Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 12

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 12
YFIRHEYRSLA nafn Guðmundur Einarsson staða: Þingmaður, formaður BJ bifreið: Subaru árgerð 1980 HEIMILI: Kaidasel 13 laun: 80 þúsund krónur í grunnlaun áhugamál Hestamennska, bóklestur heimilishagir: Dröfn Ólafsdóttir fóstra, barn: Ólöf 17 ára unglingur fæddur: 5.11. 1948 Falleg hugsun sem gekk ekki eftir Óskar Guðmundsson myndir Jim Smort Bandalag jafnaðarmanna sem fékk 7,3% atkvæða í síðustu alþingiskosningum 1983 hefur verið að missa fylgi sitt að undanförnu — ef marka má skoðanakannanir. í síðustu skoðanakönnun Helgarpóstsins fékk BJ 1,6% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. Helgarpósturinn fékk leiðtoga BJ Guðmund Einarsson í Yfirheyrslu um hugsanlegar skýringar á þessu dvínandi fylgi bandalagsins. Er Bandalag jafnaðarmanna að deyja? — Nei, þjóðin getur ekki án þess verið, það getur ekki dáið. En fiokkur sem fer niðrí rúmt pró- sentustig í skoðanakönnun er ekki bein- línis mjög lífvænlegur? — Við höfum áðurséð þaðsvart, blessaður vertu. Strax á fyrsta þingvetri sáum við þess- ar lágu kunnuglegu töiur. En okkur tókst að vinna okkur uppúr þeim og við munum vinna okkur uppúr þessari lægð. Fylgisleysi BJ í skoðanakönnunum hefur væntanlega eitthvað með pólitík þess að gera, — hafna kjósendur pólitík BJ? — Nei. Kjósendur hafa ekki unað BJ frekar en öðrum stjórnmálahreyfingum sundur- þykkju — og við gjöldum þess. Það er engin hefð í íslenskum stjórnmálum í ósamlyndi. í þessu sambandi vísa ég til sams konar geng- isieysis Sjálfstæðisflokksins áður og Alþýðu- bandalagsins síðustu misseri einmitt vegna ósamlyndis. Já, en eftir stórátökin í Sjálfstæðis- flokknum vann hann glæsta sigra og Al- þýðubandalagið fékk eitthvert mesta fylgi í sögu sinni í síðustu sveitarstjórna- kosningum, — hnekkir það ekki kenn- ingunni? Ekki virðist ágreiningur alltaf leiða til fylgisleysis? — Það var vegna þess að kjósendur héldu að fólk hefði gengið saman í þessum flokk- um. Hjá okkur endaði ósamlyndið með skilnaði. En þetta er gengin saga. Framund- an er kosningavetur. Við skulum samt halda áfram að leita hugsanlegra skýringa. Margir gagnrýn- endur innan BJ haida því fram, að þú og aðrir í forystunni hafið eyðilagt mikið fyrir BJ með því að hika við að gefa upp afstöðu ykkar ■ djúpstæðri pólitískri deilu milli jafnaðarmanna annars vegar og svonefndra frjálshyggjumanna hins vegar undir forystu Kristófers Más Kristinssonar sl. sumar. Er eitthvað til í þessu? — Æ, nei, ég tók afstöðu fljótlega með málflutningi Kristófers. Það verður að huga að því að á sínum tíma gengu menn til liðs við BJ á mjög ólíkum forsendum. Sumir héldu að nýr Alþýðufiokkur væri í uppsigl- ingu, aðrir vildu áherslu á nýja póiitík og sumir gengu til liðs við okkur einfaldlega til að vera með í fjörinu í kringum Vilmund. Með tímanum gat BJ ekki svarað öllum þess- um væntingum. BJ tók sjálft breytingum með þjóðfélaginu. Eftir sem áður leggur BJ aðaláherslu á lýðræði, að fólk geti ráðið sér sjálft, á jöfnun atkvæðisréttar, á fylkjastjórn- un og almennt á frjálsiynda