Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 33
SFRÆGÐARINNAR... MLAGRÍMSSYNI TIL HÓLMFRÍÐAR KARLSDÓTTUR «* kannað hafa hinstu rök tilverunnar þannig að eftir væri tekið í útlöndum. Mun þar ekki síst um að kenna gagnsæi íslenskrar tungu, sem varð Guðmundi Finnbogasyni mikið umhugs- unarefni. Til að fullnægja öllu réttlæti er þó í þessu sambandi rétt að minna á að Guðmund- ur, sem hafði einmitt lesið heimspeki, varð þess heiðurs aðnjótandi, fyrstur íslendinga, að doktorsritgerð hans á þessu sviði var þýdd á frönsku. Ekki sakar þess þó að geta hér að stétt íslenskra heimspekinga vex ört fiskur um hrygg, og er þess án nokkurs vafa að vænta að þeim muni áður en langt um líður takast að láta að sér kveða á meðal útlendra kollega. Af öðrum greinum hugvísinda er að nefna málfræði, sem ætíð hefur átt hug og hjörtu lærðra sem leikra á landi hér, en þó fremur svokölluð „normatíf" málfræði en „deskript- íf“. Erlendis hafa íslendingar ekki getið sér telj- andi orð í þessari fræðigrein — utan einn, og var sá reyndar fornmaður. Um er að ræða — því miður — nafnlausan höfund Fyrstu málfrœði- ritgerðarinnar sem kölluð er, og hefur á síð- ustu árum hlotið þann heiður sem honum hef- ur alla tíð borið, en þetta var óvenju klár vís- indamaður. Ofmælt mun þó vera, sem ýmsir eru gjarnir á að halda fram, að þessi snjalli ís- lenski hljóðkerfisfræðingur hafi á sínum tíma verið búinn að skjóta fremstu málvísinda- mönnum okkar aldar ref fyrir rass. Dýrmæt er sú forna bókmenntaarfleifð sem íslendingum nútímans ber skylda til að hlúa að, ekki síst Islendingasögurnar, sem kunnar eru hvarvetna á meðal siðaðra þjóða, og á ensku eru kallaðar TheSagas. Tvo gríðarmikla útverði á þessum pósti höfum við átt á þessari öld, þá Sigurð Nordal, prófessor við Háskóla íslands, og Jón Helgason, prófessor í Kaup- mannahöfn. Voru báðir þessir miklu Iærdóms- menn jafnan síteraðir sem æðsta úrskurðar- vald um tilurð, geymd og samhengi íslenskra fornbókmennta, svo og um stöðu þeirra í heimsbókmenntunum. Raunvísindin hafa ekki verið íslendingum ýkja hugleikin fyrr en á allra síðustu tíð. Þó er skylt að nefna að einn jarðvísindamann á heimsmælikvarða höfum við eignast, en það var Sigurður Þórarinsson. Ef til vill er ekki kynlegt að hér á sjálfri eldfjallaeyjunni frægu hafi komið fram jafn glúrinn jarðfræðingur og Sigurður. Mörgum munu enn í fersku minni at- huganir Sigurðar í Surtsey fyrir meira en tutt- ugu árum, en hann lét sér afar annt um að gera niðurstöður rannsókna sinna fróðleiksfúsum almenningi sem aðgengilegastar. AF HVERJU ER KJARVAL EKKI HEIMSFRÆGUR? íslendingar eru fræg bókaþjóð. Miklum sög- um fer af því víðsvegar um heim að við séum alltaf sílesandi, en líka sískrifandi. Þetta er víst ekki ofmælt, en þó ber að hafa í huga að eitt atriði veldur því að íslendingar eiga í dálitlum erfiðleikum með að hasla sér völl á sviði bók- mennta á erlendum vettvangi: ástkæra, ylhýra móðurmálið okkar, íslenskan, er ekki heims- mál. Því eru bækur á íslensku ekki öðrum út- lendingum skiljanlegar en þeim sem lagt hafa á sig að læra þetta — að margra mati fremur erfiða — tungumál, en þeir eru enn næsta fáir. Vilji íslenskir rithöfundar ná hljómgrunni í út- landinu verða þeir að skrifa á einhverju öðru máli en íslensku — eða treysta á þýðendur. Eft- ir að Halldór Laxness sannaði að unnt er að öðlast nóbelsverðlaun fyrir bækur á þessu af- kjálkatungumáli hafa sporgöngumenn hans hérlendir mestmegnis ritað á íslensku, en treyst þýðendum fyrir orðstír í öðrum löndum. Thor Vilhjálmsson hefur fengið bækur sínar þýddar á allmargar