Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 3
FYRST OG FREMST
NÚ ERU að mestu hljóðnaðar
þær raddir sem heimtuðu endrum
og eins að Kana-sjónvarpið yrði
opnað fyrir landann á ný. Enda
komnar tvær stöðvar og vídeó á
annað hvert heimili. Og ef opnað
væri fyrir Kana-sjónvarpið nú er
óvíst um raunverulega viðbót, því
suður á velli horfa menn um
þessar mundir á þætti eins og
Mordgáta (Murder She Wrote),
Dallas, M.A.S.H. og Magnum PIog
þætti sem við þekkjum mæta vel
eins og Hill Street Blues. Varnar-
liðsmenn virðast annars mikið
gefnir fyrir sápu-óperur, íþróttir,
barnaefni og fréttir og dugar þeim
ekkert minna en tvær stöðvar og
útsendingar allan sólarhringinn,
alla daga vikunnar.
FLOKKUR allra stétta eða
ekki? Sjálfstœöisflokkurinn hefur
nú birt lista sinn í Reykjavík og
ljóst að atlagan gegn Albert
Gudmundssyni rann út í sandinn,
eins og við mátti búast. Flokkur-
inn er því með stórkaupmann í
fyrsta sæti listans (tímabundið í
hlutverki ráðherra), en þegar litið
er á 18 fyrstu sæti listans — en
þingmenn Reykjavíkur verða 18 —
sést að þar er að finna 7 lög-
frœöinga og 5 uidskipta/hagfrœd-
inga, auk eins viðskiptafræði-
nema. Þau fjögur sæti sem eftir
eru fylla kaupmaður, húsmóðir,
varaformaður VR og læknir. Sýnist
okkur á þessari upptalningu að
annað hvort sé Sjálfstæðisflokkur-
inn ekki flokkur allra stétta eða að
hann telji aðra varla koma til
greina á þing en lögfræðinga,
viðskipta/hagfræðinga og kaup-
menn. Að minnsta kosti eru
fulltrúar annarra stétta á listanum
hafðir í „öruggum" sætum, það er
í öruggri fjarlægð frá ,,góðu“
sætunum. . .
i
SJALLAfundurinn frægi á senni-
lega eftir að lifa lengi í minning-
um þeirra sem sóttu fund mennta-
málaráðherra á Akureyri. Margir
tóku til máls á fundinum og var
Benedikt Sigurdarson skólastjóri
meðal þeirra, en ráðherra hefur
látið mörg orð og þung falla um
skólastjórann. Á fundinum svaraði
skólastjóri fyrir sig — fullum hálsi
— m.a. með þessari vísu:
Þó mér gerist nú gjarnt að hrasa
og gangi flest úr lagi.
Hafandi Þráinn í hægri vasa,
og ,,hyskið“ í eftirdragi.
VIÐ RÁKUMST á meðfylgj-
andi fyrirsögn í Degi og þótti
okkur hún óneitanlega afar
merkileg. Þarna stendur skýrum
stöfum að menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, styðji
framhaldsmenntun. Gott til þess
að vita. En skyldi Sverrir styðja
grunnskólamenntun líka? Ekki
kemur fram í fréttum Dags hvort
hann hafi lýst yfir stuðningi við
grunnskólamenntunina á 300
manna fundi ráðherrans í Húsavík
í fyrri viku og því allt á huldu
með afstöðu ráðherrans til grunn-
skólanna. En einn fundarmanna
sagði grunnskólann fyrir norðan
vera orðinn að „rjúkandi rúst".
Sýnist manni því helst að draga
verði þá ályktun að Sverrir vilji
ekki grunnskólamenntun, en að
börnin vindi sér strax í framhalds-
menntun. Þá er spurningin bara:
Menntun í framhaldi af hverju?
ÞEGAR símakerfi tóku að gerast
fullkomnari og fullkomnari með
hverju árinu sem leið, fóru menn
að geta spilað tónlist fyrir við-
skiptamenn sem biðu eftir sam-
bandi við einhvern aðila innan-
húss. Þetta er nú orðið töluvert
algengt og má t.d. heyra jólalögin
hljóma undurblítt í desember-
mánuði til þess að róa taugar þess
sem bíður. En nú hafa nokkur
fyrirtæki nýtt sér tækniframfar-
irnar á þann hátt að láta fólk
hlusta á útvarp þar til það kemst í
samband við umbeðinn aðila. Hjá
Flugleiðum og reyndar fleirum fá
menn að hlusta á Bylgjuna á
meðan beðið er. Þeir, sem eru
utan hlustunarsvæðisins en dauð-
langar til þess að heyra í þessari
vinsælu stöð, geta þannig t.d.
hringt í Flugleiðir og fengið að
bíða eftir einhverjum í símanum.
Að vísu gætu slík uppátæki valdið
símadömum fyrirtækisins erfið-
leikum og orðið svolítið dýrt
spaug fyrir viðkomandi lands-
byggðarfólk, svo það er tæpast
líklegt að margir fari slíkar króka-
leiðir til að nema „útvarp í lit“.
SMARTSKOT
HELOARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Skattlaust ár
Mjúk eru á stjórnartaumum tök,
tek ég ofan hattinn.
Árið eftir ragnarök
vill ríkið ekki skattinn.
Niðri.
,,Pad er nóg að sjá mann og konu láta vel
hvort að öðru, en ekki sjálf kynmökin."
- INNLEGG ÁSDiSAR ERUNGSDOTTUR
HÚSMÓOUR i GARÐABÆ i YFIRSTANDANDI
KYNLiFSUMRÆÐU i MORGUNBLAÐSGREIN Á
ÞRIÐJUDAG
Er sambandið ekki
orðið full-gamalt
fyrir spriklið?
