Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 10

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir og G. Rétur Matthíasson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson, Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson Iheimasími 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Öfugmæli forsetans Þjóðarsátt ASi/VSÍ í síðustu samningum snerist að verulegu leyti um húsnæðismál. Hún snerist um að veita meira fjármagni í hús- næðiskerfi og endurlána það hús- byggjendum á hagstæðari kjörum en slík lán hafa verið á undanfarin ár. Samkvæmt athugun Helgar- póstsins er það hæpið í meira lagi, að gera ráð fyrir því, að íbúðakaup- endur muni með þessu nýja lána- kerfi eiga aðgang að hærri lánum. Lánin verða á betri kjörum og til lengri tíma, en vafasamt er að reikna með meira fjármagni innl kerfið. Fasteignamarkaðurinn er talinn velta um níu milljörðum króna I ár. Mesta nettóaukning á lánsfé, sem nýju lögin gætu skilað er um 4% af veltu fasteignamarkaðarins. Þetta gæti orðið þrjú til fjögur hundruð milljóna krónu aukning. Lækkun út- borgunar í fasteignaviðskiptum í 50% myndi skila þrefaldri þessari aukningu til íbúðakaupenda. Margt bendir til þess að eftir- spurn eftir lánsfé til (búðakaupenda í forgangshópunum, þ.e. meðal þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, sé stórlega vanmetin. Könnun Félagsvísindadeildar Háskóla ís- lands bendir til, að 35% íbúða- kaupenda árlega séu að kaupa sína fyrstu íbúð. Þetta eru a.m.k. 1550 manns. Við þetta bætist sá hópur ungs fólks, sem ekki hefur treyst sér til að kaupa húsnæði undanfar- in ár. Þessi forgangshópur gæti ver- iðábilinu 1650 —2050 manns. i for- sendum lánakerfisins er gert ráð fyrir því, að þessi hópur sé 1100 manns — 30—50% minni en könnun gefur til kynna að hann sé. Með hliðsjón af könnun Félagsvís- indadeildar Háskóla islands má gera ráð fyrir að nýja húsnæðisfyrir- komulagið hrynji fljótlega, að langir biðlistar myndist og lánakerfið standist ekki þá eftirspurn sem er eftir lánum. Fasteignasalar hafa síðustu daga rætt um verðhækkanir á fasteign- um. Nefnd hafa verið dæmi um 20% hækkun fasteignaverðs á nokkrum vikum. Helgarpósturinn upplýsir hins vegar, skv. nýjum upp- lýsingum frá Fasteignamati ríkisins, að fasteignir í Reykjavík hafa hækk- að að meðaltali um 11 % frá því í vor og þar til í ágúst. Reynsla sýnir, að umræður um verðhækkun á fast- eignamarkaði, eins og þær sem fasteignasalar hafa nú hrundið af stað, hækka verð fasteigna. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að 5% hækkun fasteignaverðs á föstu verðlagi skolar í burt allri nettóaukningu húsnæðislánakerf- isins. Forseti ASÍ hefur lýst nýja hús- næðislánafyrirkomulaginu sem stórkostlegri framför og byltingu fyrir þá lántakendur sem eru að kaupa fasteign í fyrsta sinn. Þetta eru öfugmæli. BRÉF TIL RITSTJÖRNAR Af kjötsúpu í Selárdal Kæri Helgarpóstur! Eg vil hér með koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslu er birtist í HP 7. ág. sl. í viðtali við föður minn, Ólaf Hannibalsson, er Bjarni Harðarson átti við hann fyrir skömmu. Þar kemur fram að ég sé ráðin matselja sumarlangt og hafi eldað ljómandi kjötsúpu handa komumönnum. Víst var kjötsúpan góð en því miður átti ég ekki allan heiðurinn