Helgarpósturinn - 08.01.1987, Side 15

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Side 15
 manna, sem flestir hafa laun á bilinu 30—40 þús- und á mánuði, að þeir fái enga launahækkun. Ég veit ekki hvernig fólk tekur því. En það er út af fyrir sig ekki við BSRB að sakast eða Póst- mannafélag íslands. Það er búið að ákveða hlut- ina annars staðar. Og þetta hlýtur að leiða til þróttleysis og áhugaleysis meðal félagsmanna. Samningar sem gerðir eru af nokkrum mönnum á öðrum vettvangi hljóta að hafa lamandi áhrif í þeim félögum sem í rauninni hafa ekkert um kjör félagsmanna sinna að segja." VALDIÐ LIGGUR ANNARS STAÐAR „Mér finnst að fólkið verði að átta sig á því hvar valdið liggur. Og hverjir það eru sem fara með þetta vald. Enda þótt menn tali um frjálsa samninga á vinnumarkaði, þá er það yfirleitt ríkisstjórn sem með einum eða öðrum hætti ákveður kjörin. Og fólkið kýs jú almennt talað yfir sig ríkisstjórnir og getur því haft mikil áhrif á það hver samningsaðilinn verður. Það sama má reyndar segja um forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni. I stórum dráttum má segja að fólk- ið kjósi sér þar fulltrúa og ég sé enga aðra leið en að skipta þessum fulltrúum fólksins út, ef mönnum þykir þeir ekki standa sig og hafa hags- muni sína að leiðarljósi. Þetta hlýtur að vera leiðin sem mögulegt er að fara. Einstök stéttar- félög ráða svo litlu. Það eru nokkrir kjörnir full- trúar sem fara með valdið, og ef þeir fara illa með það þá á að taka það af þeim. Vald fulltrú- anna liggur hjá fólkinu. Þetta finnst mér menn oft ekki hugsa um þegar þeir eru að gagnrýna stjórnir einstakra stéttarfélaga. Menn átta sig ekki á þvi hve valdlaus þau eru oft.“ Guðrún Þorbergsdóttir átti þess kost að ferð- ast mikið á síðasta ári. Til staða sem fáir ferðast til. Mexíkó, Kenya og Tanzaníu. Ég spurði Guð- rúnu hvort þessi útsýn hefði breytt afstöðu hennar til dægurmálanna hér á Islandi. „Þegar ég kom heim þá fannst mér ísland hreint, loftið tært og lífið dásamlegt. En vissu- lega hefur þessi útsýn breytt afstöðu minni. Vandamálin hér finnst mér stundum hjóm eitt í samanburði við þann vanda sem ég kynntist á þessum ferðum mínum. Og launaflokkabarátt- an hér virkar oft eins og fásinna þegar hún er mæld eftir mælistiku þess sem mörg þriðja heims ríki eru að berjast við. Og þegar ég hugsa til baka til veru minnar í Tanzaníu þá finnst mér stundum að það sé ekki hægt að bera saman líf og lífskjör fólksins þar og hér. Það er hyldýpi sem skiíur að þessa tvo heima. Svo mikið, að ég hef varla hugtök eða reynslu til að lýsa því. Manni finnst þetta vera tveir heimar í bókstaf- legri merkingu. Eg var einmitt að hugsa um þetta þegar ég skoðaði ráðstefnuhöllina í Nairobi þar sem kvennaráðstefnaSameinuðu þjóðanna var hald- in. Og ég spurði mig þeirrar spurningar: Hvað eiga íslenskar konar og konur í sumum þriðja heims löndum sameiginlegt? Og ég fékk ekkert svar. Jafnvel spurningin er útí hött. Heimarnir eru svo ólíkir. Ég átti þess kost að fara töluvert um löndin, bæði Kenya og Tanzaníu, og kynnast lífi fólksins af eigin raun, eins og ferðamaður getur yfirleitt kynnst þessum hlutum, og það sem mér er efst í huga er hin nístandi fátækt sem ríkir í þessum löndum. Fólk hefur hvorki í sig né á. Ég held við skiljum þetta ekki, enda þótt við horfum uppá það. Þess vegna tökum við kannski fyrst og fremst eftir því sem hefur einhverja viðmiðun við það sem við þekkjum." MARKAÐUR MEÐ FATAVERSLUN „Ég tók t.d. eftir því að arfleifð Breta hefur ennþá nokkur áhrif í Kenya. Ég tók eftir börnun- um, sem voru klædd í einhvers konar skólabún- inga. Mismunandi eins og gengur. En eitt var þeim öllum sameiginlegt. 