Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 25
USTAUPPGJOR 1985
GAGNRÝNENDUR HP TELJA FRAM ÞAÐ MARKVERÐASTA SEM
GERÐIST í LISTUM Á LIÐNU ÁRI
BOKMENNTIR
Fyrir bókmenntirnar í landinu var síðast-
liðið ár fremur gott. Sú ánægjulega þróun
hélt áfram frá fyrra ári að bóksala óx veru-
lega frá því sem var áður o'g virðist því lokið
í bili nokkurra ára samdrætti í bóksölu. Hitt
er svo annað mál að fremur fátt er um góð-
bókmenntir efst á metsölulistanum þar sem
Alistair MacLean trónir efstur, en vonandi
njóta bókmenntirnar góðs af góðri bóksölu.
Hér verður aðeins reynt að athuga þann
hluta bókaútgáfunnar sem telja má til skáld-
skapar, en vonandi gefst seinna tóm til að
velta betur fyrir sér útgáfunni í heild og öðr-
um hlutum hennar.
Skáldsagnagerð stendur með nokkrum
blóma um þessar mundir. Sögurnar eru held-
ur færri nú en í fyrra, og er það áberandi að
það eru sárafá forlög sem gáfu út íslensk
skáldverk á árinu og sum sem áður hafa átt
drjúgan hlut að máli koma varla þar við
sögu. Einnig hefur það aukist að höfundar
sjálfir gefi út skáldsögur sínar, en fram undir
þetta hefur það verið bundið við ljóðaútgáfu.
Það eru höfundar á milli þrítugs og fertugs
sem eru mest áberandi í skáldsagnagerðinni
í ár. Athyglisverðustu sögurnar eru að mín-
um dómi Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson og
Gulleyjan eftir Einar Kárason. Pétur lýkur í
sinni bók við að segja frá Andra Haraldssyni
og kynnir einnig til sögunnar fyrirmynd
hans, Guðmund Andra Haraldsson og segir
af honum sérstaka sögu. Tekst þessi lokun
verksins mjög vel hjá Pétri. í Gulleyjunni
heldur Einar Kárason áfram að segja frá
Karolínu spákonu og fólkinu í gamla húsinu
sem sagt var frá í Þar sem Djöflaeyjan rís.
Vefur þessarar sögu er fínlegar ofinn en í
þeirri fyrri og stíllinn vandaðri, en einnig
kemur í ljós hversu vandlega hugsuð og unn-
in heild þessar tvær bækur eru.
Ágæt er saga Hafliða Vilhelmssonar, Beyg-
ur, en þar beitir hann flóknari frásagnar-
tækni en hann hefur áður gert auk þess sem
stíllinn er vel unninn og er hér um að ræða
hans bestu bók til þessa og umtalsverða
framför frá fyrri verkum. Vigdís Grímsdóttir
hélt áfram á þeirri sérstöku braut sem hún
markaði sér í Tíu myndir úr lífi þínu og er
hún að kanna forvitnilegar leiðir í skáldskap
sínum.
Ég var ekki sérstaklega hrifinn af Marg-
sögu Þórarins Eldjárns þó þar í sé að finna
nokkrar ágætar frásagnir, en hann var engu
að síður að kanna forvitnilega stigu í þessu
verki. Einnig fannst mér Guðlaugi Arasyni
bregðast nokkuð bogalistin í sögunni Sóla,
Sóla. Hann gengur út frá mjög góðri hug-
mynd um að tengja fortíð og nútíð en tekst
ekki að skapa jafnvægi og dýpt í úrvinnslu
þessa efniviðar. Stefanía Þorgrímsdóttir
skrifaði háðskt ádeiluverk á nútímakonuna.
Ekki veit ég á hverskonar flipp þeir Guð-
bergur Bergsson og Vésteinn Lúðvíksson eru
komnir. Skáldverk þeirra á árinu eru fremur
undarleg. Vésteinn sendir frá sér dæmisögu-
safn undir áhrifum austurlenskra spekimála,
en Guðbergur háðska ævintýrasögu um
þjóðfélagsleg fyrirbæri ýmis, þar sem hann
leikur sér með margvísleg forn sagnaminni.