tungur og sama máli gegn- ir um Sigurð A. Magnússon. Bókum eftir Guð- mund Daníelsson hefur verið snarað á pólsku, og rithöfundur af yngri kynslóðinni, Einar Már Guðmundsson, sem á sér tryggan hóp lesenda í Danaveldi, fær bókum sínum snúið á mál þar- lendra. Af íslenskum nútímaleikritahöfundum sem hafa gert garðinn frægan á öðrum vígstöðv- um en aðeins í föðurlandi sínu er að nefna þá Jónas Árnason og Guðmund Steinsson. Leikrit Jónasar hafa notið töluverðra vinsælda á Ir- landi, en Guðmundur hefur fengið verk sín sýnd í Vesturheimi, Þýskalandi og Póllandi. Mestri frægð íslenskra listmálara hefur vafa- laust Guðmundur Erró Guðmundsson náð, en hitt hefur íslendingum lengi þótt undrum sæta að okkar fremsti og ástsælasti málari Jóhann- es Sveinsson Kjarval hafi ekki hlotið þau laun heimsins sem hann á tvímælalaust skilið. Fjöldi íslenskra myndlistarmanna hefur á síð- ari árum getið sér fagurt orð í ýmsum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Um og eftir síðari heimsstyrjöld var Svavar Guðnason atkvæða- mikill fulltrúi okkar lands í Cobra-hópnum sem svo var kallaður, en nafngift þessi er dreg- in af upphafsstöfum þeirra þriggja borga þar sem hreyfingin var öflugust, Kaupmannahafn- ar, Brússel og Amsterdam. Á mjúkri grund Hollands hafa nokkrir íslenskir málarar skilið eftir sig óafmáanleg spor, meðal annarra þeir Hreinn Friðfinnsson, og Sigurður Guðmunds- son; í Þýskalandi starfar hins vegar kunnur ís- lenskur myndlistarmaður og umhverfishugs^ uður, Þórður Ben. Sveinsson í Dússeldorf. í sjálfu landi tækifæranna, Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, eru tveir íslenskir hagleiksmenn í þann mund að hasla sér völl, Gunnar Örn og Vignir Jóhannsson. Ógetið er þá að einar þrjár listakonur okkar hafa orðið kunnar víða um lönd, Nína Tryggvadóttir og Lovísa Matthías- dóttir í Bandaríkjunum, en Gerður Helgadóttir í Frakklandi. Loks má nefna að harðsnúinn hópur íslenskra myndlistarmanna, Septem- hópurinn svokallaði, hefur ekki einungis verið stefnumótandi hér á íslandi, heldur líka kvatt sér hljóðs annars staðar, einkum á Norður- löndum. íslendingar hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að heimsþekktur svissneskur framúr- stefnulistamaður, Dieter Roth, hefur tekið miklu ástfóstri við landið okkar og hefur fyrir hans tilstuðlan hróður íslands og íslenskrar myndlistar borist víðar en ella, það er að segja ef hans hefði ekki notið við. Ekki sakar að geta þess í þessu samhengi að einn heimskunnan listfræðing höfum við viljað eigna okkur, og ekki alveg út í bláinn, því að H.H. Árnason sem í langan tíma var sérstakur ráðunautur við sjálft Guggenheim-listasafnið í New York auk þess að vera höfundur víðlesinnar hand- bókar í listasögu var vissulega af íslensku bergi brotinn. HEIMSFRÆGIR TENGDASYNIR Mikið orð fer af gróskunni í íslensku tónlist- arlífi um þessar mundir. Höfum við á síðustu tímum eignast verðuga arftaka Stefáns íslandi þar sem eru Kristján Jóhannsson, sem syngur við allar helstu óperur heims, og Kristinn Sig- mundsson. Vitaskuld skal hér samt engri rýrð kastað á nokkra eldri íslenska óperusöngvara, sem starfað hafa í ýmsum löndum, þá Þorstein Hannesson, Sigurð Demetz Franzson og Sig- urð Björnsson, svo einhverjir séu nefndir. Þær María Markan og Guðrún Á. Símonar voru á sínum tíma án nokkurs vafa söngkonur á heimsmælikvarða og sungu sig inn í hjörtu áheyrenda bæði vestan hafs og austan. Verð- ugar sporgöngukonur þeirra eru tvímælalaust Sigríður Ella Magnúsdóttir og Sieglinde Kahmann. Sieglinde er ein hinna fjölmörgu erlendu tónlistarmannasem orðið