Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 28
Leikárið 1986-87: Upp med sparifötin leikhúsáhugafólk — um verkefnaskrár Þjóðleikhússins, Leik- félags Reykjavíkur, Alþýðuleikhússins, Revíu- leikhússins, Nemendaleikhússins, Egg-leik- hússins o.fl. Verkefnalistar leikhúsanna líta um þessar mundir dagsins Ijós og þá getur fólk farid ad draga fram leikhúsfötin ef það á annað borð dubbar sig sérstaklega upp við þess húttar tœkifæri. En allir œttu að geta sett sig í stellingar og rifjað upp fiðringinn sem oft lœðist í sálina þegar Ijós hafa verið slökkt ísalnum og örfáar sekúndur í fyrstu hreyf- ingu á sviðinu. Átján ólík verk verða á dagskrá Þjóðleikhússins í vetur, þar af 10 ný íslensk verk. Fyrsta frumsýning vetrarins verður 25. september á leikriti Ragnars Arnalds, huldu- mannsins sem nú hefur gefið sig fram, Uppreisn á Isafirði. Leikritið gerist í Kaupmannahöfn, Reykjavík og á ísafirði á árunum 1892—1895 og fjallar um hin sögufrægu Skúla- mál Thoroddsens, sem fram til þessa hafa verið nokkuð óljós. Óperan Tosca eftir Puccini verður síðan frumsýnd í október og jóla- leikrit Þjóðleikhússins verður glæ- nýr, bandarískur gamanleikur Aura- sálin eftir Moliere. Aðrar kortasýn- ingar á stóra sviðinu sem frumsýnd- ar verða eftir jól eru ballettinn Glugginn eftir Jochen Ulrich, Róm- úlus mikli eftir Friedrich Dúrren- matt, Yerma eftir Federico Garcia Lorca og gamanleikur, glænýr, bandarískur, Lend me a Tenor eftir Ken Ludwig en það verður síðasta verkefni leikársins. En þar með eru sýningar á stóra sviðinu ekki upp- taldar því í janúar verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Her- dísi Egilsdóttur sem ber nafnið Tap- að, fundið. Ballettsýning eftir Hlín Svavarsdóttur og Nönnu Ólafsdótt- ur verður einnig færð á fjalirnar og gamanleiknum Helgispjöllum eftir Peter Nichols haldið áfram frá fyrra leikári. Þjóðleikhúsið ætlar að auki að opna nýtt svið í nóvember í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Þar verða eingöngu frumsýnd ís- iensk verk: I smásjá eftir Þórunni Sigurðardóttur, einþáttungarnir Hver veit. . .? eftir Kristínu Bjarna- dóttur og Draumar á hvolfi eftir Kristínu Ómarsdóttur, Kvennafár eftir Þorvarð Helgason og BUaverk- stœði Badda eftir Ólaf Hauk Símon- arson. Að lokum má svo ekki gleyma nýju barnaleikriti eftir Njörð P. Njarðvík sem ber nafnið Hvar er hamarinn? og sýnt verður í skólum og á leikferðum. Þjóðleikhúsið hefur ráðið 3 nýja leikara í þjónustu sína, ekki ómerk- ari nöfn en Viðar Eggertsson, Arnór Benónýsson og Lilju Þórisdóttur. Viðar mun hins vegar líka starf- rækja leikhús sitt, Egg-leikhúsið, en nánar um það síðar. En sumsé, metnaðarfullt og viðburðaríkt leik- ár hjá Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir a.m.k. 4 verk og tekur 2 verk upp aftur frá fyrra leikári, Land míns föður eftir þá Kjartan Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson og Svart- fugl Gunnars Gunnarssonar í leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur. Sýningar á því fyrra hefjast um þessa helgi en á hinu síðara í lok september. Upp með teppið Sólmundur eftir Guð- rúnu Asmundsdóttur er fyrsta nýja viðfangsefnið, létt og lífleg sýning um upphafsár leikfélagsins í tilefni af 90 ára afmæli þess á næsta ári. Meðal persóna eru ýmsir fyrstu leik- arar leikfélagsins og sýnd verða brot úr nokkrum söngvasmáleikj- um sem það tók til sýningar á fyrstu árum sínum. Frumsýning verður 18. september. Næsta viðfangsefni er leikritið Vegurinn til Mekka eftir Suður-Afríkumanninn Athol Fugard og fjallar um hvíta roskna konu sem snýr sér að listsköpun eftir lát eigin- manns síns. Höggmyndir hennar eru ögrun við vanahugsun þorps- búa sem vilja hrekja hana á brott. Frumsýnt í októberlok. Fyrsta verk- ef nið eftir jól er nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson sem ber nafnið Dagur vonar og gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum. Það verður frumsýnt 11. janúar á 