af gerð hennar heldur miklu fremur karl faðir minn. Til að kynna lesendum hvað ég er að fara voru málsatvik þau að blm. (ásamt ljósm.) kom/u hingað í Selárdal á sunnudags eftirmiðdegi, fékk/fengu gistingu og fór/u á mánudegi eftir að hafa snætt títtnefnda kjötsúpu. Blm. (og ljósm.) fengu því miður engan kvöldmat Agæti ritstjóri! Minn mælir er mikill og djúpur, — en nú hafa í hann komið þeir dropar sem fyllt hafa svo út af flóir. HP fjall- ar í síðasta tölublaði um Jesú Krist og Sjálfstæðisflokkinn, og í því sam- bandi koma djúpskyggnir rann- sóknarmenn ritsins lítillega inn á til- tölulega sakleysisleg samskipti mín og séra Þóris Stephensens, dóms- prófasts og renna sér þess utan fót- skriðu með mig í farteskinu inní norræna goðafræði. Þar tekst blaðamönnum HP í ótrúlega stuttu máli að hnoða saman ótrúlega mörgum vitleysum. Sumum raunar svo fáránlegum að vissi ég ekki bet- ur myndi ég telja að höfundur hefði verið haldinn tímabundinni sturlan þegar hann skrifaði pistilinn. HP heldur því sem sagt fram í áðurnefndri klausu að röng sé sú staðhæfing Þjóðviljans að klerk- dómi höfuðborgarinnar hafi illilega orðið á í messunni þegar hann bauð einungis íhöldum að stíga í stólinn í tengslum við 200 ára afmæli Davíðs Oddssonar (eða var það Reykjavík sem átti afmæli?). HP upplýsir nefni- lega, væntanlega eftir að hafa lagst drjúga stund í þá rannsóknarblaða- mennsku sem það telur aðalsmerki sitt, að skálkinum Össuri Skarphéð- inssyni hafi verið „boðið að stíga í pontu á afmælisdaginn og það í sjálfri dómkirkjunni þar sem hann á kirkjusókn". Þetta indælisboð dóm- prófasts hafi Össur hins vegar ekki þekkst, vegna þess — og nú kemur sveskjan í enda sperðilsins — að „hann er ekki meðlimur í þjóðkirkj- unni okkar, — hann var nefnilega eitt sinn vígður inn í söfnuð ásatrú- armanna"!!! Mig brestur eiginlega orð yfir þessu ótrúlega hugmyndaflugi. Sannast sagna væri réttast að HP upplýsti hver höfundur téðrar klausu er, svo þjóðin geti sameinast komudag vegna þess að faðir minn var svo upptekinn í viðtalinu að hann sá sér ekki fært að elda kjötsúpuna þann daginn (eins og stóð til) en ég gat ekki hlaupið í skarðið fyrir hann, hvorki við elda- mennskuna né í viðtalinu. Með þessu er ég að leiðrétta þau mistök að titla mig matselju enda er starfssvið mitt ekki skorðað við eld- hús eða innanhússtörf en þeim skiptum við, ég og faðir minn, nokk- uð jafnt á milli okkar, að uppvaski og þvottum meðtöldum, enda ég, og við bæði, jafnréttissinnuð eins og flestir sem mig þekkja vita mætavel. Auk þessa minnist ég ekki að blm. hafi spurt mig né föður minn út í störf mín hér, heldur slær hann upp einhverjum fullyrðingum í blaðinu sem eru ALRANGAR! um að tilnefna hann til næstu Nóbelsverðlauna fyrir hugkvæmni í skáldskap. Mér er nefnilega gersam- lega hulið hvað fær HP til að ljúga mér upp á ásatrúarsöfnuðinn sak- lausan, sem mér vitanlega hefur ekki til slíkra örlaga unnið. Ég get heldur ekki neitað því að ég er pínu- lítið móðgaður yfir því hversu létti- lega og iðrunarlaust nafnlaus stétt- arbróðir á HP fórnar mér á altari hinna fornu goða, og að því er virð- ist án sýnilegs tilefnis. Og hvers eiga Óðinn og Þór að gjalda? Kjarni málsins er þessi: þó ég trúi á mátt minn og megin einsog margt góðra