Helgarpósturinn - 22.08.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 22.08.1985, Blaðsíða 14
er rætt og ritað um hversu miki) áhrif Grænfriðungar og aðrir slíkir geti haft til þess að eyðileggja fiskmarkaði íslendinga erlendis og sýnist sitt hverjum. Hitt er víst að samtök þessi svífast einsk- is í baráttu gegn þeim sem voga sér að lifa af gæðum lands og sjávar. Kristján Loftsson forstjóri Hvals sem gerst þekkir til hval,,friðunar- manna hefur haldið því fram í blaðaviðtali að starf þeirra sé aðeins einn angi af tilraunum stórþjóða til þess að ráðskast með smáþjóðir — samtökin sjálf á mála. Sama dag les- um við í öðru Reykjavíkurblaði við- tal við einn af Sambandsfurstum lcelandic Seafood í Bandaríkjunum. Sá heitir Geir Magnússon og segir meðal annars: „Ég tel að allt tal um vísindalegar veiðar sé gagnsær til- búningur af hálfu íslenskra stjórn- valda. Islendingar eru búnir að veiða hvali í 40 ár og það ætti að vera nægur tími til að gera allar þær tilraunir og vísindarannsóknir sem þörf er á að gera.“ Nú vaknar bara spurningin hvar þessi íslendingur sé á mála, eða boðar þetta stefnu Sam- bandsins í hvalveiðimálum? Annars mætti svo sem hætta öll- um vísindarannsóknum, mannkyn- ið hefur verið til svo lengi að þeim ætti með réttu að vera öllum lokið, fyrir lifandis löngu... u ■ lér í borginni er starfandi nefnd sem nefnist „Samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík". Nefnd þessi var mjög ötul undir farsælli stjórn Markúsar Arnar Antons- sonar, þáverandi borgarfulltrúa. Nú fer Júlíus Hafstein með for- mennsku í nefndinni og mun vera af sem áður var. Hefur nefndin ekki verið boðuð til fundar í langan tíma, verið mjög óvirk og ríkt almenn lá- deyða meðal fundarmanna, þótt besti ferðamannatími Reykjavíkur hafi verið á undanförnum vikum. Aðrir sem sæti eiga í nefndinni eru m.a. Sigurjón Pétursson og Kol- beinn Pálsson, en í forsæti fyrir nefndinni er Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs. Mun farið að bera á miklum óró- leika innan nefndarinnar og bíða menn óþreyjufullir eftir að vera kall- aðir á fund áður en veturinn gengur í garð. . . langstærsta bifreiðastöð borgarinnar með flesta 7 farþega bíla Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan bæ. FREE STYLE FORMSKUM L'OREAL IAJ> W' I m rrrti r i , Má - nýja lagningarskúmið SKUMíhánð? fri LOREAL og hárgreiðslan verður leikur einn. SÝNINGAR Árbæjarsafn Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð- minjasafni Grænlendinga og lýsir græn- lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins, en svo nefnist samstarf nokkurra menning- arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi og á íslandi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema mánudaga. Ásgrímssafn Sumarsýning: Úrval verka Ásgríms. Opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um 100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd- ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list- muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta sýning verður opin í júlí og ágúst virka daga frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum breytingum frá degi til dags. Gallerí Borg verður lokað um helgar í júlí og ágúst, nema með sérstöku samkomulagi við einstaklinga eða hópa. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Sýning á fellistólnum Sóley eftir Valdimar Harðarson arkitekt. Sýndar veröa ýmsar út- gáfur af stólnum auk Ijósmynda af frum- gerðum hans. Þá verða á sýningunni úr- klippur úr fjölda erlendra blaða og tímarita. Jafnframt veröa sýnd verðlaunaskjöl sem Valdimar Harðarson hefur hlotið vegna þessa stóls. Sýningin er öllum opin ókeypis. Virka daga er opið frá 10—18 og laugar- og sunnudaga frá kl. 14—18. Gallerí Salurinn Vesturgötu 3 Gunnar Karlsson opnar sýningu sína ,,Óður tii fslands" kl. 14 á laugardag. Sýnast þar olíumálverk og skúlptúr. Opið kl. 13—18 alla daga, fimmtudaga til 22 en lokað mánu- daga. Kjarvalsstaðir við Miklatún Norræn vefjarlistarsýning 3.-25. ágúst í öllu húsinu. Þetta er farandsýning, kemur hingað frá Noregi og lýkur í Svíþjóð á næsta ári eftir viðkomu á öllum hinum Norðurlönd- unum. Á sýningunni hér verður eitt útiverk, textflverk eftir Þórdísi Siguröardóttur, sem ekki getur þó fylgt farandsýningunni milli landa vegna erfiðleika varðandi flutning og uppsetningu. Opið alla daga kl. 14—22. Listasafn ASl Sigurlaugur Elíasson sýnir málverk og graf- íkmyndir í Listasafni alþýðu, Grensásvegi 16. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 16—20, og um helgar frá kl. 14—22. Hún stendur fram til 1. september. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum við Njarðargötu Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins er opinn daglega frá kl. 11 —17. Listasafn Islands Við Suðurgötu í tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög- urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um . helgar frá 13:30 til 22 en virka daga frá kl. 13:30 til 18 og stendur til ágústloka. Listmunahúsið Lækjargötu Alfreð Flóki sýnir 40 teikningar, unnar með tússi, rauðkrít, svartkrítog litkrít. Myndirnar eru unnar á sl. 2 árum. Opið virka daga kl. 10—18, laugardaga og sunnudaga kL 14 — 18. Lokað mánudaga. Norræna húsið Sýning á grafíkverkum Piu Schutzmann frá Danmörku í anddyri til 22. ágúst. Af henni tekur við þann 24. sýningin Jökla- rannsóknir á íslandi, sögulegt yfirlit: ís- lensk kort og bækur auk efnis frá öðrum Norðurlöndum. í sýningarsölum sýna Kaare Espolin Johnsson og Knut Skinnar- land frá Noregi málverk og höggmyndir 25. ágúst til 10. september. Munið líka Opna húsið á fimmtudagskvöldum. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Sýning á málverkum eftir Tuma Magnússon af ýmsu tagi frá þessu ári, unnum á Íslandi og Englandi. Tumi hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sam- sýningum heima og erlendis. Sýningin er opin frá 16—20 virka daga og frá 14—20 helga daga. Þjóðminjasafn isiands í Bogasal stendur yfir sýningin Með silfur- bjarta nál, íslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrðir íslenskra kvenna undanfarinna alda. Opið kl. 13.30—16 daglega. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Háskólabíó Rambó Nýjasta mynd Sylvester Stallone. Evrópu- frumsýning á Íslandil Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Nýja bíó Horfinn sporlaust (Without a Trace) Alex litli veifar móður sinni er hann leggur af stað morgun einn til skóla. Brátt kemur í Ijós að hann hefur aldrei komist alla leið og er leiðin þó ekki löng. Hvað varð um Alex? Leik- stjórn er í höndum Stanley Jaffes sem m.a. var framleiðandi Óskarsverðlaunamyndar- innar „Kramer vs. Kramer". Aðalleikarar: Kate Nelligan, Judd Hirsch, David Dukes. Sýnd kl. 5, 7, 9og11. Regnboginn örvæntingarfull leit aö Súsönnu (Desperately Seeking Susan) Söngstjarnan Madonna í aðalhlutverki. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Hernaöarleyndarmál (Top Secret) ★ Framleiðendur: Jon Davison og Hunt Lowry. Leikstjóm og handrit: Jim Abrahams, David og Jerry Zucker ásamt Martin Burke. Kvik- myndun: Christopher Challis. Tónlist: Maur- ice Jarre. Aðalleikarar: Val Kilmer, Lucy Gutt- eridge, Warren Clarke, Jeremy Kemp, Omar Sharif. .. .samfellan lítil íTop Secret. Áherslan er öll á hvern brandara hverju sinni, þeir eru í engu byggðir upp, heldur skellt bláköldum framan í áhorfendafésin frammi í sal, sem að sönnu vita ekkert hvað bíður þeirra næst og allt þar til flippiö endar. Leikendum myndarinnar er vorkunn. . . — SER. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Fólkinn og Snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) ★★★ Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spenn- andi og skemmtileg mynd, og það er ekki síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki, sérstaklega klippingu. — IM. Bönnuö innan 12 ára. Löggan í Beverly Hills (Beverly Hills Cop) ★★★ Bandarísk, árgerð 1984. Aðalhlutverk Eddie Murphy. Þrælgóður að vanda. Leikstjóri Martin Brest. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Vitniö (The Witness) ★★★ Handrit: Earl W. WallaceA/Villiam Kelley. Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: Maur- ice Jarre. Leikstjóri: Harrison Ford, Kelly Mc- Gills, Josef Sommer, Lukas Haas, Jan Rub- es, Alexander Godunov og fl. Atómstöðin íslenska kvikmyndin eftir sögu Halldórs Lax- ness. Enskur skýringartexti. (English subtit- les.) Sýnd kl. 7.15. Indiana Jones Aðalhlutverk Harrison Ford. Bönnuö innan 10 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Bíóhöllin Salur 1 Löggustríöið (Johnny Dangerously) Grínmynd um löggur og bófa á 3. áratugn- um. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Joe Pis- coto, Peter Boyle, Dom Deluise, Danny De- Vido. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Víg í sjónmáli (A View to a Kill) ★★ Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Salur 3 Hefnd Porkýs (Forky's Revenge) Tónlist í myndinni er leikin af Dave Edmunds og George Harrison. Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wyatt Knight, Mark Herrier. Leik- stjóri: James Komack. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 4 í banastuði (Grand View USA) Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis (Vistaskipti). Leikstjóri: Randell Kleiser (Grease, Blue Lagoon). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sagan endalausa Sýnd kl. 3 um helgina. Einnig eru 2.30 eða 3-sýningar á hinum myndunum um helgina. Salur 5 Hefnd busanna (The Revenge of the Nerds) Sýnd kl. 5 og 7:30. Næturklúbburinn (The Cotton Club) ★★★ Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 10. Laugarásbíó Salur A Morgunverðarklúbburinn (The Breakfast Club) ★★★ Framleiöendur: Ned Tanen og John Hugh- es. beikstjóm og handrit: John Hughes. Tón- list: Keith Forsey. Aðalleikarar: Emilio Estevz, Paul Gleason, Anthony Michael Hall, Judd Nelson, Molly Ringwald, Ally Sheedy. Breakfast Club kemur þægilega á óvart. Þetta er allt að því athyglisverðasta ungl- ingamyndin sem komið hefur að vestan á síðustu fimm árum eða svo. - SER. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Myrkraverk (Into the Night) ★★ Handrit: Ron Koslow. Tónlist: Ira Newborn. Kvikmyndataka: Robert Paynter. Framleið- endur: George Folsey/Ron Koslow. Leikstjóri John Landis. Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Irene Papas, Kathryn Harrold og fl. Myrkraverk er klikkuð og skemmtileg, þótt ekki væri annað en að sjá stórstirni í auka- hlutverkum (David Bowie, Dan Ackroyd, Vera Miles, og leikstjórana Roger Vadim og Raul Mazursky). Svo því ekki að kæla niður sumarhitann í svölum sal Laugarásbíós, spenna á sig öryggisbeltin og fljúga inn í klikkaða nótt Landis og félaga? Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Salur C Ævintýrasteinninn (Romancing the Stone) ★★★ Sýnd kl. 5, 7 og 9 og 11. Austurbæjarbíó Salur 1 Purple Rain Ftopprokkveislan með Prince, Apollonia 6 o.fl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Ljósaskipti (Twilight Zone) Framleiðendur og leikstjórar: John Landis, Steven Spielberg, Joe Dante, George Miller. Aðalhlutverk: Vic Morrow, Scatman Croth- ers, Bill Quinn, Selma Diamond, Kathleen Quinlan, Jeremy Licht, Kevin McCarthy, William Schallert, John Litgow, Abbe Lane. Tæknilega er Twilight Zone vel gerð og ekki vantar fullkomnun í förðun, brellur og leik- mynd. En óhugnaðurinn og óvænt uppá- koma Ijósaskiptanna fer forgörðum í hinu fjórfalda rökkri leikstjóranna. — IM. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Blade Runner Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. When The Raven Flies (Hrafninn flýgur) Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7. Tónabíó Frelsisbarátta (A Sense of Freedom) Sjá Listapóst. Aðalhlutverk: David Hayman, Jake D'Arcy. Leikstjórn: John MacKenzie. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuö innan 16 ára. Stjörnubíó Salur A Micki og Maude Sjá Listapóst. Aðalleikarar: Dudley Moore, Richard Mulli- gan, Anna Renking, Amy Irving. Leikstjóri: Blake Edwards. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Prúðuleikararnir Sýnd kl. 3 um helgina. Salur B Bleiku náttfötin (She'll be wearing Pink Pyjamas) ★ Leikstjórn: John Goldschmidt. Handrit: Eva Hardy. Aðalhlutverk: Julie Walters, Anthony Higgins, Janes Henfrey. Þetta er ekki góð mynd. Og alls ekki vond. .. .„kvennareynsluheimurinn" er að mest- um hluta viðfangsefni þessarar myndar. Og samkvæmt handriti hefur hann einkanlega fengist neðan mittis; um það vitna misklúrir brandarar söguhetjanna. Að vísu nær Gold- schmidt fram býsna skörpum persónum í þessum samtalssenum og yfirleitt ágætum leik, en allt yfirbragð myndarinnar er engu að síður slappt. Og innihaldið dauft. - SER. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðasti drekinn (The Last Dragon) Bandarísk karatemynd með dúndurmúsík. Fram koma De Barge (Rhythm of the Night), Vanity og flutt er tónlist með Stevie Wonder, Smokey Robinson, og The Temptations, Syreetha Rockwell, Charlene, Wille Hutsch og Alfie. Aðalhlutverk: Vanity og Taimak karatemeist- ari. Sýnd kl. 5. Einnig kl. 3 um helgar. Hafnarfjarðarbíó „Runaway" Sakamálamynd með Tom Selleck (Magn- um) og Gene Simmons (í hljómsveitinni Kiss). Sýnd kl. 9. TÓNLIST Norræna húsið Verk ungra íslenskra tónskálda flutt á laugar- dag kl. 17, ítengslum við UNM (Ung nordisk musik). Meðal höfunda eru Mist Þorkels- dóttir, Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórðarson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Sigurður H. Sig- urðsson og Grímsbörnin Bára og Lárus. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.