hafa íslend- ingum hjálplegir við að byggja upp tónlistarlíf í landinu. Frægur flautuleikari, Manuela Wiesler hefur bundist íslandi tryggum bönd- um, en ætli heiðursnafnbótin „frægasti tengdasonur íslands" falli ekki í skaut hinum heimsfræga píanósnillingi Vladímír Askenasí, en eiginkona hans Þórunn er einnig snjall píanóleikari svo og sonur þeirra hjóna, Stefán. En það er ekki einungis á sviði æðri tónlistar að orð fer af Islandi. Islensk dægurlagatónlist og poppmúsík er líka á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér. Skemmst er að minnast þátttöku okkar manna, Icy-hópsins, í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem var talin hafa farist þeim vel úr hendi, þótt auð- vitað væri ekki við því að búast að við hreppt- um efsta sætið svona í fyrstu atrennu. íslenskir popptónlistarmenn hafa löngum rennt girndaraugum til frægðar heimsins. Jafnþjóðlegir popparar og Stuðmenn hafa öðl- ast fádæma vinsældir í alþýðulýðveldinu Kína, en neðanjarðarhljómsveitin Kukl á sér fjölda formælenda víða á meginlandi Evrópu og á bresku eyjunum. í Lundúnum hefur ís- lenska poppsöngkonan Janis Carol átt gengi að fagna og hefur meðal annars sungið eitt helsta hlutverkið í hinum heimsþekkta söng- leik Cats. Önnur íslensk söngkona, Shady Owens, túlkaði list sína við miklar vinsældir hér á árum áður, og skín stjarna hennar enn allskært. Þá er þess virði að rifja upp að trymb- illinn góði, Gunnar Jökull, hafi næstum verið ráðinn til að berja húðir hjá hinni víðfrægu poppgrúppu Yes. I Morthens-ættinni hafa jafnan verið miklir söngmenn. Haukur Morthens var ástsæll fyrir söng sinn í Danmörku á árum áður, en nú hef- ur sá kaldi kall, Bubbi Morthens, orðið að góðu kunnur í Svíaríki, en einnig í Bandaríkjunum. „Geggjaðasti persónuleiki" íslenskrar popp- sögu, Björgvin „Bjöggi“ Halldórsson hefur um nokkurt skeið verið að þreifa fyrir sér á alþjóð- legum markaði, og er skemmst að minnast ágætrar frammistöðu hans í söngvakeppni sem haldin var á írlandi. Ætli á einhvern sé hallað þótt hér verði sett fram sú fullyrðing að nú um stundir séu það piltarnir í Mezzoforte sem eru víðkunnastir allra íslenskra tónlistar- manna? FAGRAR KONUR OG FAGUR BAKHLUTI Fegurð íslenskra kvenna er rómuð víða um heim. Er því ekki að ófyrirsynju að réttkjörin fegurðardrottning heims, Hófí, skuli einmitt vera borin og barnfædd á Islandi. Islenskar konur hafa oftsinnis skarað fram úr í fegurðar- samkeppnum; nægir hér að rifja upp nöfn eins og María Guðmundsdóttir, Kristín Waage, Sif Sigfúsdóttir og Bryndís Sverrisdóttir. Einn ís- lenskur karlmaður er í þann mund að öðlast heimsfrægð fyrir fagran bakhluta; um er að ræða rassinn á Valdimar Erni Flygenring leik- ara sem innan tíðar mun prýða auglýsingar gallabuxnaframleiðandans heimskunna Calvins Kleins. Fegurð hefur ávallt þótt vænleg til að ná frægð og frama á leiksviði og í kvikmyndum, og víst er að ekki hefur fegurðin ekki orðið Önnu Björns kvikmyndaleikkonu í Hollywood að fótakefli. Anna fór með athyglisvert hlut- verk í kvikmyndinni Grease 2, svo sem al- kunna er. Önnur íslenzk leikkona hefur einnig getið sér gott orð fyrir kvikmyndaleik á al- þjóðlegum vettvangi, en það er Guðrún Gísla- dóttir, sem nýverið lék undir stjórn hins heims- fræga leikstjóra Tarkofskís. Af íslenskum karl- leikurum sem orðið hafa víðkunnir erlendis fyrir list sína er hægt að nefna Pétur Ronson, sem var í hlutverki fylgdarmannsins í ævin- týramyndinni Leyndardómur Snæfellsjökuls, Róbert Arnfinnson, sem lék á sviði í Þýska- landi, og Viðar Eggertsson, sem vakið hefur heimsathygli fyrir