Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 36

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 36
dómsrannsókn loks í kaffibauna- máli Sambandsins og veröur fyrsta vitni Sverris Einarssonar sakadóm- ara fráfarinn forstjóri SÍS Erlendur Einarsson. Síðan verða hinir ákærðu kallaðir fyrir einn af öðrum. Þeir eru Hjalti Pálsson yfirmaður innflutningsdeildar, Gísli Theó- dórsson, Sigurdur G. Björgvins- son og Sigurður Asgeirsson. Við vitnaleiðslur hefur almennur starfs- maður Sambandsins skýrt frá því, að ætlunin hafi allan tímann verið sú að „plata Kaffibrennslu Akureyr- ar“, og um þetta komið skipun ,,að ofan“. Hjalti hefur reynt að hlífa sjálfum sér og Erlendi, en við vitna- leiðslur mun hann hafa vísað á yfir- menn sína. Sjálfur mun Erlendur segja, að hann hafi ekki haft hug- mynd um málið. Fram hefur komið, að þær 5 milljónir dollara, sem mál- ið snýst um hafi skilað sér til gjald- eyrisyfirvalda hér heima. Hins veg- ar hefur komið fram hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, að afsláttar- greiðslurnar vegna kaffibaunakaup- anna hafi allar farið fyrst inn á sér- stakan reikning í London, og hefur raunar jafnframt komið fram, að all- ar deildir og fyrirtæki SÍS hafi slíka reikninga erlendis. í kaffibaunamál- inu hafa menn velt fyrir sér ábyrgð stjórnar og um leið vitneskju. Bent er á, að Valur Arnþórsson stjórn- arformaður SÍS og Kaífibrennslunn- ar ásamt öðrum stjórnarmönnum hljóti að minnsta kosti að hafa velt fyrir sér hvaðan allt þetta gullna fé bærist. Annað sé óhugsandi. Við bíðum átekta eftir frekari fréttum af dómsrannsókninni, þar sem Jónatan Sveinsson saksóknari á örugglega eftir að spyrja marga óþægilegra spurninga. . . WÍi að verður gaman að fylgjast með prófkjörsmálum sjálfstæðis- manna í Norðurlandi eystra. Á laug- ardaginn, 6. sept., verður kjördæm- isþing þar nyrðra og búist við, að ákveðið verði lokað prófkjör sjálf- stæðismanna þann 11. október næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir því, aö nokkur ýti Halldóri Biön- dal úr efsta sætinu og enn sem kom- ið er telja menn Björn Dagbjarts- son nokkuð öruggan í annað sætið enda hefur hann heimsótt stuðn- ingsmenn sína og aðra stíft eftir að hann kom inn á þing. Það er 3. sæt- ið, sem augu manna beinast helst að og þar verða margir um hituna. Bú- ist er við, að Vigfús á Laxamýri Jónsson bjóði sig í þetta sæti áfram, en til viðbótar má svo nefna Stefán Sigtryggsson viðskipta- fræðing, Tómas Inga Olrich menntaskólakennara, Sverri Leós- son útgerðarmann og Svavar Magnússon frá Ólafsfirði. HP er kunnugt um, að Stefán Sigtryggsson hefur þegar lýst yfir, að hann ætli í prófkjör og stefni á 3. sætið. Þetta gerði hann á lokuðum fundi ungra sjálfstæðismanna, sem munu sækja hart fram í því að ná inn ungum manni eins og Stefáni og um leið Akureyringi, en hvorki Halldór Blöndal né Björn Dagbjartsson telj- ast Akureyringar. .. A ^^^■Lltalað er hvernig lögmenn, uppboðshaldarar, sýslumenn og bæjarfógetar hafa hagnast og fitn- að á blankheitum næstliðinna Stein- grímsára með gríðarlegri fjölgun skuldamála, innheimtuaðgerða og FRÁIMíRAR VEITINGAR í FALLEGU UMHVERFI 1 hóPef SELFOSS VIÐ ÖLFUSÁRBRÚ, S. 99 2500 gjaldþrota. En ekki einasta löglærð- ir mega vel við una. íslenskt réttar- kerfi hefur yfir að ráða vænlega borguðum sendisveinum sem skjót- ast fyrir lögfræðinga með stefnur til skuldara. Svokallaðir stefnuvottar sem taka við stefnum hjá lögfræð- ingum, koma þeim í hendur skuld- ara, eða sambýlisfólks, eða einhvers á sama stigagangi, í sömu götu eða sama kunningjahópi. Fyrir bréfút- burðinn fá stefnuvottar 200 krónur auk 220 króna í bílakostnað og virð- ist ekki nein ofrausn. Úti á lands- byggðinni getur bílastyrkurinn ver- ið allmiklu hærri en engin föst gjald- skrá á landsvísu er í gildi og heyrst hefur um hreppstjóra á landsbyggð- inni sem neita alfarið að taka gjald fyrir að stefna sveitungum sínum. En þó gjald það sem greitt er stefnu- vottum Borgardóms Reykjavíkur virðist engan veginn hátt þá eru samt talsverðar upphæðir í spilinu. Þar vinna 3 aðalstefnuvottar og 4 til 5 aukastefnuvottar. Þingfestar stefn- urásíðasta árivoru 17.117 og eru þá ótaldar allar þær stefnur sem aldrei eru þingfestar því oft borgar skuld- arinn skuld sína eftir að hafa verið stefnt, til þess að losna við frekari kostnað. Mjög varlega áætlað má halda því fram að stefnur á síðasta ári hafi ekki verið færri en 20 þús- und. Við störf sín ferðast stefnuvott- ar talsvert með leigubílum, sem verður þá umtalsverður póstur. Engu að síður er um að ræða 8,4 milljónir króna í greiðslu fyrir stefnuvottun. Ef skotið er á að 25% þess fari í leigubílakostnað þá eru eftir rúm 700 þúsund í árslaun til handa hverjum stefnuvotti. Flestir þeirra eru svo í einhverri annarri vinnu með og sumir stunda vottun- ina bara sem aukagetu. Dálagleg aukalaun það. .. fí • ,• ..'lAWWt* SAMBANDSH tt MMBRv wi ;stur i sinni fequrstu mvnd 4t _ ^ y / 2- —' - í - 1 —r- r- . .„! _ m 7** Porsche umboðið Austurströnd 4 Box 50 172 Seltjarnarnesi s. 61-12-10 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.