Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 7
j Bókhaldsóreida í Skálholtsskóla: RlKISENDURSKðDUN ÞEF- ABI06 REKTORINN FAUK Riki og kirkja hafa reist þagnarmúr um máliö — Kirkjuráö situr ískuldasúpunni — Kirkjuráðs- menn telja að samiö hafi veriö um máliö bak viö tjöldin til aö foröa kirkjunni frá álitshnekki. Fjármálaóreiða er víöar innan íslensku þjóðkirkjunnar og stofnana er tengjast henni en í Skálholtsútgáfunni, sem greint var frá í síðasta tölublaðiHelgarpóstsins. Þrátt fyrir að það œvintýri hafi varað stutt sat kirkjuráð, œðsta stjórn þjóðkirkjunnar á milli kirkju- þinga, uppi með skuldir er námu um 15—17 milljónum króna. Á sama tíma og kirkjuráð glímdi við þann skuldahala vafði annar sig um fjárhirslur kirkjuráðs. Það voru leifar frá rektorstíð sr. Gylfa Jónssonar í Skálholtsskóla, en hann gegndi því starfi í rúm þrjú ár, eða frá þvíaðsr. Heimir Steinsson lét af störfum á vor- mánuðum 1982 og þar til Gylfi hœtti skyndi- lega þann 31. ágúst 1985. Á þessum tíma var fáheyrð óreiða á bók- haldi Skálholtsskóla á sama tíma og rekstur- inn gekk illa og skuldir hlóðust upp. Meðal annars voru bókhaldsgögn um tekjur af veit- ingasölu og gistiaðstöðu ófullnœgjandi, ekki var skilað inn söluskattsskýrslum vegna þess- ara tekjuþátta og endurskoðuðum ársreikn- ingum var ekki skilað inn til ríkisbókhalds þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Þegar það loks var gert og ríkisendurskoðun hafði yfir- farið þá og sent reikninga fyrir árin 1982 til 1984 ásamt athugasemdum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins þann 6. ágúst 1985 leið ekki nema tœpur mánuður þar til Gylfi sagði starfi stnu lausu. LANGUR SKULDAHALI Skálholtsskóli er eins og Skálholtsútgáfan, og reyndar Hjálparstofnun kirkjunnar líka, sjálfseignarstofnun og tengist því ekki þjóð- kirkjunni nema að óverulegu leyti. Þó er þess getið í lögum um skólann að kirkjuráð ásamt menntamálaráðuneytinu beri endanlega rekstrarlega ábyrgð á skólanum. Eftir að rekstrarerfiðleikarnir og bókhaldsóreiðan varð öllum ljós síðstliðið haust hefur mennta- málaráðuneytið hinsvegar viljað ýta þessum beiska bikar frá sér og túlkaði lögin á þann hátt að því bæri einungis að sjá skólanum fyrir til- skildu rekstrarfé. Það hefur því komið í hlut kirkjuráðs og þess ráðuneytis sem það heyrir undir, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að mæta þessum vanda. Þessir aðilar, ásamt skólanefnd Skálholtsskóla, knúðu á um upp- sögn Gylfa og réðu síðan eftirmann hans, sr. Rúnar Þór Egilsson, prest á Mosfelli. I ráðning- arsamningi sr. Rúnars er kveðið á um að hann byrji á byrjunarreit, þ.e. þurfi ekki að kljást í starfi sínu við þann skuldahala er Gylfi skildi eftir sig. Þann skuldahala hefur síðan kirkju- ráð verið að greiða upp í samráði við ráðuneyt- ið og stjórn skólans. ÁRSREIKNINGUM EKKI SKILAÐ Þegar Gylfi tók við starfi rektors 1. júní árið 1982 hafði Heimir Steinsson stýrt skólanum og rekið fjármál hans á tíu ára tímabili. A þeim tíma hafði skólinn skilað af sér endurskoðuð- um ársreikningum til ríkisbókhalds á réttum tíma og þeir verið endurskoðaðir af ríkisend- urskoðun án athugasemda. Rekstur skólans hafði gengið vel þrátt fyrir hefðbundnar um- kvartanir um fjársvelti og þegar Heimir skilaði rekstri hans af sér var skólinn nær skuldlaus og stóð nokkuð traustum fótum. Þegar ríkisbókhald vann síðan að ríkisreikn- ingi fyrir árið 1982 hafði þeirri stofnun ekki borist ársreikningar frá Skálholtsskóla og var þeirra óskað bæði við menntamálaráðuneytið og Skálholtsskóla. Þeir bárust hinsvegar ekki fyrr en seint og um síðir og vantar því ársreikn- ing Skálholtsskóla i ríkisreikning fyrir árið 1982. Sama sagan endurtók sig árið eftir og vantar því einnig ársreikninga skólans í ríkis- reikning fyrir 1983. Þetta vakti töluverða at- hygli á sínum tíma og kom m.a. fram fyrir- spurn á Alþingi um hverju þetta sætti. SÖLUSKATTI EKKI SKILAÐ Ríkisbókhaldi barst hins vegar ársreikning- ur Skálholtsskóla fyrir árið 1984 og var hann sendur til ríkisendurskoðunar um svipað leyti og ársreikningar fyrir árin 1982 og 1983. Sú stofnun gerði margar athugasemdir við reikn- ingana og fylgiskjöl er þeim fylgdu, t.d. vant- aði mikið uppá að fylgiskjöl vegna tekjuinn- komu af veitinga- og gistisölu á sumrin væru fullnægjandi og þar af leiðandi trúverðug og var Gylfi krafinn nánari upplýsinga. Á svipuðum tíma gerði skattstofa Suður- lands athugasemdir vegna sömu