frumlegt tillegg til leiklistar- innar. Ónefndur er þá Jón Laxdal sem hefur ötullega leikið bæði í kvikmyndum og á sviði, einkum á meðal þýskumælandi þjóða. Tveir íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa getið sér ákaflega gott orð með öðrum þjóð- um. Þetta eru þeir Hrafn Gunnlaugsson og Lárus Ýmir Óskarsson, sem báðir hafa mikið starfað í Svíþjóð. Kvikmynd þess fyrrnefnda, Hrafninn flýgur, sló hreinlega í gegn þar í landi, en sjálfur var leikstjórinn sæmdur Gull- hrútnum fyrir framlag sitt til kvikmyndalistar- innar. Aldrei hefur fótaburður íslendinga verið tal- inn geta aflað þeim mikillar sæmdar, en þó eigum við að minnsta kosti þrjá ballettdansara sem markað hafa djúp spor á mörgu leiksviði beggja vegna Atlantsála: Helgi Tómasson, Auður Bjarnadóttir og hinn efnilegi Einar Sveinn Þórðarson. FRÆGAR FURÐUR Ekki verður sleginn botn í þennan pistil án þess að rifjuð verði upp nokkur fyrirbæri sem eru sérkennandi fyrir ísland og við teljum að njóti ótvíræðrar heimsfrægðar. Fyrst er að nefna ýmsar íslenskar framleiðsluafurðir, sem eru vellátnar í mörgum löndum: ávaxtadrykk- urinn Svali, sem Jón Páll kraftakall kynnir ótrauður í Skotlandi; Henson íþróttavörurnar sem leikmenn hins fræga enska knattspyrnu- liðs Aston Villa í Birmingham eiga erfitt með að vera án; og loks íslenskar ullarafurðir, sem er þarflaust að fjalla frekar um. Til heims- þekktra íslenskra afurða má eflaust telja Sög- urnar sem fyrr eru nefndar. Þá er frægt um allan heim fyrirtæki okkar Icelandair. Furður íslands eru margar og sumar víð- kunnar. Sérkennileg og fræg náttúrufyrirbæri sem hér getur að finna eru til að mynda eld- fjallið Hekla, hverinn Geysir, Gullfoss, mið- nætursólin, hreina loftið og jarðhitinn. Dýralíf hér á landi er ekki jafn fjölskrúðugt og æski- legt væri, en engu að síður hafa þrjár íslenskar dýrategundir öðlast heimsfrægð: íslenski hest- urinn, íslenski hundurinn og íslenski þorskur- inn. Af öðrum toga eru furðuleg fyrirbæri eins og verðbólgan, verð á áfengi, bjórleysi og til- vist kokteilsósu. Þorskastríð, hvalamál og alls- herjargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson eru kunn fyrirbæri í röðum áhugamanna um þessi efni víða um heim. Heimsfræg staðreynd um stjórnskipun á ís- landi er að hér er kona frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti. Fátt er Islendingum hugleiknara en góð landkynning. Og eflaust verður að telja að flestir þeir menn og fyrirbæri sem hér hafa verið þulin upp að framan flokkist undir það sem Islendingar álíta góða landkynningu. Sjálf erum við óþreytandi við að vekja máls á því þegar heyrist af frægð og frama landa okkar á erlendri grund. Skýringarinnar er sennilega fyrst og fremst að leita í þeirri óvefengjanlegu og augljósu staðreynd að við erum fáir og smáir eyjarskeggjar norður við Dumbshaf. Lík- lega er lengi hægt að deila um það hvort og þá hvaða íslendingar hafi öðlast raunverulega heimsfrægð, en ætli ekki mætti leiða að því rök að stærsta hluta íslenskrar heimsfrægðar sé hvergi annars staðar að finna en í vitund þjóðarsálarinnar? Hvað sem um það er: hér verður talið upp það „íslenskt" sem óvilhallir menn ætla að njóti mestrar heimsfrægðar núna: 1. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands. 2. Halldór Laxness, rithöfundur. 3. Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður. 4. Hófí, alheimsfegurðardrottning. 5. Erró, listmálari. 6. Mezzoforte, hljómsveit. 7. Sögurnar. 8. Friðrik Ólafsson, stórmeistari. 9. íslenski hesturinn. 10. Geysir, hver. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.