Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 30

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 30
UTANHUSSTILBRIGÐIVIÐ TJEKOV — HP forvitnast um viðtökur nýjustu kvikmyndar Lárusar Ýmis Óskarssonar, Frosna hlébarð- ans, sem frumsýnd var í Stokkhólmi sl. föstudag. ,,Gagnrýnendur hafa allir mikla trú á Lárusi og ber öllum saman um að hann hafi mikla myndrœna gáfu og þótt þeim finnist myndin ekki fullkomlega lukkuð vilja þeir hafa hann áfram í sœnskum kvikmynda- heimi." Svo fórust einum heimildar- manni HP í Stokkhólmi orð þegar blaðið var að forvitnast um við- brögð og viðtökur nýjustu kvik- myndar Lárusar Ýmis Oskarssonar, Frosna hlébarðans (Den frusna leoparden) sem frumsýnd var i Stokkhólmi um síðustu helgi. Viðtökur gagnrýnenda voru nokkurn veginn á þessa lund: Gagn- rýnendur síðdegisblaðanna Afton- bladet og Expressen gáfu myndinni 3 stjörnur af 5 mögulegum en gagn- rýnendur morgunblaðanna Dagens Nyheter og Svenska Dag- bladet voru ekki eins hrifnir. „Allir setja nokkurn veginn út á það sama, en misfruntalega. Það sem er fyrst og fremst gagnrýnt er handrit Lars Lundholms sem þykir of óljóst og sundurlaust. Einn gagnrýnandinn stingur meira að segja upp á því að Lárus ætti að prófa að vinna með öðrum handritshöfundi. Svo eru menn ekki sammála um ágæti rokk- stjörnunnar Joakim Tháströms sem leikur annað aðalhlutverk myndar- innar. Aftur á móti fær Dramaten- leikarinn Peter Stormare, sem sumir íslendingar sáu í Fröken Júlíu á Listahátíð í vor, einróma lof fyrir frammistöðu sína í hinu aðalhlut- verkinu. Lárus og kvikmyndatöku- maðurinn Göran Nilson fá verðugt hrós fyrir myndina og öllum ber þeim saman um myndræna gáfu Lárusar þótt einum þeirra finnist hann vera heltekinn af myndmál- inu.“ Annar heimildarmaður HP sagði að myndin væri ekki auðgleypt og tempóið í henni langtífrá amerískt og nokkuð um löng skot. Hið sjón- ræna hins vegar óskaplega fallegt og í því ákveðin spenna sem væri dramatísk í sjálfu sér. Myndin væri í mjög dimmum litum, bláir, blágráir og gulir tónar mjög algengir og mik- ið rökkur, bleyta og hráslagi. Tónlist Leifs Þórarinssonar væri frábær og þótt myndin hefði valdið einhverj- um örlitlum vonbrigðum væri eng- inn vafi á því að Lárus væri mikils metinn kvikmyndagerðarmaður sem löngu væri kominn í sænska landsliðið, þótt íslenskur væri. Og við ljúkum þessari frétt með tilvitnun í skrif Jurgen Schildt sem er gamall og gróinn gagnrýnandi á Aftonbladet: „íslendingurinn Lárus Óskarsson rakst eins og fleygur inn í sænska kvikmyndagerð fyrir þremur árum. í Andra Dansen sem bar óvenjulegum hæfileikum vitni tók hann draumsýnina hiklaust fram yfir eftiröpunina. Ljóðið fram yfir veruleikann, flóttann og flugið fram yfir þunglamalega og hefð- bundna frásögn. Þá fundum við loks eftir langa mæðu að innlendir töfrar sem við urðum fyrir höfðu öðlast mál. Varir hrifningin enn? Að vissu leyti. Það er ekki bara í bandarískum vegamyndum (road- movie) heldur líka í myndum Ósk- arssonar sem við sveimum yfir and- lega og landfræðilega eyðisanda. Allir þessir afkimar og villur. Og svo langt á milli ljósgeislanna. En þær vegalengdir milli fundanna. Setn- ingar sem fljúga út í tómið. Niðurstaðan verður einhvers kon- ar nútíma utanhússtilbrigði við Tjékov. Þó er kannski nærtækara að finna skyldleika við myndir Wim Wenders og leikrit Sam Shepard á meðan orðin leita út í tómið og veiðibjöllurnar garga." Mrún. KVIKMYNDIR eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur og Ólaf Angantýsson Velmyndaður Hálendingur Tónabíó: Highlander (Hálendingurinn). ★★ Bandartsk. Árgerð 1986. Framleiðendur: Peter S. Davis/William N. Panzer. Leikstjórn: Russel Mulcahy. Handrit: Gregory Widen/Peter Bell- wood/Larry Ferguson. Tónlist: Queen/Michael Kamen. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Sean Connery, Roxanne Hart, Clancy Brown, Beatie Edney o.fl. Hið kynngimagnaða myndmál Hálend- ingsins ber það Ijóslega með sér, að mynd- inni er leikstýrt af manni, sem hlaut skólun í auglýsingabransanum og við gerð popp- myndbanda fyrir ekki ómerkilegri tónlistar- menn en Billy Joel, Elton John og svo að sjálfsögðu hljómsveitina Queen. Það var reyndar téður Russel Mulcahy, sem gerði hið margfræga myndband við „Bohemian Rapsody" þeirra Queen-manna, er á sínum tíma olli þáttaskilum í gerð slíkra auglýsinga- mynda. Það var því enganveginn hending ein, sem réði því að Queen skyldi valin til að tónsetja þessa nýju myndsmíð Mulcahys. Christopher Lambert (Greystoke Tarzan, Subway) leikur af sinni alkunnu snilld skoska 16. aldar Hálendinginn Conner MacLeod. Einhverju sinni sem oftar hefur hann ásamt ættmönnum lagt leið sína upp á skosku heið- arnar til að lemja á Frazerættinni. Þegar leik- urinn stendur sem hæst kemur Kurgan (Clancy Brown) til sögunnar og leggur hann í gegn með sverði. Ættmenn MacLeods telja hann að vonum dauðan, en sjálfum sér til mikillar undrunar og ættflokknum að sama skapi til mikillar hrellingar rís hann von bráðar upp aftur og kennir sér einskis mein. Hann er að sjálfsögðu gerður útlægur á stundinni, sakaður um galdra. Um síðir kynnist hann Ramirez (Sean Connery), sem leiðir hann í allan sannleika um eðli þessa fá- gæta eiginleika. Hann er næsta ódauðlegur og einn úr hópi fárra útvaldra, sem ætlað er að berjast innbyrðis, þangað til aðeins einn stendur eftir, og mun honum í tímans rás hlotnast að launum viska sú og kraftur, er nægir til að ráða örlögum alls mannkyns.. . til góðs eða ills. I ljós kemur að nefndur Kurgan er búinn sömu eiginleikum og MacLeod, og hefur þeim oftar en einu sinni lent saman. Þó hafa örlögin hagað því svo til að um síðir standa þeir tveir einir eftir.. . í nútímanum, nánar tiltekið í nafla alheimsins: the Big Apple... öðru nafni New York. Þó svo að kvikmyndin sé ljómandi vel leik- in og á köflum hreint bráðskemmtileg, þá er myndmál hennar oft á tíðum svo öfgakennt, að til stórra vandræða horfir. Nefndur Russel Mulcahy virðist m.ö.o. svo læstur í hefðir þær og venjur er auglýsingaiðnaðurinn hefur þróað með sér gegnum tíðina hvað mynd- málið varðar, að það hefur háð honum tölu- vert eftir að hann sneri sér alfarið að gerð kvikmynda af fullri lengd. Sú ofuráhersla, sem hann leggur á myndræn stílbrögð sín gerir það að verkum að myndin verður fyrst og fremst einstök augnabliksupplifun... ægifögur eins og hálftíma sápuauglýsing, sem ósköp lítið skilur eftir fyrir áhorfandann að velta vöngum að lokinni sýningu. O.A. Mögnuð myndbygging Bíóhúsið: Myrkrahöfðinginn (Legend). ★★★ Bandarísk. Árgerð 1986. Framleiðandi: Arnon Milchan. Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: William Hjortsberg. Stjórn kvikmyndatöku: Alex Thomson. Tónlist: Jerry Goldsmith. Sérstök förðun: Rob Bottin. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Mia Sara, Tim Curry o.fl. Ævintýri, átök góðs og ills. Myrkrahöfð- inginn sjálfur og púkar hans hrifsa völdin en hinn hjartahreini skógardrengur Jack, hin ævintýragjarna og ægifagra prinsessa Lili og álfar skógarins snúa vopnin úr höndum andskotans og tekst að bjarga heiminum á elleftu stundu frá eilífu myrkri. Endar vel eins og öll ævintýri. Leikur er allur hinn ágætasti, Tim Curry, stjarnan úr Rocky Horror Picture Show, auðvitað í hlutverki djöfulsins. Og það er gaman að kynnast svona kjarkaðri prinsessu, blessuð sé kvennahreyfingin, fyrir áhrif hennar hefur pissudúkkum fækkað á hvíta tjaldinu. Það sem kom mér mest á óvart við þessa kvikmynd er hvað sviðsmyndin, kvikmynda- taka ásamt lýsingu, er allt frábærlega vel unnið. Hver myndrammi er eins og listaverk. Leikstjóri myndarinnar, Ridley Scott, (The Alien, The Guardians) á bróður í bransanum, Tom Scott sem gerði hina skemmtilegu mynd Hunger með David Bowie og Cathar- ine Denevieau í aðalhlutverkum, vampíru- mynd þar sem fyrrnefndir þættir eru líka snilldarlega vel gerðir, þótt mynduppbygg- ingin í þeirri mynd væri stundum svolítið til- gerðarleg. En bræðurnir eru metnaðarfullir á þessu sviði og leita fanga í fjársjóðum sem finna má í mörgum gömlum kvikmyndum, klisjum eins og draugalegum háaloftum, ógnvekjandi kjöllurum, skelfilegum köstul- um, og