Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 2

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 2
UNDIR SOLINNI * Islenskt hugvit, í pistlum mínum þetta stutta en fagra sum- ar hef ég endrum og eins gert mér íslenskt hugvit að umtalsefni, og þá vitaskuld mælt því bót, eða það held ég megi segja. Ég hef nefnilega álitið — og er sennilega ekki einn um þá skoðun — að við eigum íslensku hug- viti ýmislegt að þakka; meðal annars það að þjóðin skrimtir enn við ómælt mótlæti í harðbýlu landi, í trássi við undangengin eld- gos og sjúkdómafar, hafís og móðuharðindi, gigtveiki og fjárfelli, danska áþján og einok- un, maðkað mjöl og skort á snæri, rímbull og rímnastag, og ekki síður það hversu illa mör- landinn hefur alla tíð verið búinn til fótanna. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt af því sem mest plagaði forfeður okkar. Er ekki viðkvæðið á tyllidögum og fund- um karlhópa að íslenska hugvitið, það sé okkar mesta auðlind — hana beri að virkja og helst flytja út öðrum þjóðum til eftir- breytni? Núorðið virðist manni loks sýnt að farið sé að gefa íslensku hugviti þann gaum sem vert er. Það er nefnt í sömu andrá og frægustu þjóðardyggðir, ekki bara í ræðu útvarps- stjóra á gamlárskvöld eða í tölu forsætisráð- herra á sautjándajúní eða í jómfrúrræðum þingmanna; heldur hafa ungir framfara- menn nú bundist samtökum og komið á fót heilli sýningu til vegsemdar íslensku hugviti. Það er kannski tímanna tákn að til að rúma sýninguna og hugvitið dugir ekkert minna en stærsta íþróttahús landsins, sem jafnframt er stærsta samkomuhús sem þjóðin á í að venda. Svo sannarlega var kominn tími til — og þótt ég hafi enn ekki séð Tæknisýninguna svokölluðu eða sýninguna íslenskt hugvit ’86, þá hugsa ég mér gott til glóðarinnar. Hér er þó ærið tilefni til nokkurra hugleið- inga. íslendingar hafa nefnilega ekki alltaf borið tilhlýðilega virðingu fyrir hugviti sínu og hugvitsmönnum. Og máski hleyp ég svo- lítið á mig þegar ég segi að það hafi verið hugvitið sem fleytti þjóðinni yfir viðsjár- verða tíma — kannski er nákvæmara orða- lag að segja að þjóðin hafi þraukað á brjóst- vitinu, sem er annað vit, en þó skylt. Allt fram á okkar daga hafa íslenskir hugvits- menn mátt búa við sinnuleysi og slen, svo ekki sé meira sagt. Og margur hugvitsmað- urinn hefur ekki hlotið annað að launum en dár og spé. Síðari tíma mönnum hefur lærst að meta að verðleikum löngu gengna hugvitsmenn, eftir Egil Helgason sem hljóta fögur eftirmæli í sögubókum: Torfi í Ólafsdal sem fann upp þurftaþingið þúfna- bana, Björn í Sauðlauksdal sem sumir segja að hafi fundið upp íslensku kartöfluna og Sigurður málari sem fann upp íslenska þjóð- búninginn. Og það er hægt að nefna þá miklu fleiri. En þó er með sanni hægt að ætla að mestu og frumlegustu hugvitsmenn íslendinga fyrr á öldum hafi enn ekki hlotið maklega upp- reisn æru, enda er þeirra aldrei getið að öðru en heimsku og heimskupörum. Samt voru þeir á marga lund á undan sínum samtíma og tókust á við vandamál sem enn vefjast fyrir vísindamönnum. Eftirgrennslanir þeirra um eðli himintunglanna enduðu með skelfingu, ekki síður en athuganir frægra endurreisnarmanna suður í álfu. Þeir glímdu við ráðgátur rúmmálsfræðinnar og drógu hvergi af sér við að ausa fljótandi vökva í botnlaust stórkerald. Atferli spendýra vakti með þeim spurn og einnig var þeim hugleik- ið að gera húsakost hérlendra betri og hag- kvæmari — þótt það yrði raunar dýrt spaug. Ekki eru síður athygli verðar tilraunir þeirra með flókið samspil ljóss og myrkurs, sem frægar urðu þegar þeir reyndu að bera myrkrið út úr bæ sínum á Bakka í Svarfaðardal og ljósið þangað inn aftur. Ber þetta ekki vott um áræðið hugarfar og óslökkvandi þekkingarþorsta? Já, þeir voru forvitnir um eðli alheimsins, bræðurnir á Bakka, Bakkabræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi. Að þessum hugvitsmönn- um hafa íslendingar hlegið og hlæja víst enn. Var ekki líka hlegið að Edison þegar hann tók að bjástra við grammófóna og ljósaperur, og ekki síður dátt þegar Wright-bræður hófu sig til flugs um loftin blá? Kannski er rétt að það komi fram hér að náinn ættingi minn, sem heldur sig hafa sér- fræðiþekkingu um þetta efni, telur af og frá að hugvitið hafi verið að þvælast fyrir íslend- ingum síðasta árþúsundið. Jú, raunar telur hann víst að það fólk sem hingað kom fyrst og tók að kalla sig íslendinga hafi búið yfir vissu hugviti, sem kannski er réttara að kalla verksvit — en það er annað vit, en þó skylt. I aldanna rás hafi þjóðin síðan smátt og smátt gloprað niður öllu þessu viti, þar til svo var ástatt að hér bjó við sult og seyru sauð- svartur almúgi, sem ekki hafði vit á því hvernig hægast mætti gera sér lífið bærilegt í eigin landi, þjóð sem í rauninni lifði í fullum og gagnkvæmum fjandskap við landið. ís- lendingar voru ekkert annað en sníkjudýr á sauðkindinni, segir téður ættingi. Og ef ís- lendingar telja sig geta gortað af einhverju hugviti, þá er það allt komið frá útlöndum... I framhaldi af þessu er náttúrlega forvitni- legt að fara út í þá sálma hvers vegna íslend- ingar eru alltaf neðstir í alþjóðlegum eðlis- fræðikeppnum, en efstir á alþjóðlegum mót- um kraftajötna. En það væri líklega efni í aðra grein og tæpast styttri. Þangað til árna ég öllum íslenskum hugvitsmönnum, fyrr og síðar, heilla... HAIIKUR Í HORNI NÝR SAMBANDSSTJÓRI: „Engin stefnubreyting er væntanleg og enn sem fyrr setjum við kúgildið ofar manngildinu" 2 HELGARPÓSTURINN /

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.