Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 23
Berðu á mér þá mun ég berja á þér Hitt leikhúsið frumsýnir söngleikinn Rauðhóla-Ransí Alveg á nœstunni (vonandi 17. jan.) mun Hitt teikhúsid frumsýna afar nýstárlegan söngleik, sem hef- ur hlotið nafnið Rauðhóla-Ransí í þýðingu Megasar. Verkið, sem á frummálinu ber heitið Trafford- Tanzie, er skrifað afbreska leikrita- höfundinum Claire Luckham. Upp- haflega var hún beðin um að skrifa leikrit fyrir leikhús eitt í London, leikrit um konur sem hœgt vœri að flétta inn í breska jafnréttisbaráttu. Fyrstu gerð verksins lauk hún við 1976; tveimur árum síðar var það fullbúið í þeirri gerð sem það hefur síðan verið sýnt í, en það var 1981 að það sló í gegn í Bretlandi. Síðan hefur það verið sýnt víða um heim, alls staðar við stormandi lukku. Verkið fjallar um stelpu sem alin er upp í fátækrahverfi og þýðandinn hefur í þessu tilfelli hugsað sér að hún hafi alist upp í sumarbústað í Rauðhólunum... Það „slum" er að vísu löngu liðið undir lok og margir sem áreiðanlega ekki kveikja á rauðu perunni. En þýðandanum var vandi á höndum í okkar íslenska „velmegunarþjóðfélagi". Það hefði t.d. engan veginn gengið að kalla aðalsöguhetjuna Breiðholts- Brynju. . . En hvað er svona nýstárlegt við verkið? Jú, það er allt sett upp innan glímuhrings og á því sviði eiga sér stað til skiptis venjuleg samtöl, söngvar, dansar og síðast en ekki síst slagsmál. Verkið segir sögu Rauðhóla-Ransíar alit frá því að hún fæðist og þar til að hún gerir upp málin við kærastann sinn í lokin. Glímur lífs hennar eiga sér stað inn- an hringsins. Fyrst þarf hún að tak- ast á við foreldra sína, einkum móð- ur, þar sem að þau vildu að hún hefði fæðst strákur. Þá eru það glím- urnar við vinkonuna, skólasálfræð- inginn og fleiri andstæðinga — og kærastann að lokum. Hann er glímukappi og persónu- legar aðstæður Ransíar verða til þess að hún ákveður að læra box. Hún er hvort sem er búin að læra öll brögð lífsins, lögmál frumskógarins, og ákveður að best sé að fullnuma sig í glímunni svo að hún geti betur barið á öðrum í stað þess að láta stöðugt berja á sér. Æfingar hófust fyrir tveimur mánuðum undir leikstjórn Páls B. Baldvinssonar, en í þessu stykki dugir engin venjuleg leikstjórn — leikararnir þurfa að læra glímu til að geta valdið hlutverkunum. Þeir hafa því bæði verið í stífri líkamsrækt undir leiðsögn Sóleyjar Jóhanns- dóttur, sem jafnframt semur dans- Guðjón Redersen bítur Eddu Heiðrúnu Backman í nefið í uppfærslu Hins leikhússins. ana í sýningunni, og síðan voru fengnir hingað til lands breskir feðg- ar, Brian Vete og Cliff Twemlow, til að kenna þeim sjálfa glímuna, en þeir eru m.a. „stuntmen" að atvinnu sem e.t.v. mætti íslenska sem glæfragosa. Það eru svona fýrar sem taka að sér glæfraleg hlutverk í kvikmyndum eins og að stökkva út um glugga í tíu hæða logandi húsi. í aðalhlutverkunum eru Edda Heiðrún Backman sem leikur titil- hlutverkið, Edda Björgvinsdóttir sem leikur móður hennar, Andri Örn Clausen leikur dómarann, Guðjón Pedersen kærastann og Kristín Kristjónsdóttir vinkonuna. Kolbrún Halldórsdóttir er aðstoðar- leikstjóri en lærir þar að auki öll kvenhlutverkin ef ske kynni að ein- hverri þeirra skriplaði á fjölbragða- skötunni. Auk