efnahagsstefnu. Staðreynd er að um helmingur fólks í landsnefnd BJ sagði af sér og myndaði Félag jafnaðarmanna. Fjórðungur þing- flokksins, Kristín Kvaran hefur sagt sig úr flokknum. Lítur þú svo á að þið hafið hafnað og losað ykkur við sósíal- demókratíska grunninn úr hugmynda- fræðinni, sem BJ lagði af stað með? Þið hafið t.d. brugðist því á erfiðum tímum að vernda velferðarkerfið eins og sumir gagnrýnendur ykkar héldu fram? — Það lítur hver sínum augum á silfrið. Ég lít svo á að við höfum ekki svikið sósíal- demókratískar grunnhugmyndir BJ. Við föll- umst til dæmis ekki á hugtakanotkunina „verndun velferðarkerfisins". Við viljum ekki vernda þetta kerfi, — við viljum bæta það, viljum endurskoðun og endurbætur. Þar skilur á milli bandalagsjafnaðarmanna og gamaldagsjafnaðarmanna. Fyrir banda- lagsjafnaðarmönnum er ekkert heilagt, við viljum rífa þetta upp með það að markmiði að allir verði frjálsir og jafnir. Gamaldags- jafnaðarmennirnir vildu meiraðsegja ekki taka þátt í umræðu um róttækar breytingar. Var þá ekkert að marka Félag jafnað- armanna? — Ég hef ekkert heyrt meira um þetta Fé- lag jafnaðarmanna eftir að það var stofnað í fyrra. Jafnaðarmenn innan BJ kváðu ykkur hafa valið leiðina til hægri og bentu á margt þvi til staðfestingar? — Við í BJ höfum ekki verið að líta á það hvort hlutirnir séu vinstra megin eða hægra megin. Við lftum á hvort mál horfi til betri vegar eður ei. Ég nota hugtakið hægri ein- faldlega til þess að muna með hvorri hend- inni ég eigi að heilsa. Þú v«8ar því þá á bug að þið hafið valið ilveru til hægri? En hvers vegna lenti >amþingmaður þinn, Stefán Benedikts- on, með hægri flokkunum í Norður- landaráði, — og af hverju var Kristín Waage framkvæmdastjóri BJ í starfshóp með hægri flokkunum á fundi stjórn- málaflokka á Norðurlöndum? Er það ekki val til hægri? — Við höfum ekkert valið til hægri. Margir segja hinar frjálslyndu áherslur okkar í efna- hagsmálum setja okkur á bekk með hægri flokkum. Ef svo er þá er hægri bara gott. En þetta á Norðurlandaráðsvettvanginum hefur enga þýðingu í íslenskum stjórnmálum. Jafn- aðarmannaflokkarnir höfðu skipað okkur án þess að spyrja með sér og tekið okkar at- kvæði. Við svöruðum með þessum hætti. Svo langar mig til að benda þér á að gróskan í stjórnmálum á undanförnum árum hefur verið meðal hægri flokka. Við kunnum að meta þessa grósku. Þið eruð þá til hægri án þess að hafa valið það hlutskipti? Þið hafið valið að hafna samstarfstilboðum vinstri flokk- anna, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sem rignt hefur yfir ykkur á liðnum misserum. Af hverju höfnuðuð þið sam- starfi við A-flokkana? — A-flokkarnir! Fyrir hvað ætli þeir svo- sem standi — annað heldur en það sama og stjórnarfiokkarnir. Hver var munurinn á af- stöðu þessara flokka til kjarasamninganna lélegu í vetur, Hafskipsmálsins, Útvegs- bankamálsins? Þú veist það vel að A-flokk- arnir hafa ekki getað tekið á málum nema undir formerkjum samtryggingarinnar. Við eigum ekki samleið með þessum gömlu flokkum. Þú ert farinn að tala dálítið mikið á skjön við það sem Vilmundur iagði áherslu á, — að BJ yrði regnhlífarsam- tök