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. I mars verður svo tekið til sýningar gamanleikritið Óánœgjukórinn eftir Alan Ayck- bourn. Og síðan má ekki gleyma leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Djöfla- og Gulleyju Einars Kárason- ar en hana á að sýna í ónefndri skemmu úti í bæ. Önnur leikhús verða einnig með sýningar og ætla ekki að gefast upp þrátt fyrir langvarandi og niður- drepandi húsnæðisleysi. Alþýðu- leikhúsið ætlar að starfa af fullum krafti í vetur. Sýningar á einþáttungi Strindbergs, Hin sterkari, verða lagðar niður um hríð meðan sami hópur æfir annan einþáttung eftir íslenskan höfund og að því búnu verða báðir einþáttungarnir teknir innan skamms til sýningar í Hlað- varpanum. Nýja einþáttunginn vinnur höfundur, sem ekki vill láta nafns síns getið að svo stöddu, í sam- vinnu við leikarana og verkið er unnið með hliðsjón af einþáttungi Strindbergs, þótt tími og rúm sé annað. Um mánaðamótin sept.-okt. ætlar Alþýðuleikhúsið að hefja sýn- ingar á barnaleikritinu Kötturinn fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson, en ekki er enn ljóst hvar leikhúsið fær inni með sýning- una. Leikhúsið stefnir að því að frumsýna einhver verk eftir jól en allt er enn óljóst um þau mál vegna húsnæðiseklunnar. Revíuleikhúsið ætlar að setja Skottuleik Brynju Benediktsdóttur aftur á fjalirnar og er þessa dagana að leita sér að hús- næði. Skottuleikur var sýndur við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinn- ar í Breiðholtsskóla á fyrra leikári. Leikhúsið hefur hug á að setja upp nýtt erlent verk að auki en húsnæð- isleysið er sami bölvaldurinn í því dæmi og liðsmenn leikhússins orðn- ir heldur þreyttir á að æfa á verk- stæðum þvers og kruss um höfuð- borgarsvæðið, því æfingarhúsnæði skortir líka. Enn er allt óljóst um starfsemi Hins leikhússins í vetur og þar er það enn húsnæðisleysið sem veldur. Starfsemi Stúdentaleikhúss- ins mun liggja niðri í vetur en leik- húsið mun Ííklega hefja sýningar með vorinu af fullum krafti. Kjall- araleikhúsið mun líklega ekki held- ur starfa í vetur því Helga Back- mann forsprakki þess verður önn- um kafin í öðrum verkefnum. Egg- leikhúsiö mun starfa þótt höfuðpaur þess Viðar Eggertsson hafi verið ráðinn til Þjóðleikhússins. Viðar hef- ur störf sín hjá Þjóðleikhúsinu með því að fara í launalaust frí í mánuð og endar leikárið á samskonar fríi. Viðar mun nefnilega fara með Egg- leikhúsið á leiklistarhátíðina í Dubl- in þar sem hann heldur samtals 82 sýningar á leikritunum Ekki ég. . . heldur. . . sem hann sýndi áður við góðan orðstír á leiklistarhátíðinni í Edinborg, og nýrri leikgerð á Skjaldbökunni eftir Árna Ibsen þar sem Viðar er eins og í fyrra stykkinu einn á sviðinu. Viðar flýgur því næst með seinni sýninguna til Kaup- mannahafnar þar sem hann verður fulltrúi íslands á leiklistarhátíðar- þingi þar í borg. Næsta vor fer Viðar síðan með báðar sýningarnar á leik- listar- og tónlistarhátíð í Brighton og þaðan fer hann til Svíþjóðar og Bandaríkjanna til að taka þátt í „eins-manns“ leikhúshaldi. En þar með er ekki öll sagan sögð því þann tíma sem Viðar verður raunveru- lega að störfum hjá Þjóðleikhúsinu fer Egg-leikhúsið ekki í frí því Viðar ætlar að nýta allar stundir sólar- hringsins til hins ýtrasta. Hverjar eða hvernig þær sýningar verða er hins vegar ekki ljóst. Þá er Nemendaleikhúsið að hefja starfsemi sína þessa dagana, og verður haldið fast í þá hefð sem skapast hefur sl. ár, semsé þá að nemendur á fjórða og síðasta ári L1 færi upp þrjár sýningar í Lindarbæ yfir veturinn. Fyrsta verkið sem Nemendaleikhúsið mun sýna nefn- ist Leikslok í Smyrna. Þetta mun vera gleðileikur með harmrænu ívafi af ítölskum uppruna. Leikstjóri verður Kristín Jóhannesdóttir og BÓKMENNTIR Arftaki Ingólfs Þórunn Valdimarsdóttir: Sveitin við Sund- in. Búskapur í Reykjavík 1870—1950 (Safn til sögu Reykjavíkur). Sögufélag 1986. Þau eru skrýtin þessi afmæli. Þetta er ritað daginn sem Reykjavík varð 200 ára, en á síð- asta