þess syngur hún í sýningunni. Dóra Einars sér um búningana og Jakob Magnússon út- setur tónlistina sem mestmegnis eru gamlir slagarar í irónískum búningi. „Það hefur verið æðislega gaman að vinna þessa sýningu," sagði Kol- brún í spjalli við HP, ,,að fá tækifæri til að vinna leikrit þar sem maður þarf að taka sjálfan sig í gegn frá grunni. Við þurfum að læra „wrestl- ing“ til að geta leikið glímukappa." Hún upplýsti okkur um að Bjarni Felixson hefði lagt til að „wrestling“ yrði þýtt hér með orðinu fangbrögð en ekki fjölbragðaglíma sem er önn- ur og hörkulegri útgáfa á glímu. At- vinnuglíma væri eins konar leikur þar sem „keppendurnir" væru bún- ir að ákveða fyrirfram hvers konar brögð þeir hefðu í tafli, en fjöl- bragðaglíman væri hörkulegri. Fólk tæki þátt í henni til að láta berja sig í spað. Fangbrögðin aftur á móti ganga út á að kunna að gefa og taka á móti. Leikararnir hafa náttúrulega stælst reiðinnar býsn frá því að „líkams- og górilluræktin", eins og þeir kalla hana, hófst. ,,í dag lyftum við stelpurnar meiru en strákarnir gerðu í upphafi," sagði Kolbrún stolt. „Nú erum við sterkari en með- al karlmenn!" Edda Heiðrún Back- man kvaðst í upphafi æfingatímans hafa verið lurkum lamin og fundist þetta hálf asnalegt, en nú svifi hún um bæinn sterk og stælt. Hún sagð- ist mjög ánægð með þjálfunina, mikið jafnvægi hefði verið í henni, þ.á m. sérstakur matarkúr. Hvað segja þær um boðskap verksins? „Ég heid að glíma höfundar við formið hafi borið boðskapinn ofur- liði,“ segir Kolbrún. „En litli heilinn veit samt alltaf innst inni að Ransí átti að fæðast strákur. Formið er afskaplega gróft og skemmtilegt. Þarna er hvatalífið gjarnan látið ráða. Þetta fólk fram- kvæmir það sem flestir láta sér nægja að hugsa um." -JS JAZZ Coltrane og Garner — sársauki og gleði Skífan heldur áfram að flytja inn Pabló skíf- ur, RCA og Savoy og með þessu áframhaldi verður búðin við Borgartún brátt Mekka djassgeggjaranna. Að sjálfsögðu var Basie ofarlega á Pablolistanum og meðal titla sum- ir er aldrei hafa sést hér áður svosem The Gifted Ones og Live in Japan. Ella Fitzgerald er með honum á Classy Pair og svo var að koma skífa með henni sem tekin var upp í Ronnie Scott klúbbnum 1974: Ella in London. Það er mikið stuð á þeirri skífu í lög- um einsog Sweet Georgia Brown, The Man I Love og Lemondrops. Tommy Flanagan, Joe Pass, Keeter Betts og Bobby Durham skipa undirleikarasveitina. Svo eru nokkrar Peter- son skífur og þar af eini splunkuný: Good Life. Peterson er í bland við klarinettumeist- arann Buddy DeFranco á OP Meets BDF og trompetjöfurinn Freddie Hubbard Face to Face. Oscar leikur líka á píanóið á skffu Söru Vaughan, sem nefnd hefur verið hin guð- dómlega, How Long Has This Been Going On? Þar er gömlu lögunum gefið nýtt líf —• líka því sem Lionel Hampton sagðist hafa samið fyrir íslendinga á sínum tíma: Mid- night Sun. Síðasta skífa blúsbeljarans Big Joe Turners er komin: Patcha, Patcha All Night Long þarsem Jimmy Witherspoon syngur með honum. Þessi skífa var tekin upp í apríl 1985, nokkrum mánuðum fyrir dauða hans. Norman Granz á Pablo og áður átti hann Verve. Þegar hann seldi Verve ætlaði hann að setjast í helgan stein og huga að mál- verkasöfnun