Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 19

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 19
misst eiginkonu sína í neðansjávareldgosi og var eftir það stöðugt á hælunum á Jane Russell. Sög- una af Grænugla bjó mamma til í kringum 1940 til að hræða systur mínar ungar. . .“ Þar sem tíkin Natasja hefur falast eftir blíðu okkar til skiptis nær linnulaust segir Ólafur til útskýringar: „Þetta er klappsjúk tík! Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað hún þyldi mikið af klappi. Kannsici fimm vikur? Og þetta er shefferhundur sem á ekki að þola ókunnuga... Kannski skrifa ég einhvern tíma barnasöguna undir titlinum Hundurinn sem gat ekki uerid vondur.“ Og þar með hefur talið aftur borist að bók- menntunum. Ólafur er þeirrar skoðunar að allt tal um Islendinga sem bókmenntaþjóð sé goð- sögn. Blurp. „Þar við bætist að margir eru alveg ótrúlega grimmir gagnvart rithöfundum," segir hann. „Fólk í venjulegri launavinnu er stikkfrí. Getur falið sig. En það er sífellt ætlast til þess af rithöfundum að þeir svari fyrir sína vinnu. Þeg- ar maður kemur inn á skemmtistað sér maður kannski útundan sér gaur sem nálgast eins og bátskæna á öldum með stjörf alkóhólsaugu, og úthúðar manni óbeðinn. Hann kemur ekki til að ræða málin heldur eingöngu til að segja álit sitt. En aldrei færi ég að segja við hann: Þú ert alveg ómögulegur bifvélavirki." Aðspurður um áhugamál fyrir utan bók- menntirnar segist Ólafur engin eiga. „En ég les gríðarlega mikið í tengslum við það sem ég er að skrifa hverju sinni. Það er svo spennandi að finna hliðstæður við það sem maður er að fást við og þá gildir einu hvort viðkomandi höfundur er lifandi eða hefur verið dauður í tvö hundruð ár.“ — Uppáhaldsrithöfundar? „Melville, Dostójevskí, Mark Twain, Robert Louis Stevenson, Bulgakov, Cervantes, Hazek, Dickens, svo einhverjir séu nefndir," svarar Ólaf- ur án þess að blása úr nös. Þá segist hann oft fá sínar bestu hugmyndir þegar hann sé um það bil að sofna og þá sé nú eins gott að drífa sig fram úr svo að gullkornin glutrist ekki niður í svefni. Og stundum komi draumar reyndar að góðu gagni, sem við erum sammála um að séu ágætis lífsleiðréttarar. Þetta verður tilefni þess að talið berst að dulrænum efnum. „Tikin sér t.d. í gegnum veggi og skynjar nærveru elsta sonar míns í nokkur hundruð metra fjarlægð, áður en hann kemst í augsýn. Er þetta nú ekki næg sönnun fyrir tilvist annarra hluta en þeirra sem við sjáum?' spyr Ólafur og ég samsinni. AÐ ÞRAUKA ÞUNGLYNDIÐ En þar sem austanstrekkingurinn heldur áfram að hvína í húsinu spyr ég hvort veður hafi mikil áhrif á andlega líðan hans. „Jú, einkum er kuldinn farinn að bíta. Maður er farinn að eldast," segir Ólafur. „Á veturna get- ur okkur hæglega fennt í kaf hérna upp frá. Hér gæti ástralska sjónvarpið tekið heimildarmynd um líf í óbyggðum þegar við erum að grafa okk- ur niður á kolin. En austanáttin er sérstaklega slæm!