stórafmæli varð hún, ef ég man rétt, 1100 ára. Ellefu hundruð ár, þar af 200 sem kaupstaður en 900 sem sveitabær, bær Ing- ólfs bónda. En umskiptin urðu ekki á einum degi. Verslun hafði lengi verið í Reykjavík, meira að segja iðnaður líka, áður en hún varð kaupstaður; og atvinna Ingólfs stóð með blóma í bænum löngu eftir að hann fékk kaupstaðarréttindi, raunar aldrei með þvílíkum blóma sem á fyrri hluta þessarar aldar. Búskaparsögu höfuðstaðarins í um átta at- burðaríka áratugi hefur ungur sagnfræðing- ur, Þórunn Valdimarsdóttir, rakið á bók sem Sögufélag gefur út í samstarfi við Reykjavík- urborg einmitt núna, á afmælinu, og er það mætavel til fundið. Þetta er að stofni lokaritgerð Þórunnar frá háskóla, en mjög rækilega aukin og yfirfar- in. Allmikil bók, nærri 330 síður, mjög mynd- skreytt og fallega úr garði gerð. Heimildavís- anir eru rækilegar að fræðimannlegum hætti, fylla 37 síður aftan við meginmálið. Sfðan koma heimildaskrá, nafnaskrár og myndaskrá. Þórunn hefur notað hundruð heimilda, prentaðra og óprentaðra, og greinilega ekki sparað sér erfiðið, enda virðist henni hafa tekist mjög vel að afla upplýsinga; það er helst um síðasta hluta tímabilsins að hún fer ekki mjög rækilega út í hlutina. Hún markar efnið vítt, fjallar um hvers kyns landnytjar Reykvíkinga, jafnvel mótekju og grjótnám, auk jarðræktar og fénaðarnytja. Hún tekur líka hæfilegt mið af búskaparsögu landsins í heild, fer t.d. lauslega út í hluti eins og fráfær- ur, slátrunaraðferðir, samkeppni smjörs og smjörlíkis og margt annað slíkt sem ekki er einskorðað við Reykjavík. Þetta er sem sagt rækileg rannsókn á fjölþættu efni. (Og svo að dæmi séu nú gripin beint úr samtíðinni: hér er t.d. fróðleg greinargerð um innflutning og innlenda framleiðslu á kartöflum; og hér má líka sjá að skömmu eft- ir aldamót keyptu Reykvíkingar hvalkjöt til skepnufóðurs á fimm krónur tonnið.) Þetta er sem sagt fróðleg bók, mjög fróð- leg, og ég sé ekki betur en fróðleikurinn sé traustur, a.m.k. um þau efni sem ég þekki til. En er hún skemmtileg? Já, hún er það nefnilega. Þórunn er hirðu- söm um minnisstæð atriði, spaugileg, blöskr- anleg o.s.frv. Hún tekur upp feiknin öll af skemmtilegu orðalagi heimildarrita. Svo skrifar hún af fjöri og tilfinningu, vandar sig við framsetninguna ekki síður en rannsókn- ina sjálfa, þorir líka að taka til orða bæði frumlega („Ef kindur væru notaðar sem garð- sláttuvélar í höfuðstaðnum væri hægt að kýla þar margar vambir") og fjálglega („Hita- veita bæjarins hefur breytt höfuðstaðnum í vin í eyðimörk kuldans. . .“). Svo munu menn hafa bæði fróðleik og skemmtun af miklum fjölda gamlla Reykjavíkurmynda sem bók- ina prýða. Eitthvað má nú samt að öllu finna, og það má gagnrýna Þórunni fyrir það sem rithöf- und að hún er mistæk í orðavali. Notar mik- inn orðaforða og oftast á skemmtilegan hátt, en fatast svo inn á milli, talar um „tví- reist" hús (þ.e. tvílyft), bugðu í vegi, „innbú" í fjósi, segir að „brauðofnar loguðu glatt". Sér í lagi hendir hana að taka kaupstaðarbarns- lega til orða um sveitalífsfyrirbæri. Hún kall- ar það að „hirða hey“ þar sem mynd sýnir fólk vera að snúa; talar um „að spenna tól fyrir hest" og segir: „Til að dilkarnir yrðu nógu vænir þurfti að hætta að færa frá.“ Meira að segja býr hún til öldungis óprent- hæft nýyrði: „hestabögglar", þ.e. heybaggar. Sumt af þessu hefði varla átt að fljóta í gegn- um margfaldan yfirlestur trúnaðarmanna Sögufélags. Smáhnökrar eru líka á útgáf- unni. Ekki mikið af sýnilegum prentvillum, en brengluð uppsetning á einni töflu og röng heimildavísun við aðra. Svona eru ritdómarar, tíunda samvisku- samlega þá smámuni sem fetta má fingur út í, en láta duga einfaldar alhæfingar um góða kosti bókanna. Hér er bók sem sannarlega er góðum kostum búin, verðugur ávöxtur af miklu eljuverki. Smágallar vaxa mér í aug- um af því að þeir eru á bók sem ætti skilið að vera alveg hnökralaus. 28 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.