Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 29
LÁRA V. JÚLI'USDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR „GAT TÆPAST TALAÐ UM ÞAÐ ÓGRÁTANDI." „Ég man enn eftir því þegar for- eldrar mínir skildu, en þá var ég fimm ára gömul og næstyngst af fjórum systkinum. Þetta var auðvit- að áfall fyrir okkur og hafði ein- hvers konar lamandi áhrif. Þetta kallaði síðan fram í manni ábyrgðar- tilfinningu, því maður uard að standa sig. Fyrst á eftir varð maður óskaplega þægur, eða það finnst mér að minnsta kosti í minningunni þó allir segi núna að ég hafi verið óþekkur krakki. Það er kannski af því að systkini mín voru aldeilis sér- lega þæg og góð. Það hefur haft gífurleg áhrif á mig að vera skilnaðarbarn og hefur vissulega mótað afstöðu manns til hjónabands og barneigna. Ég tel að fólk í skilnaðarhugleiðingum eigi að leita í auknum mæli sérfræðiráð- gjafar svo hægt sé að undirbúa börn- in betur undir það áfall sem skilnað- ur er þeim og hugsanlega að koma í veg fyrir ótímabærar skyndi- ákvarðanir. Skilnaður foreldra minna var slíkt stórmál fyrir mig til- finningalega að ég gat tæpast talað um það ógrátandi fyrr en um tví- tugt. Það var litið á mann sem eitt- hvert viðundur í skólanum sem barn, því þá var ekki jafnalgengt og nú að vera skilnaðarbarn. Maður þurfti að vera að útskýra þetta fyrir bekkjarsystkinum sínum, sem sum hver vissu varla hvað það þýddi að foreldrar manns væru ekki í hjóna- bandi. Annað hvort herðir slík reynsla börn, eða brýtur þau niður. Þau áhrif, sem skilnaður hefur á börn, eru vafalítið afar misjöfn eftir aðstæðum hverju sinni. Oft er ekk- ert annað hægt að gera en slíta hjónabandinu og þegar börnin hafa orðið vitni að miklum átökum hljóta viðbrögðin að verða önnur en hjá mér, þar sem ekkert slíkt hafði átt sér stað. Nú eru tímarnir líka breytt- ir vegna þess hve skilnuðum hefur fjölgað í seinni tíð og viðhorf fólks gagnvart skilnaði allt önnur en voru 1956.“ ILUUGI JÖKULSSON BLAÐAMAÐUR „FRÁLEITT AÐ KENNA UM SKILNAÐI FOR- ELDRA SINNA." „Ótrúlega margir af sterkustu skákmönnum heims nú á seinni ár- um eru börn einstæðra foreldra. Fischer, Spasskí, Korchnoi og Kasparov ólust allir upp hjá mæðr- um sínum einum. Sumir myndu freistast til þess að túlka þetta á þann veg að börn, sem alin eru upp hjá öðru foreldrinu eingöngu, leggi harðar að sér við að sanna tilveru- rétt sinn en önnur börn. (Hvað er þá betra en að reyna að máta andstæð- inginn?) Ég held ekki að þetta sé rétt. Auðvitað hafði það samt áhrif á mig að vera barn aðskildra foreldra. Mamma gerðist formaður í Félagi einstæðra foreldra og þá þurfti að fara að sleikja frímerki á fundarboð, brjóta saman jólakort, pakka inn lukkupökkum á barnaskemmtanir og sendast út um borg og bý með skilaboð og skýrslur. Allt tók þetta óratíma sem ég hefði miklu heldur viljað verja í að lesa. Ég get hins vegar ekki sagt að skilnaður for- eldra minna hafi valdið því að mér væri strítt í skólanum, ég fengi martraðir allar götur síðan eða liði sálarkvalir. Mér var strítt af því ég var næstum dvergvaxinn fram eftir öllum aldri og hét Illugi í þokkabót. Martraðir verða ekki umflúnar og það er fráleitt að kenna skilnaði for- eldra sinna um slíkt. Þetta hljómar sjálfsagt eins og ein- tómir stælar eða óþarfa léttúð, því sagt er að fjöldi barna taki skilnað afar nærri sér og hann valdi þeim vanda, sem síðar þarf að glíma við. Þá það — allt er þetta mikill harmur. Mér þykir hins vegar vont að sleikja frímerki, en ég hefði ekki haft neitt á móti því að verða heimsmeistari í skák.“ SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR LEIKKONA /#EG ÁKVAÐ AÐ MÉR ÆTTIAÐ FINNAST ÞET7A ERFITT." „Ég var tíu ára gömul, þegar pabbi og mamma skildu. Þetta var skýrt mjög rækilega fyrir mér áður en pabbi fór og þess vegna varð þetta aldrei neitt sérstakt áfall fyrir mig. Ég man að ég var í sveit þegar hann fór, en hann flutti þá til Banda- ríkjanna. Hann hringdi og talaði við mig um þetta, en hann hafði þar að auki setið hjá mér eina kvöldstund og sagt mér frá öllu saman, svo þetta kom mér ekkert mikið á óvart. Hins vegar hafði ég aldrei heyrt for- eldra mína rífast eða neitt í þá veru og losnaði því alveg við það álag, sem því fylgir. Bæði pabbi og mamma giftu sig síðan aftur þegar ég var 13 ára. Það skeði meira að segja sitt hvorn dag- inn. Þá ákvað ég að mér œtti að finnast það erfitt! Það er alltaf verið að tala um að þetta sé svo óhemju- lega erfitt, en ég held að þetta hafi aldrei verið