Helgarpósturinn - 05.02.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Blaðsíða 18
eftir Guðlaug Bergmundsson myndir Jim Smart, Rúnar Þór Björnsson og fleiri Hótelsvítur ættu ekki aö vera bara fyrir auduga kaupsýslumenn og lávarda utan úr heimi, aö minnsta kosti ekki á íslandi. Það kostar svo lítið að gista í þeim, „ekkert meira en í einhverri kakkalakkaholu á Manhattan,“ eins og einn hótelmaðurinn kemst að orði. En skyldi það vera svo að þar gisti eingöngu heldri menn? Helgarpóstinum lék forvitni á að vita það, svo og að frœðast aðeins um glœsilegustu vistarverurnar sem hótel landsins bjóða þeim sem vilja láta fara vel um sig. Og eru um leið tilbúnir til að greiða meira fyrir það. HÓTEL SAGA a HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA „FJÁRRÁÐ MÍN LEYFA EKKI SVONA LÚXUS" „MÉR LEIÐ LJÓMANDI VEL" „EKKI SPURNING MEÐ ÞÆGINDIN" Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, svaf þar. Walter Mondale svaf þar, og Aga Khan. Líka U Thant, og Kurt Waldheim, ad ógleymdum Louis Armstrong og Ellu Fitzgerald. Fyrir utan náttúrlega alls konar ráöherra frá hinum Noröurlöndunum. Og í vor veröur þar Carrington lávaröur, framkvæmdastjóri NATO. Hvar nema á svítunni á Hótel Sögu, herbergi 730, með útsýni til allra átta, nema norðurs. Sögusvítan er sú elsta í landinu, verður 25 ára í ágúst, rúmgóð og glæsileg. Bleikt veggfóður í svefn- herbergi, ljóst í stofu. Austurlenskir renningar ofan á Ijósu teppinu, bæði í svefnherbergi og forstofu. Ás- grímur Jónsson uppi á vegg. Þægi- leg húsgögn. Gisting í svítunni kostar tæpar 7 þúsund krónur yfir vetrartímann, en rétt liðlega 9 þúsund yfir sumar- tímann, og að sögn Bjarna Sig- tryggssonar aðstoðarhótelstjóra eru gestir að borga þar fyrir stærðina. Þeir fá enga aukaþjónustu, nema ávaxtakörfu og blóm, og áður en langt um líður verður boðið upp á aðgang að heilsuræktaraðstöðu, sem verið er að byggja í kjallara nýju viðbyggingarinnar. Það eru að sjálfsögðu útlendingar, sem hreiðra um sig í svítunni alla jafna, og eru Evrópumenn þar í miklum meirihluta, kaupsýslumenn og forstjórar. „Nýja markaðsstefna Sögu beinist að þeim sem ferðast á kostnað annarra,“ segir líka Bjarni Sigtryggsson. Einstaka Islendingar, sem búa erlendis og reka eigin fyrir- tæki, og þurfa að koma oft heim, sjást líka í svítunni. Auk þess sem brúðhjón biðja oft um hana. Bjarni segir, að það færist í vöxt að sama fólkið gisti í svítunni aftur og aftur. ,,Þá vita viðskiptamenn þeirra á landinu hvar þeir eru,“ segir Bjarni. Að lokum var Konráð Guðmunds- son hótelstjóri spurður hvort hann myndi sjálfur gista i svítunni, ef hann kæmi sem gestur á eigið hótel. „Ef ég þyrfti ekki að borga það sem gistingin kostar, því að fjárráð mín leyfa ekki slíkan lúxus. En burt- séð frá kostnaði myndi ég hiklaust gera það. Ef maður vill láta fara vel um sig, hlýtur þetta að vera það, sem mann langar til,“ segir Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Sögu. Allt er í gamla stílnum á svítu Hótels Loftleiöa, enda heitir hún því viröulega nafni Gimli. Húsgögnin eru í anda rokkokó og þess sem geröist hjá Loövíki 14. Frakkakóngi. Borö eru gyllt og eitt úr marmara, Ijós teppi á gólfi og fölgrænar gard- ínur fyrir gluggunum, sem snúa í suöaustur, meö útsýni til Suöur- nesja. Svítan hefur