Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK
Á reikningsskilum
Áramót eru tími hinna miklu reikningsskila, ekki einungis hjá Lánasjóði náms-
manna heldur einnig hjá einstaklingum. Ég horfist þannig um áramót í augu við sjálf-
an mig, í augu við fortíð mína og í augu við framtíð mína — sem slíka. Þessi úttekt
byrjar um miðnætti á gamlárskvöld þegar mér verður litið í spegil á ganginum um
leið og ég skýst framhjá með fangið fullt af blysum og flugeldum, krakkastóðið æp-
andi á eftir mér og dómkirkjuklukkurnar glymjandi í útvarpinu. I örskot stundar sé
ég bregða fyrir á glerinu mannsandliti með rakfægða kjamma, bauga undir augum,
suðu í eyrum og dýpri drætti við munnvik en á brúðkaupsmyndinni forðum, þegar
krakkarnir voru ekki enn komnir til sögunnar. Þeir ýta hins vegar á eftir og ísömu svip-
an og maðurinn hverfur af speglinum, tuldrar hann við sjálfan sig: „Þarna hefurðu
það. Þú ert hérna ennþá." — í hreinskilni
sagt: þetta er í eina skiptið á árinu sem
mér gefst tóm til að horfast ærlega í
augu við sjálfan mig. Ég læt það duga.
Ég geng þess ekki dulinn samt að sú
stund rennur upp að ég mun sjá eftir að
hafa ekki horfst betur í augu við sjálfan
mig á meðan gafst enn tími til að draga
af því einhvern lærdóm. Ég veit ekki hvar
eða hvernig eða hvenær líf mitt skreppur
saman í þann lokapunkt en harla líklegt
að ég tauti með sjálfum mér innan um
framlengingarsnúrur læknisfræðinnar:
„Þarna hefurðu það." Líklegt einnig að
þessi lokaorð mín verði á sömu nótum
og flestra ykkar hinna.
Að því er varðar annan þátt hinna
miklu reikningsskila um áramót, að horf-
ast í augu við fortíðina, þá er þess að
geta að það geri ég venjulega um eða
eftir hádegi á nýársdag. Ég nem þá stað-
ar við stofugluggann, horfi út á mann-
auða götuna, þar sem grábröndóttur
fressköttur lötrar eftir stéttinni innan um hráviði af útbrunnum skrautljósum, horfi
lengi og reyni að rifja upp hvenær ég hafi farið að sofa í gær. Ég lít þannig um öxl
til fortíðarinnar og hlýt að játa, svo að mér verði ekki brugðið um ósannsögli, að þessi
nálæga fortíð er hulin sömu móskunni og forsögulegur tími í upphafskaflanum á
kennslubók í mannkynssögu. Það man ég lengst aftur að ég sat klofvega á nágranna
mínum á miðju stofugólfinu og söng hástöfum „Ég berst á fáki fráum fram um veg"
en undir slíku kjörorði hlýtur maður að fjarlægjast fortíðina hraðar en hún nálgast
mann. Að lokum hverfur kötturinn úr augsýn, ég gefst upp við forttðina og fer að
hlusta á forsetann.
