Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 9

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 9
* £* LANÞEGAR BLEKKTIR STORLEGA 2000 MANNS í BIÐRÖÐ í MAÍ NETTÓAUKNING LÁNSFJÁR ENGIN FASTEIGNASALAR SPRENGJA UPP VERÐ Á undanförnum árum hefur ung- um kaupendum á markaði fækkað um ca. 10% á ári frá þvi sem áður var vegna þess að þeir hafa ekki lagt í íbúðakaup, eða hafa viljað bíða betri tíma! Þetta jafngildir því að 100 fjölskyldur hafi frestað íbúða- kaupum á árinu 1984. Þetta þýðir að gera má ráð fyrir íbúðaþörf umfram það sem eðlilegt getur talist sem svarar til 100—500 íbúða. Allt þetta fólk telst til forgangshóps, eða sam- tals 1650—2050 kaupendur. í frum- varpi er gert ráð fyrir að þessi hópur sé 1100 manns, eða að þörfin sé 30—50% minni en markaðsrann- sóknir gera ráð fyrir. Forgangshóp- urinn er m.ö.o. minni en markaðs- rannsóknir segja til um og því er lánsfjárþörfin vanáætluð. GRÓFLEGA VANMETIN Þetta þýðir að fjárþörf þess hluta forgangshóps sem hyggst festa kaup á sinni fyrstu íbúð er gróflega van- metin af þeim sem eru ábyrgir fyrir frumvarpinu og lögunum. í stað þess að vera 1,3 milljarðar króna er líklegt miðað við sölu fasteigna und- anfarin ár, að fjárþörfin sé um 2,0 milljarðar. Og hér er aðeins talað um kaup á eldra húsnæði. Sé reikn- að með að lán til nýbygginga séu a.m.k. jafn há og lánin til kaupa á eldra húsnæði má gera ráð fyrir að fjárþörf Byggingasjóðs ríkisins fari yfir 4 milljarða króna á næsta ári og er þá aðeins talað um forgangs- hópa. I húsnæðislöggjöfinni er hins veg- ar gert ráð fyrir að heildarfjárþörfin verði miklum mun lægri. Og þá er jafnvel miðað við, að afgreiðslu lána þeirra sem rétt eiga á að kaupa í annað sinn verði frestað í a.m.k. heilt ár. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu íbúð sína á næsta ári geta — vegna hugsanlegrar skekkju í mati á láns- þörf — þurft að sætta sig við veru- lega bið á láni. Ef gert er ráð fyrir, að þeir sem eru að kaupa í annað sinn séu jafn marg- ir og þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn, þ.e. um 1500 manns, skv. könn- un Félagsvísindadeiidar HÍ, má gera ráð fyrir að um 600 þeirra eigi fullan rétt á láni. Miðað við lánareglur ættu lán til þess hóps að nema allt að 600 milljónum króna. Við þetta bætist að 15—20% kaupenda eru 50 ára og eldri og eru í þörf fyrir að minnka við sig húsnæði. Má gera ráð fyrir að um helmingur þessa hóps eigi sömuleiðis rétt á hámarksláni, samtals um 300 milljónum króna. Sé gert ráð fyrir þessu eru 2550 kaupendur á markaði í lánsþörf. Samtals gætu þessir hópar átt rétt á lánum sem nálgast það að vera sú upphæð sem Byggingasjóður ríkis- ins hefur til umráða á næsta ári í heild — ekki bara fyrir þá sem eru að kaupa eldra húsnæði, eins og hér er reiknað með. BIÐLISTAR Á KJÖRDEGI Samkvæmt lauslegum útreikning- um Helgarpóstsins má gera ráð fyrir þvi miðað við þörf og það fjármagn sem dæla á í þetta nýja kerfi, að bið- listar verði lengri um áramót en þeir eru nú og gætu þeir lengst um rúm- lega 200 manns á þessum stutta tima. í maí — þegar gengið verður til kosninga gætu biðlistarnir miðað við forsendur Helgarpóstsins hafa Iengst um sem nemur 500 manns. Vera kann að þá muni 1200—2000 manns bíða eftir afgreiðslu frá Hús- næðisstofnun ríkisins. Og hér er ennþá aðeins verið að tala um þá lánsumsækjendur sem ætla að kaupa eldra húsnæði. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, lýsti skoðun sinni á þessu nýja lánakerfi í viðtali við Þjóðviljann sl. þriðjudag. Þar segir hann m.a.: „Við lítum á breytinguna á húsnæðis- lánakerfinu sem einn mikilvægasta þátt síðustu kjarasamninga. Að mínu viti fela þær í sér stórkostlegar félagslegar umbætur og byltingu fyrir þá sérstaklega sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð.“ Bylting þessi felst í lánsfjáraukningu uppá tæpar fjögur hundruð milljónir. Það er nú allt og sumt. Að kalla nýja kerfið „félagslegar umbætur" er öfugmæli. Til dæmis að taka hefur verið starfandi í Hús- næðisstofnun svokölluð G-lána- nefnd. Nefnd þessi hefur haft það hlutverk m.a. að ákvarða lán til um- sækjenda. Hefur nefnd þessi að ein- hverju leyti metið félagslegar að- stæður umsækjenda s.s. fjölskyldu- stærð, tekjur og eignir. Lánsfjárhæð- in hefur siðan að einhverju marki farið eftir mati nefndarinnar á fé- lagslegum aðstæðum umsækjenda. Samkvæmt nýjum lögum er þetta ekki gert. Ákvæði um breytilegt lán eftir aðstæðum er afnumið. Nú er spurt um nafn og númer lífeyris- sjóðs sem umsækjendur greiða i. Þannig er eigandi tíu milljóna króna húss settur við sama borð og eigna- lausi maðurinn, sem er að reyna að koma þaki yfir höfuð sér. Sam- kvæmt gamla kerfinu hefði eigna- maður þessi ekki fengið lán. í nýju lögunum eru engar félags- legar aðgerðir settar inn til að draga úr áhrifum sölumanna fasteigna á markaðinn. Slíkt væri eðlilegt, ef menn óska þess að ná tökum á markaðnum. Fasteignasalar hafa síðustu daga talað mjög um verð- sprengingu á markaðnum. Nefnd hafa verið dæmi í fjölmiðlum um allt að 20% verðhækkun fasteigna á nokkrum vikum. Skv. upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hafa seld- ar íbúðir í Reykjavík hækkað um 11% frá því að verðið var lægst í vor og þar til í byrjun ágúst. Stórlaxasögur um verðspreng- ingu þjóna þeim tilgangi einum, að skrúfa upp verð fasteigna. Fyrri reynsla sýnir að umræða af þessu tagi hækkar fasteignir í verði og til að setja hugsanlega hækkun á verði fasteigna í samhengi við þá aukn- ingu fjár, sem kemur inní nýja kerf- ið, er rétt að benda á að 5% hækkun fasteigna á föstu verðlagi étur upp þessa „,miklu aukningu lánsfjár" sem svo er nefnd. Fyrir slíkt hefði mátt girða í nýjum húsnæðislögum. Það hefði þá verið hægt að kalla hana félagslega á eftir. HVAÐ MEÐ HINA HÓPANA? Nýir kaupendur á fasteignamark- aði eiga von á lánum frá Húsnæðis- stofnun á næsta ári. Þeir fá e.t.v. ekki meira lánsfé en þeir hefðu get- að náð saman skv. gamla kerfinu, en þeir fá peninga á hagstæðari kjörum. En hvernig skyldu aðrir hópar standa? Sá hópur, sem keypti sína fyrstu íbúð á árunum eftir 1982 verslaði yfirleitt smátt — keypti sér minni íbúðir en ella — og vegna misgengis launa og lánskjara, ásamt lækkun á verði fasteigna á tímabilinu hvíla mikil og þung lán á íbúðum þessa fólks. Hér er að verulegu leyti um að ræða ungt fólk, í mörgum tilvikum fólk, sem þarf að stækka við sig vegna fjölskylduaðstæðna. Þetta er fólkið, sem allir stjórnmálamenn hafa sagst vilja hjálpa úr þeim ógöngum sem því hefur verið stefnt í. Þetta fólk er samkvæmt þessu nýja kerfi réttlaust með öllu. Það getur ekki selt íbúðirnar og stækkað við sig vegna þeirra lána sem hvíla á eignunum. Meðal annars vegna þess að áhvílandi G-lán dragast frá því hámarksláni sem hugsanlegur kaupandi fengi. Þetta fólk á ekki rétt skv. nýja kerfinu fyrr en eftir fimm ár. Það fær enga fyrirgreiðslu hjá opinbera kerfinu vilji það skipta um ibúð. Lífeyrissjóðir lána að öllum lík- indum ekki eftir þessa breytingu og ef bankar draga við sig að lána til húsnæðiskaupa, þá virðist þessi hópur vera dæmdur til að sitja í þeim íbúðum sem keyptar voru á umræddu tímabili. Þeir hins vegar, sem eiga skuld- lausar eignir geta hrósað happi. Skuldlausar íbúðir verða auðseljan- legar, enda verður hægt að fá út á þær hæstu lánin. Þessi hópur manna getur því selt á góðum kjör- um. Hann gæti minnkað við sig, tek- ið lán fyrir nýju íbúðinni hjá Hús- næðisstofnun og staðið eftir með fullar hendur fjár. Þeir sem þannig er ástatt fyrir geta hellt sér í fjárfest- ingar, keypt sér kjarabréf, eða lagt fé sitt í fyrirtæki! Félagsleg bylting ASÍ og atvinnu- rekenda breytir litlu fyrir eigna- lausa launamenn. Þeim gefst kostur á láni uppí íbúð sem gerir þá að leiguliðum í „eigin íbúð". Hér er um að ræða nýtt tilbrigði við svokallaða sjálfseignarstefnu í húsnæðismál- um. Þeim sem komu sér vel fyrir í húsnæði og gátu látið verðbólguna greiða niður fyrir sig lán af ibúðum og húsum — þeim eru hins vegar ýmsar leiðir opnar. HELGARPÓSTURINIM 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.