Ein af sögupersónum Guðbergs, Hermann
Másson sendi einnig frá sér sérkennilega
sögu á árinu, og er það fremur fátítt að sögu-
persónur gefi þannig út bækur í raunveru-
leikanum á bókavertíðinni, og verður slíkt
kannski enn frekara tilefni til að velta fyrir
sér hvað sé eiginlega raunveruleiki og hvað
sé skáldskapur.
Slíkar vangaveltur má einnig hafa uppi um
sögu Sigurðar A. Magnússonar af Jakobi Jó-
hannessyni en fjórða bindi þess mikla verks
kom út á árinu. Þetta bindi, Skilningstréð,
finnst mér mjög gott, bæði leggur Sigurður
mikið í stílinn og eins finnst mér lýsing hans
á þroska Jakobs og því umhverfi sem hann
lifir í, ekki síst á hugmyndaheimi hans, ákaf-
lega vel gerð og mjög forvitnileg.
Af öðrum verkum má nefna smásagnasafn
eftir Kristján Karlsson, sögu eftir Guðmund
Daníelsson og Páll H. Jónsson sendir frá sér
sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna, kominn
hátt á áttræðisaldur. Einnig má geta frum-
raunar Eiríks Brynjólfssonar í smásagna-
safninu í smásögur færandi.
Ástarsögur og reyfaragerð er með minnsta
móti í ár, en þó koma út þrjár ástarsögur, eftir
þær Snjólaugu Bragadóttur sem sendir nú
íslensku stúlkuna sína til Holly wood, Birgittu
Halldórsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur
sem enn er að.
Alltaf er gefið mikið út af ljóðum þó skáld-
skapargildi þeirra sé misjafnt. Fjölritaútgáf-
an hélt áfram en þó nokkuð minni en oft
áður, eftir því sem ég fæ best séð, en annars
er oft undir hælinn lagt hvort maður sér þær
bækur.
Þrjár ljóðabækur skera sig úr á árinu. Eru
það Ný ljóð Þorsteins frá Hamri, Tíundir eftir
Jóhann S. Hannesson og Ljóð námu land eft-
ir Sigurð Pálsson. Einnig komu í vor út at-
hyglisverðar bækur eftir Gyrði Elíasson og
Sigfús Bjartmarsson og önnur frá Gyrði í
haust. Atli Ingólfsson átti á árinu vandaða
frumraun í bókinni Ljóstur. Aðrir höfundar
sem áttu verk á árinu voru t.d. Jóhann
Hjálmarsson, Jóhamar, Jón Bjarman, Þuríð-
ur Guðmundsdóttir, Gunnar Dal, Ingimar Er-
lendur o.fl.
Þýddar skáldsögur komu margar góðar út
á árinu. Helst er þar að nefna Dag í Austur-
botni eftir Antti Tuuri, Mehmed mjóa eftir
Yasar Kemal sem Þórhildur Ólafsdóttir þýddi
beint úr tyrknesku, Ástkonu franska lautin-
antsins eftir John Fowles, Af jarðarför lands-
móðurinnar gömlu eftir Marques, Göngin
eftir Sabato, Ævi og ástir kvendjöfuls eftir
Fay Weldon og fleira mætti eflaust telja. Enn
heldur sú þróun áfram að vönduð þýdd
skáldverk eru gefin út í auknum mæli og er
það vafalaust að þakka þeim þýðingarsjóð-
um sem starfandi eru; þeir peningar skila sér
margfaldlega aftur.
Unnendur góðs skáldskapar þurfa ekki að
kvarta yfir árinu sem var að liða. Þó skáld-
verk séu ekki hátt hlutfall heildarútgáfunnar
og þau hafi ef til vill verið fremur fá á síðasta
ári, komu tiltölulega mjög góð verk út.
Þó ekki sé ætlunin að fjalla hér um endur-
útgáfur á eldri verkum verður ekki hjá því
komist að minnast á frábæra útgáfu á þeim
skáldskap sem hvað best hefur dugað þjóð-
inni í aldanna rás, en það er útgáfa íslend-
ingasagnanna í tveimur bindum frá Svörtu á
hvítu, það er sennilega athyglisverðasta út-
gáfa ársins.
G.Ást.