alþýðubandalagsmanna hefi ég aldrei verið ásatrúar, aldrei verið í ásatrúarsöfnuðinum, — og aldrei hugleitt að ganga í hann. Mér er gersamlega hulið hvaða efnaferli í heilabúi viðkomandi blaðamanns hafa leitt til þessara delluskrifa, og kæri mig satt að segja kollóttan um það. En mætti ég biðja um örlítið meiri nákvæmni næst? Það er líka rangt að séra Þórir Stephensen dómprófastur hafi boð- ið mér að stíga í pontu í Dómkirkj- unni á 200 ára afmælinu. Ég veit ekki hvort kennimaðurinn er skráð- ur í Sjálfstæðisflokkinn og er raunar aiveg sama um það, — hann hagar sér einsog eintak af þeirri tegund. Og víst rann honum blóðið til skyld- unnar því á afmælinu bauð klerkur flekklausri íhaldskonu, Katrínu Fjeldsted, að messa. Hitt er sönnu nær að klerkur bauð mér að flytja bæn. Ég var að vísu með bænheitari ungmennum í Ölfusinu á sínum tíma, þegar reykvísk skólayfirvöld afhentu mig heittrúuðum sjöunda dags aðventistum til tímabundinnar varðveislu, en þó kaus ég að af- þakka þetta boð séra Þóris. Mér hugnast nefnilega lítt að gerast kór- stúlka hjá íhaldinu. Aftur á móti er ég búinn og boðinn til að prédika fyrir séra Þóri hvenær sem hann Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Virðingarfyllst. Kristín Olafsdóttir Selárdat. P.S. Til að vera enn leiðinlegri, þá var garðkannan GUL en ekki GRÆN. Ég bið Kristínu Ólafsdóttur afsök- unar á ónákvæmni en vil um leið færa fram nokkra vörn í málinu. Það er alveg hárétt að í því felast vissir fordómar að kalla þig matselju í Sel- árdal. Hefði að minnsta kosti hljóm- að annarlega ef þú hétir Kristinn Ólafsson og værir strákur. En lík- lega er ég heldur samdauna for- dómum eigin samtíma og tímabært að bæta úr því. En nú kemur vörnin. Nefndan sunnudagsmorgun fórum við Claude ljósmyndari niður að garði Samúels í Selárdal og komum ekki heim til ykkar fyrr en matseid var að mestu leyti lokið. Þegar við komum inn þá man ég það að þú varst eitthvað yfir pottunum, — og ég dró þá ályktun að súpan væri þín smíð. Kvöldið áður fengum við hjá ykkur brauð og álegg og mig minnir að þú hafir þá lagt á borð enda vor- um við faðir þinn í hrókasamræð- um. Það hefur svo kannski verið af hógværð einni saman að Ólafur fað- ir þinn gerði enga athugasemd við þessa útlistun á kjötsúpunni þegar ég las viðtalið fyrir hann í handriti. Það má svo leiðréttast hér í leið- inni að undirritaður tók ekki mynd- ina af Ólafi Hannibalssyni í nefndu viðtali eins og misprentaðist í blað- inu, heldur gerði það Claude Guill- ot. Bjarni Harðarson. P.S.: Garðkannan, — áreiðanlega rétt að hún var gul en myndirnar hjá mér voru svarthvítar. vill, og íhaldið má þá fara með bæn- irnar. En tilviljunarkennd slúðurskrif einsog þessa margnefndu klausu úr HP tel ég lítt fallin til að auka veg ís- lenskrar blaðamannastéttar, og alls ekki HP. í kristilegum anda fyrirgef ég ykkur þó, og vona að þið fallið ekki í freistni af þessu tæi aftur. í trú, von og kærleik, Össur Skarphédinsson, ritstjóri Þjóðviljans. LAUSNIR Á SKÁK- ÞRAUTUM 21 Penrose Þessi þraut er all lævís, eins og fleiri í þessum þáttum. Ef svartur ætti leik, hlyti hann að leika sig í mát: 1. -c2 2. Hd2, 1. - Rge7 (f8, h8, h4, f4, e5) 2. Re5 1. - Rfd6 (eða á einhvern annan reit) 2. He3 En hvernig er hægt að halda í horf- inu? Aðeins ein leið er til: 1. Ha2! Þá eru öll mátin óbreytt nema eitt: 1. - c2 2. Ha3. 