Þriðji þáttur hinna miklu reikningsskila, að horfast í augu við framtíðina, hefst
þegar ég leggst til hvílu kvöldið á undan fyrsta vinnudegi eftir hátíðar. Um leið og
ég slekk Ijósið verður þessi framtíð Ijóslifandi í myrkrinu allt um kring og svo ofur-
nálæg að engu er líkara en hún hafi skriðið uppí til mín. Morgunn hins fyrsta vinnu-
dags er hlaðinn sömu ógn og morgunn hins efsta dags. Munurinn sá einn að á efsta
degi þurfa menn ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni, en á fyrsta vinnudegi
eftir áramót verður manni þvílík ofraun að vita af allri þessari framtíð, sem bíður
manns, vansvefta með kviðfylli af kræsingum, að maður bregður á það ráð að grípa
dauðahaldi í núið og kallar sig góðan að geta hangið í núinu allan þann fyrsta vinnu-
dag uns maður lognast út af um kvöldið. Þar með er lokið hinum miklu árlegu reikn-
ingsskilum í lífi mínu sem verða að duga þar til ég fer í endanlegt uppgjör undir eitur-
gufunum svo hættulega nærri áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
En áramót eru ekki einungis tími reikningsskila í lífi einstaklinga. Þau eru einnig
notuð sem tilefni til reikningsskila í lífi þjóða og heimsbyggðarinnar allrar. Stjörnu-
eftir Jón Örn Marinósson
flokkur úrvalsþegna ryðst fram í blöðum og útvarpi og skrifar og flytur svonefndar
áramótahugleiðingar eða áramótaávörp og metur atburði liðins árs, segir hvaða lær-
dóma skuli af þeim draga og spáir um horfur á nýbyrjuðu ári. Nágranni minn, stórat-
hafnamaður í íslensku þjóðlífi, hefur lengi átt sér þann draum æðstan að bætast í
þennan stjörnuflokk áramótablaðanna. Árið um kring ver hann sérhverri frístund í að
þrautlesa Newsweek, Time, Der Spiegel, LExpress, Herald Tribune, íslensku dag-
blöðin og Alþingistíðindi og fer síðan að bíða eftir því, forspenntur í desemberbyrjun,
hvort einhverju blaðanna detti nú ekki í hug að leita til hans, senda á hann Ijósmynd-
ara og biðja hann að svara spurningum eins og „Hver þótti þér merkasti atburðurinn
á árinu? Hverju spáir þú um framvindu í heimsmálum?" og svo framvegis. En slíkt
hefur aldrei gerst. Þegar við hittumst á
gamlárskvöld, er nágranni minn ævin-
lega mjög þungur á brún. „Hefurðu lesið
það sem stendur í blöðunum?" spyr
hann ólundarlega. „Geturðu ímyndað
þér annað eins?! Þeir leita til manns eins
og Dóra í Fretiðjunni og biðja hann að
spá í efnahagsmálin á næsta ári!" Ég
svara auðvitað á hverju gamlárskvöldi að
þeir hefðu fyndist mér átt að leita til
hans, nágranna míns. „En þú færð að
tala, þegar þú verður forsætisráðherra,"
bæti ég við og brosi glettnislega, „vittu
bara til." Svo settumst við niður og
hlýddum á áramótaávarp forsætisráð-
herra sem varð kveikjan að eftirfarandi
línum:
Á brúninni Steingrímur bergnuminn sat.
I bjarginu milljónir sungu,
en ægir við klettbríkur allt hvað hann gat
ólmaðist höggunum þungu.
Bjuggu samt friður og föðurleg ró
á forsætisráðherrans tungu;
með andlegri stillingu andann 'ann dró
í andþrungin framsóknarlungu.
Úti við hafsbrún hann auga fékk smellt
á „umbætta og glaðari framtíð"
og í bjargfastri sannfæring betri'ana hélt
en bölþunga islendings samtíð;
skynjaði í fjárska að skammt væri í lausn
á skuldarans vonlausu þrammtíð,
og oss mundi kæta með indælli rausn
alþjóðleg samskipta „whamm-tíð".
Á hengiflugsbarminum hafði 'ann við orð
að hollt væri loftið í vitum
og einatt jafnaðist ekkert á borð
við island í sauðalitum.
En hægt skyldi farið um gjögur og grjót,
glerhált af sjófugla skitum,
og hangið með Þorgeiri á þjóðlegri rót
i þverhnípi á súluritum.
I málflutning öllum hann miðlaði oss von
um mannlíf sem stórbatnað gæti
ef hugdjarfur Steingrímur Hermannsson
héldist í öndvegissæti.
Og víst er það huggun í veraldarraun,
er villa oss byltingarlæti,
að á umskiptatímum þá breytist ei baun
Botnssúlnahöfðinginn mæti.
HAUKUR Í HORNI
NÝTT BJÓRFRUMVARP
,,Já, vissirðu ekki að þeir
samþykktu að banna öll
ílát með lóðréttum hand-
fönguml"
2 HELGARPÖSTURINN