“ — Leggstu stundum í þunglyndi í suona hrydj- um? „Já. En svo gerist líka hitt að himnarnir opn- ast með sinfóníuundirleik! Ég veit ekki almenni- lega af hverju geðsveiflurnar stjórnast. Þung- lyndið er verst þegar mér miðar ekkert við Ölafur Gunnarsson rithöfundur í HP-viðtali skriftirnar," segir hann og horfir út í suddann þar sem ungar aspir fjúka til og frá. „Ég þarf að binda niður þessar aspir sem ég plantaði," segir hann. „Eftir rigningarnar í júní voru þær farnar að dansa eins og skógurinn í Macbeth, lausar í holunum." — En huernig bregstu uid þunglyndinu? „Ooo, ég bara þrauka," svarar Ölafur stóískur. „Bíð það af mér. í Danmörku notaði ég búllurn- ar. En ég er orðinn leiður á drykkjuskap, hef drukkið í tuttugu ár, og þetta verður stöðug endurtekning sem verður afskaplega lítið spennandi þegar frá líður. Engin dúndrandi póesía eins og í Lídó í gamla daga og snjófjúkið kringum leigubílinn var ævintýri líkast. Þegar maður getur ekki lengur skrifað læsilegan tékka á kránum og fólk stingur mann af í partí, hættir þetta að vera skemmtilegt. . . Hér áður fyrr gat maður hellt í sig heilli viskýflösku án þess að verða drukkinn en þolið og sjálfstjórnin minnka með aldrinum. Um tíma var ég orðinn svo rútín- eraður í drykkjunni að þynnkan var mætt áður en ég fékk mér fyrsta bjórinn. Þá er nú gamanið orðið harla lítið. Nei, ég lít svo á að þessu tíma- bili sé lokið í lífi mínu." AF BÚLLURÖLTI MEÐ FLÓKA En Ólafur rifjar upp betri tíð, á búllurölti með Alfreð Flóka i Kaupmannahöfn: „Við sóttum mikið staðinn Café Nik við Nikulásarkirkjuna. Þangað komu margir mikilúðlegir karakterar sem við Flóki skírðum rússneskum nöfnum. Þeir settust að drykkju snemma á morgnana og voru yfirleitt farnir að gráta í hádeginu. Einn er mér sérstaklega minnisstæður og þann nefnd- um við Stavrógín eftir persónu í Djöflunum eftir Dostójevskí. Hann hágrét frá morgni til kvölds," segir Ólafur og hlær. „Annars var Skindbuksen okkar „stamkrá". Þar voru oft haldnar gígantískar veislur. Og einu sinni drukkum við Flóki frítt heilan dag. Við sát- um þá upp við stafla af ölkössum og Flóki var með greiðu sem hafði upptakara á skaftinu. Við seildumst í flöskurnar í kössunum, stungum þeim tómu í vasann og hentum út um klósett- gluggann. Skiljanlega gerðumst við nokkuð drukknir þegar liða tók á dag, en höfðum þó aðeins pantað einn bjór hvor, þann fyrsta. Að lokum gekk afgreiðslustúlkan að borðinu og spurði í forundran: Men hvad har det sket med de bajere?" Ólafur hefur ýmist verið að skrúfa upp eða niður í rafmagnsofninum meðan á spjallinu hef- ur staðið. Nú skrúfar hann niður og segir svo um leið og hann fer úr lopapeysunni: „Ég er farinn að láta með þennan ofn eins og Melvilie með stöngina sem hann notaði til að opna og loka glugganum í viðtali sem var tekið við hann 1880.1 þessu sama viðtali er þess getið að von- biðill dóttur hans hafi komið í heimsókn. Líkast til hefur Melville þótt hann of þaulsetinn því hann opnaði stofudyrnar og spurði: Þykir yður góður hafragrautur í morgunmat? Hann átti tvær dætur sem pipruðu báðar, og tvo syni. Annar hvarf en hinn skaut sig. Það er eins gott að ég á sterka syni sem segja bara: Ég heimta vídeó!" Þar sem söguhetju Ólafs í nýju skáldsögunni tekst með einhverjum ráðum að bjarga heimin- um er við hæfi að spyrja hann að lokum hvort hann telji að svo muni í raun verða, og hver sé hans framtíðarsýn. „Mikillar spurningar spyrjið þér,“ segir Ólafur með uppgerðar digurbarka. „Mín framtíðarsýn er einfaldlega sú að fyrir löngu síðan ákvað ég að sinna mínu starfi þar til ég hrekk upp af. Og það sem gerist þangað til er bara það sem gerist, hvort sem það er gott eða vont. Hlýtur það ekki alltaf að verða gott?" spyr hann vongóður að því er virðist. En við því veit ég ekkert svar og enn síður vindurinn sem napurt blæs um bílinn á heim- leiðinni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.