BARNABÓKMENNTIR
Það skyldi þó aldrei verða talið með merk-
ari viðburðum síðastliðins árs, að myndasög-
um fækkaði að mun. Eða fækkaði þeim
kannski ekkert? Eitt er þó víst, að miklu
minna ber á myndasögum en undanfarin ár,
og enginn hefur skákað Tinna, Ástríki og
Lukku-Láka. Það er gott, að sumu leyti, því
óhóflegur ,,lestur“ myndasagna dregur úr
lestri annarra bóka, en að hinu leytinu er við
því að búast, að myndbönd hafi leyst mynda-
sögur af hólmi. Og þá leiðir framtíðin í ljós,
hvort bóklestur minnkar eða dregst saman.
Útgefendur eru að vonum ánægðir með söl-
una fyrir jólin, og nú er bara að vona, að
framhald verði á sömu lund.
Ég sagði í pistli fyrir jólin að Fuglarnir okk-
ar væri bók ársins og held það sé rétt. Þar fer
saman vandaður texti, glæsileg hönnun, fal-
legar myndir, og forlagið hefur lagt metnað
í að vanda útgáfuna að öðru leyti. Þar með
er þeirri viðteknu venju hafnað, að bækur
handa börnum eigi að vera hundódýrar og
þar með óvandaðar að miklu leyti. Fuglarnir
okkar er fræðibók en ýmislegt bitastætt kom
út af skáldskap. Ég vil nefna Blómin á þakinu
eftir Brian Pilkington og Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur og Gunnhildi og Glóa eftir Guð-
rúnu Helgadóttur með myndum eftir Terry
Burton og Úlfar Örn. Þetta eru ævintýri úr
hversdagsleikanum, hnyttilega samin og
skemmtileg. Og báðar bera merki nýlegri
stefnu í útgáfu íslenzkra forlaga: Myndir eru
vandaðar og vel prentaðar, án þeirra stendur
textinn varla fyrir sínu.
Þá vil ég geta um framtak Námsgagna-
stofnunar að gefa út bækur handa börnum
og unglingum, sem eiga í lestrarörðugleik-
um. Ég hef séð þrjár þeirra, Bara skrœpa eft-
ir Andrés Indriðason, Bras og þras á Bunu-
lœk eftir Iðunni Steinsdóttur og Flautan og
vindurinn eftir Steinunni Jóhannesdóttur.
Þetta var kærkomin viðbót í skólabókakost-
inn, bráðnauðsynleg. Lilla gula hænan er
orðin fjarska ellimóð.
íslenzka unglingasagan er dálítið bundin
við vandræðagang unglinga, ósjálfstæði, ást-
ina. Persónur þessara sagna virðast mér
fremur vera týpur, ekki sjálfstæðir einstakl-
ingar. Hins vegar komu út nokkrar afbragðs-
sögur þýddar, t.d. Tex eftir Susan Hinton og
Sumar á Flambards eftir K.M. Peyton.
Hvorutveggja eru vel samdar, persónur
bráðlifandi og með skýr einkenni, hver um
sig. Og efni þeirra lætur unglinga ekki
ósnortna. Auðvitað er þar líka fjallað um ást-
ina og ósjálfstæðið, en frásögnin verður
markvissari og eðlilegri, af því að persónurn-
ar eru jafnlifandi og raun ber vitni.
Ætli hafi ekki komið út um 100 bækur
handa börnum og unglingum? Kannski eitt-
hvað fleiri. Og víst voru margar góðar, fleiri
en við eigum að venjast, færri lélegar. Og síð-
ast en ekki sízt; Útgefendur vanda betur frá-
gang bóka sinna en áður tíðkaðist.
-SS
LEIKHÚS
Ef tekið er mið af f jölda sýninga og aðsókn
er auðvelt að halda því fram að síðastliðið ár
hafi verið blómlegt leiklistíu-ár. Bæði at-
vinnuleikhúsin í Reykjavík frumsýndu verk
sem slógu í gegn og á Akureyri var einnig
sýnt fyrir fullu húsi bæði vor og haust. Frjáls-
ir leikhópar störfuðu á höfuðborgarsvæðinu
af nokkrum krafti, þó oft hafi verið líflegra á
þeim bæ.