sinni og sjá um tónleikahald nokkurra helstu listamanna sinna ss. Count Basie og Ellu Fitzgerald, en raunin varð önn- ur. Hann gat ekki haldið sig frá hljómplötu- útgáfunni og stofnaði Pablo sem hann skírði í höfuð uppáhaldsmálara síns, Picasso. Út- gáfa Pablo hefur fyrst og fremst verið svíng og bopp, en á stundum hefur Norman brugð- ið útaf vananum einsog útgáfur hans á tónlist John Coltranes sanna. Skífurnar eru fjórar: Afro Blue Impressions, The Paris Concert, The Europian Tour og Bye Bye Blackbird. Allar eru þær hljóðritaðar á Evróputónleika- ferðum Coltrane kvartettsins 1962 og 1963. The Europian Tour (Pablo Live 2308-222) er sögð frá tónleikaför Coltranes um Evrópu 1982, en er að öllum líkindum tekin upp í Stokkhólmi 22. október 1963. í það minnsta má finna útgáfur sem eru á þessari skífu á Affinity og Byg skífum frá þeim tónleikum. Upptökur eru þó miklu betri á Pablóskífunni og blúsinn frægi Mr. P.C. er þar heill og tekur upp aðra hliðina — þetta er ein kraftmesta útgáfa Coltranes á blússtefinu sínu vinsæla, en það heyrist ekki ósjaldan í túlkun ís- lenskra. Önnur verk á skífunni eru styttri. Ópus Billie Eckstiens: I Want To Talk About You, sem Coltrane hljóðritaði fyrst með Red Garíand tríóinu 1958, Naima, sem fyrst heyrðist á plasti á plötunni Live at Birdland. Þar var líka fyrsta útgáfan af I Want To Talk About You, með einleikskaflanum langa og fræga. Sú skífa var hljóðrituð mánuði eftir að Coltrane kom úr þessari Evrópuför og að mörgu leyti var hann ferskari í Stokkhólmi þetta októberkvöld en á Birdland — hlust- endur trúlega líka. Þessi skífa er upplögð fyrir þá sem ekki eiga mikið af Coltrane kvartettinum með McCoy Tyner, Jimmy Garrison og Elvin Jones — og enginn þarf að hræðast abstrakt- ið. Hér eru blúsar og fagrar bailöður í faðm- lögum. Coltraneistar verða að sjálfsögðu að eignast plötuna. Það komu líka nckkrar Garner skifur í Skíf- una m.a. Close Up In Swing og That’s My Kick (RCA NL 89433). Sú skífa er mjög merki- leg á ferli meistarapíanistans. Þar sleppir hann tríóleiknum og bætir við gítari og bongótrommu við bassann og settið. Milt Hinton leikur allstaðar á bassann og færari rýþmaleikari finnst trauðla og á flestum verkanna er Jose Mangual á bongótromm- um, en samstarf þeirra Garners var mjög ná- ið á síðari árum meistarans. Það er einsog þessi breyting á hrynsveitinni hleypi nýju lífi í Amadeus sveiflunnar og skífan er einhver sú besta er hann sendi frá sér. Sex ópusanna eru frumsamdir — uppsveifla, fönk, róman- tík og samba heyrast þar og svo eru fimm standardar. Blue Moon og Autumn Leaves, sem Garner hefur spilað þúsund sinnum hljóma sem nýir og hallærissöngvarnir: The Shadow of Your Smile og More öðlast nýja vídd — svo er mögnuð túlkun á aríu Gershwins úr Porgy And Bess: It Ain't Neces- sarily So. Það var aðeins einn Garner okkur sendur af máttarvöldunum. Hann er horfinn af þessari lífstjörnu en verk hans ekki. Hvorki var hann skáld sorgar né sútar heldur gleði og hamingju og meðan ég hlustaði á That’s My Kick fór ég fljótt að brosa — Garner fær mann líka stundum til að gráta, en það eru gleðitár. Mættu fleiri hans líkar fæðast — listamenn lífs og hamingju. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.