011 voru þau í svörtum skóm. Það var ekki óalgengt að sjá sex til sjö ára gömul börn í svörtum skóm númer fjörutíu. Skólabúningarnir hafa vafalaust skýlt sárustu fátæktinni og skapað einhvers konar heildar- blæ, en samt sem áður var þetta absúrd í mínum augum. Ég hef aldrei séð eins nístandi fátækt. Það voru markaðir í hverju þorpi. Og þarna sá ég hvar aflóga fatnaður Vesturlandabúa hafnar. Þetta voru fatadruslur frá 1967 eða ’68. Það var út af fyrir sig ekki fataskortur, en fáránleikinn í þessu var yfirþyrmandi. Af hverju gekk fólk ekki í bómullarfatnaðinum sem það eitt sinn fram- leiddi?" Guðrún sagði að hún hefði einnig kynnst yfir- stéttinni í þessum löndum. Þeir menn hafa tam- ið sér vestræna hætti. Og líða ekki skort. „Mér fannst ég stundum vera komin í kaupfé- lag á íslandi fyrir fjörutíu árum. Vörurnar voru þannig. Þarna ægði öllu saman. Nærfötum, lugt- um og matvöru. Og fyrir innan búðarborðið sátu Indverjarnir sem hafa með verslun að gera þarna. Og það eru nær engar samgöngur þarna. Ekk- ert sjónvarp. Engin, eða takmörkuð, tengsl við umheiminn. Blöðin voru nokkurra daga gömul. Tíminn virtist standa í stað. Fátæktin svona mik- il og glæpamennska á háu stigi. Fylgifiskur fá- tæktarinnar. Það er varla hægt að lýsa þessu ástandi." ANNARS KONAR FÁTÆKT „Og þegar maður kemur aftur heim til íslands, þá undrast maður að hér skuli líka vera fátækt. Að vísu annars konar fátækt, en fátækt samt. Þarna er fátæktin svo yfirþyrmandi og baráttan fyrir betri kjörum þjóðarinnar svo vonlítil, að manni finnst fátæktin hér vera tæknilegt atriði. Guðrún Þorbergsdóttir, bæjarrulltrúi, framkvæmdastjóri Póstmannafélags íslands og versl- unareigandi í HP-viðtali Við höfum allt til alis. Mikil verðmæti eru sköp- uð í landinu og það eina sem vantar er að skipta verðmætunum réttlátar. Hérna finnst mér þetta vera spurning um vilja, en í þriðja heiminum er þetta spurning um eitthvað allt annað. Eitthvað miklu stærra, sem við oft hugsum ekki um, en er okkur nátengt. Því enda þótt þessir heimar séu tveir, þá lifum við öll undir sömu sólu.” Og við spurðum um Mexíkó. Hvernig er ástandið þar? Er Mexíkó frábrugðin Afríkulönd- um? „Það er mikil fátækt í Mexíkó, en hún er stað- bundnari. Þar eru mikil þurrkasvæði og þar er ‘ríkjandi mikil fátækt. Þar er enn annar heimur. Við setjum oft þriðja heiminn í sömu skúffu þeg- ar við ræðum um þessi mál, en aðstæður er afar mismunandi. Mexíkanar halda menningararf- leifð sinni mjög á lofti og eru mjög meðvitaðir um hana. Og reynar er það furðulegt, að há- menning þeirra skuli hafa farið framhjá manni að verulegu leyti. Þeir eiga sína pýramída og hof. Þeir eiga sitt stolt. Ég tók sérstaklega eftir því í Mexíkó að staða kvenna var sérstök í sum- um héruðum. Þær réðu framleiðslunni að veru- legu leyti. Þær seldu vörur sínar á markaði og stjórnuðu greinilega miklu í fjölskyldunum. Annars er Mexíkó margbrotnara land en t.d. Tanzanía og erfiðara að átta sig á, en þar er vissulega að finna sömu fátækt og í Afríkulönd- um.“ Guðrún er byrjuð að prjóna. Nýtir tímann greinilega vel. Og talið berst að Garn gallerí aft- ur. „Ég er ánægð með það að hafa ráðist í þetta ævintýri. Sjálfstæðismennirnir á Nesinu hafa sumir boðið mig velkomna í hóp kaupmanna og tek ég þvi brosandi. Tilgangurinn er að veita fólki þjónustu. Kannski langar mig til þess að aðrir vinni í höndunum eins og ég sjálf. Það er eins og með pólitíkina. Ég fór í hana til að hafa áhrif. Til þess einhvern tíma, að fá tækifæri til þess að ráða, og láta gott af mér leiða. Til dæmis með því að ná meirihluta og verða bæjarstjóri. Menn hafa spurt mig hvort ég ætli mér að græða á verslunarrekstrinum. En ég geri ekki ráð fyrir að Garn gallerí skili mér miklum auði. Stendur þó vonandi undir sér. Nú, ef það fer að safnast að mér mikill hagnaður, þá verð ég að velta því fyrir mér, hvort ég á að kaupa olíufélag — eða annað stórfyrirtæki! Athafnamenn á Nes- inu ku gera það. Að öllu gamni slepptu, þá von- ast ég til að geta sameinað áhuga minn og þörf fyrir að skapa eitthvað í þessum verslunar- rekstri. Ef það tekst þá hef ég gert draum að veruleika.”

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.