Fjöldinn allur af skólasýningum var hald-
inn og fieiri tugir sýninga hjá leikfélögum út
um landsbyggðina. Það er nærri útilokað að
áætla með neinni vissu fjölda þeirra sem
komið hafa beint nálægt leiklistarstarfsemi á
árinu, en það kæmi mér ekki á óvart þó sú
tala vari eitthvað á annað þúsundið. Sem
sagt fjölbreytt og fjölskrúðugt leiklistarlíf í
landinu árið sem leið, einkum og sér í lagi ef
miðað er við höfðatölu.
Þó ýmislegt sé satt í þeirri mynd sem hér
að framan er dregin upp, þá hljómar þetta
eins og í landkynningarriti og segir varla
nema tæplega hálfa sögu.
Burðarásar leiklistarlífsins í landinu eru at-
vinnuleikhúsin, Þjóðleikhúsið, Leikfélag
Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar.
Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að
fylgjast með starfsemi LA, en að sögn okkar
manns á staðnum hafa sýningar þess á árinu
verið góðar og notið mikilla vinsælda og er
þar helst að minnast söngleiksins um Piaf frá
vormisseri og svo sýningarinnar á Jólaævin-
týri nú á haustdögum.
Verkfall BSRB haustið 1984 hafði þau áhrif
á leikhúsin í Reykjavík að breyta varð áætl-
unum og fresta sýningum nokkuð eða taka
þær alveg af dagskrá í bili. Frumsýningar
urðu því heldur færri en til stóð.
Vormisseri Þjóðleikhússins einkenndist af
því að þá voru einkum sýndar nýjar upp-
færslur á gamalkunnum og vinsælum verk-
um: Skugga-Sveinn (frumsýndur fyrir ára-
mót), Kardimommubærinn og íslandsklukk-
an. Gömul og góð verk á að sjálfsögðu að
taka upp aftur og aftur með einhverju milli-
bili, en er þetta ekki fullmikið á sama leikár-
inu? Glansnúmer vorsins átti að vera söng-
leikurinn Chicago og nógu mikið var í hann
lagt, en þrátt fyrir það var sú sýning meira og
minna misheppnuð — það tókst ekki að end-
urtaka Gæja og píur. Éftirminnilegasta leik-
sýningin á stóra sviðinu er uppfærsla Hauks
Gunnarssonar á Rashomon. Þar var einnig
mjög góð sýning íslenska dansflokksins á
Dafnis og Klói.
Á litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum
voru nokkrar ágætar sýningar og er mér þar
eftirminnilegust sýningin á Gertrude Stein í
leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar þar sem
Helga Bachmann átti frábæran einleik.
Haustið hefur verið fremur óvenjulegt í
báðum leikhúsunum því vegna vinsælda
ágætra sýninga voru önnur verkefni lögð til
hliðar og má deila um þá ákvörðun, þó hún
þjóni pyngju leikhúsanna vel, Þjóðleikhúsið
frumsýndi í haust ágætan gamanleik, en síð-
an kom hin frábæra sýning á Grímudansleik
Verdis sem ruddi öðrum sýningum til hliðar
vegna fádæma og verðskuldaðra vinsælda.
Á annan í jólum var svo frumsýnd metnaðar-
full sýning á Villihunangi Tsjekhovs undir
stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, um marga
hluti flott sýning.
í Iðnó hófst árið á vandaðri sýningu á leik-
ritinu Agnes — barns guðs í leikstjórn Þór-
hildar Þorleifsdóttur. Síðast í febrúar var þar
frumsýndur Draumur á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare undir stjórn Stefáns Baldurs-
sonar. Nemendur á síðasta ári Leiklistarskól-
ans tóku þátt í þeirri sýningu sem var mjög
vel gerð og bráðskemmtileg. í maí var svo
frumsýnt nýtt verk Ólafs Hauks Símonarson-
ar, Ástin sigrar sem notið hefur góðra vin-
sælda. í haust sýndi leikfélagið Land míns
föður eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist
Atla Heimis. Efnislega er ekki sérlega mikið
spunnið i það verk, en sýningin er geysigóð,
fjörleg og skemmtileg, enda hefur ekki ann-
að verið sýnt í Iðnó fyrr en frumsýndur var
gamanleikur ágætur milli jóla og nýárs.
