Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.09.1986, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Qupperneq 24
GÖFGAR VINNAN BÖRNIN? • ÍSLAND HEFUR SÉRSTÖÐU Á VESTURLÖNDUM VEGNA VINNU BARNA OG UNGMENNA* AF HVERJU HAFA ÍSLENDINGAR EKKERT VIÐ VINNU AFKVÆMA SINNA AÐ ATHUGA? HVERS VEGNA ER BARNAVINNA ÓÞEKKT í NAGRANNALÖNDUNUM? • Á BLAÐBURÐ- UR SÖK Á SLÆMUM NÁMSÁRANGRI? ER BARN APÖSS- UN VIÐ BARNA HÆFI? • MARGIR ATVINNUREKEND- UR ÆTTU MEÐ RÉTTU AÐ SITJA Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ EF FARIÐ VÆRI AÐ BARNAVERNDARLÖGUM. „Ég hef unnid í þessu gati í fimm ár. Pabbi uinnur í næsta gati. Ég á tólf systkini. Þau búa öll heima. Þau uefa og spóla ogýta kolauögnunum og einn er teljari. Einn kann ad lesa en ekki hin, og ekki að skrifa. Þau hafa aldrei uerið í barnaskóla, en þrjú eru ísunnudagaskóla. Ég hleyp fyrst eftir Jóni bróður og fer niður klukkan sjö. Mér finnst ekkert gott að uinna í gatinu, en eitthuað uerð ég að hafa að gera." Þessa frásögn, sem getur að finna í bók Helga Skúla Kjartanssonar Þœttir ár sögu nýaldar, skráði ensk rannsóknarnefnd eftir fjórtán ára stúlku árið 1842. í kolanámunum í Bretlandi tíðkaðist að láta börn draga og ýta kolavögnunum um göng sem voru of þröng fyrir full- orðna og klifra með kolin í körfum upp úr námunum. Nú á dögum er annað upp á ten- ingnum í Bretlandi jafnt sem á Norð- urlöndum og raunar á gervöllum Vesturlöndum: þar heyrir vinna barna og unglinga sögunni til, og liggja þung viðurlög við því að ráða fólk yngra en sextán ára — sums staðar jafnvel átján ára — til starfa. Aftur á móti er enn mjög algengt í öðrum heimshlutum að ungum börnum sé haldið að vinnu, ekki síst í Austurlöndum fjær; starf barnanna í Bangkok eða á Balí er þó oftar en ekki fólgið í skipulögðu betli, frem- ur en ærlegu striti. ísland hefur um margt sérstöðu miðað við önnur lönd í Vesturálfu; tíðum virðist það eiga meiri samleið með löndum Þriðja heimsins. Kunn- ara er en frá þurfi að segja að hér er vinna barna og unglinga talin sjálf- sagður, eðlilegur og hreint og beint æskilegur hlutur. Viðkvæðið er: þegar íslensk æska er ekki í skólan- um á hún að vera að vinna. Það er athyglisverð staðreynd að sumarfrí frá skólum hér, bæði grunnskóla og æðri menntastofnunum, er það lengsta sem um getur á meðal sið- aðra þjóða, lágmark þrír mánuðir. En markmiðið með sumarfríunum er ekki hvíld og afslöppun, heldur vinna og öflun beinharðra peninga. EF BÖRN FENGJUST EKKI í VINNU. . . Barnavinna er svo sjálfsögð hér á landi að það er varla eftir henni tek- ið. Hins vegar reka útlendingar sem hingað koma gjarnan upp stór augu þegar þeir verða vitni að æpandi blaðsölustrákum í Austurstræti — smápollum, níu eða tíu ára gömlum. Naumast hefur heldur allt starfsfólk í verslunum, söluturnum, á skyndi- bitastöðum, bensínstöðvum og víð- ar slitið barnskónum til fulls, að minnsta kosti að áliti margra hinna erlendu gesta. Og því er ekki að leyna að tíðindin hafa spurst út og þykja forvitnileg: fyrir um það bil þremur árum var til dæmis sýnd heimildarmynd í þýska sjónvarpinu þar sem fjallað var um líf og siði ís- lendinga, en sérílagi þó um vinnu ís- lenskra ungmenna. Var ekki laust við að í kvikmyndinni kvæði við fremur neikvæðan tón í garð strits smáfólksins okkar, enda Þjóðverj- um með öllu óskiljanlegt. Þessi „sjálfsagði hlutur" er semsé merkilegt og einstakt félagslegt fyrirbæri. Þó