Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 23

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 23
u ngir framsoknarmenn hafa nú lokiö sér af í bili eftir stormasamt þing. Næsta ungliðahreyfing á dag- skrá er Samband ungra jafnaðar- manna, ungliðadeild Alþýðuflokks- ins, sú sem fór ekki í sumarferð með ungum allaböllum. SUJ heldur þing sitt nú um helgina í Kópavogi með tilheyrandi kosningum og plotti. Nú- verandi formaður SUJ er Davíð Björnsson, rekstrarhagfræðingur hjá Kaupþingi, en hann gefur ekki kost á sér áfram. Ýmis nöfn hafa ver- ið nefnd með komandi stjórnarkjör í huga, en enn sem komið er hefur aðeins ein manneskja verið staðfest sem kandídat í stól Davíðs, en það er María Kjartansdóttir í Hafnar- firði, dóttir Kjartans Jóhannsson- ar þingmanns. I önnur stjórnaremb- ætti hafa verið orðaðir Viðar Scheving og Örn Karlsson, sem báðir tóku þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar og Gylfi Þ. Gíslason, ungur sölumaður með „klassískt" kratanafn. Þetta þing ungkratanna mun bera yfirskriftina „þriðja leið- in“ og stendur til að Arni Gunnars- son flytji erindi um þetta efni. Búist er við átakalitlu þingi, en þess má geta að SUJ hefur lagt fram umsókn til Útvarpslaganefndar um leyfi til útvarpsreksturs frá 1. október næst- komandi... || ■ ■itaveitur verða víða að mestu hitamálum — enda vonlegt í jafnköldu landi. Þannig hafa Laug- vetningar mátt búa við mikil óþægindi af mengun af því heita vatni sem þar flóir úr hverum og inn í ofna og pípur. Fyrir fáum árum var ráðist í að steypa kassa yfir einn af aðalhverum veitunnar. Mót voru smíðuð yfir hverinn í einu lagi, ytri og innri. Steypu svo hellt inní og ytri mótin tekin af. Eftir sátu innri mótin á þessum rammbyggilega kassa, lokuð inni í sjálfri hverahvelfing- unni. Alla tíð síðan hafa Laugvetn- ingar mátt hreinsa tréflísar úr þartil- gerðum sigtum á inntakspípum húsa sinna. Flestum dugar að skrúfa þessi ósköp í sundur tvisvar til þrisv- ar í viku yfir sumarmánuðina en á BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent vetrum hafa pípurnar fyllst af tréflís- um daglega og jafnvel oft á dag. Laugvetnskir bíða því óþreyjufullir eftir því að mótatimbrið inni í kass- anum klárist og minningin um þessa meistaralegu smíð gleym- ist. . . l síðasta blaði sögðum við frá nokkrum framsóknarkonum sem þóttu líklegar til að skipa sæti ofar- lega á listum flokksins við komandi kosningar. Nú heyrast þær raddir að austan að fleiri séu líklegar til að lenda ofarlega en þær Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þórhalla Stefánsdóttir, sem nefndar voru í síðasta blaði. Helsta ber þar að nefna Guðrúnu Tryggvadóttur, varaþingmann Halldórs Asgríms- sonar, en hún hefur tvívegis tekið sæti hans á þingi. Það er haft til marks um áhuga hennar á að bjóða sig fram að hún hefur sést fara með Hafnareynni á rækjuveiðar — fyrir austan býður enginn sig fram sem ekki hefur sjóast. Önnur sem líkleg er til að fara í baráttuna um sæti of- arlega á lista er annar varaþingmað- ur flokksins fyrir austan, Þórdís Bergsdóttir, en hún er fulltrúi Austurlands í stjórn Landssam- bands framsóknarkvenna, sem hafa mikið látið að sér kveða. En sem sagt, það er nóg af konum á Austurlandi sem eru tilbúnar í slag- inn. . . Ym ið fréttum það að Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, sé að reisa sér sumarbústað í naflastað kjördæmis síns, nánar tiltekið í grennd við Flúðir. Þykir þetta benda til þess að Þorsteinn vilji treysta tengslin við Suðurlandskjördæmi og þá eru líklega um leið úr sögunni allar vangaveltur um að formaður- inn flytji sig um set til Reykjavíkur, þar sem hann hefur búið mestan- part ævi sinnar. . . FREE STYLE FORMSKUM LOREAL nrrr'ri r.1 * nýja la8ningarskúmic SKUM i hand? *LJ°Re«-' og kárgreiðslan verður leikur einn. A&AN DAGAR A FLORIDA, FYRIR 25-500.- /oridaferðir Polaris hittu greinilega ímark. Eftirspurnin varslíkað gisti - m rýmin seldust upp á svipstundu. Nú höfum við útvegað fleiri gistirými á sérstöku kynningarverði, krónur25,500. - fyrir 18 daga á Florida. Þökk sé hagstæðum samningum Ferðaskrifstofunnar Polaris og beinu flugi Flugleiða. £eiðin liggurbeint til Orlando og þaðan erekið til St. Petersburg r og dvaiið ígóðuyfirlæti við Mexicoflóann. Fram til 1. nóvemberer flogið um New York til Tampa en við það hækka fargjöidin um kr. 4,000. - Okkarfarþegarláta vel af hótelunum Alden, Sun DialogCoral Reef. Allar hótelíbúðirnar eru með vel búnueldhúsi, smekklegum húsgögnum, sjónvarpi og öllum þægindum. Og ekki má gleyma sundlaugunum og hótelgörðunum. eynslan sýnirað viðskiptavinir Poiaris kunna að meta lága verðið og góðu þjónustuna. Starfsfólk Polaris vinnur fyrirþig. fnnifalið íþessu ótrúlega verði er flug, akstur til og frá flugvellinum í Orlando og hótelgisting. isneyWorld, EpcotCenterogSea World eru ævintýrastaðir sem gera ferðina ógleymanlega. Florida ersamnefnari fyrirsumarog sól. Iltþetta færðu fyrir25,500. - Já, það ereinmittþess vegna sem fólk talar um Ferðaskrifstofuna Polaris. Pantið fljótt, núna eru ferðirnaródýrari en í vorog þærseldust upp á svipstundu. Þetta er ótrúlegt og ódýrt! * Verð miðað við 4 í íbúð. Kirkjutorgi 4 Sími622 011 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.