðan sú, að
Adda Bára Sigfúsdóttir hefur lýst
því, að hún ætli ekki fram næst. í Al-
þýðubandalaginu er fyrir talsverð
óánægja með Sigurjón Pétursson,
sem þykir hallur undir borgarstjór-
ann sjálfan. Þar má því vænta breyt-
inga. Um Kvennaframboðið er ekki
margt að segja, því haft hefur verið
eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, að ekki sé búið að ákveða
framboð.
Og þá eru það kratarnir. Talið er
víst, að Sigurður E. Guðmunds-
son muni leiða flokkinn í kosning-
unum. Hins vegar þykir Sjöfn Sig-
urbjörnsdóttir hafa verið heldur
athafnalítil og lítt áberandi að und-
anförnu. Nafn Bjarna P. Magnús-
sonar hefur stundum verið nefnt,
en á móti kemur, að hann mun víst
ekki eiga upp á pallborðið hjá Jóni
Baldvin, auk þess sem hann daðr-
aði við Bandalag jafnaðarmanna á
landsfundi flokksins í vetur. Þá höf-
um við heyrt nafn Helga Skúla
Kjartanssonar sagnfræðings og
HP-skríbents nefnt.
Að síðustu er svo rétt að geta þess
möguleika, sem miðju- og vinstri
flokkarnir óttast talsvert, og hann er
sá, að Bandalagið bjóði fram í
Reykjavík. Um það er ekki vitað á
þessari stundu. ..
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
MÁLNING-
MÁLNINGARVÖRUR
Áður en þú byrjar að mála er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir hvar best er að kaupa efni til verksins.
2 JL-Byggingavörur hafa mikið úrval af málningarvörum og
ráðleggingar starfsmanna okkar eru fyrsta skrefið í vali á besta
og hagstæðasta efninu.
Afsláttarkjörin okkar á málningu er hagstæðasta verðið í dag.
5% afsláttur af kaupum yfír kr. 2500,-
10% afsláttur af kaupum yfir kr. 3200,-
15% afsláttur af kaupum yfir kr. 4600,-
20% afsláttur af heimkeyrðum heilum tunnum.
MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120.
I
L
LANDSVIRKJUN
20ÁRA
ÖLLUM LANDSMÖNNUM BOÐIÐ í ORKUVERIN
í tilefni 20 ára afmælis Landsvirkjunar
er öllum landsmönnum boðiðað skoða
orkuver fyrirtækisins alla daga
frá kl. 13 til 19, til 13. ágúst og taka
leiðsögumenn þar á máti gestum.
Ljósafossstöð, 15 MW, hóf framleiðslu 1937, 75 km frá Reykjavik.
írafossstöð, 48 MW, hóf framleiðslu 1953, 74 km frá Reykjavik.
Steingrimsstöð, 26 MW, hóf framleiðslu 1960, 79 km frá Reykjavik.
Búrfellsstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1969, 122 km frá Reykjavik.
Sigöldustöð, 150 MW, hóf framleiðslu 1977, 161 km frá Reykjavík.
Hrauneyjafossstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1981, 156 km frá Reykjavik.
Laxárvirkjun, 23 MW, hóf framieiðslu 1939, 76 km frá Akureyri.
í þessum orkuverum landsmanna eru framleidd
um 90% af heildarraforku íslendinga.
STARFSMENN LANDSVIRKJUNAR VONAST TIL AÐ FÁ
SEM FLESTA í HEIMSÓKN ÞESSAR SEX SUMARVIKUR.
HELGARPÓSTURINN 5