22 Loyd Hér þarf að fanga svarta biskup- inn. Þegar hann er úr sögunni verð- ur svartur að leika sig í mát, athug- ulir lesendur þekkja þemað úr þrautum síðustu þátta. 1. Hff6! Be7 2. Hbd6! Nú á svartur aðeins um fjóra leiki að velja fyrir biskupinn, og einu gildir hvern hann velur, annarhvor hrókurinn tekur hann í næsta leik, t.d. 2. - Bxd6 3. Hxd6 Kxh2 4. Hh6 mát. Eða 1. - Bc7 2. Hfd6! og nær biskupnum í næsta leik eins og áður. J^^^ustur undir Heklurótum hafa jarðeigendur og Rangárvalla- hreppur eldað saman grátt silfur vegna jarðarinnar Foss á Rangár- völlum. Foss er allstór fjallajörð, ekki talin verðmætari en annað land á ofanverðum Rangárvöllum. Engu að síður hefur hreppsfélagið sótt fast að kaupa jörðina og nýtt til þess forkaupsréttarákvæði sem ný- lega voru staðfest með hæstaréttar- dómi í svokölluðu Ásgarðsmáli Grímsnesinga. Forsaga Fossmáls- ins er í stuttu máli á þá leið að eig- endur jarðarinnár voru 5 systkini og sum áttu enga afkomendur. Tvær systranna gáfu sína jarðarparta til fólks sem búsett er í Rangárvalla- hreppi og hefur að minnsta kosti annar þeirra eigenda nýtt jörðina til búskapar og beitar en sjálfur búið á Hellu. Hreppurinn hefur svo, á þeim forsendum að ekki megi gefa jörð- ina án þess að honum bjóðist for- kaupsréttur, tekið jarðarpartinn til sín. Samhliða þessu hefur Rangár- vallahreppur keypt hina þrjá hlut- ana og leggur nú til atlögu við síð- asta partinn. Mörgum þar eystra þykir þetta hið undarlegasta mál þar sem not hreppsins af Fossi þykja ekki augljós og málið ólíkt mörgum öðrum jarðadeilum hreppsnefnda að því leyti að eigendurnir eru inn- ansveitarfólk... I ■ cecon, sölufyrirtæki SH, SIS og SÍF, hefur ráðið sér framkvæmda- stjóra. Sá heitir Páll Gíslason, — og hefur að sögn Frjálsrar verslunar starfað hjá Utflutningsmiðstöð iðn- aðarins sl. tvö ár. ... N ■ Ti ú mun vera búið að ákveða, að fram fari lokað prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 25. október næstkomandi. Sömu andlitin munu verða á kreiki, en það sem mönnum þykir mest spennandi er hvernig hinn almenni flokksmaður mun númera, þegar nafn Alberts Guðmundssonar blasir við, og þá hvort honum verði veitt siðferðileg ráðning í prófkjör- inu... s ^^teingrímur Hermannsson fer í októbermánuði í opinbera heimsókn til Kína. Með í förinni verður tíu manna sendinefnd kaup- sýslumanna tslenskra, að sögn Frjálsrar verslunar, sem kom út í gær. Þá fara þeir Guðmundur Benediktsson, Pétur Thorsteins- son, Þórður Friðjónsson og Þráinn Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri útflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins, en hann hefur unnið að því að búa út dagskrá fyrir við- skiptasendinefndina í Kínaferð- inni. . . Akureyri heyrum við, að Jón Steindórsson, sem rak flóabátinn Drang sé þessa dagana að kaupa frystiskip upp á einar 1000 lestir. Mun ætlunin vera, að hefja beinar siglingar með frysta vöru frá Akur- eyri til Bandaríkjanna og Evrópu. Þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum fyrir norðan... Ólafur Hannibalsson — eldaði kjötsúpuna sjálfur... Ásatrúin og ritstjóri Þjódviljans 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.