Helgarpósturinn - 08.01.1987, Síða 38

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Síða 38
J HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 9. janúar 18.00 Litlu Prúðuleikararnir. 18.25 Stundin okkar — Endursýning. 19.00 Á döfinni. 19.10 I deiglunni. Stutt mynd um Helga Gíslason myndhöggvara. 19.30 Spítalalíf. 20.00 Fréttir. 20.35 Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnað — Annáll ársins 1986. 21.50 Sá gamli. 22.50 Kastljós — Þáttur um innlend mál- efni. 23.30 Paradine-málið ★★★(The Paradine Case). Bandarísk bíómynd frá árinu 1948. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Gregory Peck, Ann Todd og Charles Laughton. Sakborningur í morðmáli er ung kona sem verjandinn í málinu verður ástfanginn af. Honum er því venju fremur mikiö í mun að fá skjólstæöing sinn sýknaðan af ákaer- unni. 00.35 Dagskrárlok. Laugardagur 10. janúar 14.55 Enska kqattspyrnan — Bein út- sending. Manchester United — Manchester City. 16.45 Hvernig fiskarnir synda. Kanadísk dýralífsmynd. 17.15 Iþróttir. Áskorendamótið í sundi. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. 19.00 Gamla skranbúðin. 19.30 Smellir. 20.00 Fróttir. 20.30 Lottó. 20.35 Fyrirmyndarfaðir. 21.00 Horft um öxl. Spurningaþáttur í beinni útsendingu. Umsjón Arn- þrúður Karlsdóttir. 22.15 Veggjakrot ★★★ (American Graffiti) Bandarísk bíómynd frá 1973. Leik- stjóri George Lucas. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Ronny Howard og Candy Clark. Nokkrir unglingar á bíl- prófsaldrinum fara út að skemmta sér kvöld eitt í Kaliforníu á árinu 1962. Þá var orkukreppa óþekkt hugtak og bensínfrekar glæsibifreiðir, glymjandi af rokktónlist, voru óskadraumur bandarískra ungmenna. 00.05 Dagskrárlok. STODTVO Fimmtudagskvöld 8. janúar 20.00 Ljósbrot. Umsjón annast Valgerður Matthíasdóttir. 20.25 Bjargvætturinn (Equalizer). 21.20 McCarthy-tímabilið ★★ (Tail Gunn- er Joe). Bandarísk kvikmynd með Peter Boyle, John Forsythe. Tim O'Connor, Ned Beatty og John Carra- dine í aðalhlutverkum. í myndinni er sagt frá uppgangi og falli Josephs McCarthy, múgæsingamannsins sem kleif upp valdastigann í Bandaríkjun- um á sjötta áratugnum, með því að nota kommagrýluna. 23.40 Ónýtir hjálmar ★★★ (Bad Hats). Bresk sjónvarpskvikmynd frá 1984. í myndinni er sögð saga tveggja her- manna í fyrri heimsstyrjöldinni, sem mynda stormasamt bandalag til þess að flýja til irlands. Með í förina slæst ung ekkja sem hefur strokið frá fjöl- skyldu sinni. 01.40 Dagskrárlok. Föstudagur 9. janúar 17.00 Myndrokk. 18.00 Gúmmíbirnirnir. 18.30 Einfarinn (Travelling Man). 19.30 Fróttir. 19.55 Um víða veröld. 20.15 Einstök vinátta. (Special Friend- ship). Ný bandarísk sjónvarpskvik- mynd með Tracy Bollan og Akosua Busia í aðalhlutverkum. Mynd, byggð á sannsögulegum atburöum sem ger- ist í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjun- um. Van Lewis-fjölskyldan sem býr í Suðurríkjunum sleppir öllum þrælum sínum og orsakar það hatrammar deil- ur milli þeirra og nábúanna. 22.10 Þrumufuglinn II ★★ (Airwolf II). Bandarísk kvikmynd með Jan Michael Vincent, Ernest Borgnine og Alex Cord í aðalhlutverkum. 23.45 Benny Hill. 00.10 Stjörnuvíg III ★★ (Star Trek III). Bandarísk kvikmynd með William Shatner og Deforest Kelley í aðalhlut- verkum. Myndin gerist á 23. öldinni. Plánetan Genesis hefur orðið til en hún kostaði mikið, líf kafteins Spock. 01.50 Myndrokk. 04.00 Dagskrárlok. Laugardagur 10. janúar 16.00 Hitchcock. 17.00 Allt er þó þrennt er (3's a Com- pany). 