verið með svipuðu sniði frá því hótelið opnaði fyrir rúmum áratug, en ekki er útilokað að þar á verði gerðar einhverjar breytingar, samfara öðrum breyt- ingum á hóteiinu, að sögn Einars Olgeirssonar hótelstjóra. Næturgisting í Gimli kostar 160 dali á sumrin, en ekki nema 120 dali á veturna, ef miðað er við fullt verð, og er það ámóta og verður að borga fyrir venjulegt herbergi á góðum hótelum í erlendum stórborgum. Gimligestum er ekki boðið upp á neina þjónustu umfram aðra gesti hótelsins, nema hvað þeim sem borga fullt verð eru færðar ávaxta- körfur og blóm. Einar Olgeirsson hótelstjóri segir, að það séu langmest útlendingar sem sækjast eftir svítunni, einkum ríkir veiðimenn sem koma hingað ár eftir ár. „Einnig höfum við mikið notað hana sem brúðkaupssvítu, ekki síst ef veislan er haldin hjá okk- ur,“ segir Einar, og bætir við að nokkuð sé um að fólk sem eigi stór- afmæli gisti þar. Ekki má svo gleyma öllu fræga fólkinu, sem hef- ur haft náttstað í Gimli. Fats Domino er þar um þessar mundir, en af öðr- um gestum má nefna George Schultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Bobby Fisher, Henry Kiss- inger, Willi Brandt fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, Faisal yngri, prins af Sádi Arabíu og tónlistar- mennina Rod Stewart, Jerry Lee Lewis, Dave Brubeck og Grace Jones. „Nei, öðru nær,“ segir Einar, að- spurður um hugsanleg mannalæti svítugesta. „Mér hefur alltaf fundist „stóru karlarnir" þægilegasta fólk að eiga við. Þeir eru ekki með nein- ar kröfur, kannski vegna þess, að það er ósjálfrátt hugsað meira um þá.“ Einar Olgeirsson hefur einu sinni sofið í Gimli. Hann var þá hótelstjóri á Húsavík og hafði komið til Reykja- víkur í heimsókn. Loftleiðahóteíið var fullt, nema svítan og þangað fór hann. „Mér leið ljómandi vel og ég get vissulega mælt með henni," seg- ir hann. „Ef fólk utan af land vill koma til Reykjavíkur til að halda upp á eitthvað, þá er notalegt að búa þarna," segir Einar Olgeirsson hótel- stjóri á Hótel Loftleiðum. [ y 1 T' |s U A , fjaflB „Eg hef aldrei sofiö hér, en ég myndi gera þaö, efég vœriaö koma íbœinn meö frúna, á þeirri forsendu aö verömunurinn ersvo lítill. Þaö er heldur ekki spurning um þœgindin, og útsýniö er frábœrt" Þetta segir Hans Indriðason hótel- stjóri á Esju er hann horfir út yfir sundin blá og Esjuna úr svítunni uppi á 8. hæð. Vistarverurnar skipt- ast í tvennt, svefnherbergi og stofu, auk baðherbergis. í svefnherberg- inu er fóður á veggjunum, en í stof- unni dökkur palisander, og þar eru einnig málverk eftir þá Tryggva Ólafsson og Baltasar. Teppin eru ljós og húsgögnin í stofunni með dökk- rauðu áklæði, en grænleitu í svefn- herberginu. „Innréttingarnar hafa verið eins frá upphafi, og ég býst við að það hafi verið í tísku í þá daga að hafa palisanderklæðningu á veggjum. En það er alltaf eitthvað virðulegt við dökkan við,“ segir Hans Indriða- son, og að eins og er, séu ekki fyrir- hugaðar neinar breytingar á svít- unni. Gistingin í Esjusvítunni kostar í vetur 4920 kr. fyrir sólarhringinn, en fyrir venjulegt herbergi þarf að greiða rúmar 3 þúsund krónur. Og þeir sem greiða fullt verð, fá gjarnan blóm eða ávaxtakörfur í kaupbæti. Hans segir, að það séu bæði ís- 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.