low-key-stíll (skörp skil ljóss og skugga) og high-key-stíll (mjög mikil lýsing) notaður til að undirstrika leyndardóma og ýta undir spennu annars vegar og vanda- málaleysi og öryggi hins vegar. Nokkuð sem skortir svolítið í myndum af yngri gerð, þar sem náttúruleg flatneskjan er allt of áber- andi. Samt eru þeir bræður engin sjení, þeir hafa hins vegar næmt auga fyrir myndupp- byggingu, kunna til verka og starfa með af- bragðskvikmyndatöku- og tæknimönnum. Söguþráður þessarar kvikmyndar er skemmtilegur og ekki ýkja frumlegur. Samt get ég ekki sagt að ég hafi séð þessa mynd áður, en eitthvað í líkingu við hana. Og efni hennar höfðar fyrst og fremst til hálfvaxinna unglinga. Nema hið sjónræna. . . Mrún Mjúkir og mannlegir strákar Regnboginn: í kapp við tímann (Racing with the Moon) ★★ Bandarísk, árgerð 1984. Framleiðendur: Alain Bernheim og John Kohn. Leikstjórn: Richard Benjamin. Handrit: Steven Kloves. Aðalhlutverk: Sean Penn, Elisabeth McGovern, Nicholas Cage o.fl. Þeir sem þessa mynd gerðu kunna vel til verka, svo mikið er víst. Kvikmyndatakan er traust, hljóðið frábært og allt það. Sean Penn er líka hrikalega góður leikari og lætur jafn vel að túlka harðsvíraðan töffara og 17 ára unglingsstrák með fínlegar tilfinningar. Hin- ir leikararnir eru reyndar góðir líka. En efni- viðurinn er þreyttur og ofnotaður, bæði í bandarískum og evrópskum kvikmyndum: síðustu dagar unglingsstráka heima áður en þeir fara á vígvöllinn, í þessu tilviki í síðari heimsstyrjöldinni. Þótt þessi mynd sé einkar fínleg og næm úttekt á tilfinningalífi strák- anna og mismunandi viðbrögðum þeirra þessa síðustu daga — fínleg og næm túlkun skrifast einkum á Sean Penn — þá er mér ill- mögulegt að skilja hvers vegna þessar kring- umstæður og þetta tímabil varð fyrir valinu. Jú, tilgangurinn er að geta sýnt sterkari við- brögð hjá strákunum og nánasta umhverfi þeirra, en miðað við hvað þeir eru í raun sallarólegir hefðu allt aðrar kringumstæður ekki spillt fyrir og myndin jafnvel orðið meira spennandi fyrir bragðið. Bandaríkjamenn hafa frá uppreisn 68- kynslóðarinnar sífellt verið að „selja" ein- hverja þjóðfélagsgagnrýni í kvikmyndum sínum. Það hafa evrópskir kvikmyndagerð- armenn raunar líka gert en þó ekki með sömu sölulyktinni og af meiri hörku. Og í þessari mynd er „söluvaran" mýkri og manneskjulegri mynd af körlum og vanda- málum þeirra, svona í stíl karlabókmennt- anna. Það er vel og ágæt tilbreyting þegar of- beldissinnuð, hrá karlmennska er í algleym- ingi. Mrún. Fúnir innviðir Laugarásbíó: Skuldafen (The Money Pit). ★ Bandarísk, árgerð 1986. Framkvœmdastjórar: Steven Spielberg og David Giler. Framleiðendur: Frank Marshall og Art Levinson. Leikstjórn: Richard Benjamin. Handrit: David Giler. Kvikmyndataka: Gordon Willis. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Shelley Long, Alexander Goudunov o.fl. Peningamaskínan Steven Spielberg má fara að vara sig að setja ekki nafn sitt við hvaða kvikmynd sem er. Jú, jú mikil ósköp það er voða skemmtilegt að horfa á hús hrynja útvortis og innvortis í spað en það er ekki nóg þegar flest annað er lítilvægt. Söguþráðurinn er ósköp þunnur. Kærustu- par kaupir sér gamalt og virðulegt hús fyrir slikk þegar fyrrverandi eiginmaður konunn- ar kemur aftur til New York og vill fá íbúðina sem hann hafði lánað parinu. Nýja húsið á að vera milljón dollara virði en reynist mein- gallað. Og þá verður að kalla á iðnaðarmenn og þeir eru ekki ódýrir. Fyrrverandi eigin- maðurinn reynir að fá konuna til sín aftur og beitir bellibrögðum og tekst að skilja kær- ustuparið að en um síðir viðurkennir hann tvöfeldni sína og allt fellur í ljúfa löð. Afar bandarísk úttekt á vanda húsbyggjenda sem mun vera nokkuð annar en íslendinga. Leikurinn hangir rétt í meðalmennskunni, kvikmyndatakan ekki meira en þokkaleg. Leikstjórinn er greinilega ekki mjög metnað- arfullur og myndin sýnu verri en mynd hans í kapp við tímann sem nú er sýnd í Regnbog- anum. Hann mætti líka passa sig... Mrún. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.