17.30 Blakkur snýr heim ★★ (The Black Stallion Returns). Bandarísk kvik- mynd frá 1983. Kelly Reno og hestur- inn Blakkur urðu nánir vinir þegar þeir komust einir lífs af úr skipsskaða. En fortíð hestsins er ekki gleymd því hinir réttu eigendur hans ferðast þúsundir kíómetra til að leita hans. 19.30 Fróttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). 20.45 Prinsessa fyrirliðanna ★ (Quarter- back Princess). Bandarísk sjónvarps- kvikmynd frá CBS með Helen Hunt og Don Murray í aðalhlutverkum. Get- ur fyrirliði kvennaliðs háskólans í fót- bolta orðið að drottningu árshátíðar- innar, yfirstigið fordóma fullorðinna og annarra stúdenta og byrjað meö sætasta strák skólans? 22.25 Stríð bófaflokkanna ★★ (Gangster Wars). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Michael Nouri, Brian Benber>og| Joe Penny í aðalhlutverkum. Mynd þessi er byggð á sannsögulegum staðreyndum, sem fjalla um barátt- una milli hinna skipulögðu glæpa- samtaka í New York. 00.15 Lífsbaráttan (Staying Alive). ★ Bandarísk kvikmynd frá 1983 með John Travolta og Cynthia Rhodes í aðalhlutverkum. Travolta leikur dans- MEÐMÆLI Rás eitt: Pólitík í upphafi kosningaárs í kvöld (22.20), á sunnudaginn Simone de Beauvoir (13.30) og erindi Stefáns Jóns um kreppu í opinberum fjölmiðlum (19.35) . Rás tvö: Tríó-pælingar S.G. á laugardag (17.00). Bylgjan: Edda og Randver á laugardag (18.30) og sunnu- dag aftur (11.00). Stöð 1: Handboltinn á föstudag (20.35) og Hitchcock seinna sama kvöld. Stöð 2: Góð mynd í kvöld (23.45) og Benny Hill á sama tíma á morgun. Ekki má þó sleppa að minnast á mjög forvitni- legan þátt á Rás eitt á sunnu- dag kl. 10.25 og áreiðanlega þess virði að vakna: Þá fjallar Ólafur Ragnarsson um þjóð- trú, þjóðlíf og hjátrú lands- manna. ara sem er að reyna að verða frægur á Broadway. 01.45 Myndrokk. Hundrað vinsælustu lög- in í Evrópu. 04.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagskvöld 8. janúar 19.55 Um hvað yrkja ungu skáldin? 21.20 Sumarleyfi í skammdeginu. 22.00 Fróttir. 22.20 Fimmtudagsumræðan í upphafi kosningaárs. Stjórnandi: Elías Snæ- land Jónsson. 23.10 Kvöldtónleikar. 24.00 Fróttir. Dagskrárlok. Föstudagur 9. janúar 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. 7.20 Daglegt mál. 9.03 Morgunstund barnanna: ,,Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. 9.35 Lesið úr forustugreinum. 10.30 Sögusteinn. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fróttir. 14.00 Miðdegissagan. 14.30 Nýtt undir nólinni. 15.20 Landpósturinn. 16.20 Barnaútvarpið. 17.03 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið — Menningarmál. 19.30 Daglegt mól. 20.00 Lög unga fóiksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Sígild dægurlög. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Andvaka. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrórlok. Laugardagur 10. janúar 7.00 Fróttir. 7.03 ,,Góðan dag, góðir hlustendur." 9.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Vísindaþótturinn. 11.40 Næst ó dagskró. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Barnaleikrit. 17.00 Að hlusta á tónlist. 18.00 íslenskt mál. 19.00 Fróttir. 19.35 Skriðið til Skara. Þáttur í umsjá Halls Helgasonar og Davíðs Þórs Jónssonar. 20.00 Harmoníkuþáttur. 20.30 Listin að deyja — rýntí Sturlungu. 21.00 fslensk einsöngslög. 21.20 Um náttúru íslands. 22.20 Mannamót. 00.05 Miönæturtónleikar. 01.00 Dagskrórlok. étw Fimmtudagskvöld 8. janúar 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Á mjúku línunni. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 9. janúar 9.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Bót í máli. 15.00 Sprettur. 17.00 Fjör ó föstudegi. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 10. janúar 9.00 Óskalög sjúklinga. 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Hódegisútvarp. 13.00 Listapopp. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Savanna, Rfó og hin tríóin. 18.00 Fróttir á ensku. 18.10 Hló. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrórlok. Fimmtudagskvöld 8. janúar 20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskró Bylgjunnar. Föstudagur 9. janúar 7.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nót- um. 12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. 19.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 22.00 Jón Axel Ólafsson. 03.00 Nætudagskrá Bylgjunnar. Laugardagur 10. janúar 8.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 Jón Axel á Ijúfum laugardegi. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00 Vilborg Halldórsdóttir á laugar- degi. 18.30 I fróttum var þetta ekki helst. Edda Björgvinsdóttir og Randver Þorláks- son bregða á leik. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00 Anna Þorláksdóttir í laugardags- skapi. 23.00 Þorsteinn Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson. 04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Otvarp eftir Friðrik Þór Guðmundsson Leitað dyrum og dyngjum SJÓNVARP Erum við ekki öll ber innan klœða? Ég hef nokkrum sinnum orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á upphring- ingar almennra borgara í „flóamarkaði" Bylgjunnar. Ég er kominn að þeirri niður- stöðu að um allt höfuðborgarsvæðið sé fólk skríðandi í risum og kjöllurum og bílskúr- um og geymslum og skápum og öðrum dyngjum í dauðaleit að bara einhverju sem það getur hugsað sér að losna við. Hér er nefnilega fundinn kærkominn vettvangur fyrir venjulegt fólk að leyfa öðrum að vita að það er til. Sumt fólk vílar ekki fyrir sér að selja vídeótækin sín, sjónvörp, húsgögn, föt og annað ónaglfest einungis til að ná því markmiði að komast í útvarpið. Ein mann- eskja gekk meira að segja svo langt um daginn að bjóða fram hvað sem menn vildu, því hún fann upp á því að auglýsa flóamarkað hjá sér í flóamarkaði Bylgj- unnar. Sjálfur er ég að bíða eftir því að at- vinnurekendur þessa lands fari að nýta sér þennan vettvang á einhvern hátt, enda er hann ókeypis. Það hlýtur bráðum að koma að því að Jón Páll í umboði Davíðs Shcev- ings hringi til að tilkynna að hann eigi nokkrar Svalafernur aflögu sem hann vilji losna við ódýrt. Að gamni slepptu þá er þessi flóamark- aður Bylgjunnar auðvitað allra góðra gjalda verður. Vafalaust árangursríkur og því borgar leitin að seljanlegum hlutum sig áreiðanlega þegar upp er staðið. Ég hygg að enginn geti haft nokkuð út á markaðinn að setja — nema ef til vill smáauglýsinga- deild DV. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska að- standendum kristilegu útvarpsstöðvarinn- ar ALFA til hamingju með stöðina. Ég er að vísu svoddan heiðingi að ég hef aldrei hlustað á stöðina og það meira að segja af einskæru áhugaleysi því ég þoli ekki helgislepju. En hamingjuóskirnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna þess hversu það kom mér þægilega á óvart að af öllum fé- lagasamtökum skuii það hafa verið kristi- leg samtök sem urðu fyrst til að stofna til útvarpsstöðvar. Kannski þetta dugmikla og snarráða fólk noti þennan vettvang til að ýta við þjóðkirkjunni og fái hana til að fara úr íhaldsfrakka sínum. Kannski. Hitt ætla ég aldeilis að vona að stöðin þróist ekki í þá átt að stæla ýmsar þær trúarlegu útvarps- stöðvar sem heyra má í henni Ameríku, þar sem predikarar spúa eldi og brenni- steini yfir flemtri slegna hlustendur. Ég segi þetta allt auðvitað með áðurnefndum fyrir- vara um að ég hef ekki enn haft fyrir því að hlusta á Alfa! í lokin vil ég vekja athygli lesenda á for- vitnilegu erindi Stefáns Jóns Hafsteins í út- varpi landsmanna á sunnudaginn kemur, en þá fjallar Stefán um „kreppu í opinber- um fjölmiðlum". Það er kannski ekki á það bætandi að fjalla um nýársleikrit Nínu Bjarkar, Líf til einhuers, því lesendadálkar blaðanna hafa bókstaflega verið að springa af neikvæð- um bréfum um verkið. Mér fannst leikritið hinsvegar aldeilis frábœrtl (Sjá einnig dóm gagnrýnanda HP í Listapósti þessa tölu- blaðs.) Það var vel valið í hlutverkin, leik- ararnir stóðu sig með prýði, klipping og kvikmyndastjórn voru til fyrirmyndar, og boðskapur höfundarins átti sannarlega er- indi til okkar. Ég veit ekki hvað fólk vill meira? Töluvert hefur verið stagast á því að Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri, hafi greinilega „átt mikið í“ myndinni. Og hvað með það? Er ekki eðlilegt að stjórnandi setji mark sitt á verk, sem hann stýrir? Meira veður hefur þó verið gert út af nektaratriðum og kynlífsathöfnum. Fólk virðist unnvörpum standa á öndinni yfir því, að börn gætu hugsanlega hafa séð glitta í brjóst eða rasskinn í sjónvarpinu og jafnvel fengið óljósa hugmynd um kyn- Leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur hefði ekki átt upp á pallborðið á Viktoríutímanum, fremur en íslandi á 20. öldinni. hvötina. En hvað er svona hræðilegt við það? Mér er spurn... Erum við kannski ekki öll ber undir fötunum? Og eru ekki blessað- ir krakkaormarnir, sem verið er að of- vernda, í heiminn komnir m.a. vegna heil- brigðrar kynhvatar foreldranna? Þessi púrítanska hneykslunaralda minnir mann helst á Viktoríutímann á Bretlandi. Þá gátu menn ekki til þess hugsað að sjálf Viktoría drottning þyrfti að fara á klósettið eins og annað fólk, því menn hömuðust við að af- neita tengslum mannskepnunnar við dýra- ríkið og lögmál náttúrunnar. Á þessum tíma var það líka tíska að láta fæðingar- lækna taka á móti börnum án þess að leyfa þeim að hreyfa við ábreiðunni yfir kon- unni. Öll nekt þótti óskaplega dónaleg og kynfærin voru auðvitað hámark grófleik- ans. I þetta far virðumst við Islendingar nú komnir, þó svo 21. öldin sé ekki langt und- an. Eins og fyrr segir, fannst mér leikrit Nínu Bjarkar með áhrifameiri verkum, sem ég hef séð. Samspil höfundar og stjórnanda skilaði eftirminnilegu sjónvarpsleikriti — auðvitað með hjálp annarra þátttakenda í gerð myndarinnar. Þetta var leikrit, sem dró áhorfandann til sín, lék á tilfinninga- strengina og fékk fólk til að hugsa. Þeir, sem græða á að selja okkur fóta- nuddtæki, litla leslampa og eyrnalokka, sem hjálpa fólki að hætta að reykja, hljóta að sjá sér leik á borði. Það er örugglega markaður fyrir íbúðir með „leyniklósetti", svo allir haldi að íbúarnir séu ekki á það lágu plani að þurfa slíkt tæki. Og eftirspurn eftir börnum til ættleiðingar hlýtur þar að auki að fara vaxandi. Eða getur verið, að hin hneykslunargjarna þjóð geri annað en sofa í rúmunum sínum? 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.