hafa félagsfræðingar, sálfræðingar, æskulýðsfrömuðir, kennarar, barnaverndarnefnda- postular eða hverjir sem það nú kunna að vera sem láta sig börn, barnaskap og barnslegt atferli ein- hverju skipta, hingað til ekki fundið hjá sér mikla hvöt til að rannsaka at- vinnulíf íslensks ungviðis, og hefur ekki verið gerð um það.nein heild- arskýrsla. Þetta má í rauninni und- arlegt heita, því að þegar að er gáð setur fyrirbærið töluverðan svip á íslenskt þjóðfélag: ætli það myndi ekki hafa umtalsverð áhrif ef æsku- lýðurinn fengist ekki lengur í neins konar vinnu? I þessu sambandi er óhjákvæmi- legt að varpa fram tveimur spurn- ingum: Af hverju hafa íslendingar ekkert við vinnu afkvæma sinna að athuga? Hvers vegna er á hinn bóg- inn barnavinna óþekkt annars stað- ar á Vesturlöndum? Sennilega er svara fyrst og fremst að leita í ólíku atvinnuástandi: þar mikið atvinnu- leysi; hér gífurleg þensla í atvinnu- lífi. Ekki er grunlaust um að ekki hafi eingöngu mannúðarsjónarmið ráðið því að bann var lagt við vinnu barna í kolanámunum í Bretlandi á sínum tíma. Hitt er kannski nær sanni að þetta sjónarmið hafi þá fyrst hlotið hljómgrunn þegar svo var komið að kolagröftur hafði dregist saman og fullorðnir voru orðnir uggandi um eigin hag. Hversu skotheld sem framangreind kenning kann að vera þá er víst að ekki er aðeins vegna ómennsku, leti og vinnufælni að æska annarra landa er ekki jafn starfsöm og sú ís- lenska, og ekki einfaldlega af ein- skærum dugnaði, ósérplægni og at- hafnaþrá að ungviðið okkar vinnur svo mikið sem raun ber vitni. Það má velta því fyrir sér hvað ís- lenskir krakkar hefðu fyrir stafni ef þeir væru ekki hafðir til vinnu á sumrin. Líklega þyrfti að hafa sama hátt á og í útlöndum: lengja skól- ann, stytta frí, fjölga til muna sumar- búðum og æskulýðsmiðstöðvum og efla skipulagða tómstundastarf- semi. Útkoman yrði sterkari tengsl við hvers kyns stofnanir, minni tengsl við atvinnulífið, sem að dómi margra íslendinga er samasem lífið sjálft; aftur á móti mun það viðhorf fremur vera ríkjandi í Vestur-Evr- ópu að vinnan sé aðeins leið að ákveðnu marki — sem er fríið. „GOTT AF ÞESSU" En það er ekki einungis unnið á sumrin: könnun sem þeir Elías Héðinsson og Þorbjörn Broddason gerðu á tómstundaiðju nemenda í grunnskólum Reykjavíkur árið 1984 leiddi í ljós að þriðjungur svarenda sinnti launaðri vinnu utan heimilis með skólanum. Ætli þessi störf séu ekki aðallega blaðburður og barna- pössun. í þessu sambandi er eflaust þarft að íhuga hvort æskilegt sé að skólakrakkar vinni þessi störf. Hlýt- ur það ekki að hafa áhrif á starfs- orku og einbeitingu nemanda ef hann hefur áður en skóli hefst þurft að rífa sig upp fyrir allar aldir og arka á milli húsa í misjöfnum veðr- um til að bera út morgunblöðin? Og heyrir maður ekki stundum hálf- gerðar hryllingssögur af válegum atvikum sem hafa átt sér stað þegar börn eru höfð til að passa börn? Sú skoðun er að minnsta kosti byggð á misskilningi að barnagæsla sé við barna hæfi. Hvað sem líður vangaveltum um það hvort börnum og unglingum sé nauðsyn að vinna á sumrin og með skóla á vetrum þá er hitt annar handleggur að hér á landi er ekki, og hefur aldrei verið, litið á setu á skólabekk sem vinnu; algengast er að krakkarnir komi beint út í at- vinnulífið að loknum vorprófunum. Með öðrum orðum; þeir eiga sjaldn- ast neitt raunverulegt „sumarfrí". Þau rök sem oftast eru færð