Helgarpósturinn - 04.09.1986, Side 26

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Side 26
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR SÝNINGAR AKUREYRI i afgreiðslusal Verkalýðsfélagsins Eining- ar að Skipagötu 14 stendur yfir sýning á 27 oKumálverkum eftir Þorvald Þorsteins- son myndlistarmann. Hún mun standa fram í miðjan september. ÁSGRÍMSSAFN Sýning á Reykjavíkurmyndum Ásgríms í tilefni afmælisins víðfræga og er hún op- in alla daga nema laugardaga kl. 13.30-14. ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. CAFÉ GESTUR Ingibjörg Rán sýnir. Yfirskrift sýningarinn- ar er „Látið myndirnar tala". GALLERÍ ÍSLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Sýningin Reykjavík í myndlist þar sem 60 Reykjavíkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningin er opin kl. 14—22. Sýn- ingin Reykjavík [ 200 ár opin til 28. sept. INGÓLFSBRUNNUR Alda Sveinsdóttir sýnir vatnslita- og akrýl- myndir I Ingólfsbrunni, Aðalstræti 9 til 12. september. LISTASAFN HÁSKÓLA ÍSLANDS, f Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. MOKKA-KAFFI Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir vatns- litamyndir sem eru af Reykjavík. MENNINGARSTOFNUN Skopmyndir úr The New Yorker Maga- zine verða til sýnis í sýningarsal Menning- arstofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16 og er hún opin mánudaga til föstu- daga kl. 8.30—17.30. HVERAGERÐI 7. listsýning Sigurðar Sólmundarsonar er nú hafin í Félagsheimili Ölfusinga í Hveragerði. Þar eru sýnd 40 verk, tileink- uð 40 ára afmæli Hveragerðis. KALDILÆKUR, ÓLAFSVlK Hafin er sýning á verkum Kjartans Guð- jónssonar í kaffihúsinu Kaldalæk. Sýning- in er öllum opin frá 15 — 23 fimmtu- daga—sunnudaga til 7. september. HLAÐVARPINN Helga Egilsdóttir sýnir málverk á sinni fyrstu einkasýningu. Hún hefur áður tek- ið þátt í samsýningum m.a. í Danmörku og San Francisco. Sýningin er opin kl. 15—21 alla daga til 4. september. ISAFJÖRÐUR Daði Guðbjörnsson hefur opnað s.ýningu á verkum sínum í Slúnkaríki á Isafirði. Þar sýnir hann málverk og grafíkmyndir sem eru unnar á síðustu tveimur árum. HÓTEL ÖRK, HVERAGERÐI I hótelinu sýnir nú Halla Haraldsdóttir 19 glerverk og nokkur málverk. Hún er m.a. þekkt fyrir að hafa unnið hinn fallega gler- glugga I kirkju bæjarins. HLIÐSKJÁLF, HÓTEL HÚSAVÍK Á Húsavík hefur Guðmundur Björgvins- son nú opnað sýningu á vaxlitateikning- um sem sýna expresslónir af raunum mannanna í gegnum tíðina. Sýningin er opin kl. 14 — 22. GALLERl BORG Hafin er sýning á gjöfum Reykjavíkur- borgar vegna afmælisins — 44 gjafir alls — skúlptúrar, málverk o.fl. o.fl. Sýningin stendur fram í miðjan september og er opin kl. 10—18 virka daga. BÓLVIRKIÐ Bólvirkið sem er á annarri hæð verslunar- innar Geysis, Vesturgötu 1, stendur um þessar mundir fyrir sýningu á gömlum Ijósmyndum úr Grófinni og á líkani sem nemendur úr Melaskóla hafa gert af sama stað. Einnig er kynning á bókum um ætt- fræði og sögu Reykjavíkur. Sýningin er opin alla virka daga kl. 14—18. NÝLISTASAFN ÍSLANDS Samsýning Kóreumannsins Dong Kyou Im og Þorláks Kristinssonar, Tolla. Þeir sýna áður óséð verk, ný að mestu. Sýningin er opin kl. 16—22 virka dagaen 14 — 22 um helgar til 7. september. LISTASAFN ASl, Grensásvegi Sýningin World Press Photo 1986. Á sýn- ingunni eru um 180 myndir er hlutu verð- laun í alþjóðlegri samkeppni blaðaljós- myndara. Sýningin verður opin virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—22. Henni lýkur 14. september. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er op- inn daglega frá kl. 10—17. ÞJÓÐVELDISBÆRINN Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal verður op-* inn til skoðunar í sumar 13—17. GALLERÍ GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERf LANGBRÓK Textíll. Opið kl. 14—18virkadagaog laug- ardaga. NORRÆNA HÚSIÐ Sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig sýnir verk sín, en hann er meðal þekkt- ustu myndlistarmanna Svíþjóðar og beitir ýmiss konar tækni við listsköpun sína. í Norræna húsinu sýnir hann olíumálverk niðri og graffk uppi í anddyrinu. GALLERl HALLGERÐUR, Bókhlöðustíg Hallgrlmur Helgason sýnir verk sín frá laugardeginum 6. september til sunnu- dagsins 21. september. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18, en um helgar frá kl. 14 til 22. LEIKHÚS ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ Á sunnudaginn kl. 16 fer fram enn ein aukasýningin á einþáttungnum „Hin sterkari" eftir August Strindberg, þar sem Inga Bjarnason leikstýrir þeim Margréti Ákadóttur, önnu S. Einarsdóttur og Elfu Gísladóttur. Uppl. í síma 19560. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Enn er verið að sýna „Land míns föður". 142. sýning fer fram á föstudaginn kl. 20.30 og 143. sýning á laugardag á sama tíma. Miðasala frá kl. 14. Upplýsingar í síma 16620. VIÐBURÐIR HELGARSKAMMTUR ROXZY Í kvöld, fimmtudag, verður meiriháttar Blues kvöld í Roxzy, því mættir verða Smokey bay blues band: Úlfar Úlfarsson á trommum, Þorleifur Guðjónsson á bassa og Mickey Dean á gitar og radd- bönd. Á undan spila Sniglarnir. Á föstu- dag heldur bluesbandið áfram þar sem frá var horfið og fær leynigesti með I spilið. Á laugardag verður diskófjör, en á sunnu- dagskvöldinu mæta bluesistarnir enn á ný með Johnson og Dixon stykki sín. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Þrjár helgarferðir eru f boði. i fyrsta lagi ferð um Snæfellsnes, á þær slóðir sem fjallað er um í árbók F.i. 1986. Ökuferð út fyrir nes f Stykkishólm og Skógarströnd, gönguferð um Gökkólfsdal meðfram Baulárvallavatni og Selvallavatni yfir f Berserkjahraun. Fararstjóri Einar Haukur Kristjánsson. i öðru lagi ferð í Land- mannalaugar og Eldgjá upp að Ófæru- fossi og f þriðja lagi ferð til Þórsmerkur inn f Langadal. Upplýsingar f síma 11798. FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FELLAHELLIR Engin ástæða ætti að vera fyrir þollaus- um Breiðhyltingum í sumar. Nú býður Fellahellir upp á trimm-aðstöðu þe. þrek- æfinga-, borðtennis- og baðaðstöðu. Til að bæta upp kaloríu- og vökvatap eru kaffiveitingar á staðnum. TÓNLEIKAR Á BORGINNI Næstkomandi laugardag djassa og fönka glæstir kappar á Hótel Borg kl. 16. Um er að ræða gítarleikarana Jón Rál Bjarnason, Friðrik Karlsson og Björn Thorarensen ásamt trommaranum Pétri Grétarssyni og kontrabassaleikaranum Tómasi R. Einars- syni. BUBBI Á FERÐ OG FLUGI Bubbi Morthens er um þessar mundir að leggja land undir fót ásamt hljómsveit sinni MX21. Sveitin spilar á dansleikjum um helgar en Bubbi spilar á gftar, munn- hörpu og raddbönd um virka daga nánast út septembermánuð. i kvöld, fimmtudag- inn 4. september, hefst ballið á Siglufirði. Þann 5. er dansleikur á Dalvík, þann 6. dansleikur á Húsavík. Sunnudaginn 7. treður Bubbi upp í Hrfsey, mánudaginn 8. í Grenivík, þriðjudaginn 9. á Kópaskeri og miðvikudaginn 10. á Þórshöfn. Nánar næst. HANA NÚ Vikuleg laugardagsganga Frfstunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 6. september. Lagt af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Nú hallarsumri. Búið ykkur eftir veðri. Allir aldurshópar. Nýlag- að molakaffi. Markmiðið er: Samvera, súrefni, hreyfing. KRISTSKIRKJA i kvöld, fimmtudag kl. 20.30 stendur Tón- listarfélag kirkjunnar fyrir hljómleikum Hljómeykis, sem flytur verk eftir Jón Nordal, Britten og Holmboe. NORRÆNA HÚSIÐ Næstkomandi laugardag kl. 17 heldur píanistinn Wolfgang Plagge tónleika f Norræna húsinu. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBlÓ Purpuraliturinn (The Color Purple) Steven Spielberg leikstýrir og framleiðir; Whoopi Goldberg f aðalhlutverki. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Flóttalestin (Runaway Train) ★★★ Meitluð túlkun helstu leikara — Jon Voight hreinn og beinn viðbjóður — á einn stærstan þátt í að gera þessa mynd sterka. Leikstjórn: Andrei Konchalowski. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskóiinn 1 Geggjuð grínmynd, sú fyrsta af nú þrem- ur um lúnaðar löggur. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 12 ára. BÍÓHÚSIÐ Myrkrahöfðinginn (Legend) ★★★ Stórmynd leikstjórans Ridley Scott (Ali- en) með Tom Cruise og Tim Curry f farar- broddi. Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BlÓHÖLLIN Fyndið fólk í bfó (You're in the Movies) Sjálfstætt framhald hinna myndanna þar sem illgjarnir og hugmyndarfkir menn rýja aðra menn á förnum vegi öllu sjálfs- áliti og -virðingu. Og eru ekki fíflalegir til- burðir náungans það alskemmtilegasta sem landinn þekkir? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Villikettir (Wild Cats) ★★ Myndin er vel skrifuð og Goldie Hawn leikur nánast óaðfinnanlega en þrátt fyrir þetta er myndin lítilmótleg og þreytt. Lið- ið sem vann aðeins einn leik á sfðasta tímabili fær kvenkyns þjálfara og sjá . .. Leikstjóri er Mikjáll Ritchie og myndin er sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 9Vi vika (91/* Weeks) ★★★ Dúndurvel og fallega kvikmyndaðar og leiknar upp- og ofanferðir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. Svikamyllan (Raw deal) Spennumynd með Arnold kraftajötni Schwarzenegger undir handleiðslu leik- stjórans John Irvins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Óvinanáman (Enemy Mine) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HÁSKÓLABlÓ Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Úrvalsmynd Tommy Scotts. — Sjá um- sögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.15. LAUGARÁSBlÓ Salur A Skuldafen (Money Pit) ★ Sjá Listapóst. AðalhlutverkTom Hanksog Shelley Long undir leikstjórn Richard Benjamins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Smábiti (Once Bitten) ★ Væg kvenfyrirlitning, kynferðisskrekkur og kynlífsflippflopp f skopstældri hroll- vekju af ódýrara taginu. Aðalhlutverk eru í höndum Laureen Hutton og Cleavon Little undir stjórn Howards Storm. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Ferðin til Bountiful ★★★ Alveg bráðskemmtileg og Ijómandi vel leikin mynd með óskarsverðlaunahafan- um Geraldine Page í aðalhlutverki. Hreint engin tímaeyðsla þetta! Leikstjórn: Peter Masterson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. REGNBOGINN í kapp við tímann (Racing with the Moon) ★★ Sjá Listapóst. Richard Benjamin leikstýrir Sean Penn ásamt Elísabetu Mccovern og Nicholas Cage. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Martröð á þjóðveginum (Hitcher) Tryllir sem lýsir manni sem gerir þau glæfralegu og hreint ekki gæfulegu mis- tök að taka ókunnuga puttaferðalanga upp í. Mynd sem á erindi sona f túrista- vertíðarlok. Roger Hauer og C. Thomas Howell leika undir stjórn Roberts Harmon. Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 I návígi (At Close Range) ★★★ Stórvel leikin, æsispennandi þriller í óvenjulegum umbúðum og með mann- lega þáttinn skemmtilega „innbundinn". Aðalleikarar: Sean Penn og Christopher Walken. James Foley leikstýrir, Madonna syngur. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Morðbrellur (Murder by lllusion) ★ Brellukarl hundeltur af eigin viðskiptavin- um — sniðugt plott en gloppótt handrit dregur myndina niður fyrir meðal- mennskuna. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedfum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Reykjavík, Reykjavfk Hrafn Gunnlaugsson með þætti úr lífi Davíðs Oddssonar, þar sem hann skýtur inn svipmyndum úr borginni... Sýnd kl. 3 og 5 f A-sal, aðgangur ókeypis. STJÖRNUBlÓ Karate Kid II Hann er kominn aftur hinn mjóslegni og strákslegi Ralph Macchio sem barði alla f klessu og kom nánast einn sfns liðs f gang karateæði á Islandi og víðar. I þetta sinn er hann að þjarma að japönskum bræðrum okkar ásamt þjálfaranum vina- lega sem „Pat" Morita leikur. John G. Avildsen (Rocky I) leikstýrir. Sýnd f A-sal kl. 2.45, 5, 7, 9.05 og 11.15 Sýnd í B-sal kl. 4, 6, 8 og 10. TÓNABlÓ Hálendingurinn (Highlander) ★★ Spennumynd með Christopher Lambert og Sean Connery, þar sem leikstjórinn er Russel Mulchay og tónlistin flutt af Queen. Sjá umsögn ( Listapósti. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð börnum innan 16 ára. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.