Helgarpósturinn - 08.01.1987, Síða 2

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Síða 2
ÚRJÖNSBÓK Pistill til hvers? Maður átti svo sem að geta sagt það sjálf- um sér að ekki væri allt með felldu hjá félags- ráðgjöfum. Ég hef ævinlega farið að dæmi Morgunblaðsins og umgengist þá með var- úð, ekki einvörðungu af þeim sökum — eins og blaðið — að í starfsheiti þeirra er fólgin vísun til þjóðfélagsins heldur einnig vegna þess að ég hef haft á tilfinningunni, eftir að mér varð um megn að leysa mín eigin vanda- mál, að félagsráðgjafar ættu við ofboðslegri vandamál að stríða en ég sjálfur. Ég hef einn- ig fengið vísbendingar um að ekki væri hollt að hafa of náið samneyti við félagsráðgjafa þó að ég renndi aldrei grunum í að slíkt væri jafn seigdrepandi og sjónvarpið upplýsti þjóðina um að kvöldi nýársdags. Þar var þó svo sannarlega gengið feti lengra i niðurrifi á félagsráðgjöfum en við Morgunblaðið höf- um nokkurn tímann vogað okkur að móta í hugsun, hvað þá að setja á prent, jafnvel þó að félagsráðgjafi væri líka kommúnisti. Viðbrögð þeirra, sem horfðu á hið nýja sjónvarpsverk í stofunni heima hjá mér, voru annars tímanna tákn, dæmigerð fyrir þjóð sem elst upp við tómt léttmeti og sögu- persónur eingöngu í öllum fötunum og er að glata hæfileikanum til að skynja og njóta list- ar og ráða í margslungna tjáningu. Þarna var nefnilega að dómi höfunda og fólks með ba- próf í bókmenntum eins og konu minnar margt að finna og ekki eingöngu skynsam- lega úttekt á félagsráðgjöfum sem löngu var orðin tímabær. En hvernig brást fólkið mitt við? Yngsta barnið, sem er gætt jafnvel minni fordómum en faðir þess á gamlárskvöld, missti áhugann eftir nokkur andartök og fór að leika sér að plastkubbum, gaut augunum við og við upp á skjáinn og spurði loks í sakleysisógáti um tiltekið atriði hvers vegna konan væri ber niður í fjöru eins og pabbi hefði verið í sum- ar. Fullþroska einstaklingum í fjölskyldunni varð að vonum svarafátt og kom spurnar- svipur á tengdaforeldra mína. Minnugur þess að börn eru oft eins og kjósendur, óskilj- anlegar yfirlýsingar geti verið þeim góð og gild svör við knýjandi spurningum, réð ég af að svara barninu og segja að umgetið atriði væri „Ijóðræn draumsýn". Þetta hefði ég auðvitað aldrei átt að láta út fyrir mínar varir því að barnið innti jafnharðan eftir hvort ég hefði þá líka verið Ijóðræn draumsýn. Eigin- kona mín hafði eins og nærri má geta fyrir- fram mótaða skoðun á þessu efni og skellti uppúr. Hún hafði ekki á nýárskvöld fremur en um kvöldið í sumar öðlast skilning á tján- ingarþörf manna sem eru naktir í fjöru utan bókmennta. Ég sagði barninu að halda áfram að leika sér. Listrænn tilgangur og boðskapur höfunda að hinu nýja sjónvarpsverki fór að sjálfsögðu fyrir ofan garð og neðan hjá syni okkar hjóna, búnum að ná þeirri siðfágun þroskans að hann nýtur þess ekki að skoða bert kven- fólk í nálægð við foreldra sína en getur samt ekki slitið sig frá slíkri sýningu. „Djöfuls kell- ingarassamynd er þetta" tautaði hann, kom- inn til hálfs af blygðun á bak við ömmu sína í sóffanum og honum fyrirmunað gersam- lega að skynja að ekkert fær tjáð betur veik- leika okkar og ófullnægðar langanir en nak- inn líkami. „Þetta á að heita listaverk," full- yrti tengdamóðir mín við drenginn og fylgdi þessari athugasemd hennar ekki vottur af sannfæringu. „Spurðu bara hann afa þinn ef hann skyldi þá heyra til þín.“ Tengdafaðir minn, sem hafði ekki haft augun af skjánum síðan ríkisrekin nýárspredikun sjónvarpsins byrjaði, hrökk við í sæti sínu eins og upp af draumi. „Við vorum að velta því fyrir okkur," læddi amma að honum og ekki laust við ill- kvittni í rómnum, „hvort þér þættu ekki þessi ósköp vera listaverk." „Ja, það má heita listaverk fyrir mér svo lengi sem þeir stilla sig um að klæða ömmuna úr,“ svaraði tengdafaðir minn að bragði og var horfinn jafnharðan inn í listaverkið. Af framansögðu má ljóst vera hvaða partar af tjáningu listakvennanna náðu að skjóta rótum hjá tengdaföður mínum. Hann hafði enda fæst orð okkar allra þegar sýningu lauk. Tengdamóðir mín var hins vegar ger- samlega ósnortin. „Hvað á svona sóðaskap- ur að þýða eiginlega," kallaði hún yfir stof- JÖN ÓSKAR una, „þykjast þeir ekki hafa efni á að hafa fólk í búningum þó að þeir fái ekki að hækka afnotagjöldin eins og þá lystir?!" „En, elsku mamma,“ skaut konan mín inní með ba-próf í bókmenntum, „það var verið að lýsa hlutskipti kvenna.