neitt gífurlegt vanda- mál fyrir mig, því þau voru svo góð við mig — hvort í sínu lagi. Mér leið ekki síður vel með þeim eftir á en fyrir skilnaðinn og hefði t.d. alls ekki kært mig um að þau héldu hjónabandinu áfram sem einhverj- um greiða við mig. Mér fannst hins vegar í kringum ungiingsárin að þessi reynsla ætti að vera mér erfið, en það var meira vegna þess að maður var að leita eftir einhverri slíkri dramatík. Þetta var notað sem útskýring á eigin óhamingju, þegar maður átti erfiðu árin sín. Ég get ekki sagt að það hafi orðið mér einhver lærdómur að vera skilnaðarbarn. Það er nú einu sinni svo að maður verður sjálfur að reka sig á og verða sér út um eigin lífs- reynslu, á þessu sviði sem öðrum." STEENJOHANNSSON SÖLUSTJÓRI „PABBIREYNDIAÐ KAUPA MIG." „Pabbi minn er danskur og þau mamma skildu nú þegar ég var mjög ungur, svo ég man ekkert eftir þeim atburði sem slíkum. Mamma flutti hins vegar með mig heim til ís- lands og þó ég eignaðist seinna stjúpa, hugsaði ég mikið um þennan pabba sem ég ætti úti í Danmörku og iangaði óhemjulega mikið til að hitta hann. Þetta setti því svo sann- arlega svip á uppvöxtinn. Klassískt dæmi um rómantíkina í kringum hinn óþekkta föður! Ég byrjaði fyrir alvöru að leita að pabba mínum þegar ég hafði ákveð- ið að fara á heimsmeistaramótið í handknattleik 1978 og vissi að leið- in myndi liggja um Danmörku. Mamma hafði alltaf reynt að koma í veg fyrir að ég leitaði hann uppi, því hún vissi að hann gat kyrrsett mig úti á meðan ég hafði ekki náð 16 ára aldri. Mín eina von til þess að finna „gamla manninn" var fólgin í að- stoð frænku minnar í Kaupmanna- höfn og fyrir hennar tilstilli hittumst við síðan heima hjá henni, þó það væri næstum fyrir tilviljun. Pabbi var þá búsettur í Thailandi, en hafði einmitt komið heim til að halda þar upp á fimmtugsafmælið sitt. Þetta urðu miklir fagnaðarfundir og strax fyrsta daginn fór hann að ausa í mig peningum — kaupa mig. í gegnum öll okkar samskipti var hann sífellt að kaupa sér velvild mína, sem ég held að sé ekkert ein- stakt fyrir hann. Þetta er örugglega gryfja, sem margir lenda í, sem ekki hafa forræði yfir börnum sínum. Mig hafði langað til að hitta pabba alla mína ævi og til að byrja með var þetta eins og hreint ævintýri. Ég hafði aldrei haft jafnmikil fjárráð og svo lýsti hápunkturinn sér i því að hann bauð mér að koma til Thai- lands. Þetta er löng og flókin saga, sem minnir einna helst á spennu- sögu, því faðir minn reyndist vera vafasöm persóna í vafasamri at- vinnugrein og ég átti að endingu fótum fjör að launa. Það má því eig- inlega segja að draumurinn hafi brotlent allharkalega. Þegar maður kemst á unglingsárin virðist pabb- inn í útlöndum hins vegar sveipaður ævintýrahulu og það getur enginn komið vitinu fyrir mann eftir að maður tekur það í sig að leita upp- runans. Ég er hins vegar og verð alltaf mömmustrákur!" FLOSI ÓLAFSSON LEIKARI „ÞÓni ÞETTA ALVEG EÐLILEGT." „Ég man nú ekki eftir því þegar foreldrar mínir skildu, því ég var aðeins fjögurra ára gamall þegar það átti sér stað. Við mamma bjugg- um eftir þetta hjá ömmu minni á Vesturgötunni, en pabbi bjó í Lækj- argötu svo það var ekki langt að fara, ef ég vildi finna hann. Ég ólst upp undir handarjaðri móðurömmu minnar og ég minnist ekki annars en mér hafi bara þótt þetta alveg eðlilegt. Foreldrar mínir voru líka samtaka um að láta mér finnast þetta eðlilegur gangur mála. Skiln- aðir voru hins vegar miklu fátíðari á þessum tíma en nú er og þurfti talsverðan kjark til. Þegar ég var orðinn eldri, spurði ég mömmu hvernig stæði á því að þau hefðu skilið á þeim tíma þegar slíkt var nær einstætt. Ég man ekki annað en hún gæfi mér þær skýr- ingar, sem mér þóttu eðlilegar. Það er auðvitað fremur einfalt að láta fjögurra ára barni finnast eðlilegt að foreldrar þess búi sitt í hvoru lagi, en ég man að þegar pabbi giftist aftur, fjórum árum síðar, reyndi ég að fá hann ofan af því. Við sátum niðri í Lækjargötu og ég spurði hann hvort hann gæti ekki bara tekið saman við mömmu aftur. Honum tókst hins vegar með lagni að sýna mér ein- hvern veginn fram á að sá flötur fyndist ekki á málinu. Það var mikil gæfa fyrir mig að al- ast upp hjá henni ömmu minni og á sumrin var ég síðan uppi í Borgar- firði hjá föðurafa mínum, Sigurði á Oddsstöðum og Vigdísi konunni hans. Á báðum stöðum var ég í af- skaplega góðu atlæti. Mamma giftist ekki aftur fyrr en ég var orðinn sextán ára.“ eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.