Afrakstur ársins hjá atvinnuleikhúsunum
er því fremur misjafn. Ekki er sérlega mikil
reisn yfir Þjóðleikhúsinu og er rýr hlutur
frumsaminna íslenskra verka áberandi á ár-
inu. Má í alvöru spyrja sig að því hvaða
menningarstefnu leikhúsið fylgir nú um
stundir og er hætt við að ekki verði greitt um
svör. Útkoman hjá Iðnó er jafnari en hjá
Þjóðleikhúsinu, en vissulega eru umsvifin
ekki eins mikil.
Áhöld eru um hvort flokka á Hitt leikhúsið
með atvinnuleikhúsum, en það hefur sýnt
Litlu hryllingsbúðina við miklar vinsældir
nærri látlaust allt árið.
Af sjálfstæðum leikhópum er það að segja
að Stúdentaleikhúsið var með daufara móti
á árinu miðað við nokkur undanfarin ár.
Fyrri hluta árs voru þar á ferð tvær fremur
undarlegar sýningar, uppfærsla Kára Hall-
dórs á Draumleik Strindbergs og sýning Hall-
dórs E. Laxness á tveimur „hreyfiverkum"
byggðum á Litla prinsinum og Píslarsögu
Jóns þumlungs. Alþýðuleikhúsið efndi ekki
til stórvirkja, þó nokkurt lífsmark væri með
því, tvær sýningar ágætar á fyrri hluta ársins
og svo grátt gaman um ástina á Borginni í
haust. Nýtt leikhús, Kjallaraleikhúsið tók til
starfa í kjallara pakkhúss við Vesturgötu 3
og var þar sýnd við óhemju frumstæðar að-
stæður mjög eftirminnileg leikgerð Helgu
Bachmann á nokkrum sögum Ástu Sigurðar-
dóttur. Revíuleikhúsið sýndi Grænu lyftuna á
Broadway. Það er reyndar kraftaverk að
þessir hópar skuli allir vera starfandi, því
ekkert hefur ræst úr húsnæðisvanda ieik-
hópanna eins og þessi upptalning ber með
sér. Hvenær ætla smákóngarnir í kerfinu að
láta af aumingjaskap sínum og láta af hendi
eitthvað af þeim húsum sem hýst geta leik-
starfsemi?
Nemendaleikhúsið er svolítið sér á parti,
en það átti góðan hlut að Draumi á Jóns-
messunótt, auk ágætrar sýningar á nýju
verki Nínu Bjarkar í fyrravetur. 1 haust var
þar frumsýnd þrælmögnuð sýning á
„Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari"
undir stjórn Stefáns Baldurssonar.
Niðurstaða? Jú, — fjölskrúðugt leiklistarlíf
blómstrar, það gerist margt, sumt gott, ann-
að sæmilegt, og eitthvað misheppnast eins
og gengur, en ég hef á tilfinningunni að þetta
sé ekki með bestu leiklistarárum — það er
eitthvert trukk sem vantar.
G.Ást.
KVIKMYNDIR
Árið 1985 var gott kvikmyndaár í bíóhús-
unum. Óvenjumargar og góðar myndir voru
sýndar, þótt vantað hafi upp á að ýmsir gim-
steinar sem framleiddir voru 1984 hafi borist
til landsins. I því sambandi má geta „The
Purple Rose of Cairo" í leikstjórn Woody
Allens (sem væntanleg er í Háskólabíó) og
„The Kiss of the Spider Woman“ sem Hector
Babenco gerði og sýnd verður bráðlega í
Bíóhöllinni. Mikið bar á listrænum metnaði
leikstjóra og gamalreyndir kvikmyndarefir
sendu frá sér afbragðsmyndir (eins og Wim
Wenders, Peter Heir, David Lean, Woody
Allen og Milos Formarí). Einn af hápunktum
kvikmyndaársins var Tarkovskí-hátíðin er
nokkrir íslenskir ofurhugar tóku sig til og
buðu samnefndum leikstjóra hingað til lands
og kynntu myndir þessa merka sovéska leik-
stjóra. Á heildina litið voru erlendar myndir,
sem hér voru sýndar yfir venjuleg gæða-
mörk og er það ánægjulegt að kvikmynda-
HELGARPÓSTURINN 25