fyrir því að fólk byrji snemma að vinna eru — fyrir utan þau sem hafa verið nefnd, að næga vinnu sé að hafa — einkum tvenns konar: annars vegar að á íslandi þurfi allir að vinna til að vera sjálfstætt fólk, ekki upp á aðra komið; hins vegar að vinna sé mikil- vægt uppeldislegt atriði, eiginlega meira virði en skólanám, krakkar „hafi gott af þessu“. Stundum er meira að segja kveðið svo fast að orði að sumarvinna íslenskra ung- menna komi í staðinn fyrir her- skyldu í öðrum löndum. En ekki er víst að menn leiði oft að því hugann að í lögum og reglu- gerðum eru ýmis ákvæði, og mörg ærið forn, um vinnu barna og ung- menna; og ef ætíð væri farið að þessum lögum er ekki ólíklegt að nú eftir þetta sumar, til dæmis, sætu all- margir atvinnurekendur á bak við lás og slá. í 40. grein laga nr. 53 frá árinu 1966 segir að eigi megi ráða barn yngra en fimmtán ára til vinnu í verksmiðju. I velflestum frystihús- um og fiskiðjuverum á landinu er hins vegar miðað við að ekki sé ráð- inn ófermdur starfskraftur, þ.e. ekki yngri en þrettán ára. Enn er ógetið einnar hliðar á sum- arstarfi ungs fólks á íslandi, sem ekki á sér hliðstæðu í nálægum löndum, en það er hið skipulagða starf sem fram fer á vegum bæja og sveitarfélaga og nefnt er vinnuskóli eða unglingavinna. I Reykjavík starfaði í sumar um helmingur barna sem fædd eru á árunum 1970—1972 hjá Vinnuskóla Reykja- víkur, aðallega að hvers konar hreinsunarverkefnum, götusópun og öðru slíku. Unglingavinnan nær til víðara og eldra hóps í höfuðborg- inni en í smærri byggðarlögum; úti á landi eru það einkum yngri krakk- ar sem taka þátt í þess konar starfi, á meðan hinir eldri ganga fremur í störf við hlið fullorðinna. LIFA SJOPPUR ÁBÖRNUM? Ekki er til aðgengilegt yfirlit um tíðni vinnuslysa eftir aldursflokkum frá síðustu árum en yfirlit frá árun- um 1970—1977 gert af Öryggiseftir- liti ríkisins sýnir að rúmlega fjórð- ungur vinnuslysa sem stofnunin fékk tilkynningu um á þeim árum var í aldurshópnum sextán til tutt- ugu ára. Vitaskuld er hér að ein- hverju leyti um að kenna skorti á þroska og reynslu unga fólksins, en líklega kemur hér ekki síður til að vinnuveitendur hirða ekki um þau ákvæði vinnuverndarlaganna, þar sem segir að börn megi ekki ráða nema til léttra, hættulítilla starfa og unglingar á aldrinum sextán til sautján ára skuli hafa minnst tólf klukkustunda hvíld á sólarhring. Þeir sem eru fjórtán og fimmtán ára mega lögum samkvæmt ekki vinna lengur en tíu klukkustundir á dag. Að lokum er vert að víkja að því hvaða áhrif vinna utan skóla hafi á börn og óharðnaða unglinga. Er skólinn of stuttur en fríið of langt? Ef marka má eðlisfræðikeppnir sem ís- lenskir nemendur taka þátt í á er- lendri grund er að minnsta kosti sýnt að þeim veitti ekki af allveru- legum tíma í viðbót til að öðlast þá þekkingu sem jafnaldrar þeirra ann- ars staðar búa yfir. Enn má spyrja að því hvort ungmenni hafi þegar öllu er á botninn hvolft „gott af“ því að hafa jafn rúm fjárráð og raunin er hér á landi. Þótt unglingum séu venjulega ekki greidd jafn há laun og fullorðnum fyrir vinnu sína er engu að síður staðreynd að þeir eru áhrifamikill neysluhópur í þjóðfé- laginu. Ætli þessi hópur standi samt ekki einkum undir rekstri á því sér- íslenska fyrirbæri sjoppum, svo og leiktækjasölum og tískubúðum? leftir Þórhall Eyþórsson mynd Jim Smartl 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.