vinstra megin við.. . — Sjáðu nú til, — ég held að BJ hafi aldrei getað orðið að regnhlífarsamtökum, það er lærdómurinn. Þessi hugsun um regnhlífar- samtök var BJ fjötur um fót lengi vel, — við vorum að leita að formi, skipulagi. Þetta gekk aldrei. Nú langar mig til að fá umsögn þína um eftirfarandi tilvitnun í bók Jóns Orms um Vilmund í þessu sambandi: „Sjálfur kvaðst hann vilja fá til liðs við sig kyn- slóðinafrá 1968, umhverfisverndarfólk- ið, kvennabaráttufólk, áhugafólkið um menningu og listir og fjöimarga aðra sem Alþýðubandalagið hafði náð til sín. Hann taldi að innan Alþýðubandalags- ins væru stórir hópar fólks sem frekar ættu samleið með fólki úr öðrum vinstri flokkum, en með forystu eigin flokks sem hélt sig við það sem Vilmundur taldi úrelta kerfishugsun, sósíalisma ríkisaf- skipta.“ Ertu á sama máli og Vilmundur? — Þetta er falleg hugsun, en það bara gekk ekki. Við ætluðum að ná kvennahreyfingu, friðarhreyfingu og fieiri til að koma saman undir eina regnhlíf eins og við þekkjum bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta gekk augljóslega ekki upp hér á landi, — ekki enn. Þarmeð er ekki sagt að sá tími komi aldrei. Við vorum að þessu leytinu til á undan þró- uninni. Þetta gekk augljóslega ekki upp. Gagnrýnendurnir töldu kaldlynda tæknikrata og nýríka uppa hafa náð völdum ■ BJ í fyrra og sögðu í blaða- greinum t.d. að þetta væru „uppar sem vilja éta fínan mat á Hoiti og skála í rauð- víni“ og í hádeginu hesthúsuðu þeir „smjörsteikta snigla og hvítvín”. Hér er væntanlega átt við að þið hafið gleymt hinum fátæka, sináa? — Ha, ha, ha. Ég hef ekkert á móti uppum. Svona gamaldags stéttabaráttuta! er einmitt þankagangur sem BJ var frá upphafi stefnt gegn. Leiðarahöfundur DV ýjaði einu sinni að því að Bandalag jafnaðarmanna væri frjálshyggjuflokkur — og það væri gott pláss fyrir slíkan flokk til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Ertu sammála? — Þetta er bara kjaftæði. Nú eruð þið hvorki til hægri né á þeim buxunum að efna til regnhlífarsamtaka til vinstri. Hvers konar samstarf getið þið hugsað ykkur til að komast uppúr lægðinni, — eða eigið þið enga lífsvon? — Við erum mjög fús til samstarfs við fólk sem sér sömu þarfir og við. Fólk sem sér þörfina fyrir róttækt lýðsræðisafl, fólk sem sér þörfina fyrir frjálsari efnahagsstarfsemi, fólk sem sér þörfina fyrir grimmt og vandað aðhald með framkvæmdavaldinu. Það er óþolandi að fólk úr byggðum landsins skuli þurfa að koma til Reykjavíkur og biðja um áheyrn hjá fjárveitinganefnd eins og það sé að biðja um ölmusu, þess vegna meiri sjálf- stjórn héraðanna, — einstaklingurinn þarf stuðning í baráttunni við kerfið. Það er þarna sem plássið er fyrir BJ. Og þörfin. Kjósendur eiga þá ekki eftir að sjá þig í framboði fyrir einhvern gömlu flokk- anna í næstu kosningum? — Nei, við höfnum samstarfi við fjórflokk- ana, við viijum samstarf um pólitík við fólk. Ég get líka sagt þér í hreinskilni að mig lang- ar alls ekki í framboð fyrir slíka flokka. Ég vil samstarf við fólk. Við erum á lífi og eigum eftir að eflast.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.