veitinga- og gistisölu. Þrátt fyrir að öll veitingasala til al- mennings sé söluskattsskyld höfðu skattstof- unni ekki borist neinar söluskattsskýrslur frá Skálholtsskóla. Þegar farið var ofan í þessi mál kom í ljós að vanframtalinn söluskattur náði tvö ár aftur í tímann. Gylfi bar fyrir sig vankunn- áttu á söluskattskerfinu og sagði að hann hefði talið að ekki þyrfti að greiða söluskatt af þeim veitingum er Skálholtsskóli seldi ferðamönn- um á sumrin þar sem öll aðföng voru keypt með söluskatti. Samkvæmt heimildum HP komst Gylfi að samkomulagi við skattstjóra Suðurlands, Hrein Sveinsson, um að endur- greiða einhvern hluta þessa söluskatts en hvorki Gylfi né Hreinn vildu upplýsa HP um hvers eðlis þessi samningur hafi verið en Gylfi staðfesti hins vegar tilvist hans. BÓKHALDIÐ ÓFULLNÆGJANDI Skattstjórar hvers skattaumdæmis hafa heimild til að fella niður álag og dráttarvexti af vangoldnum söluskatti ef þeir telja gildar ástæður fyrir því vegna sérstæðra ástæðna. Ef þær eru hins vegar ekki nægar er málið lagt fyrir embætti ríkisskattstjóra og rannsóknar- deild þess og síðan kemur til kasta ríkisskatta- nefndar að meta þau rök er sá sem ekki taldi fram eða greiddi söluskattinn hefur máli sínu til varnar. Ef þau síðan þykja ekki haldbær, og ef ekki er eðlilega staðið að færslum sölu- skattsskyldra þátta í bókhaldi getur sekt vegna þessa numið allt að tífaldri upphæð hins van- goldna söluskatts. Hvort velvild í garð kirkj- unnar, sem oft á tíðum hefur gefið þeim sem sjá um fjármál stofnana tengdum henni kost á að tefla á tæpasta vað, hefur orðið þess vald- andi að þessi leið var ekki valin skal ósagt lát- ið, en það hefði óneitanlega orðið illt til af- spurnar að kirkjuráð, sem ábyrgðaraðili fyrir rekstri skólans, hefði verið staðið að því að greiða keisaranum ekki það sem keisarans var. Eftir að ríkisendurskoðun hafði krafið Gylfa um staðbetri upplýsingar og hann sent stofn- uninni ný skjöl var hafist handa við að vinna úr þeim. Samkvæmt heimildum HP var allt bókhald í sambandi við veitinga- og gistisöl- una á sumrin í molum. Engin gestabók fylgdi bókhaldinu, en lög munu vera um að gististað- ir haldi slíkar bækur, og þau gögn sem Gylfi sendi ríkisendurskoðun eftir kröfu stofnunar- innar voru sett saman mánuðum og jafnvel ár- um eftir að gistingin hafði verið seld. TÝNT f KERFINU Þegar síðan ríkisendurskoðun sendi árs- reikningana frá sér ásamt athugasemdum sín- um til menntamálaráðuneytisins, stjórnar Skálholtsskóla og dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins þann 6. ágúst 1985 var Gylfa gefinn kostur á að segja af sér eftir að menn höfðu yfirfarið þá. Mjög skiptar skoðanir eru á því meðal þeirra er málið varðar hvort þar með sé það úr sög- unni. Kirkjuráðsmenn og skólastjórnarmenn sem HP ræddi við sögðust vera að bíða frekari aðgerða af hálfu dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins. Þar gaf Þorsteinn Geirsson ráðuneyt- isstjóri hins vegar þær upplýsingar að þetta mál væri alfarið í höndum kirkjuráðs og ráðu- neytið væri því einungis til ráðgjafar í því. Þeg- ar HP sneri sér síðan til formanns ráðsins, Hr. Péturs Sigurgeirssonar Biskups íslands, og leit- aði upplýsinga um þetta mál benti hann aftur á Þorstein Geirsson. Menntamálaráðuneytið er eins og áður sagði búið að þvo hendur sínar af þessu máli. HRÓPANDI ÞÖGN Fyrir utan hversu erfiðlega gekk að fá upp- lýsingar um hvar þetta mál væri statt í kerfinu var enginn þessara aðila fáanlegur til að tjá sig um efnisþætti þess þó svo að gefið væri í skyn að það væri bæði smátt og ómerkilegt. Sumir sögðu að samið hefði verið við Gylfa um end- urgreiðslur (án þess að menn væru fáanlegir til þess að gefa upp hvað hann ætti að endur- greiða), en í samtali við HP bar Gylfi þetta af sér. Hvorki ríkisendurskoðun, dóms- og kirkju- málaráðuneytið né kirkjuráð treystu sér til að greina frá þeim athugasemdum sem fylgdu ársreikningunum frá ríkisendurskoðun og urðu þess valdandi að Gylfi fór fyrirvaralaust úr starfi. Samkvæmt heimildum HP snerust þær um marga þætti, m.a. um vantalda tekju- stofna og launagreiðslur til fjölskyldu Gylfa. Þegar HP leitaði til kirkjunnar manna og innti þá eftir ástæðum þessa leyndarhjúps töldu þeir að þarna væri verið að bjarga þjóð- kirkjunni frá álitshnekki og því hefði verið far- in sú leið að þagga málið niður bak við tjöldin. leftir Gunnar Smára Egilssonl HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.