Helgarpósturinn - 05.02.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Blaðsíða 25
Framsóknarflokkurinn á nú 70 ára sögu aö baki — Þessi ár eru mesta framfaratímabil íslensku þjóðarinnar. Forustumenn flokksins hafa með tilstyrk sinna stuðningsmanna, verið í fylkingar- brjósti í stjórnmálum allan þennan tíma, ýmist sem forustuafl í ríkisstjórn, eða í öflugri stjórnarandstöðu. Þaö hefur aldrei verið nein lognmolla í kring um Framsóknarflokkinn Um stefnu hans og störf hafa verið harðar deilur og andstœðingar framsóknarmanna í stjórnmálum hafa haft í frammi ýmsar fullyrðingar um flokkinn. Hér skulu nokkrar nefndar. Framsóknarflokkurinn er gamaldags kerfisflokkur, varöhundur fyrir ríkjandi ástand. ÞETTA ER RANGT — Ekki þarf annad en að líta á störf ráöherra flokksins í þessari ríkisstjórn sem ná situr. Undir þeirra forustu hafa gífurlegar breytingar átt sér staö í atvinnu, efnahags- og félagsmálum. Þar nægir að benda á: — Nýjar leiðir í stjórn fiskveiða, og hreinsun í sjóðakerfi sjávarútvegsins, endurskipulagningu ríkismats sjávarafurda og frumvarp um nýjar leidir í fisksölumálum. — Ný lög um framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða og uppbyggingu nýrra búgreina í sveitum. — Ný sveitarstjórnalög og nýtt húsnœöislánakerfi. — Gjörbreytta stefnu í efnahagsmálum, ný lög um byggðastofnun og stofnun þróunarfélagsins til þess að örva nýjungar í atvinnustarfsemi. Er þetta að standa vörð um ríkjandi ástand? Hafa aðrir flokkar beitt sér fyrir viðlíka breytingum? 2. FULLYRÐING: Framsóknarflokkurinn gengur erinda landsbyggðarinnar. ÞETTA ER RÉTT — Hitt ber að hafa í huga að uppbygging á landsbyggðinni er höfuðborgarsvœðinu í hag. Byggðaröskun er þjóðfélagslega óhagkvœm. Framsóknarflokkurinn vill framför alls landsins og allrar þjóðarinnar. Hann vill efla þá tilfinningu að við séum ein þjóð í einu landi. 3. FULLYRÐING: Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður og krónískur stjórnarflokkur, forustumenn hans taka ráö- herrastóla fram yfir hugsjónir. ÞETTA ER RANGT — Framsóknarmenn ganga ekki til stjórnarmyndunarviðrœðna fullir af öfgum og fordómum. Þeir láta málefnin ráða hverju sinni. Það hefur oftar en ekki reynst ókleift að mynda þing- ræðisstjórn á Islandi nema hófsamur milliflokkur hefði þar forustu um. Það rœður því að Framsóknar- flokkurinn hefur verið kallaður til oftar en aðrir flokkar. 4. FULLYRÐING: Framsóknarflokkurinn gengur erinda samvinnuhreyfingarinnar, er pólitískur armur Sambandsins. HID RÉTTA ER — að Framsóknarflokkurinn styður Samvinnuhreyfinguna, enda er samvinnustefnan eitt grundvallaratriðið í stefnu flokksins. Samvinnuhreyfingin þarfnast slíks málsvara, en hún samanstendur af 50 þúsund félagsmönnum sem styðja alla stjórnmálaflokka landsins. Þrátt fyrir þetta er mjög djúpt á stuðningi þeirra við þessa hreyfingu og stœrsti flokkur landsins hefur þá grundvallarstefnu, að samvinnuform í rekstri standi einkaframtaki langt að baki. Hér hefur verið stiklað á stóru. Framsóknarflokkurinn hefur átt ríkastan þátt í að skapa það þjóðfélag velferöar og framfara sem við N lifum (. Hann mun halda áfram að vinna að jöfnuði. — Hann mun vinna að jöfnuði, án tillits til búsetu og efnahags og jöfnuði á félagslega sviðinu. Þann veg vilja framsóknarmenn ganga — gegn íhaldi og frumskógarlögmáli f viðskiptum — gegn stjórnlyndi og skrifræði og yfirþyrmandi ríkisforsjá. Sá vegur heitir hinn gullni meðalvegur. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.