“ „Ollu má nafn gefa,“ hreytti tengdamóðir mín út úr sér og horfði á dóttur sína með spurnarsvip; síðan á mig með ásökun í augnaráðinu. Eg vildi ekki hrinda úr höfn langvarandi orðasennu um tilgang og boðskap listaverks- ins. Eg yppti því einungis öxlum, þegjandi, og geymdi með sjálfum mér skilning minn á eiginlegri meiningu höfunda, sumsé: það er varlegt að hafa einn félagsráðgjafa í fjöl- skyldu og ennþá varlegra að hafa ekki nema einn karlmann í fjölskyldu. Ég orðaði hins vegar þennan skilning minn á svæflinum undir miðnættið þar sem við hjónin ígrund- uðum upplifanir kvöldsins. Ég var nær samstundis sakaður um mann- fyrirlitningu og kaldhæðni; það væri niður- sallandi bókstaflega að ræða við mig um eftir Jón Örn Marinósson, heiðarleg, sterk og djúpsæ listaverk sem endurspegluðu vanda okkar allra. Þarna hefðu tilfinningaríkar og nærfærnar konur reynt að opna augu okkar fyrir því sem hrjáir nútímafólk og mín einustu viðbrögð væru skætingur og aulafyndni. „Þú þekkir ekkert inn á konur og vilt ekki horfast í augu við hvað þær hafa mátt og verða enn að þola!“ Þrátt fyrir fullyrðinguna um þekkingar- skort á konum skildi ég strax af áherslum og tónblæ hjá minni konu að samtali okkar var lokið af hennar hálfu. Hún slökkti Ijósið til merkis um að ég ætti að fara að sofa og ég lá andvaka lengi í myrkrinu og reyndi að fálma eftir sannleik og boðskap í nýárs- predikun sjónvarpsins. Hvað vildu höfundur og leikstjóri sagt hafa? Hvaða spurningu var kastað fram í verkinu? Kannski þeirri hvers vegna konur fari úr öllum fötunum og engist af fýsn? Svar- ið við því liggur í augum uppi og vissu allir fyrir: þær vantar karlmann. Hreinasti óþarfi að verja einni einustu krónu af dagskrárfé sjónvarpsins til þess að sýna þjóðinni fram á þetta, að minnsta kosti þeim hluta hennar sem veit til hvers lífið ef ekki allt þá sumt af því er. Hreinasti óþarfi nema þá það væri gert í þeim sómasamlega tilgangi að punta upp á útsendingu með kvenmannskroppum sem virtist alls ekki hafa vakað fyrir höfundi og leikstjóra samkvæmt yfirlýsingum þeirra og skilningi konu minnar. Ég hafði náð þessu alveg með óhollustuna af því að vera upp á félagsráðgjafa kominn. En hvers vegna að láta ráðgjafann eisa um þjóðgarðinn á Þing- völlum með þennan sveinstaula í eftirdragi sem hafði svo ekki burði í sér til að leysa vandamál einnar einustu kvenpersónu í sög- unni? Komu þau í bíl? Voru þau að aka Þing- vallahringinn? Og ef þau voru að aka Þing- vallahringinn — hvar var þá allt hitt fólkið? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enn fengið svör við öllum þessum spurningum. Annað hvort var þetta óvenju torráðið lista- verk, ég óvenju tornæmur á nýárskvöld (sem á sér eðlilegar skýringar í efnaskiptum lík- amans) eða ég er að glata hæfileikanum eins og svo margir aðrir til að skilja Iistræna tján- ingu. Huganlega verður að sjá verkið tvisvar og ég vona fyrir mína parta, vegna spurn- inga sem er ósvarað, að það verði endursýnt á páskadag. En ég vil undirstrika nú strax að lokinni frumsýningu að ég get alls ekki verið sam- mála þeim röddum í lesendabréfum blað- anna sem hafa agnúast út í berar konur og ástríðuheitar. Við fyrstu kynni voru þær eini ljósi punkturinn í verkinu (og ég veit að margir mínir líkar eru mér innst inni sam- mála að þessu leyti) og nú, þegar ég hef gleymt bæði söguþræði og boðskap, standa þær mér enn þá jaf nskýrt fyrir hugskotssjón- um og á nýárskvöld. Og burtséð frá félagsráðgjöfum held ég, þegar grannt er skoðað, að ekkert geti orðið meira vandamál í lífi kvenna en það að mega ekki fækka klæðum án þess að meirihluti þjóðarinnar fái siðgæðisútbrot. Ég segi ekki að það verði ekkert líf — en líf til hvers? %r HAUKURí HORNI Vaxtakippir „Sýnast mér nú vextir okkar engjast, Ragn- heiður mín..." 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.