Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 11
sér hvort ferjan muni ekki láta á sjá eftir að hafa leikið hlutverk flótta- mannabúða í marga mánuði. . .“ Pirringur húmanistans í Kaup- mannahöfn er tvíþættur. Ef við byrj- um á flóttamannabúðunum, þá er fyrst að spyrja: Hvað gerir að verk- um að skip er illa leikið eftir hlut- verk sitt sem flóttamannabúðir? Er búist við að skipið breytist í nokkurs konar flóttamannabúðir eins og við sjáum stundum í sjónvarpi, þar sem mannlífið er í brúnum litum og vatnið sótt í fötu, gruggugt og fullt af veirum? Eða getur það verið að dökkhært fólk sem orðið hefur fyrir þeirri ógæfu að fæðast langt í burtu frá íslandi hafi aldrei lært mikilvægi hreinlætis? Eða það sé svo fáfrótt að það álíti gat á gólfi vera klósett og þvoi sér síðan um hendur í því sem við vitum að er klósett? Kveiki bál í brú skipsins og malli þar undarlega lyktandi pottrétti sem venjulegir Is- lendingar fá magakveisu af? Já. Ahyggjur landans eru margar. Nú, hinn hluti pirringsins er hinn sígildi bjálki í eigin auga. Reynsla mín af þjóð minni er nefnilega sú að hún álíti útlöndin flóttamannabúðir (í íslenskum skilningi þess orðs). Ofáar dyr eru lokaðar íslendingum eftir að þeir hafa haldið fagnaði á er- lendri grund. Hvort sem þeir hafa átt sér stað í norrænu skammdegi eða í suðrænni sól. Útlönd eru greinilega álitin leiksvið sem hverfa þegar þau eru yfirgefin. í einskærri kátínu og gleði eru vaskar rifnir upp með rótum, rúður brotnar og hvað er æla á milli vina? Nei. Ef talið á að snúast um hreinlæti held ég að Is- lendingar, það er að segja þeir mörgu sem áhyggjur hafa af ferj- unni Norrænu, ættu frekar að fara víðreist um eyjuna fögru og kenna bræðrum sínum, systrum og sjálfum sér hvernig þokkaleg umgengni göfgar sálina og eykur hróður þjóð- ar okkar meðal annarra þjóða. Og sjá, slóðir íslendinga verða spegil- gljáandi! Ágætis tækifæri til að kynnast hreinlætisástandi fólks á flótta væri að opna land okkar fyrir því. Á móti gæti það lært hvernig vera má hamingjusamasta þjóð í heimi. PS. Á þessum tímum mengunar, þar sem höfin breytast í geislavirka drullupolla, langar mig til að vita hvernig blaðamaður Helgarpóstsins skýrir trú sína á að þriggja mánaða sigling Norrænu um Ermarsund á vegum þýsks skipafélags geri skipið spegilgljáandi? Erla Sigurdardótlir blaðamadur Kaupmannahöfn BILALEIGA REYKJAVIK: AKURHYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUF-JÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTADIR: VOPNAI JÖRÐUR: SEYÐISFJÖRDUR: FÁSKRÚDSFJÖRDUR: HÖFN HORNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent HITACHI IÐNTÖLVUR PCJ-16 frá Hitachi er byggö upp af einingum, 128 inn-/útgangar hámark, tímaliöar, teljarar, prentara-/tölvutengi, hœgt aö forrita meö PC-tölvu. Allt aö 16 iöntölvur geta unniö saman viö samtengingu um Ijósleiöara. Aöstoöum viö kerfis- og hönnunarvinnu ef óskaö er. ' TÆKNI :VAL Grensásvegi 7, 108 Reykjavík, Box 8294, S: 81665, 686064 Hættu að pæla og gerðu eitthvað! Before Afiet . BUSIUNt ■ í L UPP AfiM i R IJPP ARM . Mlf) Sf CTION s WAISI .ABDOMfN , HIPS . L UPP THIOH 9 R UPP THIGH .o l MID THIGH R MID THIGH Lt I T KNEF .) RIGHr KNt F. .. LEPT CALF .. RIGHT CALf .6 LFPT ANKLE ., RIGHr ANKl [ Ný leið til megrunar 3 vikna kúr 3 tímar Clarins megrunarnudd 3 tímar Kwik Slim Fótaaðgerða- og snyrtistofan Viktoría Eddufelli 2-Sími 79525 HELGARPOSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.