Helgarpósturinn - 04.09.1986, Side 15

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Side 15
öllum sem þjást af þessum kvilla, og töluvert um að fólk deyi af þessum völdum eða fylgikvillum sjúkdóms- ins. Þeir sem hrjóta á góðkynja hátt, þurfa hins vegar ekki að óttast en ættu að fara í megrun ef þeir vilja sofa á hljóðlátari hátt.“ KONUR ÞJÁST OFTAR AF SVEFNLEYSI EN KARLAR — Mig setur hljóda, þuí þótt hrot- ur séu hvimleiðar grunaði mig ekki að þœr gœtu verið svona hœttuleg- ar. Helgi bœtir því enda vid að hrot- urséu langt í frá nokkurt gamanmál og beri ekki að hafa í flimtingum frekar en aðra sjúkdóma. En hvað um svefnleysi, spyr ég, hvað veldur því einkum? „Svefnleysi er mjög flókið fyrir- bæri,“ segir Helgi ábúðarfullur. „Annaðhvort er það tímabundið ástand eða eitthvað sem sjúklingur- inn hefur alla tíð búið við. Það flokk- ast innbyrðis í síðvöku, árvöku eða óværð og orsakirnar ekki bara sál- rænar heldur líka líkamlegar. Óværð má í flestum tilvikum rekja til líkamlegra sjúkdóma. Sumir vakna upp til að fá sér að borða og gamlir karlar verða oft að fara fram úr til að pissa. Gigtarsjúklingar fá oft óþægindi í fætur og fara því fram úr rúmi til að ganga svolítið um. Vakta- vinna og ferðalög rugla innri klukku mannsins og valda ásamt sálrænni spennu árvöku og síð- vöku. Spennan stafar oft af því að fólk þarf næsta dag að gera eitthvað sem hefur mikla þýðingu fyrir sjálfs- virðinguna, taka próf, halda ræðu og þvíumlíkt. Þótt sjálfsvirðing sé körlum afar mikilvæg, þjást konur oftar af svefnleysi en þeir og það kann að vera að hlutverkaskipting kynjanna og tvöfalt vinnuálag hafi þar einhver áhrif. Hver tegund svefnleysis krefst mismunandi með- ferðar og svefnlyf eru aðeins bráða- birgðalausn, þótt þau megi nota til að komast yfir erfiðasta hjallann. Þau hætta að virka ef þau eru notuð of lengi, eru flest vanabindandi og auka því vandann oft um allan helming. Og svefnlyf minnka bæði djúpsvefn og draumsvefn sem færa okkur líkamlega og andlega endur- næringu. Djúpsvefn leysir líka ýmis hormón úr læðingi, t.d. vaxtar- hormón. Börn sem hafa of stóra hálskirtla og þjást af kæfisvefni og ná ekki djúpum svefni hætta t.d. að vaxa en er kirtlarnir eru fjarlægðir taka þau mikinn vaxtarkipp." VERÐUR EKKI SVEFNSAMT VIÐ RANNSÓKNAR- STÖRFIN — Hvernig er með sjálfan þig, áttu ekki stundum erfitt með að sofna á kvöldin þegar þú ert svona meðvitaður um svefnstig og svefn- venjur? Hann hlaer. „Fyrir nokkrum árum átti ég í erfiðleikum með að sofa í svolítinn tíma, en þá hjálpaði þekk- ingin mér mikið. Eg vissi að það er ekki hættulegt að missa niður svefn. Sumir verða mjög hræddir þegar svona stendur á og halda að þeir deyi eða verði jafnvel geðveikir. Ekkert bendir til að fólk verði geð- veikt af svefnleysi þótt sumir geð- sjúkdómar eins og oflæti haldist í skefjum ef fólk fær nægan svefn. Langvarandi svefnleysi fylgir oftast bara þreyta og taugaveiklunarein- kenni en margir sem búa við svefn- erfiðleika alla ævi búa við ágæta heilsu. Oft heldur fólk því fram að það sofi ekki en sefur þó. Sumir sofna bara fyrsta og annars stigs svefni og finnst það vera enginn svefn." — En er til fólk sem vakir og vinn- ur allan sólarhringinn og getur ekki sofið, líkt og maður hefur stundum lesið í slúðurdálkum blaðanna? „Nei, slíkar manneskjur eru ekki til. Allir sem rannsakaðir hafa verið í heiminum sofa eitthvað en stund- um í svo stuttan tíma að enginn tek- ur eftir því. Heildarsvefntími á sólar- hring verður þó mikill og fáir sofa minna en 5 klukkustundir." Mig tekur að syfja mjög af öllu þessu tali um svefn og bókstaflega þrái að fleygja mér einhvers staðar út af. Spyr Helga svona í lokin hvort hann sofi aldrei við rannsóknar- störfin. Hann hlær. „Nei, þá fyrst verð ég spenntur því þá er mest gaman.“ 90 ÁRA 1986 - 1987 ÁSKRIFTARKORT Höfundar: Guðrún Asmundsdóttir, J.L. Heiberg, Drachmann o.fl. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd og bún.: Guðrún Erla Geirsdóttir (GERLA). Leikstjórn: Guðrún Ásmundsdóttir. í tilefni 90 ára afmœlis Leikfélags Reykjavíkur hefur Guðrún Ás- mundsdóttir samið leikverk um upphafsár félagsins. Meðal persóna eru frumkvöðlar og fyrstu leikendur félagsins, svo sem frú Stefanía Guðmundsdóttir, Kristján Þorgrímsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Indriði Einarsson o.fl. Flutt eru atriði og söngvar úr nokkrum fyrstu verkefnanna, þar á meðal Alfhóli, Einu sinni var og söngleiknum Ævintýri í Rósenborgargarði, sem var fyrsta viðfangsefni Leikfélags- ins 1897. Meðal leikenda: Gísli Halldórsson, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Guðmundur Ólafsson, Bríet Héðinsdóttir, Guðmundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Guðbjörg Thorodd- sen, Soffía Jakobsdóttir, Harald G. Haralds, Steindór Hjörleifsson, Margrét Ólafsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Helgi Björnsson. Frumsýnt 18. september. AtiMXkM nem Höfundur: Athol Fugard. Þýðandi: Arni Ibsen. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Nýjasta leikrit eins þekktasta leikritahöfundar nútímans, Suður- Afríkumannsins Athol Fugard. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt leikhúsfólk fœst við verk eftir hann en þau hafa verið sýnd víða um heim á undanförnum árum. Leikritið gerist í Suður-Afríku og segir frá roskinni konu, sem á miðjum aldri missir mann sinn. ístað þess að leggja hendur í skaut, tekur hún til við listsköpun. Hinar sérstœðu höggmyndir hennar reyn- ast ógnun við vanahugsun og fordóma þorpsbúa, sem helst vilja hrekja hana á brott. Hrífandi leikrit um rétt manneskjunnar til sjálfstæðis. Leikendur: Sigríður Hagalín, Guðrún S. Gísladóttir og Jón Sigur- björnsson. Frumsýnt í lok október 1986. ÓátKVÁjjiilwrinn Höfundur: Alan Ayckbourn. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Nýjasti gamanleikur hins vinsœla breska leikritahöfundar Alan Ayckbourn. Leikritið er margverðlaunað og hefur verið sýnt í tvö ár samfellt í breska þjóðleikhúsinu, hlaut m.a. verðlaun breskra gagn- rýnenda sem gamanleikrit ársins 1985. Uppburðarlítill skrifstofumaður ákveður að taka þátt í sýningu áhugaleikfélags á Betlaraóperunni. Fyrr en varir tekur vegur hans að vaxa, bœði innan verkefnisins og utan. Hann verður hrókur alls fagnaðar og kvenfólkið dregst að honum eins og mý að mykjuskán eða öllu heldur eins og léttúðardrósirnar að bófanum Macheath í Betlaraóperunni. Bráðfyndinn gamanleikur — fléttaður söngvum — um ánœgjuna af áhugaleikstarfi, ást, afbrýði og undirferli. Meðal leikenda flestir helstu leikarar Leikfélagsins. Frumsýning i marsbyrjun 1987. Höfundur: Birgir Sigurðsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Frumflutningur á nýju leikriti eftir Birgi Sigurðsson, sem með fyrri verkum sínum hefur skipað sér í röð okkar fremstu leikskálda. Leik- ritið gerist á heimili reykvískrar fjölskyldu á sjötta áratugnum. Ekkj- an Lára hefur, þrátt fyrir fátœkt og basl, komið þrem börnum sínum á legg. En dóttirin, Alda, er geðveik og synirnir tveir elda grátt silfur. Elskhugi og sambýlismaður móðurinnar vekur reiði og afbrýðisemi brœðranna ogþað eykur spennuna á heimilinu með afdrifaríkum af- leiöingum. Nœrgöngult og áhrifamikið leikrit, án efa sterkasta verk höfundar til þessa. í hlutverkunum: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Sigurður Karlsson, Guðrún S. Gísladóttir, Sigríður Haga- lín og Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýning 11. janúar 1987 á 90 ára afmœli Leikfélagsins. Askriftarkort gildir á þessar fjórar sýningar og kostar kr. 2.000. Þau er hægt að panta í síma 1 66 20 frá kl. 10 virka daga. Einnig er hægtað kaupa kort sfmleiðis með greiðslukortum. Miðasalan I lönó er opin kl. 14—20:30 sýningardaga, en kl. 14—19 aðra daga. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.