Sveinn Björnsson, forseti 75 ára ÍSÍ
Sambandið er orðið það öflugt að aldurinn skiptir kannski
ekki svo miklu máli. Það hefur haslað sér tryggan völl í þjóðfé-
laginu á þessum 75 árum. Og það skemmtilega við það er að
það hefur tekist með því að halda fast í þá stefnu sem var mörk-
uð í upphafi.
Þið hafið ekki orðið að bákni?
Nei, nei. iþróttahreyfingin er svo vel skipulögð. Hún byggist
á 300 íþrótta- og ungmennafélögum. Yfirstjórn þeirra eru hér-
aðs- og íþróttabandalög. Þá koma sérsamböndin, hvert í sinni
íþróttagrein. Þannig að þetta er allt mjög lýðræðislega skipu-
lagt.
Sjálfstæðismenn hafa löngum verið áberandi í æðstu
stöðum íþróttahreyfingarinnar. Kanntu skýringu á því?
Nei, það held ég ekki. Á síðustu árum hafa menn úr öllum
flokkum verið í stjórn iSÍ. En sjálfstæðismenn hafa óneitanlega
oft verið áberandi í stjórn sambandsins. Ég hef stundum verið
spurður að þessu, en kann ekkert svar.
Hvernig komst þú inn í íþróttahreyfinguna? Stundar
þú eitthvert sport?
Jájá. Ég var í frjálsum íþróttum í gamla daga. Var þá með
Clausen-bræðrum, Huseby, Ásbirni Bjarnasyni og þessum
strákum. Ég keppti á árunum 1945—1952. Svo fór ég í badm-
inton. Ég varð meira að segja íslandsmeistari í fyrsta flokki og
komst upp í meistaraflokk á sínum tíma.
Nú er ég aðallega í trimmi. Stunda heilsuskokk.
Þú spilar þó Lottó?
Jújú. Ég fékk meira að segja þrjá rétta síðast.
Og 140 kr.
Já 140 krónur.
Eru ekki eilífar krytur innan íþróttasambandsins á
milli sérsambandanna?
Nei, það er allt aflagt. Það voru hérna í gamla daga eilífar
krytur á milli Vestur- og Austurbæjarins, en það er allt saman
löngu-löngu búið. Ég á t.d. tvo stráka sem eru báðir í Val, þrátt
fyrir að ég sé KR-ingur.
Nú, það getur bara allt gerst nú á tímum?
Jájá. Sonur minn er Geir Sveinsson sem spilar með landslið-
inu í handbolta. Hann er Vals-maður.
Hann hefur ekki komist í landsliðið í gegnum klíku?
Nei, það vona ég ekki. Ég veit ekki um það. Hann spilaði yfir
50 landsleiki með unglingalandsliðinu. Þannig að það má
kannski gera ráð fyrir því að hann hafi unnið sig upp í þetta af
sjálfsdáðum.
Er íþróttahreyfingin ekki stærsta félag á íslandi að
þjóðfélaginu undanskildu?
Við segjum að það séu 90 þúsund virkir félagsmenn í íþrótta-
hreyfingunni. Það segir sína sögu.
Er íþróttahreyfingin þá ekki mikið afl í þjóðfélaginu?
Áhrifin eru mikil og iðkendunum fjölgar enn. Á síðasta ári
fjölgaði þeim um sem svarar til allra íbúa Kópavogsbæjar.
En hver eru áhrifin?
Úlfar Þórðarson, vinur minn, sagði alltaf að eftir því sem
íþróttahreyfingin myndi eflast því minna þyrfti að byggja af
sjúkrahúsum.
Það kom hins vegar fram í könnun sem gerð var fyrir
nokkrum árum að börn í íþróttahreyfingunni væru síð-
ur en svo minni drykkjumenn og slarkarar en önnur
sem ekki komu nálægt íþróttum?
Það voru birtar niðurstöður annarrar könnunar um daginn
sem gerð var á vegum Félagsmálastofnunar og þar kom fram
að helmingur barna og unglinga vill vera í íþróttum. Þá fer það
heim og saman að helmingur þjóðarinnar er félagsbundinn í
íþróttahreyfingunni. Það er því ekki að furða þó misjafn sauður
læðist innan um.
IMú hefur íþróttaiðkun almennings breyst á undan-
förnum árum. Fólk stundar meira hinar svokölluðu al-
menningsíþróttir en minna keppnisíþróttir. Hvernig
bregðist þið við þessu?
Ég segi það alltaf að ástæðan fyrir því að færra fólk fer á
kappleiki sé sú að það sé of upptekið af sinni eigin íþróttaiðkun.
Þetta er þróun sem við erum hinir hressustu með. Það er ekki
hægt að kvarta undan því að fólk kjósi heldur að stunda sjálft
íþróttir en að horfa á aðra gera það.
Þið ætlið ekki að reyna að berja trimmara, heilsu-
ræktendur og frístunda-sportista undir ykkar stjórn?
Nei. Þeir koma sem vilja. Við sækjumst ekki eftir því að allir
séu innan hreyfingarinnar. Aðalatriðið er að fólkið taki þátt í ein-
hverjum íþróttum sér til heilsuþótar.
iþróttasamband íslands varð 75 ára í lok síðasta mánaðar. Innan vé-
banda þess eru um 90 þúsund félagsmenn. Það er stór hluti þjóðarinn-
ar. Sveinn Björnsson er forseti sambandsins og leiðir þar með hópinn.
HELGARPÓSTURINN 3